Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000 I>V 9 Fréttir SURROUND XR-MD311 Magnari 15+15 Wött RMS ■ QS Surround ■ BBE hljómkerfi 3 Rása tónjafnari ■ Smart Jog ■ FM/MB/LB útvarp meö 32 stoöva minni • RDS ■ Super T-Bassi • BBE hljómkerfi ■ Geisla- spilari ■ Spilar CD-R/RW ■ Mini Disk spilari • RDS ■ Innibyggöur bassaháÉalari ■ 2ja átta hátalarar • Fullkomin fjarstýring Yfirfullir ferðaþjón- ustustaðir í sumar DV, HORNAFIRDI:______________________ Við sem erum í ferðaþjónustunni hér í Öræfum höfum ekki getað sinnt allri þeirri gistiþörf sem verið hefur í sumar, segir Anna María Ragnarsdóttir í Freysnesi. Hér er alltaf fullbókað yfir ferðamannatím- ann og venjulega eru nokkrir hópar á biðlista. Ferðatíminn lengist held- ur ár frá ári, september er búinn að Miklibær: Riðan stingur sér enn niður DV. SKAGARRDI: „Ætli verði nokkur sauðflárbú- skapur á Islandi þegar ég má taka fé aftur. Það virðist ekki bjart fram undan í þeirri búgrein þegar fjöldi bænda er að selja kvótann," segir Halldór Þorleifur Ólafsson, bóndi á Miklabæ í Óslandshlíð í Skagafírði, en riða fannst í einni kind hjá hon- um nýlega og liggur því fyrir að skera niður fjárstofninn á Miklabæ nú í haust. Þetta er í annað sinn sem riða kemur upp á Miklabæ en þessi harð- gerða veira hefur látið nokkuð til sín taka á þessu svæði um árin. „Það var líka í einni kind 1982 sem veiran fannst og það er magnað að þetta skuli stinga sér svona niður aftur,“ segir Halldór á Miklabæ. Það var nú í haust sem vart var við kind í fjallinu ofan við Miklabæ, sem þótti eitthvað athugavert við. Sigurði Sigurðarsyni, dýralækni á Keldum, var gert viðvart og kom hann norður og náði i kindina. Grunsemdir manna voru síðan stað- festar við rannsókn. Á Miklabæ eru sextíu kindur, en þeim hefur fækk- að þar á bæ síðustu árin eins og víð- ast hvar. -ÞÁ Sex íbúðir fyr- ir aldraða í byggingu DV, HVAMMSTANGA:____________ Nýlega hófust framkvæmdir á Hvammstanga við byggingu sex íbúða fyrir aldraða við Nestún. Er byggingin á tveimur hæðum og tengd með glerbyggingu þeim íbúð- um fyrir aldraða sem þar eru. Með því nýtist lyfta og þjónusturými við Nestúns-íbúðirnar. Könnun sem gerð var á íbúðaþörf fyrir aldraða leiddi í ljós að þörf er á þessum íbúðum, en þær verða teknar i notkun næsta haust og er áætlaður byggingarkostnaður um 50 milljónir króna. Sveitarstjórn Húnaþings vestra gerði samning um hönnun húsanna við Helga Hjálmarsson arkitekt og einnig við byggingarfyrirtækið Tveir smiðir sem verða aðalverk- takar við byggingu hússins. -ÞÁ Garðabær: Vill standa undir nafni sem „bær í blóma“ DV, GARDABÆ: Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að vinna að því að gerð verði úttekt á umgengni á lóðum við íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Garðabæ, að til- lögu umhverfisnefndar bæjarins. í tillögunni segir að úttektin skuli miða að því að leiða í ljós í hverju umgengni sé ábótavant þannig að móta megi tillögur að aðgerðum til úrbóta. Nefndin telur nauðsynlegt að gera átak í umgengnismálum í Garðabæ til að hann standi undir nafni sem „bær í blóma“. -DVÓ vera góður og það hefur aldrei verið jafnmikið bókað í gistingu í október og núna. Anna María segir að erfitt sé að fá gott starfsfólk þar sem þau vilji ekki ráða yngri en tuttugu ára en nóg framboð sé af unglingum. Hótelið í Freysnesi er opið allt árið. Ferðaþjónustubændur á Smyrla- björgum í Suðursveit segja að mikil aukning hafi verið hjá þeim í sum- ar og lengri ferðatími en áður. Þar hefur þurft að vísa mörgum frá í sumar og nánast er fullbókað fyrir næsta sumar. Hnúkaþeyr ehf. hefur rekið tjald- stæðið við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli sl. tvö sumur. Að sögn Sigríðar hjá Hnúkaþey byrjaði sum- arið vel í júni en þegar jarðskjálft- arnir voru á Suðurlandi dró veru- lega úr gistingu á tjaldstæðinu og má segja að það hafi komið algjör lægð um tíma. Júlí var lélegur, einkum seinni hluti hans, þá rigndi mikið á meðan sól og blíða var fyr- ir norðan og þangað fór fólkið en ágúst var ágætur. Sigríður sagði að trúlega drægi úr komum húsvagna og slíkra tækja á tjaldstæðið þar sem þau gætu ekki boðið upp á af- not að rafmagni. Gistinóttum á tjaldstæðinu á Höfn hefur fjölgaö talsvert frá síð- asta sumri og hefur nú í fyrsta sinn verið opið i september og hafa 118 manns gist þar það sem af er mán- uðinum. -JI DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Hótel Skaftafell í Freysnesi Hjónin Anna María Ragnarsdóttir og Jón Benediktsson eiga og reka hótelið í Freysnesi. RADÍÖBÆR ármúla 38*Sfmi 5531133 ilfPI w NSX-BL14 Magnari 15+15 Wött RMS ■ Super T-Bassi ■ 3 Rása tónjafnari Smart Jog ■ FM/MB/LB útvarp meö 32 stööva minni 3-Diska geislaspilari ■ Spilar CD-R/RW • 2ja átta hátalarar F,t,ns x] g ggg UMBOÐSMENN UM LAND ALLT: Reykjavilc Heimskringlan - Húsasmiöjan ■ Hafnarijörður Rafbúð Skúla - Húsasmiöjan • Grindavik: Rafborg ■ Keflavik: Sónar - Húsasmiöjan • Akranes: Hijómsýn ■ Borgames: Kaupfélag Borgfirðinga Heillissandur: Blómsturveliir • Grundaflörður Guðni E. Hallgrimsson • Stykkishómun Versl. Sjávarborg ■ Blðnduós: Kaupfélag Húnvetninga ■ Hvammstangi: Rafeindaþj. Odds Stefánssonar ■ Sauðárkrókur Skagfirðingabúð • Búðardalur | Versl. Einars Stefánssonar ■ ísafjörður Frummynd • Siglufjörður Rafbær ■ Ólafsfjörður Versl. Valberg ■ DaMk: Húsasmiðjan ■ Akureyri: Ljósgjafinn - Húsasmiðjan • Húsavfk: ómur - Húsasmiðjan • Egilstaðir Rafeind • Neskaupsstaður Tónspil ■ Eskifjörður Rafvirkinn • Seyðisprðu: Tumbræður ■ Breiðdalsvík: Kaupfélag Stöðf rðinga ■ Höfn: KASK • Hella: Mosfell • Selfoss: Radíórás - Árvirkinn - Húsasmiðjan ■ Vestmannaeyjar Eyjaradíó ■ Þorfákshöfn: Rás ■mmmmmamm—i Sans m wmjUm NSX-BL56 Magnari 75 + 75 + 25 + 25 Wöltt RMS • 4 Rása magnari Super T-Bassi ■ BBE hljómkerfi ■ 5 Rása tónjafnari • Smart jog ■ FM/MB/LB útvarp meö 32 stööva minni • RDS • 3-Diska geislaspilari ■ Spilar CD-R/RW • Tvöfalt segulband ■ Innibyggöur bassahátalari ■ 3ja átta hátalarar • Segulvaröir hátalarar Fulkomin fjarstýring

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.