Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 14
14 Menning Ó, borg, mín borg Það væri ofsögum sagt að Reykjavíkurborg hafi verið ís- lenskum myndlistarmönnum óþrjótandi uppspretta hug- mynda og viðfangsefna. Sumir þeirra hafa meira að segja haft á orði að borgin væri beinlínis ljót. En sem höfuðborg landsins og heimkynni þeirra flestra hef- ur hún óneitanlega haft merkj- anleg áhrif á efnisval og efnistök listamanna í ýmsum greinum. Þá á ég ekki við að á einhverju stigi hafi þeir allir fundið hjá sér hvöt til að mála mannvirki í borginni, höfnina, bíla eða strætisvagna. í borgarumhverfi verður ein- faldlega til myndefni sem ekki er að finna í dreifbýlinu sem gat af sér landslagsmyndir frumherj- anna. Á þriðja og fjórða áratugn- um, þegar Reykjavík var óðum að taka á sig yfirbragð þéttbýlis, urðu til borgaraleg portrett Gunnlaugs Blöndal, blómamynd- ir Kristínar Jónsdóttur, myndir Emils Thoroddsen af fótbolta- mönnum, teikningar Kjarvals af skrafskúmum á Hótel Borg, myndir Snorra Arinbjamar af atvinnulausu verkafólki, myndir Jóns Engilberts af fólki i sólbaði, teikningar Halldórs Péturssonar af góðborgurum og sérvitringum og myndir Ninu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdóttur af fólki að frílysta sig á Lækjartorgi, svo fátt eitt sé nefnt. Það er því hægur vandi að draga saman fjölbreytilegt og skemmtilegt myndefni af Reykja- vík í myndlist, allt frá fyrstu ol- íumálverkunum til veggjakrots yngstu kynslóðarinnar, séu menn á þeim buxunum. Gísli Jónsson (1874-1944) Reykjavíkurhöfn. Utsýni í rétta átt Þvi varð ég óneitanlega fyrir nokkrum vonbrigðum með þá fremur þröngu og einsleitu mynd af borginni sem dregin er upp í nýrri bók Hrafnhildar Schram, Reykja- vík málaranna. Þar er að finna 40 myndir eft- ir 34 listmálara, allt frá vatnslitamynd eftir Þóru Thoroddsen frá 1873 til myndar eftir Hú- bert Nóa frá 1997. Sú borg sem hér mætir sjón- um okkar er að mestu samsett úr húsum og götumyndum, mannlíf er í lágmarki og lítil merki eru þar um iðnað eða verslun. Sérstak- lega saknaði ég málverka og teikninga af salt- fiskverkuninni (Kjarval, Blöndal, Örlygur Sig- Þorvaldur Skúlason (1906-1984) Frá Reykjavíkurhöfn. 1931. Málararnir tveir horfa á höfnina meö býsna ólíku hug- arfari og mála hana í óiíkum stíltegundum. Bókmenntir/my ndlist urðsson, Höskuldur Björnsson o.fl.), sem var snar þáttur af borgarlífmu um árabil. Þetta dáldið svefnbæjarlega andrúmsloft er áréttað með óvenjulega mörgum útsýnismynd- um frá Reykjavík, útsýni yfir Sundin, til Esju, til Keilis, jafnvel til Snæfellsjökuls. Eru þetta „Reykjavíkurmyndir? í víðasta skilningi eru þær það sjálfsagt. En maður saknar útsýnisins í hina áttina, i átt að hjarta borgarinnar. Mað- ur fær aldrei á tilfinninguna að í Aðalstræti hafi nokkurn tímann verið ys og þys; menn hafi setið þar á kaffihúsum eða valkókað á götuhomum. Hvað þá að slegist hafi verið á Austurvelli, sjá grafikmyndir Jóns Reykdal. Sumar myndirnar í bókinni líða einnig fyrir ofnotkun, ég nefni myndir Ásgríms Jónsson- ar og Jóns Stefánssonar. Hví ekki að nota jafn ágætar, en lítt þekktar myndir Ásgríms af Tjörninni og bakgörðum Reykjavíkur, sem sýna óvenju- lega hlið á borginni, og stórfal- lega mynd Jóns af bömum að leik við Austurbæjarskólann? Og fyrst börn eru nefnd þá sakna ég einnig mynda eftir Þorvald Skúlason af börnum að leik í braggaþyrpingunni á Skólavörðuholti á stríðsárun- um. Montparnasse í Reykjavík Mér kæmi ekki á óvart þótt umbrot bókarinnar hafi virkað eins og spennitreyja á efnislega samsetningu hennar. Það er með mjög svo stífu og hefð- bundnu sniði: heilsíðumynd fylgir ævinlega heilsíðutexti. Hefði brotið verið ívið frjáls- legra hefði mátt koma fyrir smærri myndum, teikningum, grafík, jafnvel ljósmyndum, inni f textanum sem hefði gert útlit bókarinnar ólíkt fjörlegra. En auðvitað er margt þakk- arvert í þessari bók, til dæmis birting sjaldgæfra mynda þeirra Þóru Thoroddsen, Gísla Jónssonar, Baldvins Bjömsson- ar, Jóns Þorleifssonar (sem gerir nokkurs konar Mont- pamasse úr Reykjavík) og Jó- hannesar Geirs. Prentun mynda er yfirleitt með miklum ágætum og texti og þýðingar eru læsilegar eins og allt sem frá höfundi kemur. Ég get þó ekki varist þeirri hugsun að hér hafi tapast gullvægt tækifæri til að gera verulega skemmtilega listaverkabók um Reykjavík. Aðalsteinn Ingólfsson Hrafnhlldur Schram: Reykjavík málaranna - Reykjavík of the Painters - Reykjavík der Maler. Mál og menn- ing, Reykjavík menningarborg Evrópu áriö 2000 . Þar slær hjarta landsins _________MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000 _________________________1>V Umsjón: Silja Aðalsieinsdóttir Kvikmyndir og fatahönnun Það fer vel á því í upphafi kvikmyndahá- tíðar í Reykjavík að gestafyrirlesari Opna Listaháskólans við LHÍ í Laugarnesi í dag, kl. 15 (í stofu 024), er Melissa Pearl Friedling, lektor í kvikmyndagerð við Syracuse-háskóla. Þar kennir hún alla þætti 16 mm kvikmyndagerðar og heldur námskeið í samtímakvikmynda- fræðum, kvikmynda- sögu og menningu. Bók hennar, Konur í bata („Recovering women: Feminisms, representa- tion, and Addictions"), kom út hjá Westview Press í ár og kvikmyndir eftir hana hafa ver- ið sýndar á fjölmörgum kvikmyndahátíðum víðs vegar um Bandaríkin. í fyrirlestrinum fjallar Friedling um verk sín og sýnir til- raunamyndbönd af eigin verkum og annarra. Fyrirlesari Opna Listaháskólans á miðviku- daginn, kl. 12.45, í Skipholti 1, stofu 113, er Linda Björg Árnadóttir textíl- og fatahönnuð- ur, handhafi Menningarverðlauna DV í hönn- un. Hún fjallar þar um eigin hönnun á prent- uðum textíl. Linda útskrifaðist frá textíldeild MHÍ 1995 og stundaði síðar nám við Studio Bercot í París. Hún hefur meðal annars starf- að sem textílhönnuður fyrir tískuhús Martime Sitbon í París. Flókagerð og tölvuvinnsla Námskeið hefst á næstunni í flókagerð og verða ýmsir möguleikar tækninnar kynntir. Kennari er Anna Þóra Karlsdóttir myndlistar- maður og kennt verður í Listaháskóla íslands, Skipholti 1. Einnig er að hefjast námskeið í video- vinnslu í tölvum og er markmið þess að nem- endur verði færir um að vinna video á eigin spýtur í flestum algengum klippi- og effekta- forritum. Farið verður yfir grundvallaratriðin í samþættingu myndbands- og tölvutækni í hópkennslu en síðar er miðað við að þátttak- endur vinni að eigin hugmyndum og hafi í lok námskeiðsins fullunnið verk í höndunum. Leiðbeinandi er Steinþór Birgisson. Kennt verður í húsakynnum MIX ehf. að Laugavegi 178 og verður þar veittur aðgangur að at- vinnubúnaði og upptökusal. Textameöferð Inga Bjarnason, leik- stjóri og kennari, verður með námskeið í textameð- ferð frá 9. október þar sem verður farið í undirstöðu- atriði framsagnar og texta- meðferðar. Þátttakendum verður kennd öndun, slök- un og raddbeiting og gefrn innsýn í ólíkar aðferðir við túlkun texta. Aðal- markmiðið er að glæða tilfinningu þátttak- enda fyrir listrænum texta og styrkja röddina og hljómbotn hennar. Kennt verður í Leiklist- ardeild Listaháskóla Islands, Sölvhólsgötu 13. í síðustu viku kom út enn eitt stórvirkið frá Guðmundi Páli Ólafssyni, einum ötulasta málsvara íslenskrar náttúru: Hálendiö í náttúru íslands. Allir unnendur fagurra bóka og nátt- úru þekkja fyrri bækur Guð- mundar - Fuglar, Perlur og Ströndin í náttúru íslands - en sú síðastnefnda hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni í grafískri hönnun sem samtök bandarískra hönnuða standa fyrir. Þótt hálendið hafi verið kann- að erum við rétt að byrja að kynnast því og áhrifum þess i heildarvistkerfi landsins, segir Guðmundur Páli: Á öræfunum slær hjarta landsins. Bókin er saman ofin, eins og hinar fyrri, úr fræðitexta eftir Guðmund sjálfan og aðra náttúrufræðinga af ýmsu tagi, kortum, bók- menntatextum eftir skáld frá öll- um öldum íslandsbyggðar og myndum sem setja auðvitað mestan svip á bókina. Flestar eru þær ljósmyndir sem sumar hverjar eru ótrúlegar náttúru- hljómkviður í litadýrð sinni eða dulrænni, þokuslunginni fegurð. Bókmenntamanni kemur á óvart geysileg fjölbreytni texta í bókinni og Guðmundur Páll var spurður hvort hann hefði lesið hreint all- ar bækur þar sem von væri á umfjöllun um FJall með vængi Ein ótal mynda úr bókinni Hálendiö í náttúru íslands. eða vísunum í hálendið. Hann svaraði því til að mikið hefði hann lesið en ekki endilega skipulega. „Ég byrja á því sem ég man eftir, ljóst eða óljóst, leita það uppi og læt það svo leiða mig áfram.“ í þessari bók eru þjóðsög- umar mikil uppspretta fróðleiks og sagna því hálendið hefur getið af sér ófá- ar spennu- og hryllingssögur þar sem tröll og útilegumenn eru í aðalhlutverkum og mynda harkalegar andstæður við smæð byggðamanna. Þá reynast ljóðin mörg sem ort hafa verið um hálendið og koma mörg skáld við sögu, til dæmis Stefán Hörður Gríms- son, Bjami Thorarensen, Davíð Stefánsson, Halldóra B. Björns- son, Halldór Laxness og Þor- steinn frá Hamri. Einar Bene- diktsson og Þorsteinn Erlings- son eru látnir kveðast á um Dettifoss þar sem annar vill virkja og hinn ekki (bls. 91). En eftirlætisskáld Guðmundar Páls eru greini- > lega Snorri ' Hjartarson og Jónas Hallgríms- son, sem Guð- mundur segir raunar að sé höfuðskáld allra bóka sinna. Hann nýt- ist Guðmundi að sjálfsögðu einnig sem náttúrufræð- ingur. Mál og menning gefur bókina út. Hundrað þúsund bækur fyrir slikk Árlegur haustbókamarkaður hefst hjá Bókavörðunni, Vesturgötu 17, kl. 10 í fyrra- málið. Bókavarðan keypti fyrir nokkru forn- bókaverslunina Bókina, sem er öllum bóka- mönnum í fersku minni, og eignaðist þá um 80 þúsund bóka lager. Fyrir átti Bókavarðan álíka stóran lager og býður nú áhugamönnum um bækur að velja úr þessu mikla safni fyrir slikk - en aðeins þessa viku. Á markaðinum verða t.d. allar ljóðabækur, bæði þjóðskálda og leirskálda, seldar á 100 kr. stykkið, allar ævisögim íslenskar, bæði stjómmálamanna, listamanna, grasalækna og alþýðumanna, seldar á 100 kr. stykkið, þýddar skáldsögur á sama og allar erlendar kiljur á fimmtíukall. Allar bækur í öðrum flokkum verða seldar með 50% afslætti þessa viku. Þetta er stærsti bókamarkaður sem fyrir- tækið hefur efnt til og aldrei hefur betra úrval bóka verið á boðstólum nokkurs staðar fyrir jafnlágt verð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.