Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000 PV_____________________________________________________________________________________ Menning 55 Sú kvalda ást Horfðu reiður um öxl þótti marka tímamót í breskri leikritun, bæði efni þess og fram- setning, og John Osborne varð holdgervingur heillar kynslóðar rithöfunda. Gagnrýni á stéttskiptinguna sem hafði mótað breskt sam- félag um aldir var þessum höfundum sameig- inleg og verk þeirra voru innblásin reiði yfir því að fátt hafði hreyst þrátt fyrir tvær heims- styrjaldir og gríðarlegar tækninýjungar. Sam- félagsrýnin er líka sá þáttur sem er mest áber- andi í Horfðu reiður um öxl og þvi eðlilegt að við spyrjum okkur hvaða erindi verkið eigi á íslenskt leiksvið rúmum fjörutíu árum síðar. Svarið felst í framsetningarmátanum því Os- bome kaus að gera stéttaátökin jafnframt að átökum kynjanna og þar hefur lítið breyst á hálfri öld. Sambönd þar sem annar aðilinn ríf- ur hinn stöðugt niður eru ótrúlega algeng. Þrátt fyrir allt geta þau Jimmy og Alison ekki hvort án annars verið og því er fullkomlega eðlilegt að Alison snúi til baka þegar hún hef- ur upplifað stærstu sorg lífs síns. Uppsetning Stefáns Baldurssonar á Horfðu reiður um öxl er um margt ágætlega heppnuð, samt er eins og vanti herslumuninn. Kannski er því fyrst og fremst um að kenna að „tíma- leysið“ sem Stefán velur sýningunni gengur ekki upp. Þar nægir að nefna undirkjólana Það ánægjulegasta viö nýafstaðna bók- menntahátið er að ekki var látið nægja að taka á móti góðum gestum og hlýða á lestur þeirra og spaklegar ræður heldur hefur einnig verið gerð gangskör að því að gefa verk þeirra sumra hverra út á íslensku. Því þótt mannfundir séu æ til gagns og gleði vara þeir stutt og ekki gefst öllum kost- ur á að hlýða á það sem fram fer. Þýð- ingar auka þau kynni, færa þau út og gera varanlegri. Þá minna þær á þau sigildu sannindi sem vilja gleymast í umræðugleðinni að bækur höfunda skipta meira máli en höfimdurinn sjálfur. Þess mun hafa nokkuð gætt með einn þeirra höfunda sem sóttu okkur heim, Bretann Magnus Mills, margrómaðan nýgræðing á skáldakri fyrir fyrstu skáldsögu sína Taumhald á skepnum, að ekki hafi þótt minna til þess koma að hann væri strætóbílstjóri að at- vinnu. Mér er alls ókunnugt um hversu ritfær- ir vagnstjórar eru yflrleitt en ef- laust leynast í þeirri stétt menn með skáldadrauma líkt og víðar. Þess starfsvett- vangs gætir þó hvergi í umræddri skáldsögu og hlýtur því að liggja milli hluta. Höfundurinn mun einnig hafa haft nokkur kynni af þeim vettvangi sem hann lýsir í þess- ari sögu sem segir frá farandvinnuflokki í sem konur eru löngu hættar að nota og verða fáránlegir undir nútímalegum fatnaði Alison og Helenu. Líka koma mótsagnir fram í text- anum því á stöku stað hefur þýðingin verið færð til nútímalegra horfs en í öðrum tilvik- um er hún látin standa. Þetta ber vott um skort á heildarsýn leikstjórans og kemur líka niður á leiknum sem er miður því Stefán er með úrvalsfólk í þessari sýningu. Reyndar stendur Hilmir Snær Guðnason sig frábær- Leiklist lega og greinilegt að allt verður að gulli í höndunum á þeim pOti. Reiðin, sársaukinn, vonleysið, allt varð þetta ljóslifandi í blæ- brigðaríkri túlkun Hilmis og á köflum var Jimmy svo fullkomlega óþolandi að erfítt var að halda kyrru fyrir á áhorfendapöllunum. Samt tekst honum að vekja með okkur samúð og það er einmitt forsendan fyrir því að við skiljum hvað Alison og Helen sjá við þennan gallagrip. Rúnar Freyr Gíslason vann líka vel úr hlutverki Cliffs, vinarins sem fylgist árvök- ull með og virkar eins og stuðpúði í storma- sömu sambandi ungu hjónanna. Elva Ósk Ólafsdóttir gerði margt ágætlega í hlutverki Alison og var lokasenan sérstaklega áhrifamikil. Samt var eins og vantaði botn í girðingarvinnu. Sagan er þó engan veginn hefðbundin verkalýðssaga upp á gamla móð- inn því þótt viðskipti atvinnurekanda og laun- þega og samkeppnin margblessuð komi við sögu er ekki verið að fást við stéttabaráttuna (enda hver man hana núorðið). Mann- leg samskipti eru í brennidepli og þó mjög komi við sögu valdboð og stjóm- un er það oft á ferskan og ný- stárlegan hátt. í vinnuflokki þess- um, er frá greinir, eru þrir menn, tveir skoskir, þeir Tammi og Rikki sem líta út eins og „hreinræktaðir villimenn, stríðsmenn með sítt hár að víkinga- sið“, og sögumaðurinn sem í upphafl er skipaður verkstjóri yfir hinum tveim- ur því „Þeir geta ekki farið til Englands upp á eigin spýtur“. Sögumaður kemst brátt að því að þótt undirmenn hans séu víkingar til vinnu á stundum og ekki síður víkingar til drykkju eru þeir i engum tengslum við um- hverfi sitt eða sjálfan veruleikann. Umsjón hans nær því langt út yflr verkstjóm- ina eina. Þannig skýrist og heiti sögunnar og fær skemmtilega tvíræða merkingu. Girt er til að hafa taumhald á skepnum og sögumaður persónuna og vil ég skrifa það á reikning um- rædds „tímaleysis" því það skiptir máli hvort verið er að túlka persónu frá sjötta áratug 20. aldar eða fyrstu árum þeirrar 21. Einnig fannst mér Helena sem Halldóra Björnsdóttir leikur gerð of einsleit. Hún er vissulega ein- strengingsleg og ákveðin en líka slæg, annars hefði henni aldrei tekist að bola Alison burt. Hjárænulegasta persónan í þessari uppfærslu er þó Redfem ofursti og greinilegt að Gunnar Eyjólfsson átti erfítt með að samsama sig þess- um fulltrúa hnignandi heimsveldis. í meðför- um Gunnars varð hann brjóstumkennanlegur og skorti myndugleik. Þrátt fyrir ofangreinda galla leiðist manni alls ekki á sýningunni og myndræn útfærsla er með miklum ágætum ef við látum ósam- ræmið í búningum liggja milli hluta. Ég hefði reyndar kosið að sjá yngri leikara kljást við þetta verk en það er vist eitt af því sem gagn- rýnandi má ekki láta út úr sér; hann á jú bara að fjalla um það sem hann sér á sviðinu. Halldóra Friðjónsdóttir Þjóöleikhúsiö sýnir á litla sviöinu Horföu reiöur um öxl eftir John Osborne. Þýöing: Thor Vilhjálmsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Þór- unn Sigríöur Þorgrímsdóttir. Leikstjórn: Stefán Bald- ursson. verður að ná taumhaldi á sínum undirsátum til að ljúka verkinu svo öllum líki. Atburða- rásin tekur oft óvænta og nær fjarstæðu- kennda stefnu og Mills vill sem söguhöfundur gjaman skemmta sínum áheyrendum og les- endum. Gamansemin er að vísu grá og sagan oft á mörkum rökvísinnar en þar er höfundur að sjálfsögðu á hefðbundnum slóðum módem- ismans. Þetta eru asnar Guðjón Það er mikil tíska að vitna til Kafka þegar um slíkar „firringarbókmenntir" er rætt og bregst höfundur káputexta ekki í því tilliti. En það mætti fullt eins nefna Beckett eða Cervantes enda nokkur vindmylluþytur af brambolti Tamma og Rikka og þáttur sögu- manns ekki ólíkur vanda Sancho Panza. Óneitanlega finnur íslenskur lesandi líka til andlegs skyldleika við fyrstu skáldsögu Ein- ars Kárasonar, Þetta eru asnar Guðjón. En hvað sem líður bókmenntatengslum og and- legum skyldleika þá er Taumhald á skepnum fyrst og fremst skemmtileg saga - þó verði lít- ið eitt langdregin um miðbikið - og vekur vonir um frekari afrek Magnus Mills á rit- velli. Þýðing ísaks Harðarsonar er lipur og hæfilega talmálskennd en mér hefði þótt fara betur á að þýða öll nöfn eða þá að sleppa því alveg. Geirlaugur Magnússon Magnus Mills: Taumhald á skepnum. ísak Harðar- son þýddi. Bjartur, 2000. ps Sálman Rushdie vekur reiði Indversk-breski rithöfundurinn Salman Rushdie sem lengi fór huldu höfði vegna bókar sinnar Söngvar Satans tilkynnti fyrir fáeinum dögum í New York Times að hann væri fluttur frá London til New York vegna þess smáskitlega andrúmslofts sem ríkti í hinni bresku höfuðborg. Þar stunduðu menn róg og baknag, sagði Rushdie, og við- brögðin hafa sannað orð hans því þau hafa verið meiri rógur og baknag, eins og Herald Tribune bendir á sl. fostudag. Ýmsir hafa álasað Rushdie fyrir að tala illa um fósturland sitt og borgina sem verndaði hann þegar ajatollar gáfu út veiði- leyfi á hann en harðorðust er Julie Burchill, greinarhöfundur í Guardian. Hún fullyrðir að Rushdie hafl flust burt frá London vegna þess að Bretar séu svo smekklegir að þeir séu hættir að kaupa bækurnar hans. Tóm sjálfselska, segir Julie. Þegar Bretar flytjast til Ameriku, hvort sem það eru leikarar, rithöfundar eða íþróttamenn, þá er ástæðan önnur af tveim- ur og hvorug þeirra kemur listsköpun við, segir Julie. Þeir fara af því þeir eru ríkir og munar í meira fé eða af því þeir tilbiðja hið illa. Það er sem sé skoðun Julie að Andskot- inn sé heimilisfastur í Bandaríkjunum. Hinir nýju vesturfarar Ástæðan sem Rushdie gefur upp er að London kveiki ekki í honum, verki jafnvel hamlandi á sköpunarkraftinn. „Það er aug- ljóst á því sem ég skrifa," segir hann, „ég hef búið hér í áratugi en sáralítið af verk- um mínum gerist hér.“ Spurningin er þó hvort ekki skiptir máli að undanfarinn rúman áratug hefur hann lifað í felum, vandlega varinn lífvörðum. Einn gagnrýn- andi hans sagði að hann hefði álíka mikla reynslu af eðlilegu lífi nú orðið og flest okk- ar hafa af lífl úti i geimnum. En Rushdie er ekki einn um að trúa á frjórra listalíf handan Atlantshafsins. Mart- in Amis hefur hótað að flytja þangað líka og Jeanette Winterson hefur sagt að hún taki Bandaríkin fram yfir Bretland; bæði eru þau meðal þekktustu höfunda af sinni kyn- slóð 1 Englandi. Julie Burchill segir fyrir sitt leyti að það eigi að hirða bresk vegabréf af þeim sví- virðilegu svikahröppum sem kjósa að lifa undir stígvélahælnum á Sam frænda og hleypa þeim aldrei upp á land í Englandi aftur! Helga Bryndís Magn- Peter Maté. úsdóttir. Píanóveisla Það var líf og fjör í íslensku óperunni á laugardaginn þegar átta snillingar úr lands- liði píanóleikara skemmtu glöðum og þakk- látum áheyrendum. Þeir áttu að vera níu en Gísli Magnússon forfaUaðist. Þetta setti kynninn í vanda því Gísli átti að byrja tón- leikana og öll upphafsræðan var við það miðuö. Kynnirinn Jónas Ingimundarson dó þó ekki ráðalaus heldur lék sjálfur upphafs- lag og tileinkaði öllum sem hefðu geflst upp í píanónámi fyrr og síðar: Fúr Elise eftir Beethoven. Umsjónarmanni menningarsíðu fannst þessari kveðju beint sérstaklega til sin því hún sprakk einmitt á þessu vinsæla lagi á sínum tíma! Mörg verkin verða minnisstæð frá þess- um yndislegu tónleikum og öll voru þau listavel leikin. Vonandi tekur enginn nærri sér þó að viðurkennt sé að tveir þátttakend- ur snertu innstu hjartastrengina, Helga Bryndís Magnúsdóttir sem lék „frægasta franska tónskáldið, Pólverjann Chopin", eins og kynnirinn orðaði það, og Peter Maté sem lék eitt af þeim verkum sem eru svo mikið spiluð að þau heyrast aldrei, Ástar- draum eftir Liszt. Bókmenntir Við girðingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.