Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000 31 ^ Sport Bland i noka Veiöimadur sem veiddi í Laxá á Ásum fyrir fáum dög- um sagði vera sama ástand og oft áður í henni. Lítið af laxi væri í henni nema í Mánafossi og Langhylnum og þar hefðu veiðimenn verið að veiða legna laxa dag eftir dag, sér- staklega í Langhyl. Hefur mað- ur ekki heyrt þessa stöðu áður í Laxá á Ásum? Ýmislegt er hægt að veiða þó að maður fari bara í lax- veiðitúr. Við fréttum af einum sem fór í laxveiði með byssuna með sér og hann veiddi tvo laxa, eina bleikju, fhnm gæsir og tvær tófur. Fengur þessi er ansi fjölbreyttur, svo ekki sé meira sagt, en sýnir vel hve veiðimenn geta verið heppnir séu þeir á annað borð með réttu veiðiáhöldin á réttum tíma. í Hofsá í Vopnafirði hefur verið tekin upp skemmtileg nýjung en það er að skrá alla veiði viku frá viku í ánni og sjá hvaða veiðistaðir gefa bestu veiðina. Niðurstöðumar voru síðan birtar í lok hverrar viku. Og síðan verður hægt að sjá hvað hver veiðistaður hefur gefið marga laxa og þá hvað hann gefur af laxi frá ári til árs eftir nokkur ár. Þad hefur verió hægt að veiða meira en fiska í Svína- fossá á Skógarströnd núna undir lokin. Þar hefur verið hægt að komast í gæs og er það auglýst sérstaklega. Eitthvað hafa menn verið að fá af gæs og fiski þar um slóð- ir. Hjá Stangaveiöifélagi Reykjavíkur styttist í fyrsta opna hús vetrarins. Það verð- ur í byrjun nóvember og aðal- fundur félagsins verður síðan sunnudaginn 26. nóvember. Þar verður kosinn nýr formað- ur féiagsins en Kristján Guð- jónsson er að hætta. Bjarni Ómar Ragnarsson er varafor- maður félagsins. Sjóbirtingsveióin stendur sem hæst þessa dagana en erfitt getur verið að komast í birting, eins og til dæmis hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Ástæðan er sú að veiðileyfin eru löngu uppseld, eins og í Grenlækinn, Tungufljót, Hörgsá neðan brúar og í Eld- vatn á Brunasandi. Og veiðin hefur verið ágæt. Þcer gœsaskyttur sem haft hafa samband við DV-Sport telja flestar að gæsavertíðin hafi verið í lakara lagi. Vertíðinni er að vísu ekki lokið en vissulega er komið að síðustu dögum hennar enda þess ekki langt að bíða að gæsin leiti nýrra dvalarstaða i vetur. -G. Bender Leirvogsá endaði í 487 löxum „Lokatölur í Leirvogsá voru 487 laxar og það á tvær stangir, meðal- talsveiðin er 458 laxar,“ sagði Bergur Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í samtali við DV- Sport. „í Gljúfurá í Borgarfirði veidd- ust 104 laxar og eru viss vonbrigði með veiðina þar. Þetta er 30 löxum minni veiði en í fyrra,“ sagði Berg- ur Steingrímsson enn fremur. -G. Bender Þaö var mikiö fjör á afmæli Laxárfélagsins og allir virtust skemmta sér vel. Verölaun voru veitt, veglegar gjafir gefnar og borðin svignuðu undan kræsingum. -G.Bender Laxárfélagið 60 ára: Glæsilegt afmæli „Mér fannst afmælið takast vel og allir r skemmtu sér vel. Laxá í Aðaldal er engu lík sem veiðiá og það er gaman að vera við hana og veiða laxana í henni. Afmælið byrjaði við Æðarfossana áðan og var meiri háttar, við stoppuðum þar smá- stund,“ sagði Orri Vigfússon, formaður Laxárfé- lagsins, í samtali við DV-Sport. Félagsheimilið Ýdalir í Aðaldal var troðfullt um síðustu helgi er Laxárfélagið hélt upp á 60 ára afmælið sitt. „Það er örugglega einsdæmi að sama félagið hafi haft sömu laxveiðiána í 60 ár og samstarfið hefur gengið mjög vel i öll þessi ár,“ sagði Vigfús B. Jónsson á Laxamýri í ræðu sem hann hélt í af- mælinu. Góður matur var á borðum, eins og villigraftnn árlax með dOlsósu, ferskt skelfiskpaté, innbökuð laxa- og lúðubaka og ofnbakaður saltfiskréttur, svo eitthvað sé nefnt sem var á veisluhlaðborð- inu. „Þetta er stórkostlegt og fátt likist þessum af- mælum Laxárfélagsins," sagði Ingvi Hafn Jóns- son um leið og hann hóf umræðu um veiðiskap við Jóhannes Kristjánsson á Akureyri. Veislustjóri var Gunnar Ragnars og stóð hann sig vel. -G. Bender '' Þar sem er veitt enn þá og hefur verið veitt síð- ustu daga tók veiðin aðeins kipp eftir að fór að rigna ^ og laxinn lét sig hafa það að fara upp úr þaranum. Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum hafa gefið 22 laxa og 800 bleikjur og Svínafossá á Skógarströnd hefur gefið á milli 25 og 30 laxa. -G.Bender Snemma beygist krókurinn. Signý Aöalsteinsdóttir, þriggja ára, og Guðmundur Ragnar Jónasson, fjögurra ára, með ömmu sinni, Kolbrúnu Hauksdóttur, viö Tangavatn í Landsveit. Á myndinni til hliðar bítur Sveinn Örn Höskuldsson, 10 ára, veiöiuggann af 10 punda laxi sem hann veiddi í Dunká í Höröudalshreppi. Haffjaröará í Hnappadal: „Við erum að taka saman lokatölur úr Hafíjarð- ará þessa dagana og mér sýnist loktalan vera 677 laxar á land sem er í góðu lagi,“ sagði Einar Sigfús- son er við spurðum um lokatölumar úr ánni, en lokatölur hafa streymt úr laxveiðiánum síðustu daga. „í ágúst var áin orðin vatnslítil en lagaðist núna í september en þá var veiðitíminn úti. Stærsti lax- inn var 17 pund og það var talsvert af fiski víða um ána þegar við hættum veiðiskapnum. Þetta er góð útkoma hjá okkur,“ sagði Einar enn fremur. Haukadalsá endaöi í 348 löxum „í Haukadalsá urðu lokatölur 348 laxar og þar veiddust þrír 17 punda. Við sáum laxa yfir 20 pund- in í Blóta og Neðri-Brúarstreng en þeir fengust ekki til að taka,“ sagði Torfi Ásgeirsson, staðarhaldari við Haukadalsá í Dölum. „Það var alveg ótrúleg blíða dag eftir dag í Dölunum í sumar og það hafði mikil áhrif á veiði- skapinn. Ég var að tala við eldri mann úr Búðardal fyrir skömmu og hann sagði að hann myndi ekki ekki svonablíðu síðan 1919. En það er áhyggjuefni hvað litið gengur í veiðiámar héma i Döl- unum af laxi og það þarf að kikja betur á hvað þar er að gerast. Þorskurinn hefur aldrei verið meiri héma í Breiðafirðinum og hann tekur sinn toll,“ sagði Torfi. Laxá í Dölum er að komast í 600 laxa og síðustu dagamir era núna í henni sem veiða má. Laxveiði- ámar í Dölunum eru allar með minni laxveiði en í fyrra og flestar sem gefa bleikju líka hafa gefið þær færri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.