Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000 MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000 33 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, stmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Stórmál bíða nýs þings Alþingi kemur saman í dag eftir sumarhlé. Þess bíða í vetur stórverkefni, mál sem skipta þjóðina sköpum. Þar ber hæst afstaða til nýrrar skýrslu Auðlindanefndar og þeirra tillagna sem þar er að finna, ekki sist þess sem lýt- ur að sjávarútvegi en deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið og nýtingu fiskistofna í hafinu umhverfis landið hafa skipt þjóðinni í stríðandi fylkingar. í tillögum nefndarinnar felst að eignarréttarleg staða þjóðarinnar gagnvart auðlindum sínum sé staðfest í stjórn- arskrá. Þá telur Auðlindanefndin að taka beri gjald fyrir afnotarétt af hinum skilgreindu auðlindum. Afnotaréttur- inn njóti síðan verndar sem óbein eignarréttindi þess sem gjaldið greiðir. Varðandi nytjastofna i efnahagslögsögunni leggur nefndin til að lagt verði gjald á þá sem aflaheimild- ir hafa. Alþingi og ríkisstjórn er látið eftir að ákvarða hvort valin verði veiðigjaldsleið, gjald á allar veiðiheimild- ir eða fymingarleið þar sem ákveðið hlutfall allra veiði- heimilda verði tekið frá núverandi réttindahöfum á ári hverju og boðið til kaups á frjálsum markaði. Mikilsvert er að ná sem víðtækastri sátt um fiskveiði- stjórnunarkerfið þótt aldrei verði hægt að gera öllum til hæfis. Auðlindanefndinni, sem kosin var á Alþingi 1998 í kjölfar samþykktar þingsályktunar, var falið að skilgreina auðlindir þjóðarinnar og kanna um leið hvernig staðið skuli að gjaldtöku. Nefndinni bar að kanna möguleika á að nota auðlindagjald til að tryggja að afrakstur sameigin- legra auðlinda skili sér á réttmætan hátt til þeirra sem hagsmuna hafa að gæta. Ágreiningurinn um kvótakerfið hefur verið djúpstæður og því vekur athygli, og um leið vonir, að viðbrögð við skýrslu Auðlindanefndar eru jákvæð. Aflamarks- eða kvótakerfið, undirstaða sjávarútvegsstefnunnar, er stað- fest í skýrslunni. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar sjá í tillög- um nefndarinnar sáttagrunn og sama má segja um foringja stjórnarandstöðuflokkanna. Eftirtektarverðast er að Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur lýst sig reiðu- búið til viðræðna við stjórnvöld um auðlindagjald fyrir nýtingu fiskistofnanna, þótt útgerðarmenn hafni fyrning- arleiðinni og setji ýmis skilyrði samfara gjaldtökunni. Möguleikarnir til sátta eru því fyrir hendi verði rétt á mál- um haldið. Fleiri stórmál, sem skipta þjóðina miklu, bíða einnig þess þings sem byrjar í dag, virkjanir, stóriðja og byggða- mál í víðu samhengi. Eflaust verður tekist á um Evrópu- málin. Þar hefur Framsóknarflokkurinn skapað sér stöðu að undanfórnu nokkuð fjarri Sjálfstæðisflokknum, hinum stjórnarflokknum. Framsóknarflokkurinn er þar nær skoðunum Samfylkingarinnar um að Evrópumálin verði að taka til gagngerrar umræðu. Nokkurs titrings hefur gætt í Framsóknarflokknum í garð samstarfsflokksins. Skoðanakannanir hafa sýnt að Framsóknarflokkurinn stendur illa og forystumenn hans gera sér ljóst að átaks er þörf. Könnun sem DV birtir í dag sýnir að Sjáfstæðisflokk- urinn stendur vel og styrkir stöðu sína en Framsóknar- flokkurinn tapar enn. Slík staða ýtir undir ólgu á stjórnar- heimilinu. Þá er niðurstaða skoðanakönnunarinnar ekki síður eft- irtektarverð hvað varðar stjórnarandstöðuna. Samfylking- in tapar verulegu fylgi frá síðustu skoðanakönnun DV í mars. Það hlýtur að vera áhyggjuefni nýs formanns, Öss- urar Skarphéðinssonar, um leið og Vinstri-grænir bæta við sig og fara upp fyrir Samfylkinguna. Það gæti því orðið líflegur vetur á Alþingi þar sem mál- efnin skipta máli en mennirnir ekki síður. Jónas Haraldsson Skoðun JOV <m. Sveigjanlegur vinnutími Forvarnir - íþróttir Mikið er rætt um for- varnir í fikniefna- og áfeng- ismálum. Þrátt fyrir hertar aðgerðir löggæslu, foreldra og ýmissa félagasamtaka hafa vandamálin aukist stöðugt og ekki eru í sjón- máli úrlausnir,sem vekja bjartsýni á komandi árum.Hér er ekki um að ræða svartsýni heldur blá- kaldar staðreyndir sem við daglega stöndum andspæn- is og verðum að mæta af hugrekki og þolinmæði, flótti frá vandanum er uppgjöf. Minni áhætta Það er bjargfóst trú mín að ár- angusríkustu aðgerðir í forvörnum séu að foreldrar hjálpi bömum og ungmennum að fmna og rækta heil- brigð áhugamál. Heimilin eiga að vera skjól og skjöldur ungmenna, þar eru rætur þeirra, vöxtur og þroski á leið til sjálfstæðra athafna. Það er auðvelt að setja fram svona kenningar en þegar við stöndum frammi fyrir raunveruleikanum, þar sem ungmennum stendur allt til boða, sem gleður og glepur, er þraut- in þyngri og vægðarlaus veröld setur engin mörk. Þessar hugleiðingar urðu til er ég nýlega var staddur í glæsOegri íþróttahöll þeirra Haukamanna í Hafnarfirði. Að sjá börn og unglinga á öilum aldri að leik sem ljómuðu af gleði og hreysti og foreldra sem fylgdust með. Mér varð hugsað til allra þeirra tugþúsunda ungmenna um land allt sem fá ómælda útrás, gleði og styrk við leiki og æfingar á slíkum stöðum. íþróttir utan sem innan húss, sem a.m.k. 70-80 þús. landsmanna eru meira og minna þátttakendur í, eru langveigamestu forvamir þjóðarinn- ar gegn fikniefnum og áfengisböli. Því er það áskorun til fjárveitinga- valdsins að leggja stóraukið fjár- magn til íþróttastarfseminnar í land- inu. Hvert einasta ungmenni sem stundar íþróttir er í margfalt minni áhættu en þau sem standa utan þeirra. Þetta em staðreyndir sem ber að hafa í huga þegar forvamir fíkniefnamála eru til umfjöllunar stjómvalda og fjárveitingavalds- ins..Að byrgja brunninn áður en bamið dettur ofan i hann er sígild áminning um að vera með opinn skilning fyrir aðsteðjandi hættum en ekki síður opin augu fyrir uppbyggj- andi aðgerðum. Verum samtaka Það er mikilsvert að viðurkenna Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri vandann og kunna að skil- greina hann. Nokkur hluti heimilanna í landinu hefur náð að framkvæma fyrir- byggjandi aðgerðir gegn neyslu og meðferð fíkniefna gagnvart bömum sínum og uppskera öryggi og ham- ingju. Aðrir leggja traust sitt á aðgerðir hins opin- bera, svo sem löggæslu, skóla og félagsmálastofnan- ir, og verða oftar en ekki fyrir hvers konar áfollum, sorg og vonleysi og sumir reyna að leita huggunar og lækninga með trúarlegum aðgerðum. Við höfum reynslu sem hægt er að nýta og efla í þágu forvarna. Það eru íþróttir og önnur heilbrigð áhuga- mál ungmenna í landinu. Við verð- um að gera langtímaskipulag og áætlun um frekari uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja og að ríkið leggi árlega fram nokkra milljarða í þeim efnum. Þá þurfa við- komandi íþróttasambönd að gera framtíðaráætlanir í samræmi við auknar fjárveitingar og stóraukinn fjölda íþróttaiðkenda, einkanlega barna og ungmenna. Verum samtaka að verja það sem okkur er kærast af öllu, börnin okk- ar. Förum í alvörustríð við sölu- menn eiturefna og látum þeim blæða út. Takist okkur að draga stórlega úr eftirspurn á neyslu fikniefna, t.d.20% á næstu 2-3 árum, þá getum við unniö þetta stríð innan 10 ára. Verið óhrædd þó ykkur sé ógnað af þessum eiturpöddum, samtakamátt- ur okkar veitir styrk og þor til að- gerða. Brýna nauðsyn ber til að for- eldrasamtök skipuleggi með virkum hætti aðgerðarhópa sem starfi náið með löggæslunni. Slíkir starfshópar þurfa að fá góða leiðsögn og þjálfun á starfsvettvangi og skýrar eftirlits- og aðgerðarheimildir til eftirbreytni. Kristján Pétursson „Hvert einasta ungmenni sem stundar íþróttir er í margfalt minni áhœttu en þau sem standa utan þeirra. Þetta eru staðreyndir sem ber að hafa í huga þegar forvamir fíkniefnamála em til umfjöllunar stjómvalda og fjárveitingavaldsins. “ Auðlindanefnd hefur skllað áliti sínu um hvernig ríkið skuli nýta auðlindir til lands og sjávar. Meginniðurstaða nefndarinnar er sú að auðlindir til lands og sjávar skuli vera þjóðareign og útboð skuli fara fram þar sem samkeppnisstaða er fyrir hendi. Sorgin er ekki „inni“ „Það á auðvitað við um alla en sér- staklega þá sem alast upp við þá mýnd í fjölmiðlum að allir eigi að vera ungir og hressir og að lífið sé bara stuð, stuð, stuð. Eða sjáum við nokkurn tímann sársauka, sorg eða dauða í auglýsingum? Sorgin er ekki inni og ekki dauðinn heldur, en hann kemur nú samt, oft þegar síst skyldi. Þess vegna verðum við að rækta börn- in okkar betur í lífsleikni, þvi að takast á við lífið og dauðann lþika/' Séra Halldór Reynisson í 7. tbl. Vesturbæjarblaösins Einstaklingurinn og velferð hans „Efnahagslegt sjáifstæði er hverjum frjálsum manni nauðsynlegt, eykur velmegun og stuðlar að pólitísku sjálf- stæði hans. Á hverjum degi á mark- aðstorgi frjálsra ríkja hefur hann tækifæri til að taka ákvarðanir um allt sem viðkemur lífi hans. Einstak- lingurinn ræður yfir sér sjálfur, vinn- ur að velferð sinni og verðlaunar þnn sem sinnir þörfum hans best með við- skiptum. Hann á allt undir sér sjálf- um en ekki stjómmálamönnum.“ Úr netmiðlinum frelsi.is 28. sept. Ekkert risaálver? „Ekki er hægt að draga aðrar ályktanir af þeim efasemdum sem norski álforstjór- inn hefur nú sett fram opinberlega, en að þar á bæ fari áhugi á verkefninu minnkandi. Ummælin hljóta að leiða til þess að íslensk stjómvöld reyni að fá á hreint, hvort Norsk Hydro sé í reynd að verða afhuga þátttöku á risa- álveri á Austurland." Elías Snæland Jónsson, i forystugrein Dags 29. sept. RÚV á fjárlög „Það er ekkert rétt- læti í því að ríkismið- ill með tekjur af af- notagjöldum etji kappi við einkareknar stöðv- ar á auglýsinganiark- aðii og komi þannig í veg fyrir að þær nái fótfestu. RÚV á að setja á fjárlög og marka á stofnuninni nýja stefnu í samræmi við það....Líklega stendur hið póhtíska skipaða útvarpsráð í veg- inum fyrir framþróun og eðlilegum rekstri á RÚV....Ríkisútvarpið stendur á tímamótum...." Björgvin G. Siguröusson framkvstj. Samfylkingarinnar, í Mbl. 29. sept. „Virkar vinnustundir standa fyrir unnar vinnustundir að frádregnum kaffihléum. Umreiknað í virkar vinnu- stundir styttist vinnuvikan því hjá afgreiðslufólki úr 37.05 í 36.35 og hjá skrifstofufólki úr 36.45 í 36.15“ Við þetta má bæta að vinnudagurinn framleiðni hér á hverja unna er hér á landi með þeim lengri í hinum vinnustund mun lægri en gerist t.d. í vestræna heimi. Þrátt fyrir það er nágrannalöndunum, svo að dæmi sé tekið. Aukin framleiðni er frumforsenda aukins hagvaxtar og hagsældar. Jafnframt er aukin framleiðni mikilvægt markmið fyrir þær atvinnugreinar sem eru á hörðum samkeppnismarkaði en þeim hefur farið ört fiölgandi og mun fjölga enn frekar samfara alþjóðavæðingu og minnkandi innflutningshindrunum. Reynslan sýnir að aukinn sveigjanleiki vinnutímans er sú umgjörð sem hentar hvað best vinnumarkaði í örri þróun. Nokkur fyrirtæki hafa um skeið miðað vinnufyrirkomulag sitt við virkar vinnustundir með góðum árangri. Sem dæmi má nefna fyrirtæki i innflutningi og smásölu, sem gefa starfsfólki sínu kost á að vinna frá 8 til 18 gegn því að ljúka vinnu klukkan 14 einn dag í viku og heilum frídegi fjórða hvern fóstudag. Vinnufyrhkomulag af þessum toga hentar ekki nærri öllum fyrirtækjum en með því að miða við virkar vinnustundir eru mögu- leikarnir í raun jafnmargir og þarfirnar eru ólíkar. Á heimasíðu VR (www.vr.is) hafa til fróðleiks nokkur dæmi verið sett upp um mismunandi útfærslur. Pétur A. Maack, Eitthvað bogið við samkvæmnina? hafa kjark til að heimsækja Alþingi íslendinga við Aust- urvöll eins og til stóð í gær.“ Frumkvöðull blóðbaðs Einsog aðrir þeir sem taka virkan þátt í baráttu Amnesty International gegn mannréttindabrotum í heiminum, var ég einn af mótmælendum á Austur- velli umræddan dag, þó ég hafi átt góð samskipti við kínverska sendiherrann hér og jafn- vel átt þátt í að koma út myndarlegri sýnisbók íslenskrar nútímaljóðlistar í Kína. íslendingar eru í stjórnmála- sambandi við Kina og gera sér vænt- anlega vonir um að geta stuðlað að hægfára stjórnarbótum þar eystra með vinsamlegum menningarsam- skiptum við kínversku þjóðina. En það merkir enganveginn að við eigum að þegja þunnu hljóði yfir mannréttindabrotum og annarri óhæfu af hendi kínverskra stjóm- valda. Og sist af öllu ættum við að láta viðskiptahagsmuni setja elkur við heilbrigðri réttlætiskennd. Lí Peng var einn af helstu frumkvöðl- um blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar fyrir rúmum áratug og sem slíkur gat hann ekki ætlast til að vera aufúsugestur hérlendis, jafnvel þó hann kunni að ala á þeirri tálvon margra stjórnmálamanna, að almenningur sé óðara búinn að gleyma fyrri misgerðum þeirra. Guösþakkaverk En óbótamenn sitja greinilega ekki allir við sama borð í hugum þeirra sem þykjast láta sig mannréttindi skipta. Fyrir fáum áratugum sóttu ísland heim tveir vesturheimskir stjómmálamenn sem báru ábyrgð á dauða milljóna manna, Lyndon B. Johnson varaforseti og Richard Nixon forseti Bandaríkj- anna. Þeim var báðum tek- ið sem kostum og kynjum, enda voru þeir fulltrúar kaptíalismans. Þegar kapít- alistar fremja samskonar óhæfuverk og kommúnist- ar, eru manndrápin, pyndingarnar og dauðadómamir réttlætt með rök- semdum sem eru í ætt við skólaspeki miðalda: þá er óhugnaðurinn all- tíeinu orðinn guðsþakkaverk, ef ekki eitthvað enn æðra! Bandaríkjastjórn ber ábyrgð á dauða 600.000 barna í írak, en ekki hef ég orðið var við mótmælatilburði pólitísku ungliðahreyfinganna af því tilefni. í árslok 1968 var ég fangelsað- ur fyrir að ætla að taka þátt í mót- mælum við bandaríska sendiráðið gegn stríðsrekstrinum í Víetnam. Þá fögnuðu hægripressan og meirihluti Reykvíkinga framtaki Reykjavíkur- lögreglunnar! í nýútkominni ársskýrslu Am- nesty International eru sex þjóðríki efst á lista yfir ríki sem gerðu sig sek um stórfelld mannréttindabrot: Bandaríkin, Kína, Saúdí-Arabía, Kól- umbía, Tyrkland og Rússland. Al- þjóðasamfélgið hefur kosið að horfa sem mest framhjá brotum þeirra, en einkum beint sjónum að hroðaverk- um í Búrúndí, Tsétséníu, Austur- Tímor og Kósóvó. Hvemig skyldi standa á því? Sigurður A. Magnússon Sigurður A. Magnússon rithöfundur Viðbrögð manna við þeirri ákvörðun forseta kínverska þjóð- þingsins að heimsækja ekki Alþingi íslendinga sunnudaginn 3ja septem- ber, vegna mótmæla Amnesty Intemational og ungliðahreyfinga stjómmálaflokkanna, voru einkar fróðleg. Varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Einar K. Guð- finnsson, taldi framkomu Kínverjans vanviröingu við Alþingi; þingflokks- formaður Samfylkingarinnar, Rann- veig Guðmundsdóttir, taldi ekki ástæðu tO að taka fjarveru hans sem móðgun við Alþingi; þingflokksfor- maður Vinstri-grænna, Ögmundur Jónasson, taldi framkomu Lís Pengs undarlega gagnvart gestgjöfum og bera vott um hræðslu við mótmæl- endur; þingflokksformaður Fram- sóknar, Kristinn H. Gunnarsson, hafði alls enga skoðun á málinu einsog vænta mátti úr þeirri átt; fyrsti varaforseti Alþingis, Guð- mundur Árni Stefánsson, lýsti von- brigðum sínum, en vildi ekki kveða uppúr með það hvort framkoma Kín- verjans teldist ókurtesi eða móðgun við þingið; og annar ritstjóri DV fagnaði því „að Li Peng skyldi ekki „Lí Peng var einn af helstu frumkvöðlum blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar fyrir rúmum áratug og sem slíkur gat hann ekki œtlast til að vera aufúsugest- ur hérlendis....“ í heimsókn í íslenskri erfðagreiningu. I gær, sunnudaginn 1. októ- ber, tóku gildi samkvæmt kjarasamningi Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og Samtaka atvinnulífsins ný ákvæði sem stytta samnings- bundinn vinnutíma VR-félaga um 30 mínútur á viku. Um 30 ár eru liðin frá því VR náði síðast samkomulagi við at- vinnurekendur um styttri vinnutíma. Jafnfram tekur vinnuvikan framvegis mið af virkum stundum samkvæmt samningnum. Kjallan Pétur A. fVfaacky varaformaöur Verslunarmannafélags Reykjavíkur Virkar vinnustundir Virkar vinnustundir standa fyrir unnar vinnustundir að frádregnum kaífihléum. Umreiknað í virkar vinnu- stundir styttist vinnuvikan því hjá af- greiðslufólki úr 37.05 í 36.35 og hjá skrifstofufólki úr 36.45 í 36.15. Þessi breyting, að i stað hinnar hefðbundnu vinnuviku komi rúmlega 36 stunda virk vinnuvika, ristir mun dýpra en ætla má við fyrstu sýn. Að baki býr fyrst og fremst sú hugs- un að vinnutími verði á allan hátt sveigjanlegri en venja er. Af þeim sök- um lagði VR í síðustu kjarasamningum þunga áherslu á að samhliða styttingu vinnuvikunnar yrðu jafnframt tekin upp þau nýmæli að miða vinnuvikuna við virkar vinnustundir. Sveigjanlegur vinnutími Hefðbundna vinnuvikan hefur „innbyggt" kaffihlé sem getur gert gert minnstu breytingar á vinnufyrir- komulagi nokkuð flóknar i framkvæmd. Þróun síðustu ára bendir á hinn bóginn eindregið til að þarfir vinnumarkaðarins séu í þessum efnum orðnar margþættari en svo að þær rúmist innan hefðbundnu vinnuvikunnar. Margt hefur hjálpast þar að. Atvinnuþátttaka hefur sjaldan eða aldrei verið almennari, hvort heldur litið er tU aldurs eða kyns. Nýjar atvinnugreinar hafa skotið upp kollinum, auk þess sem fjölbreytni innan hverrar greinar hefur aukist til muna. Þá hafa almenn viðhorf til vinnutímans tekið örum breytum. Sífellt fleira starfsfólk leggur áherslu á sveigjanlegan vinnutíma og aukinn frítíma í dögum talið. Með og á móti Réttlátasta leiðin A „Ég styð það að , kvótinn sé boð- inn út. Með því - . móti næst tvennt fram; annars vegar jafnræði með þeim sem vilja nýta auðlindina því allir geta þá boðið í og hins vegar sú staðreynd að greiöslan fer eftir því hvað bjóðendur treysta sér til og verður þar af leiðandi i samræmi við Svanfríður Jónasdóttir, þingmaöur Samfyikingar. þær væntingar sem menn gera sér um nýtingu auð- lindarinnar. Ég tel þessa leið því bæði réttlátasta gagnvart þeim sem nýta fiskimiðin og að einnig sé líklegast að þjóðin fái með þessari aðferð eðli- legan afrakstur af eign sinni.“ Kvótinn fari í útboð Neikvæðar afleiðingar „Ég tel að þessi | útboðsleið á afla- ™%i‘ heimUdum myndi f hafa neikvæðar afleiðingar í for með sér. I fyrsta lagi myndi þetta geta leitt tU frekari byggðaröskun- ar því hættan er auðvitað sú að veikari fyrirtæki og veik- ari byggðir réðu ekki við að keppa við öflugri fyrirtæki og byggðir. í annan stað er eng- inn vafi á því að þetta myndi valda því að við sæjum enn meiri samþjöppun aflaheimilda eiga sér Eirtar K. Guó- flnnsson, þingmaóur Sjálf- stæöisflokks. stað heldur en nú er. Mér hef- ur heyrst á umræðunni í þjóðfélaginu að flestum þætti nú nóg um. í þriðja lagi er ljóst mál að þessi leið myndi hafa í for með sér óvissu - hvað með þau fyrirtæki sem byðu í en hrepptu ekki og ættu fjárfestingar á sjó og í landi og hefðu skuldbinding- ar gagnvart starfsfólki sínu? Óvissa í fyrirtækjarekstri leiðir alltaf að lokum til óhag- kvæmni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.