Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Page 15
14
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000
19
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformabur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarbiaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Lítill á borði
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaöur hefur um ára-
tuga skeiö átt samskipti við fjölmiöla. Raunar hafa fáir ís-
lendingar verið jafn duglegir viö aö koma sér á framfæri
meö einum eða öörum hætti og Jakob Frímann í gegnum
árin þó tilefnin hafi ekki öll veriö merkileg.
Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur Jakob Frí-
mann ruöst opinberlega fram meö svæsnar árásir á blaða-
menn DV og á blaðið sjálft, fyrst í Morgunblaðinu síðastlið-
inn þriðjudag og síðan á Skjá 1 sama kvöld. Eftirtektarvert
er að Jakob Frímann skuli telja sig þess umkominn að koma
fram opinberlega í klæðum siðapostula og varðmanns góðra
gilda í íslenskri blaðamennsku.
Fullyrðingar Jakobs Frímanns um samskipti hans við DV
og blaðamann þess eru rangar og eiga lítið skylt við sannleik-
ann. í febrúar siðastliðnum stóð Jakob Frimann á krossgöt-
um í lífi sínu á margan hátt og þótti það vera tilefni til við-
tals við hann í Helgarblaði DV. Jakob Frímann las yfir end-
anlega útgáfu á viðtalinu og veitti samþykki sitt fyrir því. Þá
fékk Jakob Frímann að fylgjast með vinnslu allra mynda sem
birtust með viðtalinu og var vegna þessa inni á ritstjórn DV
klukkustundum saman. Fáir ef nokkrir viðmælendur hafa
fengið að fylgjast jafn náið með vinnslu efnis í DV og Jakob
Frímann fékk að gera. Hann verður hins vegar að eiga það
við sjálfan sig ef hann fær bakþanka eftir að viðtalið hefur.
birst opinberlega. En það er sérkennileg samviska sem leyfir
manni að ráðast með svívirðingum að nafngreindum einstak-
lingi með þeim hætti sem Jakob Frímann gerir.
í þessu sambandi er hins vegar vert að undirstrika þá
reglu sem gildir á ritstjórn DV og gildir á flestum ef ekki öll-
um ritstjórnum alvöruprentmiðla:
DV lætur aldrei frá sér ritstjórnarleg völd út í bæ. Þannig
eru fyrirsagnir, millifyrirsagnir og uppsetning efnis alfarið í
höndum ritstjórnar DV og ekki annarra. Blaðamenn DV
hafa það sem reglu að lesa yfir texta (sé þess óskað) fyrir við-
mælendur en þá aðeins það sem haft er eftir viðkomandi.
Þegar um lengri viðtöl er að ræða, svo sem viðtöl í Helgar-
blaö DV, fær viðmælandi að lesa yfir viðtalið í heild sinni,
óski hann eftir því, og getur komið að athugasemdum og/eða
leiðréttingum.
Fjölmiðlar þurfa eins og aðrir að sætta sig við gagnrýni -
slíkt er eðlilegt. Lesendur eiga kröfu til þess að fjölmiðlar
hlusti á gagnrýni og lagfæri það sem miður fer í starfi
þeirra. Enginn fjölmiðill, frekar en önnur mannanna verk,
er hafinn yfir slíkt. En árásir Jakobs Frímanns eiga ekkert
skylt viö sanngjarna gagnrýni eða athugasemdir. Dylgjur og
óhróður eru vopn þeirra sem ekki hafa sannleikann að leið-
arljósi. Og persónuníð og mannorðsvíg eru úrræði þeirra
sem glatað hafa málstaðnum. Slíkir menn eru miklir í orði
en litlir á borði.
Jakob Frímann hefur ekki orðið stærri maður með fram-
göngu sinni síðustu daga.
Fyrirsögrt í Helgarblaði
Ritstjórn DV geta orðið á mistök og þegar slíkt gerist hef-
ur blaðið leitast við að leiðrétta þau með viðeigandi hætti.
Svo kann að vera að fyrirsögn í Helgarblaði DV, Skúrkurinn
í Valhöll, hafi verið mistök þó viðmælandi blaðsins hafi ekki
kvartað undan henni.
Nauðsynlegt er að skoða fyrirsögnina í samhengi við for-
síðumynd, tilgang og tilefni viðtalsins sem þar var að baki.
Hugmyndin var að ná fram íróníu eða orðaleik. Þetta kann
að hafa misskilist eða ekki komist til skila með þeim hætti
sem ritstjórn DV ætlaði. Þau mistök skrifast á ritstjóra
blaðsins en ekki einstaka blaðamenn.
Oli Bjorn Karason
DV
Af góðum röddum og slæmum
Á ljósvakafjölmiðlunum
er margt gott fólk með góð-
ar raddir. Þegar ég hugsa til
baka koma upp í hugann
margar ómþýðar raddir
sem lásu fréttir í áranna
rás. Og þulir töluðu undan-
tekningarlaust góða ís-
lensku hér áður fyrr. En nú
virðist mér að hvort tveggja
hafi farið aftur, íslenskunni
og raddgæðunum.
Rita mætti langa pistla
um máifarið eitt og sér og
skökku áherslurnar sem nú
tröllríða íjölmiðlunum. Áberandi er
t.d. um þessar mundir rangur fram-
burður þegar notuð eru samsett orð
og áherslan kemur á síðara orðið. Þar
virðist mér ensk áhrif vera að breyta
íslenskri málhefð. - Nóg um málfar I
bili en ég ætla í þessari grein að íjalla
um raddir í íjölmiðlum og raddbeit-
ingu þula og fréttamanna.
Sönglandi og popprásahrynjandi
Það er mikil list að beita röddinni
svo hún hljómi vel og skýrt. Þegar
hlustað er á raddir fólks og gæði
þeirra metin kemur margt í ljós. Það
leynir sér ekki að sumir þulir beita
rödd sinni ekki af kunnáttu.
Sumir tala með munninn
herptan og opna varla bil á
milli framtanna. Það er
engu líkara en þeir hafi
gleypt tannlím.
Áðrir tala of mikið i
gegnum nefið og stynja út
úr sér orðunum, líkast því
sem vélindað sé helsta radd-
færið. Þá þekkist það líka
að talað sé þvoglukennt og
óskýrt eins og viðkomandi
sé á 5. glasi. Og aðrir tala
allt of hratt. Svo er það
sönglandinn og popprásahrynjandin
sem komin er inn í sjónvarpið t.d.
hjá íþróttafréttamönnum.
Skyldur gagnvart hlustendum
Þetta leiðir hugann að því hvort
ljósvakafjölmiðlar geri ekki kröfur
til raddgæða og framsagnar þegar
þulir og fréttamenn eru valdir til
starfa. Er ekki sjálfsagt að gera kröfu
um kunnáttu á þessu sviði á sama
hátt og gert er með söngvara? Nú
gætu einhverjir haldið því fram að
allir eigi að hafa sömu möguleika til
starfa, taka verði tillit til ólíkra blæ-
brigða mannlifsins, fótlunar o.s.frv.
Örn Bárður
Jónsson
prestur
„Ríkisútvarpið, sem rekið er af almannafé og skyldar
mann auk þess til að greiða fyrir afurðir sínar, hefur
þcer skyldur gagnvart hlustendum að vanda val á þul-
um. “ - Ungar útvarpsstjömur við Útvarpshúsið.
En þá verð ég að segja að varla
fengi ég vinnu við íslenska dans-
flokkinn með mitt vaxtarlag og
hreyfigetu. Ekki geta allir dansað
eða talað af list. Ríkisútvarpið, sem
rekið er af almannafé og skyldar
mann auk þess til að greiða fyrir af-
urðir sínar, hefur þær skyldur gagn-
vart hlustendum að vanda val á þui-
um.
Tillitssemi við neytendur
Sama má segja um einkareknu
fjölmiðlana. Þeir þurfa líka að huga
að gæðum og tillitssemi við neytend-
ur, svo ekki sé minnst á það sem vin-
ur minn kallar „óbærilegan vaðal í
sumum samtölum plötusnúðanna".
Fjölmiðlarnir þurfa að hafa á að
skipa málfarsráðunautum og kenn-
urum i framsögn og raddþjálfun.
Það er vægast sagt óþægilegt fyrir
hlustendur að þurfa að hlýða á illa
þjálfaðar raddir dag hvern. Fjölmiðl-
arnir dæla yfir okkur efni í síbylju.
Því verður að gera þá kröfu til þeirra
að þeir velji hæft fólk til starfa. Fagr-
ar heyrði ég raddimar á árum áður
en nú fækkar þeim. - Raddir fólksins
þurfa að standast gæðakröfur.
Öm Bárður Jónsson
Sigrar Sleipnir Samtök atvinnulífsins?
Blað allra landsmanna birti 27.
ágúst sl. taxta sem bílstjórafélagið
Sleipnir hefur gert við átján fyrir-
tæki. Þar er horfið frá því að lág-
markslaun bílstjóra séu 76 þúsund
krónur á mánuði (með hækkun í 96
þúsund krónur eftir 15 ára starfs-
reynslu). Ekki er því lengur miðað
við það í samningnum að laun at-
vinnubílstjóra séu nokkrum þúsund-
um hærri en hjá ellilífeyrisþegum.
Samkvæmt nýja taxtanum í Moggan-
um hækka byrjunarlaun í 90 þúsund
(með möguleika á 127 þúsund króna
hækkun eftir 15 ára starfsreynslu).
Einungis hafa 18 fyrirtæki samþykkt
þennan samning og bílstjórar því
enn í sárum, undir yfirborðinu
kraumar enn reiði þeirra.
Verkfalli sem hófst 8. júní lauk
tæpum sex vikum síðar eftir 30 fundi
hjá sáttasemjara og ekkert kom út úr
því. Kemur nokkrum á óvart þótt bíl-
Kjallari
stjórar haldi því fram að
það hafi aldrei staðið til
hjá Ara Edwald að semja
við Sleipni?
Greitt fyrir úrsögn
Ekki stóð á því að kasta
hundruðum milljóna á glæ
. til þess að knésetja Sleipni
og því eðlilegast að spyrja
hver hann er þessi fram-
kvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins. Jú, Ari Ed-
wald er fyrrum aðstoðar-
maður Daviðs Oddssonar
og Þorsteins Pálssonar.
Augljóslega er hann alinn upp við þá
hægri öfga að stéttabaráttan sé mis-
skilningur sem beri að leiðrétta. Og
hvernig, er farið að því? Fyrstu við-
brögðin'hjá Ara Edwald var að láta
rigna lögbannskröfum yflr verkfall
Sleipnis. Síðan þá hefur hann farið
Trausti
Einarsson
sagnfræOingur
fram á það við fyrirtæki
sem hafa samið við Sleipni
að þau greiði ekki umsam-
inn taxta. - Þetta hljómar
kannski undarlega en í raun
er farið fram á að fyrirtæki
brjóti löglega samninga.
Hjá Hópbílum, Hagvögn-
um og AUra handa eru bíl-
stjórum greitt fé fyrir það að
ganga úr Sleipni. Fyrirtækj-
um sem semja ekki við
Sleipni stendur til boða að
fá fé greitt úr sjóðum at-
vinnulífsins að því tilskildu
að þau semji ekki við
Sleipni? Þeim fyrirtækjum sem
semja við Sleipni er hótað, að þau
fyrirgeri rétti sínum til fébóta.
Skyldu þessi viðbrögð nokkuð
stafa af þyi að Sleipnir hefur verið
að eflast? Á undanfómum árum hafa
gengið í Sleipni strætisvagna- og
„Verkfalli sem hófst 8. júní lauk tœpum sex vikum síðar eftir 30 fundi hjá sáttasemjara
og ekkert kom út úr þvi. Kemur nokkrum á óvart þótt bílstjórar haldi því fram að það
hafi aldrei staðið til hjá Ara Edwald að semja við Sleipni?“ - Verkfallsátök við Leifsstöð.
vöruflutningabifreiðastjórar sem
hafa staðið utan áhrifamikilla verka-
lýðsfélaga. Stafa þessi viðbrögð af
nokkru öðru en því að Samtök at-
vinnulífsins óttast það að sterkt
stéttarfélag atvinnubílstjóra sé í fæð-
ingu?
Hvað stendur í veginum?
Taxti Sleipnis hefur ekki einungis
verðir birtur í Mogganum heldur
einnig í blaði félagsmanna og fróð-
legt verður að sjá að hve miklu leyti
hann verður notaður við launaút-
reikninga hjá fyrirtækjum um þessi
mánaðamót. Viðbrög Samtaka at-
vinnulífsins hafa veriö þau að kalla
samningagerðina gervisamninga.
Margir af bílstjórum í Sleipni
starfa i ferðaþjónustu og því liggur
eðlilegast við að spyrja hvað standi í
vegi fyrir því að ferðaþjónustan
bjóði mannsæmandi laun Þar tíðkast
undirboð við samningagerð en hvers
vegna þurfa lág laun að vera undir-
staða slíkra samninga? Ferðaþjón-
ustan er einn helsti vaxtarbroddur í
atvinnulífi íslendinga og allt útlit
fyrir aukna eftirspum frá ferða-
mönnum erlendis. Þegar til þess er
hugsað er ekkert sem stendur í vegi
fyrir því að það sé og eigi að vera eft-
irsóknarvert að starfa í ferðaþjón-
ustu íslendinga.
Við slikar aðstæður ætti að vera
auðvelt að halda þannig á málum að
velja mætti úr hæfum starfskrafti.
Því fylgir ábyrgð að flytja 40-50 far-
þega á milli staða og slíka ábyrgð ber
að umbuna með góðum launum.
Hvað stendur í vegi fyrir því að laun
atvinnubílstjóra séu yfir fátæktar-
mörkum?
Trausti Einarsson
Með og á móti
Gott verkfæri
afþví góða?
Starfsfólk svipt frelsinu
4
„Hlunnindatil-
boð geta nýst fyrir-
tækjum til að gera
vel við starfsmenn
sína, t.d. tO að laða
fólk eða halda fólki
að nýtt
lengur.
Bónus hefur ákveðið að
bjóða öllum starfsmönnum
sínum 360 þúsund kr. viðveru-
bónus ef þeir vinna tvö ár hjá
fyrirtækinu.
Með þessu er hvatt tU þess
að fólk staldri lengur við og hugsi sig
tvisvar um ef það vill hætta. Fyrir-
tækið heldur einstaklingnum lengur
og fær i staðinn betur þjálfaðan starfs-
Svanur
Valgeirsson
starfsmannastjóri
Bónuss
mann sem kann betur tU
verka.
AUir vita hversu dýrt er að
þjálfa endalaust upp nýtt fólk.
Við vUjum sem sagt ekki
hækka taxta fyrir aUa heldur
umbuna þeim sem vUja vera
lengur.
Spurt hefur verið hvort
ekki þurfi að hleypa svona
launahækkun út i verðlagið
en ég segi síður en svo.
Dýrast er að vera sífeUt að
þjálfa upp fólk og vera þannig aUtaf
með ákveðinn hóp sem ekki kann tU
verka.“
| fylgjandi því að gert
sé vel við starfsfólk
r og þess vegna að
boðið sé í ferðlög
eða upp á einhvers konar glaðn-
ing. Þegar hins vegar farið er
að nota slíkt sem varanlegt
greiðsluform, eins konar kaup-
gjald, vakna ýmsar spumingar,
ekki síst varðandi þær kvaðir
sem fylgja. Er það ekki í ætt við
átthagafjötra að greiða fólki tUtekna
upphæð fyrir að skuldbinda sig tU að
fara ekki frá fyrirtækinu næstu tvö árin
eins og mér skUst að Bónus geri og er
ekki hætt við því að mætingaruppbót
Ogmundur
Jónasson
formaöur BSRB
verði tU þess að tekjulítið fólk,
sem má ekki verða af neinni
krónu, mæti veikt í vinnuna?
Þá má spyija hvort hér sé verið
að reyna að komast fram hjá
þvi að greiða skatta. Ef þetta er
hins vegar tU þess eins að halda
í starfsfólk þá kann ég eitt ráð
við því og það er að hækka við
það kaupið. Það er óbragð af
því að bjóða upp á kjör með
skUyrðum sem svipta starfs-
fólkið frelsinu. Fólk þarf að geta brugð-
ist við breytingum í eigin lífi og aðstæð-
in- kunna að breytast inni á vinnustaðn-
um. Þá gæti komið sér Ula að vera ekki
frjáls ferða sinna.“
Æ fleiri fyrirtæki bjóöa starfsmönnum sínum mætingarbónusa, flugferöir til útlanda og aukaflárupphæöir ef fólk skuldbindur sig til aö vinna hjá fyrirtæk-
inu í ákveöinn tíma.
Ummæli
Markaðsleikhúsið
„Slæm umfjöUun er
betri en engin umfjöU-
un, segir einhvers
staðar og trútt þeirri
hugsun speglar mark-
aðsleikhúsið sig í fjöl-
miðlunum; ef mynd
þess birtist þar reglu-
lega er það tU, ef ekkert birtist er
makaðsleikhúsið ekki tU.“
Hávar Sigurjónsson leikhúsfræðingur
I Mbl.-pistli slnum 6. sept.
Mótmæli - hræsni
„Hér er mikUvægt
að muna að íslandsfór
Li Pengs er rökrétt nið-
urstaða af stefnu okkar
gagnvart Kína og ætti
því að vera fagnaðar-
eöii á íslandi. Annað
væri hræsni. Margir
mótmælenda virtust
heldur seint átta sig á því að samskipti
íslands og Kina hafa verið með mikl-
um ágætum. AUt frá þvi að forseti
Sameinaðs þings, Salóme Þorkelsdóttir,
hélt austur örfáum árum eftir
fjöldamorðin og tU sögulegrar ferðar
landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústs-
sonar, í sumar, hefðu þeir átt að
standa með mótmælaspjöld á Keflavík-
urflugveUi. Það er nefnilega miklu nær
að rifa kjaft við sitt eigið heimafólk en
einhverja langt aðkomna gesti sem að-
eins eru að endurgjalda vinahót."
Stefán Jón Hafstein I Degi 6. sept.
Einkavæðing
„Farsælast væri að hefja einkavæð-
ingu Landssimans þegar í haust og
setja sér metnaðarfuU markmið um að
meirihluti félagsins verði horfmn úr
eigu ríkisins fyrir lok næsta árs ... Töf
á einkavæðingu Landssimans skaðar
því ef tU viU ekki skammtímahagsmuni
ríkissjóðs, en hún skaðar tvímælalaust
langtímahagsmuni þegnanna."
Úr forystugreinum Viöskiptablaðsins
6. sept.
Forskot Línu.Nets
„Ef borgarstjóri og
R-listinn eru sann-
færðir um að hafa rétt
fyrir sér í þessu máli,
þá vaknar auðvitað sú
spurning af hverju var
ekki gengið tU fimm -
ára samnings, eins og
upphaflega stóð tU ... Það má sömu-
leiðis vekja athygli á því að með þess-
ari gjörð, að semja við Línu.Net tU
eins árs, í raun tU lengri tíma, eru
borgarstjóri og R-listinn að ganga á
skjön við yfirlýsta stefnu um útboð og
hafa að engu sínar eigin samþykktir."
Inga Jóna Þóröardóttir, oddviti borgar-
stjórnarflokks sjálfstæöismanna,
í Mbi. 6. sept.
Skoðun
TUefni þessarar greinar er yfirlýs-
ing þjóðleikhússtjóra að hann hafi
haft veður af góðri hugmynd annars
leikhúss og því keypí sýningarréttinn
á viðkomandi verki. í nýjum leiklist-
arlögum er Þjóðleikhúsinu gert hátt
undir höfði enda hefur það verið í
forystuhlutverki í íslensku leikhúslífi
síðustu 50 ár. Þetta hlutverk kemur
einnig fram í árangursstjórnunar-
samningi sem menntamálaráðuneyt-
ið gerði við Þjóðleikhúsið og undirrit-
aður var á siðasta ári.
Spurningar vakna
í lögunum er undirstrikuð sér-
staða Þjóðleikhússins og mikilvægi
sem heimahafnar íslenskrar leiklist-
ar. Þar segir að Þjóðleikhúsið skuli
kosta kapps um hagkvæmt samstarf
við stofnanir, félög og aðra sem
sinna leiklist. Enn fastar er kveðið á
um þetta í árangursstjómunarsamn-
ingnum. Þar segir að Þjóðleikhúsið
ætli sér að halda áfram að vinna að
eflingu og þróun íslenskrar leiklistar
með vönduðum leiksýningum i
hæsta gæðaflokki og að Þjóðleikhús-
ið ætli sér að ná því meðal annars
með samstarfi við önnur leikhús og
menningarstofnanir.
Einnig segir í sama samningi að
haldið verði áfram því jákvæða sam-
starfi sem Þjóðleikhúsið hefur átt
við hina ýmsu leikhópa og leikhús
(leturbreyting höfundar). Þjóðleik-
húsið telur sig e.t.v. ekki bundið af
leiklistarlögum eða þeim árangurs-
stjómunarsamningi sem það gerði
við menntamálaráðuneytið. Það vek-
ur a.m.k. ýmsar spumingar þegar
Þjóðleikhúsið telur fullkomlega eðli-
legt að bregða fæti fyrir sjálfstætt
starfandi leikhús, með því að kaupa
sýningarrétt á verki sem viðkom-
andi leikhús hefur verið með í und-
irbúningi um hríð.
Mikill aðstööumunur
Það er alvarlegt þegar opinbert
leikhús ákveður að hindra starfsemi
sjálfstætt starfandi leikhúss með
þessum hætti. Það er einnig sláandi
hversu ísköld þessi ákvörðun er. „Ég
hafði veður af því að ákveðnir aðilar
í leikhúsheiminum væru að hugsa
um að setja upp söngleikinn Oliver
Twist. - Þá sló ég til og keypti sýn-
ingarréttinn" (Stefán Baldursson,
DV, 18/8 2000).
Þjóðleikhúsið hefur það bolmagn
að geta keypt sýningarrétt að verk-
um að vild. f þessu felst mikill að-
stöðumunur milli þess og sjálfstæðu
Já,... ég heia að égjafni þetta út...
Ég er áreiðanlegur, reynáur,
reglusamur og vel upplýstur.
V
leikhúsanna. Sjálfstæðu
leikhúsin verða að undir-
búa verkefni sín af gætni til
þess að tryggja að þau geti
staðið við skuldbindingar
sínar. Það kallar á að verk-
efni eru alla jafna lengi í
undirbúningi. Þetta er
ástæða þess að sjálfstæðu
leikhúsin ganga oft ekki
formlega frá greiðslu fyrir
sýningarrétt á verkum fyrr
en seint á undirbúnings-
timanum.
Auðvitað fréttist það
milli manna hvað stendur
til þegar verk eru lengi í undirbún-
ingi. Leikhúsfólk hefur hingað til
treyst því að Þjóðleikhúsið neyti
ekki aflsmunar og steli hugmyndum
þess. Nú virðist sem Þjóðleikhúsið
hafi tileinkað sér nýja starfshætti.
Þessi gjörningur er í takt við við-
brögð Þjóðleikhússins við erindi
Bandalags sjálfstæðra leikhúsa til
Samkeppnisstofnunar síðastliðið
haust. Það erindi varðaði óeðlileg til-
boð opinberu leikhúsanna á verði
leikhúsmiða í krafti opinbers stuðn-
ings. í kjölfarið ákvað Þjóðleikhúsið
að hætta að lána leikmuni
og búninga td sjálfstæðu
leikhúsanna og skrúfaði
tímabundið fyrir lán á leik-
urum.
Það er óhugsandi að það
sé ætlun ráðamanna sem
tryggja Þjóðleikhúsinu fjár-
muni að það notfæri sér að-
stöðu sína með þessum
hætti. Því er miklu frekar
ætlað að vera flaggskip sem
verji og vemdi íslenskt leik-
hús almennt en vinni ekki
gegn því. Sjálfstæðu leik-
húsin hafa styrkt íslenska
leiklist gríðarlega á undanförnum
árum. Fjöldi leikhúsgesta hefur stór-
aukist á innan við áratug og þrátt
fyrir það hefur Þjóðleikhúsið haldið
sínum hlut.
Spyrja má hvort nú sé ef td vid
runnin upp sú tíð að leikhúslista-
menn með góðar hugmyndir verði að
fara með drauma sína sem manns-
morð. Að þeir verði að gæta sín á því
að flaggskipið heyri ekki um hug-
myndina því þá verði henni stolið og
sýningarrétturinn keyptur.
Þórarinn Eyfjörð
Þórarinn
Eyfjörð
form. Bandalags sjálf-
stæöra leikhúsa
„Það er óhugsandi að það sé œtlun ráðamanna sem
tryggja Þjóðleikhúsinu fjármuni að það notfæri sér að-
stöðu sína með þessum hœtti. Því er miklu frekar œtl-
að að vera flaggskip sem verji og vemdi íslenskt leik-
hús almennt en vinni ekki gegn því. “
Ég kaupi sýning-
arréttinn