Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000 Sport s* ~*ms* leikrn 0í ii 1» var 4&ki gjOf DV F*eti§ var«kki eina viöufkenriifiyin Bem Htyrujf hlaui uiit helgina |jví hann var a laugárdagskvdldiö kjörihn íejkmaöur arsins en í þyi kjöri tolku þati Ieikmeiin deildarmnar. DV-mynd Hilmar Þór immu ' Banudagsviölajjo 'wssm'émi;. uí Hlynur Stefánsson besti leikmaður síðasta þriðjungs í úrvalsdeildinni: Nýt þess að leika Hlynur Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna í knattspyrnu, var samkvæmt einkunnagjöf íþróttafréttamanna á DV besti leikmaður síðasta þriðjungs í úrvalsdeildinni. í fyrstu útnefningu sumarsins var Skagamaðurinn Gunnlaugur Jónsson bestur og í umferðunum frá 7. til þeirrar 12. þótti Fylkismaðurinn Gylfi Einarsson standa sig best. Hlynur tók á móti viðurkenningu um helgina og þótti tilvalið við það tækifæri að spjalla svolitíð um knattspymuna á nýafstöðnu móti. Mér gekk ágætlega í allt sumar - Kom þessi tilnefning þér á óvart? „Jú, auðvitað kemur svona val manni alltaf á óvart. Ég var svo sem ekkert að spá sérstaklega í þetta. Mér finnst reyndar að mér hafl gengið ágætlega 1 allt sumar.“ - Hvað þá með frammistöðu í heild sinni í sumar almennt? „Ég er þokkalega sáttur með hana og ég get sagt að þetta hafi verið á svipuðum nótum sl. þrjú ár síðan ég kom heim frá Svíþjóð. Atli Eðvaldsson setti mig í vömina á sínum tíma, ég fann mig sérstaklega vel í því hlutverki. Við voram á þeim tíma aö fá of mikið af mörkum á okkur og einn liðurinn í að fækka mörkunum var að setja mig í vörnina og fá þannig meiri reynslu í hana og þaö bara gekk ágætlega. Ég verð bara að segja að ég hef fundið mig vel i þessari stöðu og líkað hún jafnfram vel.“ - Er leikgleðin alltaf sú sama hjá þér? Þú ert ekkert farinn að flnna fyrir leiða: „Ég hef mjög gaman af því að mæta á æfingar og æfa fótbolta. Ég held ég geti sagt að sé með nálægt 100% mætingu og ég held að það sé lykillinn að velgengni minni. Ég nýt þess enn i dag að æfa og leika og hef yfir höfuð mjög gaman af þessari íþrótt. Leikgleðin hefur ekkert minnkað þrátt fyrir langan feril.“ Tek ákvörðun á næstu 2-3 vikum - Hvað með framtíð þína? Hefur þú tekið ákvörðun um hvað þú ætlar að gera á næsta tímabili? „Ég er að fara í frí núna og ætli maður leggist ekki undir þennan gamla, góða feld og hugsi sín mál. Ég held ég hafi einnig sagt þetta í fyrra á sama tíma. Ég er orðinn 36 ára gamall og með íjölskyldu, rek fyrirtæki og maður finnur að þetta er alltaf að verða erfiðara. Við höfum verið við toppinn hin siðustu ár og það hefur rekiö mann áfram. Viö unnum titilinn 1997 og 1998 en árið eftir gekk ekki nógu vel. Hins vegar í ár áttum við möguleika að verða meistarar og erum í úrslitum bikarkeppninnar. Ég stend frammi fyrir þeiiri spumingi hvort maður eigi að fara í gegnum allan undirbúninginn aftur sem fylgir því að halda sér í formi eða þá að hleypa yngri mönnum að. Á næstu 2-3 vikum ætla ég aö velta þessum málum fyrir mér og taka síðan ákvörðun." - Hafa aldrei komið upp augnablik sem þig hefur langað til að pakka saman og hætta? „Jú, auðvitað hefur það hvarflað að manni þegar á móti hefur blásið. Maður hefur hins vegar sjaldan verið í þeirri stöðu enda gengið vel hjá okkur. Manni finnst þetta stundum erfitt en maður er fljótur að gleyma því.“ - Þegar þú horfir yfir farinn veg hvemig fannst þér fótboltinn vera í sumar? „Mér fannst hann ekki vera neitt merkilegur til að byrja með. Þegar fór að líða á mótið komu góðir leikir inn á milli og þar fóru Fylkismenn fremstir í flokki. Þeir krydduðu mótið með skemmtilegum leik og liflegri umgjörð. Það má með sanni segja að þeir hafi drifið mótið áfram. Við og KR-ingar reyndum að halda í við þá framan af en eftir- leikinn vita svo allir. Mér fannst Grindvíkingar enn fremur koma skemmtilega inn í mótið og þeir hafa aldrei leikið betur síðan að þeir komust í úrsvaldeildina. Annað hefur verið í meðallagi og kannski töluvert fyrir neðan það.“ Fyrsta verkefnið að finna þjálfara - Sérðu ekki fyrir þér töluverðar breytingar á ykkar mannskap fyrir næsta tímabil? „Nú liggur það þegar fyrir að Steingrimur Jóhannsson verður ekki með okkur áfram en hann hefur hugsað sér til hreyfings. Fyrsta verkefnið er núna að finna þjálfara og í framhaldinu verður farið í leikmannamálin. Þá kemur í ljós hverjir verða áfram og hvaða nýir leikmenn koma. Þetta ferli er bara ekki lengra komið á þessum tímapunkti í dag. Það er dýrt að halda úti góðu liði og hvað okkur varðar skilar ekkert sér til baka í ár en við verðum ekki með á Evrópumótunum á næsta tímabili. Við náðum einfaldlega ekki þeim árangri sem vonast var eftir og það er því ljóst að slá verður eitthvað á laun leikmanna og í kaup á nýjum mönnum. í staðinn verður kannski að notast meira við heimamenn en hér eru að koma upp geysilega efnilegir strákar. Við munum eins og áður því reyna að keyra þetta á þeim efnivið sem hér er og kaupa síðan menn í veikari stöðumar." Megum ekki viö miklu brottfalli Hvernig er staðan á knattspyrnunni hér heima? Finnst þér okkur hafa fleytt fram á síðustu árum? „Við getum ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að gífurlegur flótti hefur átt sér stað á síðustu misserum. Okkar bestu menn hafa í stórum stil farið til liða á Norðurlöndum og Bretlandseyjum og þetta kemur niður á gæðum boltans hér. Aftur á móti kemur þessi þróun landsliöinu til góða sem hefur náð mun betri árangri en áður sem er mjög jákvætt. Við búum í litlu þjóðfélagi og megum af þeim sökum ekki við miklu brottfalli en við erum samt aö gera ágætishluti. Ég hef stundum leitt hugann að því hvort ekki sé kominn tími til aö leita út fyrir landsteinana eftir nýjum þjálfurum og í því sambandi horfi ég t.d. til Norðurlandanna. Manni finnst oft sömu andlitin vera að þjálfa og ég held að það yrði góð þróun fyrir boltann að fá nýtt blóð inn i þjálfaraflóruna." - Hvað er minnisstæðasta atvikið á löngum ferli þínum? „Það er þegar við tókum við íslandsmeistaratitlinum 1997 á Hásteinsvellinum eftir sigurinn á Keflvíkingum. Það er sú stund sem maður gleymir aldrei en á henni leið manni ofsale'ga vel. Ég varð hins vegar fyrir miklum vonbrigðum með það hvað við vorum slakir í síðustu umferðinni hér í leiknum heima. Enn fremur er ofarlega í minningunni úrslitaleikurinn við Keflavik í bikamum 1997. Keflvíkingar jöfnuðu í lok framlengingar og knúðu fram annan leik sem þeir síðan unnu. Frammistaða okkar i úrslitaleiknum við Skagamenn á dögunum voru líka vonbrigði en þar vorum við leika langt undir getu,“ sagði Hlynur Stefánsson. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.