Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000
J3V
Fréttir
Madeleine Albright horfir til sparnaðar í Keflavík:
Sýnum sparnaði skilning
- segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra - Albright er hlý kona og dugleg
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra segir heimsókn Madeleine Al-
bright, utanrikisráðherra Bandarikj-
anna, um helgina hafa tekist afskap-
lega vel.
Albright sagði á blaðamannafundi á
laugardag að ekki væri að vænta mik-
illa breytinga á vamarsamstarfi ríkj-
anna tveggja þrátt fyrir aö spumingu
um kostnaðarhliðina sé ósvarað. Hall-
dór segist ekki túlka ummæli banda-
ríska utanrikisráðherrans neikvætt.
„Það liggur fyrir að Bandaríkja-
menn vilja draga úr kostnaði eins og
allir aðrir og við þurfum að hjálpa til
við að gæta aðhalds í Keflavík. Við
höfum verið að auka frjálsræðið og
fleiri og fleiri verk fara í útboð og við
verðum að sýna skilning á því. Það
þýðir þó ekki að það dragi úr þeim
vamarmætti sem hér er,“ segir hann.
Albright sagði framlag íslendinga
til friðargæslu og lýðræðisþróunar
vera umfangsmeira en stærð lands og
þjóðar gæfi vonir um og að hlutverk
íslands í NATO færi vaxandi.
„Það hefur orðið mikil breyting í ut-
anríkispólitík íslands. Við eram orðin
þátttakendur í friðargæslu og eram að
auka okkar hlut í þróunarhjálp og
þetta verður til þess að meira er tekið
eftir íslandi," segir Halldór.
Eftir blaðamannafundinn héldu
Madeleine Albright og islenskur
starfsbróðir hennar til hádegisverðar
með þingmönnum í Þjóðmenningar-
húsinu. Athygli matargesta beindist
að bandaríska utanríkisráðherranum
þar sem hún þurfti itrekað að hafa af-
skipti af heimsmálunum.
„Hún var í tengslum vegna Rúss-
lands og ísraels og þurfti einu sinni að
bregða sér frá borðum. Þetta sýnir
bara hvað álagið sem fylgir því að
vera bandariskur utanrikisráðherra
er gríöarlegt," segir Halldór.
Madeleine Albright fór ásamt ís-
lenskum starfsbróður sinum til Þing-
valla og gengu þau þar saman í Al-
mannagjá.
„Samræðumar þar vora á persónu-
legum nótum. Við töluðum meðal ann-
ars um sögu íslands og þessa staðar og
þau táknrænu mörk Evrópu og Amer-
íku sem hér liggja. Ég sagöi henni í
gríni að íslendingar þyrftu litlar
áhyggjur að hafa, þar sem landið er sí-
fellt að stækka,“ segir Halldór.
Að sögn hans vora samskiptin við
Madeleine Albright ánægjuleg og vin-
gjamleg í hvívetna.
Starfssystkin spásséra
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og íslenskur
starfsbróöir hennar spjölluðu um
sögu Islands og upphaf byggöar á
göngu um Almannagjá á laugardag.
„Hún er hlý kona og mjög dugleg.
Þrátt fyrir það mikla álag sem er á
henni hefur hún sín persónulegu
áhugamál. Meðal annars er hún
áhugamanneskja um skíði og umræö-
urnar snerast um það á tímabili á leið
okkar til Þingvalla," segir hann.
Auk heimsóknar til starfsmanna
vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli og
viðræðna viö Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra í stjómarráðinu keypti
Madeleine íslenska minjagripi í mið-
borg Reykjavíkur og tók þátt i alþjóð-
legri kvennaráðstefnu. Hún fór af
landi brott í gærmorgun. -jtr
Samningur um vísindasamstarf
Utanríkisráðherrarnir undirrituðu
samning um vísindasamstarf á
blaðamannafundi í Ráðherrabú-
staðnum á Tjarnargötu.
Davíð og Albright
Madeleine Albright hitti Davíö Oddsson forsætisráöherra að máli í
stjórnarráöinu á laugardag.
DV-MYND ÞÖK
Brotlegur við lög
Einn mótmælenda við Þjóðmenning-
arhúsið var fangaður af lögreglu eftir
að hafa rofið línu sem hélt mótmæl-
endum frá bandaríska utanríkisráð-
herranum.
Heimsókn Albright:
Mótmælandi
handtekinn
Nokkrir tugir mótmælenda söfnuð-
ust saman á Hverfisgötu þegar Made-
leine Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og fylgdarlið hennar
mættu í hádegisverð í Þjóðmenningar-
húsinu í boði utanríkisráðuneytisins.
Mótmælendurnir höfðu meðferðis
spjöld þar sem meðal annars var kraf-
ist brottvikningar bandaríska vamar-
liðsins. Einn mótmælandi var fjar-
lægður um skeið af lögreglumönnum
þar sem hann hafði rofið línu lögregl-
unnar sem aðskildi mótmælendur frá
svæði í kringum Þjóðmenningarhúsið.
Mótmælandanum var sleppt lausum
aftur, réttum megin línunnar, eftir að
hópurinn hafði kallað slagorðið
„sleppið Rúnari" um nokkra stund.
Við svo búið hrópaði hópurinn nafn
hins lausa ítrekað í fögnuði.
Samkvæmt heimildum DV mun
Madeleine Albright hafa tekið mót-
mælunum vel og sagt þau vera hluta
lýðræðisins. -jtr
Slagsmál
og pústrar
Mikill erill var hjá lögreglunni i
Reykjavík á laugardagskvöld og að-
faranótt sunnudags. Talsverður mann-
fjöldi hafði safnast saman í miðborg-
inni. Að sögn lögreglunnar vora um
1500 manns þegar mest var. Er það
meiri fjöldi en safnast hefur saman
þar undanfamar helgar.
Mörg útköfl bárast lögreglu vegna
hávaða í heimahúsum og víða þurfti
að skakka leikinn. Þá var mikið um
slagsmál og pústra í miðborginni.
-JSS
' Rvolíl
SðjaBíaMgur siúv?u+
REYKJAVIK
Sólariag í kvöld 18.52
Sólarupprás á morgun 7.43
Síódeglsflóö 21.21
Árdeglsflóð á morgun 3.45
SKýriníiar & voöurtáknurn
Jt^VINDÁTT 10°—HIU
Víðast rigning
Austan 8-13 m/s og rigning en þurrt aö
mestu norðaustanlands. Snýst í vestan 5 til
10 og styttir upp sunnan til, en lengst af
rigning um landiö noröanvert á morgun. Hiti 4
til 9 stig.
-rjómælingar eru geröar í samstarfi
láttúrufræöistofnunar íslands og
/eöurstofu íslands og fara fram í fimm
nánuöi á ári, frá byrjun maí til loka
september. Mælingarnar sýna frjótölu
;em er meöalfjöldi frjókorna sem mælist
einum rúmmetra andrúmslofts á
ólarhring. í Reykjavík er sýnum safnaö í
rjógildru í tveggja metra hæö í mælireit
/eðurstofunnar.
^51 -io° ^SVINDSTITRKUR VpnncT j metfum á wkúntíu xrrtuði HBÐSKÍRT
o O
IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
V w
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA
9 ==
ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA
VEÐUR RENNINGUR
■MMIÉ
Breytileg átt, 5 til 8 metrar á sekúndu og smáskúrir víöast hvar og
léttskýjað. Hiti 4 til 9 stig aö deginum en sums staðar vægt frost aö
næturlagi.
fVlí$vi>{
aBBgg
Vindur:
5-8 m/s
Hiti 4° tii 9°
Breytileg átt og
smáskúrir. sums
staöar vægt frost aö
næturlagi.
Hæg norövestanátt
og skúrir á
Norðurlandi en
léttskýjaö og mildara
sunnan og vestantil.
festudai
Vindun J
4-7
Hiti 3» tii 8”
Sunnan og suö-
vestan strekkingur
og rigning, einkum
sunnan og vestantil.
Milt í veöri.
Usjö/vö u ingkiríj j
AKUREYRI
BERGSTAÐIR
BOLUNGARVÍK
EGILSSTAÐIR
KIRKJUBÆJARKL.
KEFLAVÍK
RAUFARHÖFN
REYKJAVÍK
STÓRHÖFÐI
súld
súld
rigning
léttskýjaö
súld
súld
skýjaö
léttskýjaö
8
7
7
11
10
8
7
9
9
BERGEN rigning 14
HELSINKI alskýjaö 13
KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 14
ÓSLÓ rigning 14
STOKKHÓLMUR þokumóöa 17
ÞÓRSHÖFN skýjaö 11
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 13
ALGARVE skýjaö 20
AMSTERDAM skýjaö 19
BARCEL0NA heiöskírt 14
BERLÍN léttskýjaö 22
CHICAGO léttskýjað 9
DUBLIN skúr 15
HALIFAX skýjaö 7
FRANKFURT léttskýjaö 22
HAMBORG léttskýjaö 23
JAN MAYEN rigning 6
LONDON úrkoma 18
LÚXEMBORG léttskýjaö 21
MALLORCA
MONTREAL heiöskírt 3
NARSSARSSUAQ skýjaö 0
NEWYORK léttskýjaö 7
ORLANDO éttskýjaö 21
PARÍS alskýjaö 17
VÍN léttskýjaö 21
WASHINGTON skýjaö 8
WINNIPEG heiösklrt 8