Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Side 6
22
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000
Sport
Haukar (47) 99
Hamar (35) 60
7-0, 17-7, 24-15, 31-20, 45-23, (47-35).
54-40, 67-46, 77-54, 87-54, 93-57, 99-60.
Stig Hauka:
Bragi Magnússon 24, Rick Mickens
19, Lýöur Vignisson 13, Jón Arnar
Ingvarsson 10, Marel Guðlaugsson 9,
Þröstur Kristinsson 9, Eyjólfur Jóns-
son 6, Leifur Leifsson 5, Davíð Ás-
grímsson 5, Ásgeir Ásgeirsson 5.
Stig Hamars:
Pétur Ingvarsson 18, Chris Dade 12,
Skarphéðinn Ingason 8, Svavar Páls-
son 7, Ægir Jónsson 6, Hjalti Pálsson
3, Óli Barödal 2, Lárus Jónsson 2,
Ágúst Kristinsson 2.
Fráköst: Haukar 37, Hamar 40.
3ja stiga skot: Haukar 8/22, Hamar
3/15.
Dómarar (1-10): Kristinn Óskarsson
og Einar Skarphéðinsson (7).
Gæði leiks (1-10): 6.
Vítanýting: Haukar 27/49, Hamar-
26/35.
Áhorfendur: 200.
Maður leiksins: Bragi Magnússon,
Haukum.
Grindavik (52) 94
Tindastóti (42) 81
2-0, 2-12, 9-17, 13-22 (18-26), 20-33,
44-33, (52-42), 5^42, 67-48, 75-50
(75-57), 84-63, 90-79, 94-81.
Stig Grindavíkur:
Páll Axel Vilbergsson 23, Kim Lewis
18, Guðlaugur Eyjólfsson 16, Bergur
Hinrikssson 13, Pétur Guðmundsson
7, Davíð Þór Jónsson 5, Guðmundur
Ásgeirsson 5, Kristján Guðlaugsson 4,
Elentínus Margeirsson 3.
Stig Tindastóls:
Shawn Myers 20, Kristinn Friðriks-
son 14, Adonis Pomonis 12, Ómar Sig-
marsson 9, Svavar Birgisson 9, Mich-
ail Andropov 8, Lárus D. Pálsson 5,
Friðrik Hreinsson 2 , Matthías Rún-
arsson 2.
Fráköst: Grindavík 40, Tindastóll 22.
3ja stiga skot: Grindavík 29/15,
Tindastóll 16/7.
Dómarar (1-10): Leifur Garðarson
og Jón H. Edvaldsson (8).
Gæði leiks (1-10): 7.
Vítanýting: Grindavlk 9/12, Tinda-
stóll 8/8.
Áhorfendur: 150
Maður leiksins: Kim Lewis,
Grindavík.
Steve Bryan
stakk af
Steve Bryan, sem hugðist
leika með ísfirðingum í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik
í vetur, stakk af í gærmorgun
og var hann því fjarri góðu
gamni þegar ísfirðingar léku
á móti Þór í gærkvöld.
Ryan er fæddur í Ástralíu
en bar irskt vegabréf og tald-
ist því Evrópubúi í deildinni.
Ekki er vitað hvort ísfirðing-
ar ætla að finna mann í stað
Ryans og ekki heldur um
ástæðu fyrir brotthvarfi hans.
-JKS
Þór 2 2 0 173-129 4
Grindavik 2 2 0 172-146 4
Haukar 1 1 0 99-60 2
Tindastóll 2 1 1 165-167 2
Njarðvík 2 1 1 175-179 2
Keflavík 1 1 0 83-61 2
Skallagr. 2 1 1 122-157 2
ÍR 2 1 1 196-192 2
Hamar 2 1 1 165-171 2
Valur 2 0 2 129-144 0
KR 2 0 2 151-184 0
KFÍ 2 0 2 145-185 0
Rick Mickens er í
þann veginn aö
ieggja boltann í
körfu Hamars-
manna sem
vörnum viö þrátt
fyrir góða tilburöi
tíf þess.
DV-Hilmar Pór
Haioádvtði
I>V
Andlausir
Hamarsmenn
í Firðinum
Það voru andlausir Hamarsmenn
sem mættu í nýtt Haukahús i gær-
dag og heimamenn hreinlega völt-
uðu yfir þá, 99-60. Eitthvað voru
Hvergerðingar iila upplagðir þar
sem lítið gekk upp og létu þeir hlut-
ina fara í taugamar á sér. Þetta
nýttu Haukar sér og léku við hvem
sinn fmgur, á köflum.
Haukar voru greinilega tilbúnir í
þennan leik og hungrið var til stað-
ar. Þeir skoruðu fyrstu 7 stigin í
leiknum á meðan gestimir voru að
átta sig á að leikurinn væri byrjað-
ur. Það var ekki fyrr en Pétur Ingv-
arsson kom inn á að einhver barátta
kom í liðið og lagaðist leikur þeirra
til muna. Haukar náðu síðan góð-
um kaíla í öðrum leikhluta og náðu
mest 23 stiga forskoti.
ívar Ásgrímsson þjálfari hreinsaði
bekkinn og leyfði varamönnum sín-
um að spila til loka fyrri hálfleiks.
Við það náðu Hamarsmenn að
minnka muninn fyrir hlé í 12 stig.
Þá var komið að kafla Braga Magn-
ússonar sem byrjaði að raða lang-
skotum ofan í og skoraði Bragi 22
stig í seinni hálfleik. Bæði lið leyfðu
varamönnum sínum að ljúka leikn-
um.
Haukamir spiluðu þennan leik vel
og kraftur var í liðinu. Bragi Magn-
ússon byrjar mótið vel og Eyjólfur
Jónsson leysti Guðmund Bragason,
sem er meiddur, vel af. Annars
skrifast sigurinn á liðsheildina þar
sem menn voru duglegir að spila
hver annan uppi. Hamarsmenn
voru aftur á móti langt frá sinu besta
og vilja eflaust gleyma þessari hörm-
ung sem allra fyrst. Pétur Ingvars-
son var eini leikmaður liðsins sem
virtist tilbúinn í leikinn og fékk lið-
ið lítið sem ekkert frá stóru strákun-
um, Hjalta Pálssyni og Ægi Jóns-
syni. Chris Dade náði sér ekki á
strik gegn sínum fyrri félögum og
verður liðið að fá meira frá honum
gegn betri liðunum í deildinni.
ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka,
var sáttur við leik sinna manna.
„Við vorum að spila vel mestallan
leikinn, þá sérstaklega í vöminni.
Við náðum að skora grimmt inn í
þrátt fyrir að þeir séu með hávaxið
lið. Annars var ég nokkuð smeykur
fyrir leikinn því þeir koma hingað
með bullandi sjálfstraust eftir stóran
sigur gegn KFÍ á meðan okkar leik
var frestað. Ég er sérstaklega
ánægður með Eyjólf Jónsson og það
sáu það ailir sem horfðu á leikinn að
hann er í landsliðsklassa," sagði ívar
við DV eftir leikinn.
-BG
Grindavík í fluggír
- Tindastóll réð ekki við hraða heimamanna
Grindavík vann Tindastól næsta ör-
ugglega í úrvalsdeildinni í Grindavík í
gærdag, 94-81. Það var samt fátt sem
benti til þess að heimamenn færa með
sigur af hólmi því að Stólamir mættu
til leiks fullir sjálfstrausts eftir sigur
gegn Njarðvíkingum fyrir norðan og
byrjuðu með látum. Þeir komust í 12-2
um miðjan fyrsta leikhluta og leiddu
26-18 eftir fyrsta leikhluta. Þeir spil-
uðu skynsamlega í vöminni og skutu
síðan öraggum skotum sem skóp for-
ystuna. Heimamenn vora hins vegar á
hælunum og ekkert gekk upp hjá
þeim.
Það átti eftir að breytast því það var
eins og nýtt lið kæmi inn á völlinn til
að ljúka fyrri hálfleik. Stólamir skor-
uðu 4 fyrstu stigin í 2. leikhluta en síð-
an eins og hendi væri veifað. Grind-
víkingar keyrðu hraðann upp og fóra
að skjóta langskotum sem þeir hittu úr
og skoraðu 24 stig á skömmum tíma
án svars og komust yfir, 44-33. í stað
þess að leika af yfírvegun reyndu
Tindastólsmenn að fylgja Grindvíking-
um eftir en þeir réðu ekki við það.
Þeir réðu ekki við hraðann og vora
hreinlega skotnir í kaf. Guðlaugur Eyj-
ólfsson kom af bekknum hjá Grinda-
vík og gaf línuna með baráttu og góðri
hittni fyrir utan 3ja stiga linuna. Þá
fylgdu þeir eftir Kim Lewis og Páll Ax-
el Vilbergsson.
í upphafi seinni hálfleiks var dæm-
inu síðan alveg snúið við miðað við
byrjun leiksins því það var eins og
Stólamir áttuðu sig ekki á því að hálf-
leikurinn væri búinn og stóðu hrein-
lega hjá og horfðu á Grindvíkinga
skjóta og skjóta fyrir utan. Lið sem
leyfa slíkt á móti þeim eiga sér ekki
viðreisnar von og leiknum lauk eins
og fyrr segir með öraggum sigri
heimamanna.
Grindvíkingar sýndu hvers þeir era
megnugir þegar þeir fá að leika laus-
um hala fyrir utan þriggja stiga línuna
og settu 15 þrista niður. Þeir spiluðu
einnig ágæta vöm þegar það átti við.
Guðlaugur Eyjólfsson, Kim Lewis, Páll
Axel og Pétur Guðmundsson drógu
vagninn en þeir komu einnig sterkir af
bekknum, Guðmundur Ásgeirsson og
Davíð Jónsson. Dagur Þórisson náði
sér ekki á strik og spilaði lítið þrátt
fyrir að vera í byrjunarliðinu.
Góð breidd í liðinu
„Við byrjuðum ekki vel í leiknum
og eins og menn væra ekki tilbúnir.
Síðan komu sterkir menn af bekknum
og sýnir að það er góð breidd í liðinu,
allir 10 koma inn á í leiknum og það er
gott. Við náðum að keyra hraðann upp
og þeir ekki að fylgja okkur. Ég vil
meina að það sem við höfúm verið að
æfa að undanfómu hafi skilað sér í
leiknum. Það er sterkt að byrja eins og
við höfum gert og skilar sér í sjálfs-
trausti leikmanna og eflir okkur fyrir
næsta leik sem er í Eggjabikamum.
Við fórum i hvem leik til að vinna og
svo verður áfram,“ sagði Einar Einars-
son, þjálfari Grindvikínga, i leikslok.
Tindastólsmenn hittu fyrir ofjarla
sina og náðu ekki að fylgja góðri byrj-
un í leiknum eftir. Þeir réðu ekki við
hraðann í leiknum og náðu ekki að róa
sig niður þegar þurfti. Shawn Myers
spilaði vel i liði þeirra en hinir áttu
spretti og hurfú þess á milli. „Við byrj-
uðum vel en þegar þeir keyrðu hraö-
ann upp féll allt saman hjá okkur. Það
var karakterleysi í liðinu og satt best
að segja var þetta hræðilegur leikur
hjá okkur,“ sagði Valur Ingimundar-
son, þjálfari Stólanna. „Við getum
dregið góðan lærdóm af þessum leik,
hvemig ekki á að spila á móti Grinda-
vík,“ bætti hann við.
-FÓ