Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000
11
DV
H EILDAR VIÐSKIPTI 1148 m.kr.
- Hlutabréf 162 m.kr.
- Húsbréf 321 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI Q Össur 55 m.kr.
"} Íslandsbanki-FBA 19 m.kr.
. (ís.hugbúnaöarsj. 15 m.kr.
MESTA HÆKKUN
Ols.hugbúnaðarsjóöurinn 3,7%
©Sjóvá-Almennar 2,9%
©Össur 2,8%
MESTA UEKKUN
©Marel 5,6%
© Nýheiji 2,4%
© Kögun 2,3%
ÚRVALSVÍSITALAN 1526,3 stig
- Breyting O 0,067%
Enn þá slær
dollarinn met
Evran lækkaði um 1% í gærmorg-
un og er nú komin í sögulegt lág-
mark gagnvart dollar. Evran var í
gær 0,8785 dollar. Þá kom fram í
upplýsingaveitu fjárstýringar Kaup-
þings að gengisvísitala íslensku
krónunnar (meðalverð erlendra
gjaldmiðla) var 113,53 við upphaf
viðskipta í gærmorgun en er nú í
113,80. Dollar er einnig í sögulegu
hámarki gagnvart krónu en hver
doliari kostar nú 82,0 krónur.
-ÍHiaii síbastHbna 30 daga
Marel 629.120
fslandsbanki-FBA 414.727
, Össur 414.482
Baugur 265.559
, 0 fsl. hugb.sjóðurinn 170.629
| © Hl.b.sj. Búnaöarbanka 42%
i © Skeljungur 16%
© Delta hf. 14%
Q Pharmaco 11%
j © Íslandsbanki-FBA 10%
E' ii-ii St - ■ II síöastllOna 30 daea
© Vaki fiskeldiskerfi hf. -21 %
©SR-Mjöl -19 %
©SH -15%
Q Þormóöur Rammi -14%
: ©ísl. hugb.sjóöurinn -13%
Framleiðni í Banda-
ríkjunum 5,7%
Framleiðni i Bandaríkjunum var
5,7% á öðrum ársfjórðungi miðað við
ársgrundvöll en hún var 5,3% á þeim
fyrsta. Þetta eru framleiðnitölur i at-
vinnugreinum utan landbúnaðar. Á
sama tíma minnkaði vöxtur framleiðslu
á ársgrundvelli í 5,4% á öðrum ársfjórð-
ungi miðað við 7,9% vöxt á fýrsta árs-
fjórðungi. Vinnuaflskostnaður á hvern
vinnandi mann lækkaði um 0,4% en bú-
ist hafði verið við lækkun 0,1% lækkun.
!Tlj!
HIIIdow jones 11260,61 © 0,19%
1 • Inikkei 16399,87 O 0,32%
; SKlis&p 1507,08 O 0,90%
HÍInasdaq 4143,18 O 2,15%
QSftse 6378,40 O 1.40%
^DAX 7366,78 O 0,38%
1 ÍCAC40 6832,62 O 0,35%
E3S33L___ 07.09.2000 U. 9.15
KAUP SALA
ifejlDoUar 82,530 82,950
SSpund 118,400 119,010
1 *l Kan. dollar 55,630 55,970
i r Dönsk kr. 9,5840 9,6370
hferNorsk kr 8,9150 8,9640
ESsænsk kr. 8,5550 8,6030
HHfí. mark 12,0193 12,0915
JJjFra. franki 10,8945 10,9600
1 ÍjiBelg. franki 1,7715 1,7822
i E3i Sviss. franki 46,2100 46,4600
:QHoll.gyllini 32,4286 32,6235
I^^ÍÞýskt mark 36,5386 36,7582
i.jít. líra 0,03691 0,03713
:r«r,Aust. sch. 5,1934 5,2246
flÍPort. escudo 0,3565 0,3586
nriSpá. peseti 0,4295 0,4321
i • lJap. yen 0,77970 0,78440
R jjírskt pund 90,739 91,284
SDR 106,8000 107,4400
§ECU 71,4633 71,8927
______________________________________________________________________________Viðskipti
Umsjón: Viöskiptablaðið
Fiskeldi skilar núna nálægt einum milljarði í útflutningstekjur:
Stóraukin bjartsýni í
fiskeldi á íslandi
- ef áætlanir standast munu þær nema 5 milljörðum 2006
Aukin bjartsýni hefúr gripið um sig
á Islandi og á fleiri stöðum varðandi
framtíð fiskeldis. íslendingar riðu ekki
feitum hesti frá laxeldisævintýrinu á
níunda áratugnum og er því lfldegt að
menn fari ögn varkárari í hlutina í
þetta sinn.
Mikil aukning í fiskeldi
fram undan
í frétt Viðskiptablaðsins í gær kem-
ur fram í mati Landssambands fiskeld-
is- og hafbeitarstöðva (LFH) að
framundan sé umtalsverð aukning í
fiskeldi hér á landi. Ef tekið er mið af
því magni seiða sem nú hefúr verið sett
á til framhaldseldis má gera ráð fyrir
að framleiðslan á milli ára muni
aukast að meðaltali um og yfir 25% á
ári næstu fimm árin. Það er veruleg
aukning frá þvi sem hefúr verið undan-
farin ár en þá hefur framleiðslan auk-
ist um þetta 10 til 15% á milli ára. Mest
munar um aukningu í annars vegar
laxeldi og hins vegar i eldi bleikju.
Fiskeldi skilar nú nálægt einum
milljarði í útflutningstekjur og mun
verðmæti þess, ef áætlanir ganga eftir,
verða nálægt fimm milljörðum árið
2006. Verðþróun hefur verið hagstæð i
Bandaríkjumnn sem eru okkar helsti
markaður og framleiðslan hefur aukist
jafiit og þétt. Á sama tíma hafa áfóll
verið fremur lítil í eldinu en óhagstæð
gengisþróun hefúr þó haft frekar nei-
kvæð áhrif á bleikjumörkuðum í Evr-
ópu.
Gífurlegur hagnaður í fisk-
eldi erlendis
Gifurlegur hagnaður hefur verið í
fiskeldi í nágrannalöndum okkar,
Stofnfiskur í Kollafirði.
og þá sérstaklega í Noregi, síðustu
tvö árin. ísland er sem fyrr talið
ákaflega heppilegt til laxeldis, enda
er það nú einu sinni svo að þau lönd
sem reynslu hafa af sjávarútvegi
eru fremst í fiskeldi. „Við höfum
allt til alls,“ sagði Vigfús Jóhanns-
son, formaður LFH, sem spáir mik-
illi og hraðri uppbyggingu laxeldis
hér á næstu árum.
Samherji hefur fjárfest mlk-
ið í fiskeldi
Samherji er búinn að ákveða að
auka verulega þátttöku sína í flsk-
eldi. Fyrirtækið hefur keypt helm-
ingshlut í íslandslaxi hf. í Grinda-
vík, strandeldisstöðinni stóru sem
Sambandið hóf smíði á á níunda
áratugnum.Um leið hefur fyrirtæk-
ið keypt 85% hlut í Víkurlaxi ehf. í
Eyjafirði. Fyrir átti Samherji næst-
stærsta hlutinn 1 Fiskeldi Eyjafjarð-
ar hf., eða um 11% hlutafjár. Það
hefur náð athyglisverðum árangri í
framleiðslu lúðuseiða og er fremst í
heimi á því sviði. Fyrirtækið var
metið á um 1.200 mflljónir í síðustu
IMG kaupir Fjölmiðlavaktina
IMG, sameinað fyrirtæki Gallups
og Ráðgarðs og Fjölmiðlavaktin
ehf., gengu í gær frá kaupum IMG á
síðarnefnda fyrirtækinu. Fjölmiðla-
vaktin ehf. verður áfram sjálfstætt
fyrirtæki með sama nafni en starf-
semi þess verður hluti af heildar-
skipuriti IMG.
Fram kemur í frétt frá IMG vegna
kaupanna að hlutverk IMG sé að
hjálpa viðskiptavinum við ákvarð-
anatöku og þekkingarsköpun og
starfsemi þess grundvallast á rann-
sóknum og upplýsingaöflun. „Starf-
semi Fjölmiðlavaktar fellur sérlega
vel að starfsemi IMG en Fjölmiðla-
vaktin hefur allt frá stofnun hennar
1980 verið í fararbroddi i vöktun og
greiningu fjölmiðlaefnis. Ávinning-
ur viðskiptavina IMG og Fjölmiðla-
vaktarinnar ehf. er því ótvíræður,"
segir í fréttinni.
Gert er ráð fyrir að fyrsta hluta í
samþættingu fyrirtækjanna tveggja
verði lokið i byrjun nóvember.
Starfsemi Fjölmiðlavaktarinnar
verður enn efld og styrkt en IMG
mun samhliða byggja upp og þróa
öfluga ráögjöf í tengslum við núver-
andi þjónustu vaktarinnar. Þá verð-
ur upplýsingabanki Fjölmiðlavakt-
arinnar tengdur könnunum og
gögnum IMG.
IMG varð til fyrr á þessu ári þeg-
ar Gallup og Ráðgarður sameinuð-
ust. Heildarvelta fyrirtækisins er
yfir 600 milljónir króna á þessu ári
og starfsmenn eru tæplega 100.
Fjölmiðlavaktin var stofnuð árið
1980 sem hluti af fyrirtækinu Miðl-
un. Árið 1997 varð Fjölmiðlavaktin
sjálfstætt fyrirtæki. Heildarvelta
þess á síðasta ári var 80 milljónir
króna og starfsmenn hennar eru um
16.
viðskiptum. Þá er rétt að geta þess
að í gegnum eignarhlut sinn í Hrað-
frystistöð Þórshafnar á Samherji
verulegan hlut í Silfurstjömunni í
Öxarfirði. Það er því ljóst að Sam-
herji ætlar sér stóra hluti í fiskeldi
og reyndar munu önnur sjávarút-
vegsfyrirtæki vera að skoða svipaða
möguleika.
Þá má geta þess að fiskeldi skap-
ar mikinn uppgang í fóðurfram-
leiðslu hvers konar og þar skapast
tækifæri fyrir mjölframleiðendur.
Hraöur vöxtur
fiskeldisfyrirtækja
Nokkur fiskeldisfyrirtæki eru nú
þegar skráð á hlutabréfamarkaði og
hafa vaxið hratt undanfarin ár.
Ljóst er að fiskeldi er að verða arð-
samasti hluti sjávarútvegs og vel-
gengni þeirra mikil á markaði.
Manna á meðal er nú rætt um risa-
framkvæmdir á þessu sviði og hefur
þegar verið sagt frá áformum um
uppbyggingu í Berufirði, þó ekki
hafi verið upplýst hverjir séu þar á
ferð, en enn er eftir að afgreiða
starfsleyfi. Kunnugir segja að viku-
lega berist fyrirspumir erlendis frá
um möguleika á laxeldi hér enda ts-
land nánast ónumið land á því
sviði.
Íslandssími hefur
rekstur farsíma-
kerfis
Frá og með næstu áramótum
mun Íslandssími hefja rekstur far-
símakerfis sem nær til landsins alls.
Verður farsímarekstur fyrirtækis-
ins rekinn i sérstöku dótturfélagi,
að fullu í eigu Íslandssíma, að því er
fram kemur í Viðskiptablaðinu sem
út kom í gærmorgun.
Samkvæmt heimildum Viðskipta-
blaðsins er búið að ganga frá samn-
ingi við erlend símafyrirtæki um
reikisamninga. Það á að gera ís-
landssíma kleift að byggja upp öfl-
ugra dreifikerfi fyrir farsíma en slík
kerfi eru fyrir hjá Landssimanum
og Tali. Þess má geta að samkvæmt
reikiákvæðum fjarskiptalaga er öðr-
um fyrirtækjum skylt að gera reiki-
samninga við önnur fyrirtæki og
það hyggjast Íslandssímamenn nýta
sér til að flýta útbreiðslu kerfis síns
innanlands.
Landsbankinn tekur yfir rekstur HGI
- 107 milljóna króna hagnaður HGI á fyrri helmingi ársins
Landsbanki Islands.
í gær tók Landsbanki íslands hf.
formlega yfir rekstur breska fjár-
festingarbankans The Heritable and
General Investment Bank Ltd. (HGI)
í London en 18. júli sl. voru kaup
Landsbankans á 70% hlut í HGI
kynnt. Yfirtaka Landsbankans á
rekstri HGI fór fram viku fyrr en
áætlað var. Á fyrri helmingi þessa
árs var HGI rekinn með 107 millj-
óna króna hagnaði og heildareignar
hans námu 6,9 milljörðum króna
um mitt ár.
í tilkynningu frá Landsbankan-
um kemur fram að kaupin eru í
samræmi við þá stefnu Landsbanka
íslands að veita fyrirtækjum og ein-
staklingum alhliða fjármálaþjón-
ustu. Jafnframt hafa Landsbankinn
og Landsbréf stefnt að því sérstak-
lega að veita alþjóðlega fjárfesting-
arþjónustu sem byggist á sérþekk-
ingu starfsmanna samstæðunnar á
eignastýringu og fiármálamörkuð-
um. Markmið með kaupunum eru
m.a. að halda áfram á þeirri braut
að auka og efla alþjóðlega fjárfest-
ingarþjónustu Landsbankans og
Landsbréfa, einkum á sviði eigna-
stýringar, sérbankaþjónustu og
verðbréfaviðskipta.
Samþykki fjármálaeftirlitsins í
Bretlandi hefur fengist við kaupum
Landsbankans á HGI og fór undir-
ritun kaupsamnings fram i gær. Ný
stjóm bankans hefur verið skipuð. í
henni sitja Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbankans, sem er
fomiaður, James Pope og Jill Enz-
mann frá First Union-samstæðunni,
John Quitter, óháður ráögjafi, Mart-
in Young, forstjóri Heritable, og
Tim Wentworth, John Woods og
David Rampling, framkvæmdastjór-
ar Heritable. í varastjóm er Sigurð-
ur Atli Jónsson, forstjóri Lands-
bréfa.
Fram kemur að með kaupunum
eignast Landsbanki íslands hf.
meirihluta í afar vel reknum og
traustum banka í miðborg London.
The Heritable and General Invest-
ment Bank sérhæfir sig í ráðgjöf og
útlánastarfsemi á sviði verkefna-
fjármögnunar íbúðabygginga. Hagn-
aður bankans fyrstu 6
mánuði ársins 2000
var 910.000 pund eftir
skatta, samanborið
við 848.000 pund á
sama tíma á síðasta
ári. Heildareignir
bankans nema 59
milljónum punda en
voru 55 milljónir
punda í árslok 1999.
Heritable-bankinn
veitir frá og með deg-
inum í dag grunn-
bankaþjónustu fyrir
viðskiptavini Lands-
bankasamstæðunnar,
auk þess að veita upplýsingar um
alþjóðlega fjármálaþjónustu sam-
stæðunnar. Á næstu mánuðum
verða kynntir nýir þjónustuþættir á
vegum Landsbankasamstæðunnar
sem Heritable veitir.