Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Síða 23
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000
27
DV
Tilvera
Elia Kazan 91 árs
Einn merkasti kvik-
myndaleikstjóri sam-
tímans og einnig einn
sá umdeildasti, Elia
Kazan, verður 91 árs í
dag. Það vakti mikla
athygli og hörð mót-
mæli þegar bandariska kvikmyndaaka-
demían ákvað að veita Kazan sérstök
óskarsverðlaun fyrir tveimur árum og
var ástæðan sú að hann bar vitni á sín-
um tima fyrir „bandarísku nefndinni"
þar sem hann vitnaði gegn kollegum
sínum, sem lentu síðan úti í kuldanum.
Hvað sem því líður þá liggja eftir hann
margar klassiskar kvikmyndir, má þar
nefna On the Waterfront, East of Eden,
A Face in the Crowd, A Streetcar
Named Desire og Splendor in the Grass.
Gildir fyrir föstudaginn 8. september
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.):
■ Vinnuvikan einkennist
af erfiði og þú mrnit
þurfa að leiðbeina öðr-
um og gefa þeim ráð. í
kvöld skaltu sletta ærlega úr
klaufunum.
Fiskarnir (19. febr.-20. marsl:
Einhver gefur þér lof-
lorð sem skiptir þig
miklu máli og þú getur
treyst fullkomlega.
Mörg smáatriði munu gera þenn-
an dag einstaklega ánægjulegan.
Hrúturinn (21. mars-19. aprilt:
. Einhver óvissa ríkir í
’ ástarsambandi framan
af kvöldi. Lofdð verð-
ur síðan hreinsað en
þú ert ekki alveg sáttur við niður-
stöðuna.
Nautið (?0. apríl-20. maú:
Þú ert mjög leitandi um
þessar mundir. Eitthvað
kemiu- þér verulega á
___ óvart en þú þarft ekki
að hafa áhyggjur vegna þess að þér
mun berast hjálp úr óvæntri átt.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúní):
AHt gengur fremur
’ hratt fyrir sig í dag og
viðhorf þín breytast til
ákveðinna verkefna.
Þú hefur ekki mikla orku mn
þessar mundir.
Krabblnn (22. iúní-22. iúiít:
Hjálp hggur kannski
, ekki á lausu eins og þú
vonaðist til. Þú ættir
að leggja þig fram um
að koma einhverjum sem þér þyk-
ir vænt um á óvart.
Uónið (23. iúlí- 22. égústl:
Þú munt verða undr-
andi á uppákomu sem
fær þig til að vera
meira vakandi um
liflð í kringum þig og skoða aðra
hlið á málunum.
Mevlan (23. áeúst-22. sept.):
Þú ættir að breyta til í
-Yvft lífi þínu. Það gæti leitt
'B.til aukinnar hamingju
^ r fyrir þig og þá sem eru
í kringum þig. Taktu það rólega í
kvöld.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
J Ef þú hyggur á breyting-
ar er rétti tíminn til að
V f hefjast handa strax.
r f Ekki er ólíklegt að ein-
hver muni reyna að standa í vegi
fyrir þér vegna öfundar í þinn garð.
Sporðdreki (24. okt.-21. nó'/.l:
Atburðir dagsins kalla
á endurskipulagningu
pog það verður öllum
l hlutaðeigendum til
góðs. Happatölm: þínar eru 4, 21
og 26.
Bogamaður (22. nóv.-21. des.l:
|Reynslan sýnir þér að
rbest er að vera ná-
kvæmur ef þú gefur
öðrum ráð. Annað
gæti komið þér i koll þó að síðar
verði.
Steingeitin (22. des.-19. ian.l:
Næstu dagar eru próf-
steinn á tryggð vina þinna
við þig. Þér hlotnast
óvænt dálítil peningaupp-
hæð og þú skalt ekki hafa samviskubit
yfir því að leyfa þér dálítinn muna.
Tvíburarnir (2
Lögreglan og lögfræðingurinn
Morgan Freeman og Gene Hackman í hlutverkum sínum.
Under Suspicion í Háskólabíói:
Grunaður
um
morð
Carmen Electra
í blóðugri mynd
Carmen Electra segir að það hafl
verið skemmtilegt að leika í blóðugu
kvikmyndinni Scary Movie. Myndin,
sem reyndar er grínmynd, hefst með
grimmilegu morði á fallegum stúdent.
Þrátt fyrir blóðugt efni skemmta
áhorfendur sér vel eins og leikkonan
sjálf.
„Ég elska gamanmyndir og ég hef
reyndar skemmtilega hlið sem
áhorfendur fá sjaldan að sjá,“ segir
Electra sem er viss um að áhorfendur
komist að raun um að hún hafi
húmor.
Háskólabíó frumsýnir í dag
spennumyndina Under Suspisicion
með stórleikurunum Gene Hack-
man og Morgan Freeman í aðalhlut-
verkum. Myndin er endurgerð
franskrar myndar, Garde á Vu, sem
gerð var 1981 og fékk góðar viðtök-
ur. Sú mynd var gerð eftir skáldsög-
unni Brainwash eftir John Wa-
inwright. Mynd þessi hefur lengi
verið gæluverkefni hjá Gene Hack-
man og fékk hann til liðs við sig
Morgan Freeman við gerð myndar-
innar og eru þeir báðir meðfram-
leiðendur. Aðrir leikarar eru Thom-
as Jane, Monica Bellucci og Nydia
Caro. Leikstjóri er Stephen Hopkins
sem síðast leikstýrði Lost in Space.
Myndin gerist í Puorto Rico og
segir frá hinum vel stæða lögfræð-
ingi Henry Hearst (Gene Hackman)
sem grunaður er um að hafa nauðg-
að tveim stúlkum og myrt þær. Lög-
regluforinginn Victor
Benezet (Morgan Freeman),
sem þekkir Hearts frá fomu
fari, er ekki jafn sannfærður
um sekt Hearst og lögreglu-
maðurinn Felix Owens
(Thomas Jane) sem er sann-
færður um að Hearst sé
raðmorðingi. í næturlöng-
um yfirheyrslum er kafað í
líf Hearsts og upp á yfir-
borðið koma atvik úr
hjónabandi Hearst og
Chantal (Monica Bellucci)
sem er þrjátíu árum yngri
en hann.
Under Suspicion, sem
gerð er að hluta til fyrir
evrópskt fjármagn hef-
ur enn ekki verið frum-
sýnd í Bandaríkjunum
en áætlaður frumsýn-
ingardagur þar er 22.
september. -HK
Michelle glæsi-
leg í Feneyjum
Leikkonan Michelle Pfeiffer þótti *
sérlega glæsileg í Feneyjum um
daginn þegar hún kynnti nýj-
ustu kvikmyndina sína,
What Lies Beneath.
Hún var í svörtu
Armanidressi og utan
yfir i leðurjakka eins
og bíóspæjarinn John
Shaft forðum daga.
í myndinni leikur
hún á móti þeim
brúnaþunga Harrison
Ford sem gerði lítið
úr afreki sínu þegar
hann bjargaði, upp á
eigin spýtur í eigin
þyrlu, sjúkum íjall-
göngumanni, konu í
þessu tilviki, lengst
norður í Idaho.
„Engin hetjudáð,"
sagði Harrison í
Feneyjum.
Men in Black kemur út á DVD-diski í tveimur útgáfum:
Möguleikarnir nýttir
til hins ýtrasta
í gær var heimsútgáfa
á Men in Black á DVD-
diski og voru íslending-
ar þar engir eftirbátar
annarra en gefnar voru
út tvær útgáfur af Skíf-
unni. Með þessari út-
gáfu, sem er sérstaklega
viðamikil, má segja að
möguleikar DVD-tækn-
innar séu nýttir til hins
ýtrasta. Annar diskur-
inn nefnist Collector’s
Series og hinn Limited
Edition.
Á Collector’s-útgáf-
unni er stafrænt mynd-
band sem leikstjórinn
Barry Sonnenfeld hefur
sérstaklega hannað á
diskinn. Tommy Lee Jo-
nes og Barry Sonnenfeld
fara með áhorfendum í TommyL.ee
valin atriði myndarinn-
Men in Black
Jones og Will Smith vel vopnaöir í leit aö geimverum.
ar. Lýsingar eru á persónum mynd-
arinnar í formi teiknimyndar, jarð-
göngusena myndarinnar er útfærð
og tekin lið fyrir lið, lengri útfærsl-
ur einstakra atriða, sem og breytt
atriði, nákvæm sjónræn útlistun á
handriti, einnig ógrynni svipmynda
úr myndinni, upprunalegur þáttur
mn gerð myndarinnar, ný heimilda-
mynd, Metamorphosis of Men in
Black, DVD-ROM og heimasíðul-
inkar, tónlistarmyndband með Will
Smith & Mikey og bréf frá Barry
Sonnenfeld og átta síðna bæklingur
sem hefur aö geyma upplýsingar
um gerð og framleiðslupunkta Men
in Black. Ýmisleg annað í smærri
kantinu fylgir einnig.
The Limited Edition-
útgáfan inniheldur öll
fyrrgreind atriði, auk
þess sem myndin er
bæði í Widescreen-út-
gáfu og Full Screen-út-
gáifu, búin klippitækni-
valmöguleikum þar
sem hægt er að raða
eða endurraða ýmsum
kvikmyndaskotum,
tæknilegar útskýringar
frá Barry Sonnenfeld,
Rick Baker og Industri-
al Light & Magic-
tækniliðinu, viðbóta-
skýringar á ákveðnum
atriðum, enn viðameiri
og nákvæmari útlistun
á myndinni og sérkafli
um geimverumar,
hvemig þær voru út-
færðar og skapaðar fyr-
ir myndina.
Af þessum upptalningum má sjá
að möguleikarnir eru orðnir miklir
i DVD-tækninni og það sem kannski
vekur einna mesta athygli er að eig-
andi Limited-disksins getur nánast
búið sína eigin mynd og borið hana
síðan saman við útskýringar Barrys
Sonnenfeld á eigin klippingu.
-HK
Jackson talar
um börn
Stórpopparinn Michael Jackson
verður meðal þátttakenda i umræðum
um velferð barna sem verða í háskól-
anum í Oxford. Með Jackson verður
gyðingarabbíninn og lærifaðir hans,
Shmuley Boteach.
Mörgir þykir kannski skjóta skökku
við að Jackson skuli fjalla um böm
vegna ásakana á hendur honum um að
hann hafi misnotað ungan dreng kyn-
ferðislega. Popparinn hefur ávallt
harðneitað öllum slíkum ásökunum.
Málfundafélag námsmanna í Oxford
stendur fyrir umræðunum.