Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Side 3
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000 19 I>V Sport V - íslenska kvennalandsliðsins þegar það vann Rúmena, 8-0 Það voru ekki margir komnir til að sjá íslenska kvennalandsliðið í knattspymu berjast fyrir tilverurétti sínum i 1. styrkleikaflokki á Laugar- dalsvellinum á laugardaginn þegar Rúmenar komu í heimsókn. Fyrri leik liðanna sem fram fór í Rúmeníu fyrr í mánuðinum lauk með jafntefli, 2-2, og var því fyrir fram búist við jöfnum leik á Laugardalsvellinum. Fyrstu mínútu leiksins bentu ekki til annars en eftir að íslenska liðið hafði náð skjálftanum úr sér og skor- að tvö mörk var ekki spuming hvort liðið sigraði, heldur aðeins hversu stór sigur Islands yrði og í seinni hálfleik var nánast eitt lið á vellin- um, slíkir voru yfirburðir íslands, og er það ekki oft sem maður hefur séð íslenskt landslið sýna jafn mikla yf- irburði á knattspymuvellinum. ísland lék undan strekkingsvindi í fyrri hálfleik og átti nokkur ágæt færi. Fyrsta markið kom eftir hom- spymu Margrétar þar sem Ásthildur stóð ein og yflrgefm í miðjum víta- teignum og skallaði knöttinn örugg- lega í markið. Rétt áður höfðu Rúm- enamir átt hættulegt færi hinum megin en Þóra kom á réttum tíma út úr markinu. Seinna mark íslands í fyrri hálf- leiknum kom eftir langa sendingu þar sem Olga skallaði boltann áfram á Rakel sem komst ein í gegn og skoraði örugglega. Eftir þetta sköp- uðu Rúmenarnir nokkrum sinnum hættu við íslenska markið en mið- verðir islenska liðsins áttu ekki í vandræðum með það. Það var ljóst strax í upphafi seinni hálfleiks að ákveðnu fargi var létt af íslensku stúlkunum, þær voru ör- uggari með sig og sköpuðu sér hvert dauðafærið á fætur öðru og úr einu þeirra kom þriðja mark íslands, Ást- hildur átti góða sendingu inn fyrir dapra vörn Rúmena, Rakel og Katrín voru tvær á móti einum vamar- manni og Rakel renndi boltanum á Katrinu sem skoraði örugglega. Það var þó ekki fyrr en eftir þetta mark sem veislan hófst fyrir alvöru, á sex mínútna kafla skoraði íslenska liðið 3 mörk auk þess að eiga eitt dauðafæri. Tvö markanna voru svip- uð, Rósa geystist upp völlinn og átti góða sendingu til vinstri á Margréti sem sendi inn í teiginn á Rakel sem skoraði í annað skiptið með skalla en hitt skiptið með öruggu skoti. Á milli þessara marka lagði Rakel bolt- ann á Guðlaugu sem skoraði glæsi- legasta mark leiksins með þrumu- skoti úr teignum í markvinkflinn. Þama var rúmenska liðið gjör- samlega sprungið og þær lágu hvað eftir annað og vældu undan ákveðn- um leik íslendinga en danska dóm- aratríóið sem stóð sig með prýði lét það ekki trufla sig. Sjöunda mark ís- lands kom svo eftir góða sendingu Guðlaugar frá hægri þar sem Rakel var ein í teignum og skoraði en átt- unda markið var eign varamann- anna, þeirra Erlu og Ásgerðar, sem vann boltann í teignum og lagði hann á Erlu sem skoraði. Milli markanna komust Rúmenar í sitt eina færi í seinni hálfleik þegar Ci- orba átti gott skot úr teignum sem María varði frábærlega, var nýkom- in inn á og að spila sinn fyrsta A- landsleik. Rúmenska liðið sá aldrei til sólar í leiknum, fékk lítinn frið með knött- inn og sýndi engin tilþrif. Skást í liði þeirra var Teodora Gabor sem sýndi smábaráttu á miðjunni auk þess sem markvörðurinn, Lenuta Pop, stóð sig ágætlega, hún var bara með staða og hripleka vöm fyrir framan sig. Þeir 357 áhorfendur sem sáu sér fært að mæta á leikinn urðu ekki fyrir vonbrigðum með leik íslenska liðsins, raunar er það sorglegt að ekki fleiri mæti’á eins mikilvæga leiki eins og þennan. Þessir 357 sköp- uðu þó ágæta stemningu enda varla annað hægt í jafn skemmtilegum leik og þessi leikur var; það má segja að léttur andi hafi svifið yfir Laugar- dalnum. -RG Tel aö við séum betri Ísland-Rúmenía 8-0 IVIarkiö Þóra Björg Helgadóttir @ Reyndi ekki mikiö á hana en var fljót út þegar þess þurfti. Vörnin Helga Ósk Hannesdóttir @ Var lítiö áberandi í leiknum en steig ekki feilspor. Guðrún S. Gunnarsdóttir @ Nýtti hraöa sinn vel í að stöðva sóknir Rúmena. íris Sæmundsdóttir @@ Var örugg í miðvarðarstöðunni og stöðvaði sóknir Rúmena nokkrum sinnum glæsilega. Rósa J. Steinþórsdóttir @@ Reyndi ekki mikið á hana en átti stóran þátt í tveimur mörkum þegar hún tók rispur upp völlinn. Miöjan Guðlaug Jónsdóttir @ Var ekki mikið áberandi, en átti hættulega sendingar inn í teiginn, auk þess að skora glæsilegt mark. Margét Ólafsdóttir @@@ Lék frábærlega, átti hverja sending- una á fætur annarri inn í teiginn sem sköpuðu hættu, 3 þeirra gáfu mark. Ásthildur Helgadóttir @@ Var dugleg á miðjunni, vann flesta skailabolta sem hún fór í og skallar hennar eftir hornspymur Margrétar voru margir hverjir mjöghættulegir. Katrln Jónsdóttir @ Komst vel frá þessum leik og ógnaði vel. Sóknin Rakel ögmundsdóttir @@@ Átti frábæran dag, skoraði 4 mörk, lagði upp 2 og barðist eins og ljón allan leikinn. Olga Færseth @ Hreyfði sig vel án bolta, en fékk ekki nógu mikið af sendingum frá félögum sinum. Varamenn Ásgerður Ingibergsdóttir @ Kom inn á fyrir Olgu á 82. mín og var ógnandi. Erla Hendriksdóttir @ Kom inn á fyrir Guðlaugu á 82. mín og var ógnandi. María B. Ágústsdóttir @ Kom inn á fyrir Þóru á 82. mínútu og varði frábærlega þetta eina skot sem hún fékk á sig. Skot: ísland 26, Rúmenía 6. Horn: ísland 9, Rúmenía 2. Aukaspyrnur: ísland 11, Rúm- enía 12. Rangstödur: ísland 8, Rúmenía 3. Gul spjöld: Anton, Gabor (Rúmeníu). Mörkin i leiknum: 1- 0 Ásthildur Helgadóttir (23.) 2- 0 Rakel Ögmundsdóttir (30.) 3- 0 Katrín Jónsdóttir (57.) 4- 0 Rakel Ögmundsdóttir (64.) 5- 0 Guðlaug Jónsdóttir (66.) 6- 0 Rakel ögmundsdóttir (68.) 7- 0 Rakel Ögmundsdóttir (79.) 8- 0 Erla Hendriksdóttir (87.) Logi Ólafsson „Þessi sigur er mjög góður af okkar hálfú og ég held að það sem olli þessum taugatitringi í upphafl leiksins hafi verið að við vorum að leika á móti þessu liði fyrir nokkrum dögum og þá vorum við að leika á móti liði sem var mjög erfitt viður- eignar allan timann, ég tel samt að viö sé- um betra lið en leikurinn var jafn úti og stelpurnar vissu að það væri við erfiða mótherja að etja. Önnur ástæða er kannski sú að þýðing leiksins var geysi- lega mikil og þær voru undir pressu að detta niður um styrkleikaflokk. Ég held að þetta tvennt hafi valdið þessu í byrjun auk þess sem það tekur auðvitað alltaf tíma að spila sig inn í leiki og ná tökum á spilastílnum sem við lögð- um upp með, viö vissum að okkur dygði jafntefli, 0-0, 1-1 og 2-2 dygði í framleng- ingu, þannig að við ákváðum að fara að öllu með gát í upphafi, en eftir að við höfð- um skorað tvö mörk í fyrri hálfleik og skorum strax í seinni hálfleik var bjöm- inn unninn. Það má líka segja um þetta að lokum að ráðning mín til þessa liðs bar að með leið- inlegum hætti, það þurfti einn maður frá að hverfa og það hefur verið erfitt að ná tökum á þessu en ég tel að við séum kom- in á réttan kjöl í dag og leiðin liggi núna upp á við og ég held að það þýði ekkert annað fyrir íslenskan kvennafótbolta en að standa saman, þá á ég við kvennafót- boltann i heild sinni. Það em 357 áhorf- endur á leiknum og ef kæmu bara þær sem stunda kvennafótbolta á íslandi á leikinn þá væra hér yfir 1000 manns þannig að öll grasrótin í heild þarf að standa saman, ekki bara einhverjir fáir einstaklingar sem spila fyrir íslands hönd í það og það skiptið.“ Þú settir þrjá varamenn inn á sama tíma og þær settu skemmtilegan svip á leikinn „Maria kom þama inn á og spilaði sinn fyrsta landsleik, hún er búin að standa sig vel í allt sumar og við höfum því miður ekki fengið tækifæri til að gefa henni möguleika á að spfla fyrr en núna og hún á það fyllilega skilið. Hún kemur þama inn og gott að hún skuli fá tækifæri til að verja þetta færi. Hinar tvær koma vel inn í leikinn og skila marki. Ég tel því að þetta lið eigi framtiðina fyrir sér.“ Rakel Ögmundsdóttir „Þetta var æðislegt að taka þátt í þess- um leik og ég vil bara þakka fyrir að hafa fengið að vera með, og fyrirliðinn okkar, hún Ásthildur, er frábær." Ásthildur Helgadóttir „Þetta var glæsilegt, stærsti sigur ís- lands í kvennaknattspyrnu, það var gam- an að þessu, liðið lék vel í þessum leik, þetta var frábært. Við komum inn í leikhlé með góða stöðu, 2-0. Það var númer eitt hjá okkur í seinni hálfleik að spfla upp á öryggi og svo skoruðum við strax og við það opnuðust allar flóðgáttir og við röðuðum inn mörk- um og það fengu aflir að vera með og taka þátt I þessu.“ -RG '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.