Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðiö Þremur Nýkaupsverslunum breytt í Bónus- og Hagkaupsverslanir - Finnur Árnason til starfa á aðalskrifstofu Baugs Baugur hf. hefur ákveöið aö auka hlut verslana sem bjóða hagstætt vöruverð og stuðla þar með að aukn- um hlut verslana sem bjóða lágt mat- vöruverð á íslandi. 1 þessu skyni verð- ur tveimur Nýkaupsverslunum breytt í Hagkaupsverslanir og einni í Bón- usverslun. Verslun Nýkaups í Kringl- unni verður áfram rekin undir nafni Nýkaups. í frétt frá Baugi segir að í viðamikl- um könnunum sem Baugur hefur framkvæmt komi skýrt í ljós að ís- lenskir neytendur leggja mikla áherslu á lágt matvöruverð. Vel- gengni verslana Baugs sem leggja áherslu á lágt vöruverö séu þess skýrt dæmi. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að breyta þremur Nýkaups- verslunum í Hagkaups- og Bón- usverslanir. Verslun Nýkaups í Mosfellsbæ verður um næstu mánaðamót breytt í Bónusverslun. Verðlag á matvöru í Mosfellsbæ mun því lækka. Verslun- um Nýkaups í Garöabæ og á Eiðis- torgi verður breytt í Hagkaup ferskvörumarkað. Verðlag í þessum verslunum mun taka mið af verðlagi í verslunum Hagkaups eins og það er í dag og þvi lækka um 6-8%. Verslun Nýkaups í Kringlunni verður áfram rekin undir nafni Ný- kaups. Þar verður þjónusta aukin, m.a. með opnun sérstaks fiskborðs og mun meiri þjónustu innanbúðar, þar sem áhersla verður lögð á að hafa fag- menntað fólk við afgreiðslustörf og til Andlitsböö • Húöslípun Augnhárapermanett ■ Litun Handsnyrting • Fótsnyrting Vaxmeðferð • Föörunartatto Parafango • Strata 321 Sjúkranudd ■ Vöövanudd Slökunarnudd • Sogæöanudd Opið: Mán-föstd. 9:00 til 22:00 Laugard. 10:00 til 16:00 Verslun Nýkaups í Kringlunnl Nýkaup í Kringlunni veröur áfram rekin undir nafni Nýkaups. Þar veröur þjón- usta aukin, m.a. meö opnun sérstaks fiskborös ráðgjafar fyrir viðskiptavini. Vöruúr- val verður aukið um 15%. Árni Ingvarsson, innkaupastjóri Nýkaups, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Nýkaups í Kringlunni. Finnur Ámason, núverandi fram- kæmdastjóri Nýkaups, fer til starfa á aðalskrifstofu Baugs hf. Þessar breytingar hafa ekki áhrif á fjölda starfsmanna Baugs þar sem öllu starfsfólki þessara verslana verður tryggð vinna í nýjum eða eldri versl- unum félagsins. Reiknað er með að breytingar þess- ar verði að fullu komnar til fram- kvæmda um miðjan október næst- komandi. MÁLARAFÉLAG REYKJAVÍKUR Suðurlandsbraut 30,108 Reykjavfk Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 28. september 2000 að Suðurlandsbraut 30, 2. hæð, kl. 20.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál.---------------------------- Stjórnin KAJAK ÁHUGAMENN • NOKKRIR KAJAK-SÝNINGARBÁTAR TIL SÖLU Á HÁLFVIRÐI • 30% AFSL. Á NÝJUM BÁTUM ÚT ÞESSA VIKU. 1,1% atvinnuleysi í ágúst Atvinnuleysi mældist 1,1% í ágúst eða 0,6% hjá körlum og 1,8% hjá kon- um. Atvinnulausum hefur fjölgað í heild að meðaltali um 1,2% frá júli- mánuði en fækkað um 31,9% miðað við ágúst í fyrra. Undanfarin 10 ár hefur atvinnu- leysi minnkað um 3,3% að meðaltali frá júlí til ágúst. Árstíðarsveiflan milli júlí og ágúst nú er því lítið eitt önnur en árstíðarsveiflan undanfarin ár en innan eðlilegra marka, t.d. hef- ur fækkað nokkuð á skrá í lok ágúst- mánaðar. Atvinnuástandið breytist lítið á landinu. Atvinnuleysið minnkar hlut- fallslega á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurlandi og á Vestíjörðum en eykst á öðrum svæöum. Atvinnuleysi er nú hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæð- inu en minnst á Suðumesjum. At- vinnuleysi er nú almennt minna en í ágúst í fyrra á öllum atvinnusvæðum, nema á Vestfjörðum þar sem það er heldur meira. Atvinnuleysi kvenna eykst um 0,2% og atvinnuleysi karla eykst um 3,2% milli mánaða. Búast má við að atvinnuleysið í september geti orðið á bilinu 0,7% til 1,0%. Hlutfallslegt atvinnuleysi er nú 1,1%, eins og í júlí sl., en það var 1,7% í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi á landsbyggðinni eykst nú í heild um 5,5% milli mán- aða, en er um 26,1% minna en í ágúst í fyrra. • 30% AFSLÁTTUR AF ÞURRBÚNINGUM ÚT ÞESSA VIKU. BJ. Trading, heildverslun, Bfldshöfða 16, bakhús. Sfmi 587 1600 Veffang: www.kayak.is Netfang: bj.trading@kayak.is Lífeyrissjóður sjómanna semur við Kaupþing um rekstur séreignardeildar Lífeyrissjóður sjómanna hefur gert samstarfssamning við Kaupþing um rekstur séreignardeildar sjóðsins. Samstarfinu verður þannig háttað að Kaupþing mun annast móttöku ið- gjalda, skráningu og ávöxtun fjár- muna séreignardeildarinnar, en upp- lýsingar, ráðgjöf og bein tengsl við sjóðfélagana verða jöfnum höndum hjá lífeyrissjóðnum og Kaupþingi. Fé- lagar í séreignardeild geta því hvort heldur sem er snúiö sér til sjóðsins eða samstarfsaðilans út af sínum mál- um. Með samningi þessum er Lífeyris- sjóður sjómanna að nýta sér reynslu og þekkingu Kaupþings til að efla sér- eignardeild sjóðsins. í frétt frá Kaup- þingi kemur fram að fyrirtækið hefur langa reynslu í rekstri séreignarsjóða og starfsfólk þess býr yfir sérþekk- ingu á þessu sviði auk þess sem það hefur yfir að ráða þeim tæknibúnaði sem til þarf. í samningi Lífeyrissjóðs sjómanna og Kaupþings er m.a. fjallað um upp- byggingu á verðbréfaeign sjóðsins samkvæmt fjárfestingarstefnu sem stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna markar hverju sinni. Kaupþing sér einnig um markaðs- og kynningarmál fyrir hönd sjóðsins. öll þjónusta Kaupþings við sjóðfélaga verður í nafni Lífeyrissjóðs sjómanna. Lífeyrissjóður sjómanna er fimmti stærsti lífeyrissjóöur landsins og nema eignir hans rúmum 40 milljörð- um króna. I>V Þetta helst d i > r,; i 'JL % HEILDARVIÐSKIPTI 1738 m.kr. Hlutabréf 142 mkr. Ríkisbréf 723 mkr. MEST VIÐSKIPTI 0 Landsbankinn 67 mkr. 0 Össur 26 mkr. 0 Marel 23 mkr. MESTA HÆKKUN 0 Sjóvá-Almennar 10,8% 0 Delta 5,7% 0 Marel 4,0% MESTA LÆKKUN 0 Fiskiðjusamlag Húsavíkur 16,7% 0 Síldarvinnslan 4,6% 0 Nýheiji 2,6% ÚRVALSVÍSITALAN 1492,8 stig - Breyting 0 1,189 % IMF lækkar hagvaxt- arspá fyrir ísland Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir 4% hagvexti á íslandi á þessu ári og 2,1% á því næsta. Sjóð- urinn hefur lækkað fyrri spá sem var 4,7% fyrir árið í ár og 3,5% fyr- ir næsta ár. í Morgunkomi FBA kemur fram að IMF spáir því að neysluverð hækki um 4,9% í ár og 3,5% á næsta ári og atvinnuleysi verði svipað á næsta ári og þessu, eða 1,8%. MESTli VtÐSKIPTI | 0 Íslandsbanki-FBA 829.125 | 0 Össur 458.753 ] 0 Marel 426.049 0 Eimskip 270.175 0 ísl. hugb.sjóðurinn 262.538 aíöastíibna 30 daea 0 Marel 21 % 0 Vaxtarsjóðurinn 16 % 0 SR-Mjöl 13 % 0 Delta hf. 11 % 0 íslenskir aöalverktakar 11 % IMMifflMJ síöasttlönaSO^ 0 Rskiðjus. Húsavíkur -19 % 0 SÍF -18 % 0 SH -17 % 0 ísl. hugb.sjóðurinn -12 % © KEA -12 % Olían heldur áfram að hækka Hráolía heldur áfram að hækka og hækkaði um tæp 3% í fyrradag vegna spennunnar milli íraks og Kúveits. Nú er svo komið að fatið af olíu er á 37 dollara en það hefur ekki verið svo hátt í 10 ár. Þessi spenna getur haft í för með sér rösk- un á olíuframleiðslu í Persaflóa en Persaflóasvæðið framleiðir þriðjung af allri oliu sem notuð er í heimin- um. BT DOW JONES 10789,29 O 0,18% 1 • Inikkei 16458,31 O 2,07% BÍS&P 1459,90 O 1,07% (■“nasdaq 3865,64 O 3,73% SSIftse 6378,40 O 1,40% FSdax 6933,49 O 0,06% ITcAC40 6537,87 O 0,12% ISSBB 20.09.2000 M. 9.15 KAUP SALA 1 Dollar 84,800 85,240 SlSPund 119,590 120,200 1*6X811. dollar 57,160 57,520 CSlDönsk kr. 9,5950 9,6480 ”Í~- Norsk kr 8,9820 9,0320 Sænsk kr. 8,5700 8,6170 90 R. mark 12,0432 12,1156 IJfFra. franki 10,9162 10,9818 |j| Belg. franki 1,7751 1,7857 Q Sviss. franki 47,5500 47,8100 CÍHoll.gyllini 32,4933 32,6886 ” Þýskt mark 36,6115 36,8315 {ít. líra 0,036980 0,037200 CCAust. sch. 5,2038 5,2351 Port. escudo 0,3572 0,3593 PTj Spá. peseti 0,4304 0,4329 r*~|jap. yen 0,794400 0,799200 K 1 írskt pund 90,920 91,467 SDR 108,700000 109,350000 \ Qecu 71,6058 72,0361

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.