Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Side 9
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000
9
DV
Utlönd
Gerði grín að sjálfum sér
Áður en Fidel
Castro Kúbuforseti
gagnrýndi á ráð-
stefnu Sameinuðu
þjóðanna í New
York auðug ríki
fyrir að stjórna
heiminum og Sam-
einuðu þjóðunum
gerði hann grín að
sjálfum sér fyrir maraþonræður sín-
ar. Setti forsetinn hvítan vasaklút
yfir gula ljósið sem varar ræðu-
menn við að þeir séu að nálgast 5
mínútna takmörkin. Forsetinn
hafði þó ræðu sína ekki lengri en 5
mínútur.
Elliheimili fyrir homma
Stjómmálamenn í Stokkhólmi
hafa samþykkt umsókn um að reist-
ar verði sérstakar ibúðir fyrir sam-
kynhneigða sem eru orðnir aldrað-
ir. Þriöjungur samkynhneigðra í
Stokkhólmi vill búa með sínum lík-
um þegar aldurinn færist yfir.
Deila um kappræður
Bandarisku forsetaframbjóðend-
umir George Bush og A1 Gore deila
enn um hvar og hvemig þeir eigi aö
halda kappræður. Bush er fús til
kappræðna á NBC-sjónvarpsstöð-
inni í næstu viku. Gore krefst hins
vegar þriggja formlegra kappræðna.
Vara við hægribylgju
Talsmaður innanríkisráðuneytis
Austurríkis varaði í gær við nýrri
bylgju öfgasinnaðra hægriskoðana.
Samtök öfgasinnaðra hægrimanna
hafi þó engan leiðtoga.
Tekur ekki afstöðu
Tony Blair, for-
sætisráðherra Bret-
lands, neitaði i gær
að giska á hver yrði
sigurvegari í for-
setakosningunum í
Bandaríkjunum í
nóvember. Sagði
Blair það skyldu
forsætisráðherra Bretlands að
starfa með hverjum þeim sem
bandaríska þjóðin kysi.
Fangabíll í árekstri
Þrír létu líflð og einn slasaðist er
rútukálfur lenti í árekstri við
sænskan vörubíl norður af Ósló í
gær. 1 kálfinum, sem var á leið til
réttarhalda í Ringerikefangelsi,
voru lögmenn, blaðamaður og fangi.
Herstjórn gagnrýnd
Bill Clinton
Bandaríkj aforseti
og Tony Blair, for-
sætisráðherra Bret-
lands, gagnrýndu í
gær yfirvöld í
Burma fyrir að
halda stjórnarand-
I stöðuleiðtoganum
Aung San Suu Kyi í stofufangelsi.
Hundrað þúsund á flótta
Talebanar í Afganistan hertóku í
bæinn Taloqan sem verið hefur höf-
uðvígi andstæðinga þeirra. Hundr-
að þúsund menn eru á flótta vegna
átakanna í landinu.
Heimsækir Milosevic
Utanríkisráðherra Grikklands,
George Papandreou, kom til Belgrad
i Serbiu í gær til að segja Milosevic
Júgóslavíuforseta hvar hundurinn
liggur grafmn.
Landsins mesta úrval af
unaðsvörum ástarlífsins.
Við gerum kynlífið ekki bara
unaðslegra heldur líka
skemmtilegra.
Opiö
mán.-fös.10-18
laug.10-16 (Q
www.romeo.is t 3r
Fákafeni 9 • S. 553 1300
Bensínmótmæli áfram í Frakklandi:
Titringur kominn í
stjórnarsamstarfið
Spenna kom upp á franska stjórn-
arheimilinu í gær þegar umhverfis-
ráðherrann, Dominique Voynet,
sagði að flokkur hennar, Græningj-
ar, myndi ekki styðja frekari tilslak-
anir í garð eigenda flutningabfla.
Bilstjórar og fleiri hafa haldið olíu-
hreinsistöðvum og eldsneytisbirgða-
stöðviun í herkvi frá því í vikubyrj-
un til að mótmæla háu eldsneytis-
verði.
Franska stjómin féllst í fyrra-
kvöld á að lækka skatta á dísilolíu.
Bílstjórum fannst hins vegar ekki
nóg að gert. Lionel Jospin forsætis-
ráðherra sagði í gær að frekari til-
slakanir yrðu ekki gerðar.
Voynet sagði í viðtali viö franska
ríkissjónvarpið að samkomulagið
við bílstjórana myndi aðeins leiða
til þess að fleiri mengandi bílar
yrðu á vegum landsins.
Tefla umferð
Flutningabílar tefja umferö á hraö-
braut viö Lille í Frakklandi.
Hvatt til viðræðna
Námsmenn og múslímar á Joloeyju
efndu til fjöldagöngu og hvöttu yfirvöld
til aö semja viö mannræningjana.
Bandarískur gísl
hafður í búri á
Filippseyjum
Bandaríkjamanninum Jeffrey
Schilling, sem félagar í íslömsku
uppreisnarsamtökunum Abu
Sayyaf á Filippseyjum rændu i síð-
ustu viku, er haldið handjárnuðum
í litlu trébúri, að því er heimildar-
menn hafa greint frá. Bandaríkja-
maðurinn er sagður hafa verið erf-
iður fangi og reynt að komast yfir
vopn fangavarðanna. Þess vegna
var hann handjámaður. Schilling
var rænt eftir að hafa heimsótt búð-
ir samtaka uppreisnarmanna ásamt
filippseyskri konu sinni. Hún nýtur
lögregluverndar eftir að hafa viður-
kennt að vera tengd einum upp-
reisnarmannanna.
Þeir saka Schiiling um njósnir
fyrir Bandaríkin. Samningamenn
yfirvalda á Filippseyjum kváðust í
morgun vonast til að mannræningj-
arnir slepptu sex Evrópumönnum
meðal gisla sinna á morgun.
Liósa-
m
Classica útiljós E-27
HÚSASMIÐJAN
Sími 525-3000 • www.husa.is
Færeyingar fá kaldar kveðjur frá Kaupmannahöfn:
Prinsessa skiptir um skóla
Fergie faðmar dóttur sína, Beatrice prinsessu, í kveðjuskyni á fyrsta degi
hennar í skóla heilags Georgs i Ascot í gær. Prinsessan var áöur í skóla í
Sviss en foreldrarnir ákváöu aö fá hana heim.
Barnaníðingar
eiga á hættu að
verða vanaðir
Bamaníðingar í Lettlandi eiga á
hættu að verða vanaðir samkvæmt
nýju lagafrumvarpi. Þingmaðurinn
Juris Vidins, sem er læknir, segir
að bamaníðingar séu haldnir sjúk-
dómi sem hægt sé að lækna með
geldingu. Samkvæmt nýja lagafrum-
varpinu verður hægt að gelda
barnaníðinga sem gerast sekir um
síendurteknar árásir án samþykkis
þeirra.
Frumvarpið var lagt fram tæpri
viku eftir að forstjóri umboðsskrif-
stofu fyrir fyrirsætur var dæmdur í
tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að
hafa beitt fjóra unga drengi kynferð-
islegu ofbeldi. Handtaka hans leiddi
til nornaveiða á barnaníðingum.
Fyrrverandi forsætisráðherra Lett-
lands, Andris Skeele, var meðal
þeirra sem sakaðir voru um bama-
vændi. Rannsókn leiddi í ljós sak-
leysi hans.
Ekki tímabært að
semja við NATO
Dönsk stjórnvöld telja ekki tíma-
bært að færeyska landstjómin eigi í
beinum viðræðum við forráðamenn
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
um öryggismál eyjanna.
Þetta kemur fram í bréfi sem
Niels Helveg Petersen, utanríkisráð-
herra Danmerkur, sendi Anfinni
Kallsberg, lögmanni Færeyja.
Færeyska landstjómin hefur ósk-
að eftir fundi með Robertson lá-
varði, framkvæmdastjóra NATO, til
að leggja fram hugleiðingar sínar
um öryggis- og vamarmál. Bréfinu
var komið til stjórnarráðsins í
Kaupmannahöfn og það beðið um
að koma því áleiðis. Bréfið hefur nú
verið endursent Færeyingum, með
útskýringum danska utanríkisráð-
herrans. Robertson lávarður sagði
enda í viðtali við íslenska rikissjón-
varpið að 'sér hefði ekki borist neitt
erindi frá Færeyingum.
Stjómarandstaöa borgaraflokk-
anna í Danmörku er sammála utan-
ríkisráðherranum og segja fulltrúar
hennar í viðtali við dönsku frétta-
stofuna Ritzau að ósk færeysku
landstjórnarinnar sé ekki tímabær.
„Við getum ekki breytt stjórnar-
skránni. Og þar stendur að konung-
urinn, það er ríkisstjómin, fari með
stjórn utanríkismála. Nú verða
Færeyingar að hafa stjóm á sér. Við
getum ekki breytt kerfinu fyrr en
búið er breyta því,“ sagði Per Stig
Moller, talsmaður íhaldsmanna í
Venstre í utanrikismálum.
Bréfið frá danska utanríkisráð-
herranum er annað áfallið sem fær-
eyska landstjórnin verður fyrir á
skömmum tíma. Áður höfðu Sam-
einuðu þjóðirnar hafnað beiðni
hennar um að hafa afskipti af sjálf-
stæðisviðræðunum við Dani. Þær
viðræður hafa gengið stirðlega.
Niels Helveg Petersen
Danski utanríkisráöherrann vill ekki
að Færeyingar ræöi viö fram-
kvæmdastjóra NATO um öryggismái.