Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Side 5
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000
21
Sport
- sagði Hind Hannesdóttir sem kom Stjörnu-sigri
í örugga höfn gegn ÍBV
„Það var æðislegt að skora
lokamarkið en ég var farin að
halda að þetta myndi ekki takast.
Ég var vissulega stressuð til að
byrja með en sigurinn var
virkilega sætur,“ sagði Hind
Hannesdóttir, leikmaður Stjörn-
unnar og fyrrverandi leikmaður
Eyjamanna, eftir að Stjörnu-
stúlkur tryggðu sér sigur, 20-18,
gegn Eyjastúlkum i Ásgarði á
laugardag. Það var Hind sem
innsiglaði sigurinn með marki á
lokasekúndunum.
Erfiðleikar með klukkuna í
húsinu gerðu það að verkum að
leikurinn tafðist um nokkrar
mínútur þegar liðin voru komin á
völlinn og þessi töf virtist fara
verr i Stjörnuna en ÍBV.
Eyjastúlkur tóku fljótlega frum-
kvæðið en um miðjan hálfleikinn
tók Sóley markvörður til sinna
ráða, varði allt hvað af tók og
Stjörnustúlkur náðu að komast
yfir.
En Eyjastúlkur náðu síðan aftur
frumkvæðinu og höfðu einu marki
yfir í leikhléi.
Síðari hálfleikur byrjaði á
mikilli sýningu hjá mark-
vörðunum Sólveigu og Vigdisi sem
lokuðu mörkum sínum og það var
snemma ljóst að lítið yrði skorað í
þessum hálfleik og vörnin myndi
ráða úrslitum.
Hálfleikurinn var mjög jafn og
spennandi en ekki vel leikinn að
sama skapi, enda baráttan í
fyrirrúmi. Stjarnan tryggði sér
hins vegar sigurinn með þremur
síðustu mörkum leiksins.
Stjarnan hafði sigur í bar-
áttunni undir lokin. Sóley varði
mjög vel og Nina og Hrund léku
einnig ágætlega.
Eyjastúlkur virðast hins vegar
ekki eins sterkar og í fyrra, enda
liðið töluvert breytt síðan þá. Það
var einkum einstaklingsframtak
Amelu Hegic og Ingibjargar sem
hélt þeim inni í leiknum auk
góðrar markvörslu Vigdísar.
-HI
Hind Hannesdóttir fær hér óblíðar móttökur frá fyrrum samherjum sínum í ÍBV í leiknum í Garðabæ um helgina. Hind skoraði eitt mark í leiknum.
DV-mynd Hilmar Þór
Við erum rétt að byrja
- Haukar unnu nauman sigur á Gróttu/KR að Ásvöllum
Stjarnan-IBV 20-18
I- 0, 2-4, 3-6, 7-6, 8-8, 9-12, (11-12).
II- 13, 15-13, 16-17, 18-18, 20-18.
Stiarnan
Mörk/viti (Skot/viti): Nína Kristín
Björnsdóttir 10/6 (19/6), Hrund
Grétarsdóttir 4 (9), Margrét
Vilhjálmsdóttir 2 (4), Halla María
Helgadóttir 1 (9), Jóna Margrét
Ragnarsdóttir 1 (4), Guðný
Gunnsteinsdóttir 1 (2), Hind
Hannesdóttir 1 (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 7 (Hrund
3, Nína 2, Halla 1, Margrét 1).
Vitanýting: Skorað úr 6 af 6.
Varin skot/víti (Skot á sig): Sóley
Halldórsdóttir 19 (37/1, 51%).
Brottvisanir: 6 mínútur.
ÍBV
Mörk/viti (Skot/viti): Ingibjörg Ýr
Jóhannsdóttir 6 (13), Amela Hegic 6/1
(19/1), Gunnley Berg 3 (3), Marina
Bakulina 1 (8), Eyrún Sigurjónsdóttir 1
(4), Bjarný Þorvarðardóttir 1 (2).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 1
(Marina, 1).
Vítanýting: Skorað úr 1 af 1.
Varin skot/viti (Skot á sig): Vigdís
Sigurðardóttir 16 (34/6, 47%).
Brottvisanir: 8 mínútur.
Maður leiksins: Sóley
Halldórsdóttir, Stjörnunni.
Haukar-Grotta/KR 24-23
0-1, 2-2, 3-5, 6-6, 9-8, 10-9, (11-10).
11-13, 12-14, 13-16, 15-17, 18-17, 20-18,
22-20, 24-22, 24-23.
Haukar
Mörk/víti (Skot/viti): Harpa Melsteð
7/6 (12/7), Auður Hermannsdóttir 5 (7),
Thelma Björg Árnadóttir 4 (4), Tinna
Halldórsdóttir 4 (7), Hanna
Stefánsdóttir 2 (7), Brynja Steinsen 1
(5), Sandra Anulyte 1 (3).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Telma
2, Sandra 1, Harpa 1).
Vítanýting: Skorað úr 6 af 7.
Varin skot/viti (Skot á sig): Guðný
Agla Jónsdóttir 5 (20/5, 25%),
Berglind Hafliðadóttir 6/1 (8/3, 45).
Brottvisanir: 4 mínútur.
Grótta/KR
Mörk/viti (Skot/viti): Alla Gokorian
12/7 (18/8), Ragna Karen Sigurðardóttir
4 (6), Edda Hrönn Kristinsdóttir 3 (6),
Eva Þórðardóttir 2 (3), Brynja
Jónsdóttir 1 (1), Eva Björk
Hiöðversdóttir 1 (9).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Eva Þ.
2, Ragna Karen 2.).
Vitanýting: Skorað úr 7 af 8.
Varin skot/víti (Skot á sig): Þóra
Hlíf Jónsdóttir 16/1 (40/7, 42%).
Brottvisanir: 6 mínútur.
Maður leiksins: Auöur
Hermannsdóttir, Haukum.
Haukar
Fram
Stjarnan
Grótta/KR
FH
Valur
ÍBV
Víkingur
ÍR
KA
1 0
0 61-46
0 51-41
0 43-35
1 49-36
1 53-54
1 31-37
1 18-20
2 45-52
1 11-19
2 40-62
t kvöld leika ÍBV og ÍR í Eyjum og
hefst leikurinn klukkan 20.
„Þetta var tæpt enda var við
því að búast því Grótta/KR er
með mjög sterkt lið og mér fannst
furðulegt hversu neðarlega þær
lentu í spánni. Það eru ýmis
atriði sem þarf að fínpússa enn
þá en við erum rétt að byrja,“
sagði Harpa Melsteð, fyrirliði
Hauka, eftir nauman 24-23 sigur
á Gróttu/KR í fyrsta heimaleik
kvennaliðs Hauka í nýju og
glæsilegu íþróttahúsi þeirra á
Ásvöllum.
Einkenndist af mistökum
beggja liða
Leikurinn einkenndist annars
af mörgum mistökum beggja liða.
Varnirnar voru í fyrirrúmi en
sóknarleikurinn var oft hálfgert
hnoð hjá báðum liðum. Jafnt var
annars á flestum tölum í fyrri
hálfleik en þrátt fyrir það var
leikurinn frekar átakalítill.
Öllu meira fjör var í seinni
hálfleik. Þóra Hlíf varði þá vel og
Grótta/KR náði frumkvæðinu og
mest þriggja marka forskoti. En
þá kom Berglind Hafliðadóttir í
mark Hauka og átti góða
innkomu. Haukarnir gengu þá á
lagið og þrátt fyrir að mörg
dauðafæri væru misnotuð og
mörg tæknileg mistök hafi litið
dagsins ljós náðu Haukarnir
yfirhöndinni, og það var Telma
Árnadóttir sem innsiglaði sigur
Hauka með frábæru marki úr
horninu þegar 25 sekúndur voru
eftir og kom þar með liði sínu í
24-22 en Grótta/KR lagaði
stöðuna með marki í lokin.
Enn byrjendabragur
Það er enn byrjendabragur á
báðum liðum og þessi leikur segir
sennilega ekki mikið um getu
liðanna. Grótta/KR hefði hæglega
getað hirt bæði stigin en
mistökin voru aðeins fleiri þeirra
megin en hjá Haukum og því fór
sem fór.
Auður Hermannsdóttir lék best
í liði Hauka auk þess sem
Berglind átti góða innkomu og
Harpa nýtti vítin vel.
Alla Gokorian var allt í öllu
hjá Gróttu/KR auk þess sem Þóra
Hlíf varði vel.
-HI
Harpa Melsteð var markahæst
Haukastúlkna með sjö mörk.
Uppl. í síma 8921277
Nokkrir ný/egir Ergoiine 500
sálbekkir tiÍ sðlu Mjðg vei með famir.
9