Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 12
28
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000
Sport
DV
Knattspyrna karla, úrslitaleikur:
Spánn -Kamerún ................2-2
Kamerún vann 5-3 í vítaspyrnukeppni
Knattspyma karla, 3. sæti:
Chile-Bandaríkin.............2-0
Blak kvenna, úrslitaleikur:
Kúba-Rússland...................3-2
Blak kvenna, 3. sæti:
Brasilía-Bandaríkin.............3-0
Blak karla, úrslitaleikur:
Rússland-Júgóslavía ............0-3
Blak karla, 3. sæti:
Argentína-Ítalía.............0-3
Körfuknattleikur kvenna, úrslit:
Bandarikin-Ástralía .........76-54
Körfuknattleikur kvenna, 3. sæti:
S-Kórea-Brasilía.............73-84
Körfuknattleikur karla, úrslit:
Frakkland-Bandaríkin ........75-85
Körfuknattleikur karla, úrslit:
Ástralía-Litháen.........71-89
Handknattleikur karla, úrslit:
Svíþjóð-Rússland...........26-28
Handknattleikur karla, 3. sæti:
Spánn-Júgóslavía ..........26-22
Handknattleikur kvenna, úrsUt:
Ungverjaland-Danmörk........27-31
Handknattleikur kvenna, 3. sæti:
Noregur-S-Kórea.........22-21
Ótrúlegur sigur
Júgóslavar unnu ótrúlegan
sigur á sterku liðið Rússa, 3-0, í
úrslitaleik karlablaksins á
sunnudag. Sigurinn er ekki síst
óvæntur ef litið er til þess að
Júgóslavarnir hófu
riðlakeppnina á þvi að tapa
fyrstu tveimur leikjum sínum
gegn Rússum og ítölum, en unnu
svo Itali í undanúrslitum og
síðan Rússana i úrslitum.
Þriöji titiil Kúbu í röö
í úrslitaleik kvennablaksins
tryggðu Kúbustúlkur þjóð sinni
þriðja ÓlympíutitUinn í röð þegar
þær sigruöu Rússa, 3-2. Þetta er I
fyrsta skipti sem blaklið vinnur
þrjá leika í röð. -ÓK
Urslitaleikur í knattspyrnu karla á ÓL
Reuter
héldu uppi merki Afríkuþjóða og unnu Spánverja í vítaspyrnukeppni
Kamerúnar tryggðu sér aðfaranótt
laugardags gullverðlaun og fyrstu
Ólympíuverölaun þjóðar sinnar í
knattspymukeppni Ólympíuleik-
anna í Sydney þegar þeir sigruðu
Spánverja, 5-3, í vítaspymukeppni,
en staðan eftir venjulegan leiktíma
og framlengingu var 2-2. Þeir sýna
því enn á ný hversu sterkar Afríku-
þjóðirnar eru að verða í knattspym-
unni en Nígeríumenn unnu einmitt
á leikunum í Atlanta 1996
Xavi kom Spánverjum í 1-0 strax
eftir rúma eina mínútu, og Kamer-
únar máttu þakka markverði sínum,
Idriss Kameni, að þeir lentu ekki 2-0
undir eftir fjórar mínútur þegar
hann varði vítaspymu Angulos en
þegar Gabri skoraði annað mark
Spánverja, seint í fyrri hálfleik, virt-
ist sem óagaður varnarleikur
Kamerúna ætlaði að verða þeim að
falli.
Það var þó allt annað uppi á ten-
ingnum í síðari hálfleik því strax eft-
ir 13 mínútur voru Kamerúnar bún-
ir að jafna með sjálfsmarki frá Ama-
ya og góðu marki frá Samuel Eto'o.
Tólf mínútum síðar misstu Spánverj-
ar síðan Gabri út af með rautt sjald
eftir ljóta tæklingu og rétt undir lok
leiksins fór leikmaður AC MOan,
Jose Mari, einnig út af eftir að hafa
fengið sitt annað gula spjald, en það
fyrra var óverðskuldað og með réttu
hefði Kamerúninn Abanda átt að fá
rautt spjald í stað þess gula á Spán-
verjann.
Það voru þvi aðeins niu Spánverj-
ar sem hófu framlenginguna en þeir
vom samt nær því að skora þegar
Capdevila skaut boltanum í utan-
verða stöngina úr aukaspyrnu í upp-
hafi framlengingarinnar. Eftir þetta
sóttu Kamerúnar án afláts en óagað-
ur sóknarleikur þeirra og góð vöm
Spánverja urðu til þess að ekkert
mark var skorað í framlengingunni
auk þess sem Arunzubia, markvörð-
ur Spánveija, varði vel.
Það má segja að það sé alveg ótrú-
legt hvemig svo friskt lið eins og
Kamerún skuli ekki geta skorað
tveimur fleiri og greinilegt að það er
nokkuð margt sem þarf að laga i leik
þeirra.'Sérstaklega þarf þó að kenna
þeim það að það er ekki best að
reyna að fara í gegn þar sem flestir
vamarmenn eru, en það gerðist al-
veg ótrúlega oft í framlengingunni
að þeir reyndu að prjóna sig einir í
gegnum miöja vöm Spánverja í stað
þess að nota kantana þaðan sem
mörk þeirra komu.
Það þurfti því vítaspyrnukeppni
til að skera úr um sigurvegara og aft-
ur var það Spánverjinn Amaya sem
kom við sögu, hann skaut í þverslá
úr sínu víti og þar sem Kamerúnam-
ir náðu að skora úr öllum sínum, af
miklu öryggi, þá var sigurinn þeirra
og þeir ærðust af kæti líkt og þeir
100 þúsund áhorfendur sem á vellin-
um voru og virtust flestir á bandi
Afríkumannanna. Þeir sýndu þakk-
læti sitt með því að kasta treyjum
sínum, og sumir reyndar skóm, upp
í áhorfendastæðin.
-ÓK
Handknattleikskeppni Ólympíuleikanna
Karlar:
Loks unnu Rússar
Konur:
Danir meistarar
Rússar kræktu í
þriðja Ólympíugull sitt
í handknattleik karla á
tólf árum þegar þeir
báru sigurorð af erki-
fjendunum Svíum,
26-28, á laugardag. Evr-
ópu- og heimsmeistarar
Svía voru orðnir lang-
eygir eftir gullinu þar
sem ÓL-titiU var sá
eini sem gullaldarlið
þeirra átti eftir að
vinna en nú er sú von
úr sögunni þar sem
flestir bestu leikmenn
þess eru komnir á ald-
ur. Þeir eiga nú hins
vegar þrenn silfurverð-
laun frá þremur leikum
í röð.
Leikurinn var jafn
framan af en um miðja síðari hálfleik komust Rússar í
flmm marka mun sem var of mikið fyrir Svíana að
vinna upp, sérstaklega þar sem Andrei Lavrov, mark-
vörður og fyrirliðið Rússa, spilaöi mjög vel í síðari hálf-
leik og varði oft og tíðum stórkostlega. Sænsku konungs-
hjónin voru á leiknum og fylgdust spennt með og hafa
væntanlega verið vonsvikin yfir úrslitunum
Spánverjar unnu sigur á Júgóslövum í leik um brons-
ið, 26-22, i frekar grófum leik þar sem leikmenn þurftu
að hvíla 14 sinnum í tvær mínútur og einn Júgóslavi var
fluttur á sjúkrahús með brotið nef. -ÓK
Vassili Koudinov, Rússlandi,
brýst í gegnum vörn Svía.
Reuter
Frændur okkar Danir eignuðust i gærmorgun Ólympíu-
meistara í handknattleik kvenna, aðra leikana í röð, þegar
dönsku stúlkumar náðu með mikilli baráttu að vinna Ung-
verja, 27-31, eftir aö hafa lent sex mörkum undir snemma í
síðari hálfleik.
Það voru þær Anette Hoffman Moberg og Camilla Ander-
sen sem leiddu Dani í baráttu þeirra fyrir gullinu og Dan-
irnir skoruðu sex mörk í röð til að jafna leikinn og náðu
síðan öðrum góðum spretti undir lokin sem tryggði þeim
sigurinn. Moberg var markahæst þeirra dönsku með 11
mörk og Andersen skoraði sjö.
„Kannski var munurinn á liðunum sá að við höfðum
leikmenn sem höföu spilað til úrslita á stórmóti en þær
ekki,“ sagði Andersen eftir leikinn.
Norðmenn urðu að láta sér bronsið nægja að þessu sinni
en þær unnu S-Kóreu, 22-21, og urðu Kóreustúlkur því af
verðlaununum sem þær hafa beðið eftir í 20 ár. -ÓK
Dönsku stúlkurnar fögnuðu sigrinum aö vonum
vel enda erfiö keppni aö baki. Reuter |
Körfuknattleikur:
Tvöfaldur bandarískur sigur
Bandarísku körfuknattleiks-
landsliðin komu, sáu og sigruðu í
bæði karla- og kvennaflokki á ÓL
í Sydney eins og flestir höfðu bú-
ist við en yfirburðir karlaliðsins
voru fjarri því að vera þeir sömu
og áður og hafa þeir nú tapað
nokkru af þeim töfraljóma sem áð-
ur umlukti liðið.
Eftir að hafa náð meö naumind-
um að tryggja sér sæti í úrslitun-
um með sigri á Litháum, mættu
Bandaríkjamenn Frökkum í
leiknum um gullið. Framan af
virtist sem Bandaríkjamennirnir
myndu eiga náðugan dag, Frakk-
amir voru að velja skot sin illa og
lentu snemma í villuvandræðum.
Þeir sýndu þó svo um munaði í
síðari hálfleik að þeir báru litla
virðingu fyrir NBA-stjömunum og
náðu með góðri baráttu að
minnka muninn niður í fjögur stig
en lengra komust þeir ekki og
Bandaríkjamenn unnu sinn tólfta
Ólympíutitil í körfuknattleik.
í leiknum um bronsið áttust við
Litháar og Ástralar og unnu Lit-
háar auðvelda sigur á heima-
mönnum.
Annar titill stúlknanna
Bandarisku stúlkurnar mættu
heimamönnum, Áströlum, í úr-
slitaleik kvenna og unnu sannfær-
andi og þokkalega auðveldan sig-
ur, 76-54, og tryggðu sér annan
Ólympíutitil sinn í röð. í leik um
þriðja sætið unnu brasilísku
stúlkumar S-Kóreu, 84-73.
Lisa Leslie, Bandarfkjunum, fagnar
hér sigri þeirra á ÓL. Reuter