Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 28
> 44
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000
Tilvera
Tf
i
1 í f i ft
Kátir feögar á kvik-
myndahátíð
Erpur Eyvindarson,
ööru nafni Johnny
National, ásamt fööur
sínum, rithöfundinum
Eyvindi P. Eriends-
syni.
Skriðandi íígur, dreki í leynum - ★★★★
Bravó og húrra
Biogagnryní
Hátíð
bíófólksins
er hafin
■ LIZ GAMMON A NAUSTINU Liz
Gammon leikur fyrir matargesti
Naustsins öll kvöld.
■ MILES DOWLEY OG RÓMANTÍK-
1N Enski píanósnillingurinn Miles
Dowley slær vart feilnótu á Café
Romance. Ef þú ert I rómantískum
hugleiðingum þá er þetta eitthvað
fyrir þig.
■ BJARNI TRYGGVA Á GAUKNUM
Hinn magnaöi trúbador Bjarni
Tryggva snýr aftur á Gaukinn í kvöld
eftir nokkurt hlé.
Fundir
■ FYRIRLESTUR I HATIÐARSAL
HASKOLANS Emmanuel Tumusiime
Mutebile, ráðuneytisstjóri í
ráðuneyti fjármála, skipulags- og
efnahagslegrar þjónustu í Uganda,
heldur fyrirlestur í hátíöarsal
Háskóla íslands kl. 12 í dag.
Fyrirlesturinn ber heitið „Economic
Reforms and their Impact in
Uganda" og er á vegum
Þróunarsamvinnustofnunar íslands.
Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn.
■ KJARABÆTUR ELPRI BORGARA
Félag eldri borgara ætlar að heimta
bætt kjör og með því á Austurvelli,
viö Alþingishúsiö í dag, kl. 15.
Hvatt er til aö sem flestir láti sjá
sig. Aðgeröirnar veröa friðsamlegar
en lögregla vonandi í viðbragðsstööu
því eldri borgarar I baráttuhug eru
mestu ólíkindatól og margir gamlir
óeirðaseggir úr Gúttó-slagnum í
þeirra röðum.
Myndlist
■ GUÐMUNPUR í STÖÐLAKOTI V
Stöölakoti, Bókhlöðustíg 6, stendur
málverkasýning Guömundar W. Vil-
hjálmssonar. Þetta er fimmta einka-
sýning Guðmundar. Á sýningunni eru
vatnslita- og pastelmyndir. Sýningin
er opin alla daga frá 14-18 og
stendur til 15. október.
■ MÁLVERK í HAFNARBORG í
Hafnarborg 5 Hafnarfirði sýnir Þor-
björg Höskuldsdóttuir málverk sín.
Sýningin stendur til 16. október og
er opin alla daga nema þriðjudaga
frá 12 til 18.
■ NORRÆN SKARTGRIPASÝNING
í Hafnarborg stendur einnig sýning á
verkum norænna skartgripahönn-
uða. Að sýningunni standa fimm
ungir listhönnuðir frá Finnlandi,
Svíþjóö og íslandi. Sameiginlegur
áhugi þeirra er að gera áhorfandann
aö þátttakanda í sýningunni þannig
aö skoðandinn hafi móguleika á að
snerta og prófa skartgripina. Sýning-
in stendur til 16. október og er opin
alla daga frá 12-18, lokað á þriðju-
dögum.
■ SIGURÐUR ÁRNI HJÁ SÆVARI
Siguröur Ami Sigurösson opnaöi
sýningu í Galleríi Sævars Karls á
laugardag. Sýningin stendur til 20.
október og er opin á afgreiðslutíma
verslunarinnar. •
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
Sautjánda Kvikmyndahátíðin í
Reykjavík hófst með viðeigandi hætti
í Háskólabíói á fóstudaginn var. Frið-
rik Þór Friðriksson, holdgervingur
hátíðarinnar, flutti ávarp; oröinn for-
maður og svolitið grárri og þéttari en
þegar Kvikmyndahátíð var ung og
fersk 1978. Boðskapurinn var eftir
sem áður samur: Sælkeramáltíð Kvik-
myndahátíðar gegn skyndibitum
markaðsmynda. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri minntist með
eftirsjá þeirra tíma að svokallaðar
listrænar kvikmyndir gátu hneykslað
með meiri nekt, ofbeldi eða
hispursleysi en myndir sem
voru teknar til almennra sýn-
inga. Og í salnum sat heiðurs-
gesturinn Dusan Makavejev,
dóni samkvæmt öllum siðferð-
ismælikvörðum fyrri tíma en
nú ráðsett táknmynd um þann tíma
sem Ingibjörg Sólrún saknar. Síðan
voru ljósin dregin niður og sýning
nýjustu myndar Ang Lee hófst ekki.
Eftir nokkra stund birtist hún á tjald-
inu en þá án hljóðs. Síðan kom hljóð-
ið og fór aftur og myndin varð ýmist
dimm eða björt. Annaðhvort var sýn-
ingarmaðurinn að lesa sér tO um vél-
ina eða þá að galdra fram stemning-
una úr Tjamarbíói á gullaldarárum
Fjalakattarins fyrir Ingibjörgu og
nostalgíu-kynslóðina sem hún tilheyr-
ir. Þegar búast mátti við að skrúfað
yrði fyrir hitann til að kasta manni
endanlega aftur í Tjamarbíó gall við
viskírödd Hildar Helgu Sigurðardótt-
ur: „Við munum ekki horfa á mynd-
ina i þessu ástandi!" Og við það small
allt í horf og áhorfendur sátu eftir
með þá hugsun hvort Hildur Helga
væri ekki í ástandi til að horfa á
myndina og þyrfti að trúa bíóinu fyr-
ir því.
Skríðandi tígur, dreki í leynum er
eins ólík hneykslunarhellum fyrri
kvikmyndahátíða og mánudagssýn-
inga og hugsast getur. Hún er alls
ekki dónaleg, alls ekki evrópsk, alls
ekki afhjúpandi og alls ekki þreyt-
andi. Hún er furðulegt ævintýri soðið
upp úr kung fu-myndum, helgisögn-
um, Lion King, Matrix, Pétri Pan,
sviðsmyndum Tarkofskis og/eða
Seven í blandi við konfektkassa-lands-
lagsmyndir og/eða kínversk málverk.
í henni er nornin úr Mjallhvíti og - að
því er virðist - náttúrlegur andstæð-
ingur hennar; Charles Bronson úr Mr.
Majestyk, heimtufreka unglingsstúlk-
an sem á allt en vill meira, Bruce Lee,
Olsen-banden - allt í einum graut. Eitt
atriði gæti til dæmis verið sambland
af kráarslagsmálum úr vestra, dansat-
riði eftir Bob Fosse, akróbatik Buster
Keaton og ýkjufyndni Mel Brooks.
Annað samsuða úr Svanavatninu, ET,
tölvuleiknum Street Fighter og Mary
Poppins. Og gengur þetta upp? Alveg
hreint glimrandi. Það er eins og listin
hafi loksins ratað aftur heim í fjöl-
leikahúsið. Maður situr í sætinu sínu
og er borinn gegnum ævintýrið undr-
andi og þakklátur eins og barn. Bravó
og húrra fyrir því! En auðvitað er
myndin líka svolítið skrýtin. Leikur-
inn er til dæmis flatur. Leikararnir
era allir með sama íbyggna svipinn og
bera fram textann eins og þeir séu að
lesa hann af blaði. Og örugglega á ein-
hverri mállýsku sem þeim er ekki eig-
inleg. En við hérna uppi á íslandi
segjum bravó yfir því
líka og tökum það sem
hluta af ævintýrinu.
Myndin segir tvö-
falda ástarsögu. Eldra
parið fær ekki að eig-
ast vegna skyldurækni
og heiðurs. Það yngra má eigast en
veit ekki hvort það vill það - einkum
dekraða stúlkan. Hún vill bæði njóta
þess góða og illa en lærir náttúrlega
að það er ekki hægt. Og í lokin kýs
hún að varpa sér fram af töfrakletti.
Ef hún lifír það af hefur hún einlægt
hjarta að elta. Ef ekki, þá er lífið
hvort eð er ekki þess virði að lifa því.
Leikstjórinn Ang Lee og handritshöf-
undurinn James Schamus hafa ferð-
ast með þetta stef í gegnum myndir
sínar og mátað það við ýmsar aðstæð-
ur á mismunandi tímum. í annarri
mynd á Kvikmyndahátíð, Ride With
the Deviþ era þeir að kanna hvemig
það leikur útlaga í borgarastyijöld-
inni í Bandaríkjunum og i Ice Storm
sýndu þeir hvemig því reiddi af í út-
hverfum Bandaríkjanna á áttunda
áratugnum. Áður hafa þeir notað það
í hópsögur úr kínverskum samfélög-
um, bæði í gamla og nýja heiminum.
Svo það skal enginn efast um að þeir
félagar trúi því í hjarta sínu að ef við
leitum ekki hins góða og veljum það
skilyrðislaust sitjum við uppi með líf
sem ekkert líf - jafnvel andstaða þess.
Ég veit hins vegar ekki hvort Skríð-
andi tígur, dreki í leynum hvetur fólk
til að fara að dæmi stúlkunnar og
kasta sér. óttalaust út í þetta val. En
þeir Ang Lee og James Schamus
munu ábyggilega halda áfram að
reyna að stugga við okkur. í Ice Storm
gerðu þeir það með flugbeittum hnifi
og í Skríðandi tígur, dreka í leynum
gera þeir það með töfrasprota. Og þó
maður viti að maður eigi að stökkva
er lika freistandi að sitja sem fastast
og bíða spenntur eftir að sjá með
hverju þeir pota næst.
Skríðandi tígur, dreki í leynum er
frábær mynd. Ekki bara fyrir eigin
verðleika heldur sem opnunarmynd
Kvikmyndahátíðar. Hún er eins og
loforð um að sá tími sem Friðrik Þór
og Ingibjörg Sólrún sakna - og Dusjan
Makavejev er tákn fyrir - komi aldrei
aftur.
Gunnar Smári Egilsson
Leikstjóri: Ang Lee. Handrit: James
Schamus eftir sögu Du Lu Wang. Leikar-
ar: Chow Yun Fat, Michelle Yeoh, Zhang
Ziyi o.fl.
!j 9 L 29. september - 12. október 2000
Kvikmyndahátíð
3 í Reykjavík
haustsins
Listaklúbbur Leikhúskjallar-
ans verður með dagskrána
„Óður til haustsins“ í kvöld kl.
20.30. íslenskar listakonur fagna
haustinu í litum, tónum og tali.
Haustið í öllum sínum marg-
breytileika er þema kvöldsins.
Leikkonur flytja uppáhaldsljóðin
sín og er Linda Vilhjálmsdóttir
meðal þeirra. Einnig sýna hönn-
uðir nýjustu tískuna undir
hausttónum. Húsið opnað kl.
19.30. AUir velkomnir.
Krár
Glaðir hátíðargestir
Hjálmtýr Heiödal kvik-
myndageröarmaöur og
Rósa Ingólfsdóttir fjöl-
miölakona léku á als-
oddi.
DV-MYNDIR EINAR J.
Glaöir kvikmyndaleikstjórar
Friörik Þór Friöriksson á tali við Makavejev-hjónin, Dusan, kvikmyndaleik-
stjóra og heiöursgest hátíöarinnar, og konu hans.
Kvikmyndahátíð í Reykjavík var
sett á fostudagskvöldið. Fall er far-
arheill og ekki gekk alls kostar vel
að hefja sýningu opnunarmyndar-
innar. Engu að síður er ekki annað
að sjá en að aðstandendur og gestir
hátíðarinnar hafi verið ánægðir
með daginn enda ekki ástæða til
annars en að kætast yfir kvik-
myndaveislu komandi vikna.
Borgarstjórinn
Borgarstjórinn í
Reykjavík, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, og
Kristín Blöndal virðast
ánægöar meö daginn
þrátt fyrir fortíöar-
trega.
Andaktugar samræður
Elísabet Þórisdóttir á tali viö Arnar Jónsson leikara.
Forsetinn ræðir við leikstjórann
Leikstjórinn Dusan Makavejev hlustar glaöleg-
ur á forseta ísiands, hr. Ólaf Ragnar Gríms-
son.
Gunnar Smári
Egilsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.