Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 2
2 ____________________________MÁNUDAGUR 2, OKTÓBER 2000 Fréttir I>V Skoöanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna: Vinstri-grænir upp fyrir Samfylkingu - fylgi Sjálfstæöisflokks eykst en Framsókn er enn á niðurleið Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína verulega eftir að hafa dalað i skoðanakönnunum að undanfórnu. Fylgisaukning Samfylkingarinnar frá stofnfundi gengur að mestu til baka og er flokkurinn nú kominn niður fyrir Vinstri-græna sem hefur aldrei mælst með svo hátt fylgi. Framsókn- arflokkurinn er enn á niðurleið og hefur ekki mælst með svona lágt fylgi frá kosningum. Þetta eru helstu niðurstöður skoð- anakönnunar DV um fylgi stjórn- málaflokkanna sem gerð var 29. sept- ember. Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Hringt var í kjósendur og þeir spurðir: Hvaða lista myndir þú kjósa ef þing- kosningar færu fram núna? Óákveðnir og þeir sem ekki vildu svara reyndust 47,4% sem þýöir að 52,6% tóku afstöðu í skoðanakönnun- inni. Er það öllu lægra svarhlutfall en verið hefur í undanfórnum könnun- um. Þegar svör allra i könnuninni eru skoðuð fær Framsóknarflokkurinn stuðning 6% þátttakenda, Sjálfstæðis- flokkur 24,5%, Frjálslyndi flokkurinn 2,3%, Samfylkingin 9,2% og Vinstri- hreyfmgin - grænt framboð 10,2%. Húmanista styðja 0,2%, Anarkista á íslandi 0,2% en Kristilegt framboð fær ekkert fylgi. Óákveðnir reyndust 27,7% og 19,7% neituðu að svara. Ef einungis er litið til þeirra sem tóku afstöðu skiptist stuðningur við flokkana sem nú eiga fulltrúa á þingi þannig: Framsóknarflokkur 11,4%, Sjálfstæðisflokkur 46,5%, Frjálslyndi flokkurinn 4,4,%, Samfylkingin 17,7% og Vinstrihreyfingin - grænt framboð 19,4%. Breyting frá kosningum og síð- ustu könnunum sést á meðfylgjandi gröfum. Meðbyr Samfylkfngar horf- inn Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokk- anna er nú 57,9%, samanborið við 59,1% í kosningunum. Þama munar mest um fylgishrun Framsóknar- flokksins sem hefur verið á niðurleið allt frá kosningum. Fylgisaukning Sjálfstæðisflokks gerir það þó að verkum að samanlagt fylgi þeirra nálgast aftur það fylgi sem þeir höfðu í kosningunum. Þróun á fylgi flokkanna á þingi frá kosningunum má sjá á meðfylgjandi grafi. Þar sést greinilega að Sam- fylkingin hefur misst þann meðbyr sem hún fékk í kringum stofnfund sinn í vor. Frá því í síðustu könnun hef- ur Vinstrihreyfing- in - grænt framboð aukið enn við sig og hefur náð forskoti á Samfylkinguna. Frjálslyndi flokkur- inn tekur kipp frá undanförnum könn- unum og fær meira fylgi en hann fékk í kosningunum. Skiptlng þing- sæta Ef þingsætum yrði útdeild miðað við þá sem tóku af- stöðu nú fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 31 þingmenn, Vinstri- hreyfmgin - grænt framboð fengi 12 þingmenn, Samfylk- ingin fengi 11 þingmenn, Framsókn- arflokkurinn fengi 7 þingmenn og Frjálslyndi flokkurinn fengi 2 þing- menn. Er þetta töluverð breyting frá því sem varð í síðustu kosningum en þar sem Sjálfstæðisflokkurinn bætir verulega við sig er ríkisstjómin enn mjög traust í sessi með 38 þingmenn á móti 25 þingmönnum stjórnarand- Skipan þingsæta f; — samkvæmt atkvæðafjölda — \ SKOÐANAKÖNNUN 35 30 25 20 15 10 0 DV 29/09 ,00 DV 21-22/03 DV 28-29/12 ' DV 20/10 '99 Kosningar 00 99 Samfylkingin 1T hh2 l/INSTRIHREYFINGIN Í1212 6 6 stöðunnar. Framsókn sterkari úti á landl Eins og fyrr sækir Frjálslyndi flokkurinn mikið af stuðningi sínum út á land og eru konur áberandi stuðningsmenn hans þar. Framsókn- arflokkurinn sækir mest af sínu fylgi út á land og eru konur þar í nokkrum meirihluta. Samfylkingin fær mestan stuðning á höfuðborgarsvæðinu og skiptist hann jafnt á milli karla og kvenna. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkari á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og karlar eru fleiri en konur í stuðningsliði hans. Enginn munur er á fylgissveit Vinstri- grænna með tilliti til kynja eða bú- setu. -hdm/HKr. Forstjóri Olíufélagsins: Gegn okkar hagsmunum „Þessi verðhækkun vinnur klárlega á móti okkar hagsmunum, hækkanir draga úr sölu hjá okkur. Við seljum með krónu- tölu-álagn- ingu á litra,“ segir Geir dv-mvnd s Magnússon, Starfsmenn olíutyrir- °!10' tækja eru á þönum ^e agslns aö breyta mælum. unl . e us' .............. neytis- hækkanir helgarinnar. Bensín hækkaði um 2-3% en gasol- ía um 13%. „Ég get ekki lofað lækkun- um á næstunni en ef meðalverð er- lendis heldur áfram að lækka gefur þaö náttúrlega tilefni til lækkana," sagði Geir. Geir segir að ef Bandaríkjamenn auki not af eigin birgðum komi það til með að lækka verð frá öðrum þjóðum. -JBP Leyniskytta með lásboga skýtur á hús í Hafnarfirði: Stórhættulegt athæfi - segir Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukrárinnar „Þetta er stórhættulegt athæfi,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason, eig- andi Fjörukrárinnar í Hafnarfirði, sem virðist að undanfórnu hafa ver- ið skotmark leyniskyttu sem notar lásboga. Það var fyrst fyrir um það bil mánuði sem Jóhannes sá að ör hafði verið skotið í nýjan drekahaus sem skreytir gistihús Fjörukrárinnar. Jó- hannes taldi að þetta hefði gerst fyr- ir slysni svo hann tók örina úr hausnum án þess að skeyta frekar um málið. Nokkrum dögum seinna sást að annarri ör hafði verið skotið að tumi Fjörukrárinnar og stóð hún á kafi í honum. í vikunni fór svo virkilega að fara um menn þegar þeir sáu að þriðju örinni hafði verið skotið að staðnum, einnig i turninn. „Þessu hefur verið skotið héma einhvers staðar ofan úr hamrinum," segir Jóhannes. „Ef þessar örvar hefðu ekki lent í turninum hefðu þær farið eins og byssúkúlur niður í miðbæ og getað hæft fólk þar. Lás- bogar eru ekkert betri en byssur. Þeir eru kraftmiklir og langdrægir.“ Jóhannes hefur kært málið til lög- reglunnar. Hann segir að stöðva verði skyttuna áður en stórslys hljót- ist af tiltækjum hennar. örvarnar þrjár hafi sem betur fer allar hæft markið, ella hefðu vegfarendur í miðbænum verið í stórhættu. -JSS DV-MYND INGO Or af streng Jóhannes Viöar viö rúnastein sem stendur viö Fjörukrána. Rétt fyrir ofan steininn er turninn umræddi. í honum stendur þriöja örin sem skot- iö hefur veriö aö staðnum á skömm- um tíma. Áfengi og tóbak hækkar Verð á áfengi og tóbaki hækkar hjá Áfengis- og tóbaksverslun í dag. Bjór hækkar að meðaltali um 1,14 prósent og annað áfengi að meðal- tali um 0,47 prósent. Verð á tóbaki hækkar að meðaltali um 2,81 pró- sent. Hörkuárekstur Harður árekstur varð í Hörgárdal um tvöleytið í gær. Tveimur bílum var ekið í sömu átt. Fyrri ökumað- urinn ætlaði að beygja heim að sveitabæ. Hinn sem á eftir var ætlaði fram úr. Bílamir skuflu sam- an með þeim afleiðingum að flytja þurfti annan ökumanninn á slysa- deild. Bílarnir em báðir taldir gjör- ónýtir. Árangurslaus leit Um 150 björgunarsveitarmenn hófu leit að Sveini Kjartanssyni um hádegisbil á laugardag. Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir Sveini fyr- ir helgi. Gengn- ar voru fjörur frá Seltjörn vestur i Geld- inganes. Kafar- ar leituðu í Sundahöfn og bátar vom not- aðir við leitina sem stóð áranguslaust fram eftir laugardeg- inum. Hasspartí í sumarbústað Lögreglan á Selfossi handtók tólf manns og lagði hald á eitthvert magn af ætluðu hassi í sumarbústað í Árnessýslu sl. laugardagskvöld. Sex menn úr hópnum voru vistaðir í fangageymslum en öðru fólki sem veriö hafði í teitinu var sleppt. Mál- ið telst upplýst. Landgræðsluverðlaunin Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hefur afhent land- græðsluverð- launin svo- nefndu. Hlutverk verðlaunanna er að kynna og efla enn frekar það mikla sjálf- boðaliðastarf sem unnið er vgíða um land. 34 útköll á einni nóttu Mikið annríki var hjá slökkvilið- inu í Reykjavík aðfaranótt sunnu- dags. Þá fór það í 28 sjúkraflutninga og sinnti 6 útköllum. M.a. ók maður á ljósastaur neðst í Ártúns- brekkunni um hálfeittleytið. Öku- maðurinn var horfinn á brott út í myrkrið þegar slökkvilið og lög- regla komu á vettvang. Játaöi rán á Ránargötu Ungur maður hefur játað að hafa framið rán í verslun við Ránargötu sl. þriðjudagskvöld. Við verknaðinn hafði hann hótað afgreiðslustúlku verslunarinnar með hnifi. Lögregl- an í Reykjavík handtók manninn skömmu eftir ránið og játaði hann þá verknaðinn. Grunur um mismunun Landssamband islenskra flski- skipaeigenda mun óska skýringar frá stjórnvöldum og Auðlindanefnd á því hvemig á því geti staðið að ein- stök samtök út- vegsmanna hafi fengið aðgang að efni skýrslu nefnd- arinnar þannig að efnislegt álit stjórnar þeirra liggi fyrir í smáatriðum nánast á sama tíma og skýrslan er gerð opinber. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.