Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Side 14
30 MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000 Sport DV Draumur hvers unglings Pólska stúlkan Kamila Skolimowska upplifði á fostudag nokkuð sem hvern ungling hefur sjálfsagt dreymt um: Hún vann Ólympíugull aðeins 17 ára gömul í sleggjukasti kvenna. Hún kastaði 71,16 m, rúmum metra lengra en Rússinn Hin þýska Kirst- en Muenchow varð svo þriðja. Næstlengsta kast Pólverjans hefði einnig dugað til sigurs. Skolimowska vann sér það tO frægðar að verða Evrópumeistari unglinga í greininni árið 1997, þá aðeins 14 ára. Helsta áfallið í sleggjukastskeppninni varð þegar heimsmeistarinn, Mihaela Melnte frá Rúmeníu, var leidd af velli í undankeppninni, eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún áfrýjaði dómnum en tapaði málinu. Kosgei hélt í hefðina Reuben Kosgei hélt uppi merki Keníumanna í 3000 m hindrunar- hlaupi þegar hann sigraði í grein- inni á ÓL á fóstudag, á tímanum 8:21,43 mín. Annar á eftir honum varð landi hans, Wilson Boit Kip- keter, og þriðji Marokkómaður- inn Ali Ezzini. Kenía hefur verið allsráðandi í greininni íl fjölda ára og unnið á síðustu fjórum ólympíuleikum og síðustu funm heimsmeistaramót- um. Síðasti maðurinn til að eiga heimsmet í greininni, sem ekki var Keníumaður, var Anders Garderu sem missti metið til Henry Rono árið 1978. -ÓK Heike Drechsl keppninní n lc vonii Marion I Pyskalandi. sest her i ( lardag þar sem hun ge| es. BNA, um fimm gullJ . Langstökk kvenna: Drechsler með gull - fimm gulla draumur Jones úr sögunni Þýska frjálsíþróttakonan Heike Drechsler gerði draum hlaupa- drottningarinnar bandarísku, Marion Jones, um fimm gull á ÓL að engu þegar hún sigraði í lang- stökkinu á föstudag, með stökki upp á 6,99. Drechsler, sem komst fyrst á toppinn þegar hún varð yngsti heimsmeistarinn árið 1983, og vann til gullverðlauna i greininni á ÓL í Barcelona 1992, verður 36 ára í des- ember. Helmut Digel sagði um Drechsler, eftir að hún varð Evr- ópumeistari í greininni 1998, að hún væri fremsta íþróttakona aldarinn- ar. Á saufján ára ferli sínum á toppi frjálsra íþrótta hefur hún sannar- lega gert tilkall til þess titils. Jones fékk aðeins brons Það var ekki nóg með að Jones tapaði gullinu til Drechsler heldur fór silfrið til Fionu May frá Ítalíu og Jones varð að láta sér bronsið nægja, þó svo hún hefði stokkið jafn langt og May, 6,92 m. ítalinn hafði hins vegar stokkið lengra í næstlengsta stökki og það réði. Drechsler náði sigurstökkinu í þriðju umferð en var annars ekki sannfærandi, með þrjú ógild af sex. og næstlengsta stökk upp á 6,79. Jones var fjarri því að vera í rónni í keppninni og gerði fjögur stökka sinna ógild, þar á meðal það síðasta sem virtist nægilega langt til að hafa tryggt henni sig- ur. Spennan var mikil meðan á stökkunum stóð og þegar að síð- asta stökkinu kom var Jones orð- in mjög upptrekkt og skokkaði um hlaupabrautina. Hún leit síðan til himins þegar á atrennubrautina var komið, dró djúpt andann og rauk af stað en alit til einskis. Draumurinn um að gera betur en Jesse Owens og Carl Lewis var úr sögunni og svipurinn á Jones lýsti vel vonbrigðum hennar. „Atlagan að gullunum fimm er úr sögunni," sagði Jones eftir keppnina. „Ég sé alls ekki eftir því, mér gafst tækifærið en það gekk ekki eftir. Ég er vonsvikin inma með mér en Drechesler átti gullið skilið. Kannski ég fari mér aðeins hægar næst í yfirlýsingun- um. Ég veit að fólk mun segja: „Ég sagði þér það“, en ég get litið í spegil og sagt að ég hafi gert mitt besta.“ Engin kona hefur unnið fimm gull á einum Ólympíuleikum en Fanny Blankers-Koen frá Hollandi vann til fjögurra í London 1948. Einn karlmaður hefur unnið til fimm gullverðlauna á einum leik- um, Finninn Paavo Nurmi í París 1924. -ÓK Stangarstökk karla: Hysong sterkur Nick Hysong frá Bandaríkjunum stal svo sannarlega sigrinum í stangarstökki karla á föstudag, þar sem hann stökk sem aldrei fyrr, einmitt þegar mest lá við. Annar í geininni varð landi Hysongs, Lawrence Johnson, og þriöji heimsmeistarinn Maxim Tarason frá Rússlandi, en allir stukku þeir sömu hæð, 5,90 m, auk þess sem Michael Stolle frá Þýskalandi fór hana einnig en því miður fyrir hann missti hann af verðlaunum. Hysong tryggöi sér sigurinn með því að vera sá eini þeirra fjögurra sem fór yfir 5,80 m í fyrstu tilraun en það var Stolle að falli að hann felldi tvisvar 5,50 m. Hann var annars á sama róli og Tarasov, með tvö föll á 5,80 m. Johnson felldi þá hæð aðeins einu sinni. Fjórir menn sem kepptu í úrslitakeppninni höfðu farið yfir sex metra á árinu en aðeins einn þeirra, Tarasov, komst á pall. Meðal þeirra sem ekki komust í úrslitakeppnina voru heiumsmethafinn Sergei Bubka frá Úkraínu og ólympíumeistarinn frá því í Atlanta, Jean Galfione frá Frakklandi. Hér sést Hysong á tilfinningaþrunginni stund, meö bandaríska fánann vafinn um herðar sér. Reuter Eyðimerkurljónið vegið Enn gerast óvæntir hlutir í Sydney og stjömumar faila hver af annarri. Ein þeirra er Hicham E1 Guerrouj frá Marokkó, eyðimerkurljónið sjálft, sem beið lægri hlut fyrir Keníumanninum Noah Ngeny í 1500 m hlaupinu á föstudag. Ngeny tók E1 Guerrouj á endasprettinum og lauk hlaupinu á 3:32,07 mín. en Marokkómaðurinn hljóp á 3:32,32 mín. svo ekki munaði miklu. Þriðji varö síðan landi Ngenys, Bemard Lagat, á 3:32,44 mín. E1 Guerrouj er heimsmethafi í greininni og hefur vérið allsráðandi í 1500 m og 1000 m hlaupum síðustu fjögur ár en hann reyndi ekki að afsaka ósigur sinn nú. „Ég tapaði. Það er ekkert hægt að afsaka það. Ég átti i smámeiðslum en það er engin afsökun. Ég hef beðið eftir þessum verðlaun- um síðan í Atlanta, en svona er þessi íþrótt. Sumir vinna, aðrir tapa.“ -ÓK Noah Ngeny, Keníu, fagnar en svipur Hichams El Guerruoj, Marokkó, lýsir undrun hans. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.