Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 Fréttir I>V Aukinn kennaraskortur fyrirsjáanlegur næstu ár Nemendum í grunnskólum í Reykjavík hefur íjölgað um 200 á ári að jafnaði undanfarin ár en fjöldi útskrifaðra kennara frá KHÍ hefur hins vegar staðið í stað. Engin breyting er fyrirsjáanleg á þessu á næstu 3-4 árum og er því ljóst að hlutfall leiðbeinenda í kennarastöð- um mun hækka enn frekar á næstu árum af völdum kennaraskorts en það hlutfall hefur tvöfaldast frá því í fyrra og er nú 10%. Enn er þetta þó lágt á landsvísu, þar sem hlutfall leiðbeinenda er upp undir 30% sums staðar á landsbyggðinni. Stöðugildum hefur á síðustu fimm árum fjölgað úr 1050 í 1250. Enn á eftir að ráða í 10 kennarastöður fyr- ir veturinn en það eru aðallega stöð- ur sérgreinakennara sem erfiðlega gengur að manna. Á kynningar- fundi sem haldinn var á fostudag- inn kynntu Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, og Sig- rún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi R- listans, nýjungar í skólamálum og kom þar m.a. fram að allir skólar verða orðnir einsetnir eftir tvö ár, í samræmi við fimm ára áætlun. Lýstu þær einnig ánægju með samning Reykjavíkurborgar og Línu.Nets um ljósleiðaratengingu grunnskólanna og að aukin band- breidd myndi í framhaldi af því gefa stóraukna möguleika á notkun Netsins við kennslu. -MT Fornbíla- safn rís í Elliöa- árdal - vísir að tækniminjasafni „Það hefur lengi verið draumur okkar hjá Fombílaklúbbnum að koma upp góðu safni og stendur til að byrja á að byggja það á næsta ári í Elliðaárdal og koma þar upp þús- und fermetra safni sem á að hýsa fjölmarga fornbíla og vonandi til frambúðar," segir Örn Sigurðsson, formaður Fornbílaklúbbs íslands, við DV. „Við erum í samstarfi við Orku- veitu Reykjavíkur, sem á orkuminjasafn í dalnum, og það er hugmyndin að á svæðinu verði komið upp vísi að samgöngu- og tækniminjasafni í framtíðinni. Ég vona að á safninu verði 25-30 bílar til að byrja með og svo stækkar þetta eflaust í framtíðinni. Þetta kostar okkur þó nokkuð margar mUljónir en við eigum eitthvað af peningum og vonandi fáum við styrk frá hinum og þessum,“ sagði Örn. -DVÓ DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Fornbílar í Elliðaárdalinn Örn Sigurösson, formaöur Fornbílaklúbbs Islands, stendur hér viö eöalgrip, Benz frá árinu 1951. Slíkir bílar veröa til sýnis á safni klúbbsins í framtíöinni. Vígsla á fallegu ráöhúsi Djúpavogshrepps: Geysir var hótel og pósthús og núna fallegt ráðhús DV. DJUPAVOGI:_______ Geysir, ráðhús Djúpavogshrepps, var vígt og formlega tekið í notkun í síðustu viku. Séra Sigurður Kr. Sigurðsson prestur á Hornafirði vígði húsið og Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri lýsti framkvæmdum við húsið og fór yfir sögu þess. Geysir var byggður árið 1900 af Lúð- vik Jónssyni og upphaflega byggt sem hótel og rekið sem slíkt í nokk- ur ár. Frá 1910 til 1950 var pósthús stað- arins í húsinu og símstöð, einnig hafa verið þar verslanir tíma og tíma og fjölskyldur hafa búið þar. Árið 1988 eignaðist sveitarfélagið efri hæð hússins sem þá var orðið mjög illa farið og þá rætt um að rífa það, en svo varð þó ekki og 1998 ákvað sveitarstjóm að endurbyggja húsið og var þegar hafíst handa við framkvæmdir. Endurbygging húss- ins hefur verið i höndum heima- DV-MYNDIR JUUA IMSLAND Hátíðleg borðaklipplng Margrét Hallgrímsdóttir þjóöminjavöröur fékk þaö ánægjulega hlutverk aö klippa boröann. Sjálf átti hún eittsinn heima í þessu húsi. Eins og sjá má fór hún hönduglega með skærin. Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri fylgist meö en fyrir aftan þau stendur Guörún Jónsdóttir arktitekt. Geysir á Djúpavogi Aldargamalt og viröulegt hús sem fær nýtt líf og nýtt hlutverk sem ráöhús Djúpavogs. manna og var byrjað á að flytja það til á lóðinni en það stóð alveg út við götu. Arkitekt hússins er Guðrún Jóns- dóttir sem séð hefur um skipulag á Djúpavogi og nágrenni. Húsið er tæplega 80 fermetrar á tveim hæð- um og hefur þeim sem unnið hafa að endurbyggingunni farist verkið alveg sérlega vel og geta íbúar Djúpavogs vera stoltir af sínu glæsi- lega 100 ára gamla ráðhúsi. JI _ líUmsjón: Hörðsir Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Stjórnað frá Kína? Framganga lög- reglunnar í sam- bandi við opin- bera heimsókn kínverska þingfor- j setans Li Pengs um helgina þótti með ólíkindum. Fílefldir lögreglu- menn sáu m.a. ástæðu til að hrinda fréttamönnum Stöðvar tvö og stugga öðrum frétta- mönnum af vettvangi í Breiðholt- inu, öllum nema Moggamönnum. Þá var mikUl fjöldi lögreglumanna á stjákli um bæinn. Menn spyrja sig að því hvort íslenska lögreglu- embættinu sé nú stjórnað frá Pek- ing. Góðkunningi Sandkoms segir í þessu sambandi sig ráma eitthvað í að skömmu eftir dráp á kínversk- um stúdentum á Torgi hins himneska friðar um árið hafi Böðvar Bragason lögreglustjóri farið í kynnisferð til lögreglunnar í Peking til að skoða viðbrögð við óeirðum. Hann sé nú einfaldlega að sýna hvað hann hafl lært... Átakið búið Meira af lögregl- unni. „Umferðará- tök“, sem kynnt hafa verið með pompi og pragt með Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráð- herra, Haraldl Johannessen rík- islögreglustjóra og öðrum lögreglu- toppum þykja litlu hafa skilað í bættri umferðarmenningu. Þrír viðburðir eru nefndir þar sem lög- reglumenn hafa verið sýnilegir á götunum, Kristnihátíð, slysalausi dagurinn í sumar og nú síðast við komu Kínverjans um helgina. Þess utan hafi vart sést lögreglumaður á stjái. Nú velta menn því fyrir sér hvort ekki sé búið að eyða öllum aukavinnupeningum lögreglunnar og þá hvort nokkuð muni sjást til hennar á götunum fram að áramót- um... Mikil veisluhöld Mikið hefur ver- ið um gestagang erlendra stór- menna undan- fama daga. Að sjálfsögðu hefur það komið i hlut ráðamann að taka á móti þessum höfðingjum og þingmenn og ráðherrar hafa því ásamt forseta haft í nógu að snú- ast. Um helgina stóð til að þing- menn sætu allir sem einn veislu með hinum margfræga Li Peng frá Kína en Ögmundur Jónasson al- þingismaður taldi það ekki við hæfi, í ljósi ferils þessa manns, að sitja með honum að snæðingi. Gár- ungar vilja þó halda því fram að ástæðan sé allt önnur. Ögmundur hafi bara verið búinn að fá sig fullsaddan af öllum þessum veislu- höldum og verið farinn að óttast um línurnar. Hann hafi bara ekki viljað láta neitt bera á því og því nefnt pólitískar ástæður fyrir fjar- veru sinni... Löng bið íslendingar eru vanir því að taka allt með stæl sem þeir á annað borð taka sér fyrir hendur. Þannig var það um loð- dýraræktina um árið og einnig lax- eldið. Nýjasta æðið er kræklinga- rækt. Margir munu vera í starthol- unum með að hefja slíka fram- leiðslu í Eyjafirði og víðar. Gallinn er bara sá að það tekur heil tvö ár að bíða eftir því að árangur sjáist. Þar sem íslendingar eru ekki vanir að bíða þolinmóðir eftir afrakstrin- um, hvað þá í heil tvö ár, þá velta menn fyrir sér hvað athafnamenn ætli að gera á meðan...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.