Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2000, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000
Skoðun
DV
Vandræðamála-
flokkar í kerfinu
Á yfirfullu sjúkrahúsi
Má staka á kröfunum og fjölga þannig auöu rúmunum?
ipurning dagsins
Spilarðu í happdrætti?
Ólafur Halldór Ólafsson nemi:
Nei, ekkert svoleiöis.
Gunnlaugur Torfason
starfsm. póstsins:
Voöalega sjaldan og man ekki eftir
aö hafa unniö nokkurn tíma.
Jóhanna Jónsdóttir húsmóðir:
Já, ég spiia í htappdrætti Háskólans
en þaö er oröiö voðalega langt síöan
ég hef unniö.
Sveinn Kristinsson blaöamaöur:
Já, í Happdrætti Háskólans og það
eru komin ein 16 ár síöan ég vann.
Halldóra Þórsdóttir nemi:
Ó, nei, þetta er svo mikil vitleysa.
Áslaug Einarsdóttir nemi:
Nei, þetta er sko atgjört
peningapiokk.
Björn Jónsson
skrifar:
Hvaö á manni annað að detta í
hug, þegar fréttum linnir ekki af
vandræðagangi á sjúkrahúsunum
og í skólunum, en að þjóðfélaginu sé
ofviða að fást við málaflokkana heil-
brigðismál og skólamál.
Ég hef reyndar alltaf verið þeirr-
ar skoðunar að hvor tveggja vand-
ræðin stafi af skorti á aga og þjón-
ustulund. Þessir málaflokkar eru
miklu minna áberandi í löndum þar
sem aginn er til staðar, og rík tO-
finning fyrir því að spyrja fyrst:
hvað get ég gert fyrir þjóðfélagið,
fremur en hvað getur þjóðfélagið
gert fyrir mig.
Þetta er áberandi þáttur í vest-
rænum samfélögum og kemur
kannski til af því, að alls staðar er
herskylda ríkjandi og ungir menn
og nú oft konur líka fá smjörþefinn
af þeim aga sem verður að ríkja
meðan herþjónustu er gegnt. Þetta
smitar síðan út frá sér í fjölskyldu-
lífið og samfélagið allt.
Á Rás 2 í RÚV í morgun (mánud.
18. september) var verið að ræða
samfélagslega aðstoð við fatlaða og
að hér á landi stæði til að reyna að
gera þeim kleift að taka meiri þátt í
atvinnulífinu en nú er. Styðjast ætti
við kerfl sem gildir í Bandaríkjun-
um. Þar í landi er líka miklu meira
um að fólk veiti aðstoð í þessa veru
í sjálfboðavinnu. Hér er slík aðstoð
næsta fátíð, því heilbrigða fólkið
hér spyr fyrst og fremst um það,
hvað þjóðfélagið geti gert fyrir það
sjálft.
Vandræðamálaflokkar kerfisins
hér á landi, heilbrigðismálin og
skólamálin eiga tvímælalaust rætur
að rekja til þess að hér gegnir eng-
inn neinum skyldum, hvorki við
Torfi
skrifar:
Það hefur lengi loðað við okkur
íslendinga að þykjast vilja taka tillit
til náungans á sem flestum sviðum.
Enga þjóð tel ég samt líklegri til að
hlífa lítt náunganum, jafnvel ná-
grannanum þegar bjátar á. Við
erum ílest alin upp við vonda siði
en afskaplega mikla hræsni. Eða er
hræsnin bara meðfædd?
Ég er hér að tala um hneykslismál
sem allir vilja heyra um. Þar erum
við auðvitað á sama báti og aðrir,
vitt og breitt í heiminum, enda eru
fjölmiðlar uppfullir af slíku efni en
væru það ekki ef ekkert kæmi í
þeirra hlut fyrir birtinguna.
„ Vandrœðamálaflokkar
kerfisins hér á landi, heil-
brigðismálin og skólamálin
eiga tvímœlalaust rœtur að
rekja til þess að hér gegnir
enginn neinum skyldum,
hvorki við sjálfan sig né
þjóðfélagið alla œvina...“
sjálfan sig né þjóðfélagið, alla æv-
ina, og engum eru settar skorður í
„Þannig eru dag hvern birt
nöfn fasteignaeigenda (tal-
inna eða löggiltra) sem
hafa lent í vanskilum og
hafa fengið tilkynningu um
uppboð. Ég spyr: Hver er
munurinn?“
Erlendis þykir ekkert tiltökumál
að birta myndir af glæpamönnum,
og jafnt þótt þeir séu ekki sannir að
sök, aðeins ef upp kemst að þeir séu
aðilar að afbrotamálum. Hér tíðkast
ekki slíkar myndbirtingar fyrr en
aga eða uppeldi. Enda þjóðfélagið á
hverfanda hveli í samfélagsmálum,
almennt talað.
Upplausn og afbrot fara vaxandi
með hverju ári og þeir sem meira
mega sín eru græðginni ofurseldir
við að finna smugu til að ávaxta sitt
pund með lántökum til að kaupa
fyrir verðlausa pappíra. - Er ekki
kominn tími til að slaka á kröfun-
um?
Þá yrðu kannski færri veikir og
sjúkrahúsin stæðu betur að vígi,
með fleiri og fleiri auð rúm og færri
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.
viðkomandi er sannur að sök. Jafn-
vel ekki nafn heldur.
Hér er hins vegar ekki hikað við
að birta nöfn allra sem lenda í því
að skulda hinu opinbera vegna van-
skila.
Þannig eru dag hvern birt nöfn
fasteignaeigenda (talinna eða lög-
giltra) sem hafa lent í vanskilum og
fengið tilkynningu um uppboð. Ég
spyr: Hver er munurinn? Er hinn
skuldugi þá orðinn afbrotamaður
sem birta má nafnið á? Ég tel að við
íslendingar búum við afar frumstæð
lög að þessu leyti og skora á dóms-
valdið og einnig þingmenn að taka
til við endurskoðun á þessum ólög-
um. -
Nafnabirtingar á gráu svæöi
Dagfari
Traustur vinur að vestan
Fíkniefnin
skulu stöövuð
Unnsteinn skrifar:
Maður furðar sig
á þeim fréttum sem
berast, að ekki sé
hægt að eyða frek-
ari íjármunum tO
að halda úti veru-
legu eftirliti með
flkniefnabrotum,
innflutningi
(smygli) og tilheyr-
andi rannsóknum
sem hingað til hafa
þó virst hafa nokk-
uð að segja. Ég tek
undir með þing- ———
manninum á Suðurnesjum (man ekki
í svipinn hvað hann heitir eða hvaða
flokki hann tilheyrir) sem segir það
skyldu stjórnvalda að bæta hér úr og
það strax. Með einum eða öðrum
hætti skulu fíkniefnin stöðvuð, og þar
má kosta allmiklu fé til. Þjóðin verður
að standa saman um aðgerðir.
Hjálmar Arna-
son alþm.
Hefur lagst
gegn sparnaöi í
fíkniefnarann-
sóknum.
Ofurlán til
hlutabréfakaupa?
Ásgeir Sigurðsson skrifar:
Eru lykilmenn sumra bankanna
virkilega orðnir helstu eigendur
þeirra með hlutabréfakaupum sínum?
Jafnvel stjórarnir sjálflr? TUurð
„einkabankanna" svonefndu, eins og
t.d. Íslandsbanka-FBA, má rekja tU
opinberra sjóða af ýmsu tagi. Slíkar
upphæðir eru nefndar í hlutabréfa-
kaupunum, að þarna hlýtur að koma
til stórlán viðkomandi manna, ofm-
lán sem erfltt verður að standa í skU-
um með. Mér er sama þótt um miUj-
óna- eða tveggja mUljónamenn sé að
ræða. Þeir eru ekki öfundsverðir af
því að greiða niður lánin. Og þegar
harðnar á dalnum eins og nú, og
hlutabréf eru faUandi, hljóta lykU-
menn bankanna með sína hlutafjár-
eign að fá hnút í magann.
í dreifbýlinu: Patreksfjöröur
Heföu jarögöng hjátpaö?
Straumurinn suöur
SvanhiIdur skrifar:
Enginn getur stöðvað fóUcsflóttann
úr dreifbýlinu, hversu miklu fé sem
eytt er tU þess að halda fólkinu kyrru.
Byggðastofnun hefm engum árangri
náð og mun ekkki ná, ekki heldur
stjórnarformaðurinn, þótt hann
skenki sparisjóðum í heimahéruðum
verkefnum í formi innheimtuaðgerða.
Úr því ekki var tekið á samgöngumál-
unum í tæka tið, með því að tengja
saman þéttbýli og strjálbýli með var-
anlegum hætti, þ.m.t. jarðgöngum,
sem heföi vel getað verið lokið fyrir
löngu, er ekkert sem getur haldið
fólki lengur í einangrun frá þéttbýl-
inu og umsvifunum syðra.
Einstaklingsskattar
H.K.P. skrifar:
Dagfari hefur aldrei verið á móti sanngjömum
klíkuskap. Þess vegna skilur hann og styður Krist-
in H. Gunnarsson, formann stjómar Byggðastofn-
unar, í því að flytja allar innheimtur Byggðastofn-
unar til Sparisjóðsins i Bolungarvík enda er Krist-
inn sjálfur Bolvíkingur og er með tékkheftið sitt í
bankanum fyrir vestan. Þessi ráðstöfun er til þess
fallin að bjarga sparisjóðnum sem er ein rjúkandi
rúst eins og aðrar bankastofnanir á landsbyggð-
inni. Kristinn er bara að hlaupa undir bagga að
gömlum og góðum íslenskum sið og spyr hvorki
kóng né prest. Það gerði hann heldur ekki þegar
hann hljóp úr Alþýðubandalaginu í Framsóknar-
flokkinn. Þá var hann líka að hlaupa undir bagga
með sjálfum sér.
Þegar Dagfari var i barnaskóla var venjan sú að
hefja hvern skóladag með því að syngja eitt lag til
undirbúnings sigram dagsins sem í hönd fór. Dag-
fari þykist vita að sami háttur sé á hafður við upp-
haf stjómarfunda í Byggðastofnun þar sem Krist-
inn, þingmaður Bolvíkinga og sparisjóðsins, situr í
forsæti. Kristinn leitaði í smiðju flokksbróður síns
þegar hann var að leita að morgunlagi fyrir stjórn-
arfundi Byggðastofnunar og kom ekki að tómum
kofanum hjá Magnúsi Stefánssyni, varaþingmanni í
Vesturlandskjördæmi. Magnús var trommuleikari í
hljómsveitinni Upplyftingu áður en hann varð þing-
Starfsfólk Byggðastofnunar heyrir
nú lag varaþingmannsins óma út
úr stjórnarherberginu við upphaf
hvers fundar og segir að Kristinn
stjórnarformaður syngi hæst.
maður hér um árið og söng meðal annars lagið
„Traustur vinur“ inn á hljómplötu. Lagið varð
geysivinsælt og skilaði trommuleikaranum inn á
þing tímabundið. Starfsfólk Byggðastofnunar heyrir
nú lag varaþingmannsins óma út úr stjórnarher-
berginu við upphaf hvers fundar og segir að Krist-
inn stjórnarformaður syngi hæst. Sérstaklega þegar
þar kemur í textanum sem segir:
„Stundum verður mönnum á
styrka hönd þeir þurfa þá
traustur vinur getur gert
kr aftaveeeerk... “
Þetta er kjarni málsins í Byggðastofnun. Krist-
inn H. Gunnarsson er traustur vinur sinna manna
fyrir vestan og beitir fyrir sig sanngjörnum klíku-
skap þegar við á og þurfa þykir. Fyrir bragðið er
hann maður að meiri sama hvað hjáróma gagnrýn-
israddir kvaka hér fyrir sunnan. Kristinn er þing-
maður Bolvíkinga, sama í hvaða flokki hann er, og
stendur og fellur með því. Á meðan Vestfirðingar
hafa fjöllin og Kristin þurfa þeir ekki að óttast þó
þeim verði á. Þeir eiga traustan vin í Byggðastofn-
un sem réttir þeim styrka hönd og getur gert
kraftaverk eins og segir í dægurlagi trommuleikar-
ans og varaþingmannsins Magnúsar Stefánssonar í
Upplyftingu. Dagfari vonar að menn haldi áfram að
syngja á stjórnarfundum Byggðastofnunar og leggi
þar með sitt af mörkum til að viðhalda byggð í
landinu. _ n .
Mikið má sjávarútvegsráðherra
vera glámskyggn ef hann heldur að
kjósendur hans hrópi húrra fyrir
þeirri yfirlýsingu hans að lækka verði
skátta á fyrirtækjum, en minnist ekki
á einstaklingana í þeim efnum. Var
ekki flokkur hans búinn að álykta og
álykta um að lækka yrði tekjuskatt og
afnema hann að fullu í áfóngum? Ætl-
ar Sjálfstæðisflokkurinn að láta fram-
sóknarmenn valta yflr sig í skatta-
stefnunni? Nei, Ámi Mathiesen á að
láta almenna kjósendur njóta orða
sinna og gjörða. Spái hann meira i þá,
þá munu þeir spá í Árna þegar hann
þarf mest á að halda.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þvcrholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum S
sama póstfang.