Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 29
45
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000
DV Tilvera
Stórveisla bænda og meistarakokka í Víðidal:
b\TvÍÐIDAL~
Það var glæsileg veisla sem
haldin var í aðstöðuhúsinu hjá
Ferðaþjónustunni í Dæli í Víðidal
laugardagskvöld eitt fyrir
skömmu. Þar matreiddu nokkrir
af bestu matreiðslumönnum
landsins heilt lamb ásamt ýmsu
meðlæti ofan i Víðdælinga og
gesti. Vonast er til að þetta verði
upphafið að samstarfi milli mat-
reiðslumeistara og bænda um að
gera sem mest úr afurðum ís-
lensks landbúnaðar.
Þau hjónin Sigrún Valdimars-
dóttir og Víglundur Gunnþórsson
hafa á síðustu árum byggt upp
mjög myndarlega ferðaþjónustu í
Dæli. Þórarinn Guðlaugsson mat-
reiðslumeistari er einn viðskipta-
vina Ferðaþjónustunnar í Dæli og
þegar hann og Víglundur í Dæli
tóku tal saman kom í ljós að Þór-
arinn hefur mikinn áhuga á að
gera sem mest úr lambakjötinu og
öðrum afuröum í landbúnaði og
hefur nokkrum sinnum tekið þátt
í átaki í þá veru. Þetta varð
kveikjan að því að Þórarinn fékk
nokkra matreiðslumenn í lið með
sér og efnt var til sýnikennslu í
því hvernig nýta á lambsskrokk-
inn til fullnustu.
Þórarinn kom ásamt félögum
sínum í Dæli á föstudagskvöld og
að morgni laugardagsins fóru þeir
saman á gæsaskyttirí og brugðu
tekið með sér ýmist meðlæti en
einnig var notað í það ýmislegt góð-
gæti heimafengið úr Víðidalnum, s.s.
hvönn, krækiber, bleikja úr Hópinu
og hundasúrur, svo eitthvað sé talið.
Forréttur var koníakslax. Þá var
boðið upp á villibráðarbuff og gæsa-
bringu. Því næst kom bleikjusúpa
með hvönn og þá var komið að aðal-
réttinum, lambasinfóníunni og var
hún unnin úr „happy lambinu" eins
og Júlíus Guðni kallar dilkana en
hann heldur því fram að sauðkindin
sé ákaflega hamingjusöm skepna að
njóta þess frjálsræðis að ganga á
fjalli að sumrinu. Bragðaðist þetta að
vonum vel. Síðasti rétturinn var
krækiberjaostakaka.
Að þessum miklu veisluhöldum
loknum var tekið til við söng og
gamanmál og skemmtu Víðdælingar
og gestir sér fram eftir nóttu. Vegna
anna gat Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra ekki mætt á svæðið en
Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmda-
stjóri Bændasamtakanna, kom
ásamt konu sinni, Málfríði Þórarins-
dóttur.
Meðal þess sem Þórarinn Guð-
laugsson leggur tO að gert verði til
að gera lambsskrokkinn verðmætari
er að taka af honum lundina og setja
í verðmætar sérpakkningar. Bara
það eitt mundi hækka skilaverð til
bænda stórlega en einnig mætti
vinna lambsskrokkinn miklu betur
en gert er í dag. -ÞÁ
DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
Meistarakokkarnir sýna hvernig þeir fá þaö besta út úr lambinu
Frá vinstri taliö: KristjánSæmundsson, Ásbjörn Pálssorí, Snæbjörn Kristjáns-
son, Gissur Guömundsson og sitjandi er Þórarinn Guölaugsson.
sér á hestbak hjá Elíasi Guð-
mundssyni, bónda á Stóru-Ás-
geirsá. Klukkan þrjú hófst síðan
sýnikennslan í aðstöðuhúsinu,
þar sem lambsskrokkur, sem Júl-
íus Guðni Antonsson á Auðunar-
stöðum gaf til veislunnar. Var
hann unninn þannig að hver kjöt-
ögn í skrokknum nýttist.
Hvönn, krækfber og
hundasúrur á borðum
Um sexleytið hófst síðan matreiðsl-
an en þá voru mættar fyrir nokkru
eiginkonur matreiðslumeistaranna
til að vera í veislunni um kvöldið og
sáu þær um skreytingar á veislu-
borðið, sem voru mjög frumlegar, að-
allega arfi og grjót. Kokkamir höfðu
VÍTAMÍN OG BÆTIEFNI!
Fæst I Apótekinu, lyfju, Lyf og hefa og opótáom londsins.
Lambasinfónía úr „happy
lambinu“ bragðaðist vel
ryrir
Þjáist þú af vöðvabólgu, þvagleka,
brjósklosi eða viltu bara grenna þig og
losa þig við cellolite eða styrkja þig?
Þá ertu velkomin(n) til okkar.
Fagmennskan í Fyrirrúmi
Frír pruFutími
eFtir
Opið virka daga kl. 8-22,
laugard. 9-14
eFtir
10 tímar kr. 6.900
s (gildir í mánuð)
20 tímar kr. 13.000
(árangurskort - 5 vikur)
Heimatrimform Berglindar
Leigjum út tæki hvert á land sem er.
Simi 586 1626/896 5814
Bjódum upp á
vatnsnudd og
Ijósabekk
Aloe Vera
Forever Living Product
eru stærstu framleiðendur
Aloe Vera í heiminum í dag.
TRIM/\FORM
Beri^hdar
Grensásvegi 50, sími 553-3818
Frábær hausttilboð