Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Side 13
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000 Ólympíumet hjá Tulu Með glæsilegum síðasta hring tókst Derartu Tulu að slá Ólympíumetið í 10 km hlaupi kvenna, á tímanum 30:17,49 mín., og krækja í sinn annan Ólympiutitil í greininni en hún sigr- aði einnig í Barcelona 1992. Landa hennar, Gete Wami, reyndi að fylgja henni eftir en endaprett- ur Tulu var nokkuð sem hún réð ekki við og hún varð fimm sekúndum á eftir. Ólympíumeistarinn •frá því í Atlanta, Fernanda Ribeiro frá Portúgal, varð síðan þriðja á 30:22,88 mín. Paula Ratcliffe frá Bretlandi, sem leiddi lengst af, réð ekki við hraðann i lokin og varð fjórða. -ÓK Fyrsta ÓL-gull Trine Trine Hattestad frá Noregi sigraði í spjótkasti kvenna með 68,91 metra og setti nýtt ólympíumet, en kvennaspjótinu var breytt á síðasta ári þannig að ljóst var að sigurvegarinn i Sydney myndi gera það, hversu langt sem hún kastaði. Þetta er fyrsta ólympíugull Hattestad sem verið hefur lengi að og meðal annars keppt á fimm Ólympíuleikum en aðeins einu sinni fengið verðlaun, brons í Atlanta 1996. Þessi fyrrum handknattleikskona hefur unnið til tveggja heimsmeistaratitla á ferli sínum og á núgiidandi heimsmet, 69,48, sem hún setti í Róm í sumar. Önnur í spjótkastinu varð heimsmeistarinn frá því í Sevilla í fyrra og fyrrum heimsmethafinn, Mirella Manjani-Tzelili frá Grikklandi, með 67,51 m, en hún kastaði tvisvar svo langt í úrslitakeppninni. Bronsverðlaunin fóru síðan til Kúbustúlkunnar Olseidys Menendez sem kastaði 66,18 m. -ÓK Sport Fyrsti stóri titillinn Yelena Yelesina frá Rússlandi kom, sá og sigraði og krækti í sinn fyrsta sigur á stórmóti þegar hún stökk hæst kvenna i hástökkinu. Hún stökk 2,01 m, jafhhátt og Hestrie Cloete frá Suður-Afríku, en jafnar í þriðja sæti urðu þær Kajsa Berqvist frá Svíþjóð og Oana Manuela Pentelimon frá Rúmeníu. Yelesina, sem er þrítug að aldri, vann sinn fyrsta og eina titil sem eitthvað kvað að þegar hún varð Evrópumeistari unglinga árið 1989. Síðan þá hefur lítið gengið þar tii nú. -ÓK Yelena Yelesina, Rússlandi Það voru Bahama-stúlkur sem stóðu uppi sem sigurvegarar í 4x100 m boðhlaupi kvenna, á tímanum 41,95 sek., á Ólympíuleikunum á laugardag, rétt eins og þær gerðu á heimsmeistaramótinu í SevOla í fyrra. Sveit Jamaíku, með Merlene Ótttey á síðasta spretti, varð önnur á 42,13 sek. og sveit Bandaríkjanna aðeins þriðja á 42,20 sek., en hún var talin sigurstrangleg fyrir hlaupið en flestar skiptingar þeirra voru frekar misheppnaðar á meðan að Bahama- stúikunum gekk aiit í haginn. í sveit þeirra voru Sevethyda Fynes, Chandra Sturrup, Pauline Davis- Thompson og Debbie Ferguson. Marion Jones hafði ætlað að vinna gullið hér og var á síðasta sprettinum en varð að láta sér lynda bronsið. Bandarískar stúlkur hafa unnið í greininni á öllum leikum síðan 1984. Ekkert óvænt Það kom engum að óvörum þegar Bandaríkjamenn komi fyrstir yfir markiinuna í 4x100 m boðhlaupi karla og það var Maurice Green sem fór síðasta spölinn, en þeir kláruðu á tímanum 37,61 sek., hraðasta tíma ársins. Aðrir urðu síðan Brasilíu- menn á 37,90 sek. og þriðju Kúbumenn á 38,04 sek. Þetta er í 15. sinn sem Bandaríkja- menn vinna i greininni á Ólympíu- leikum en aðeins einu sinni hefur þjóð náð að vera á undan þeim, Kanada, og það á heimavelii í At- lanta 1996. Utan þess hafa Banda- ríkjamenn aðeins tapað tvisvar og í bæði skiptin gerðu þeir ógilt. Þriðja gull Jones Marion Jones var aftur á ferð síð- ar um daginn þegar hún leiddi bandarísku sveitina til sigurs með góðum þriðja spretti i 4x400 m boð- hlaupi kvenna. Tími bandarísku sveitarinnar var 3:22,62 mín., í öðru sæti varð sveit Jamaíku á 3:22,25 mín. og þriðja sveit Rússa á 3:23,46 mín. Þetta var síðasta grein Jones á leikunum og fer hún því heim með 3 guli og tvö brons, tveimur gullum frá takmarki sínu. Auðveldur sigur Það var langt í næsta mann þegar Michael Johnson, Bandaríkjunum, kom yfir marklinuna í 4x100 m hlaupi karla og hélt áfram mikilli sigurgöngu Bandaríkjamanna í greininni. Tími þeirra var 2:56,35 mín., rúmum tveimur sekúndum betri en tími Nígeriumanna sem urðu aðrir. Jamaíka varð síðan í þriðja sæti. Hlaupið á laugardag var sögulegt þar sem þetta var í fyrsta skipti sem tvíburar, Alvin og Calvin Harrison, hlaupa saman á nútíma Ólympíuleik- um. Styrkur Bandaríkjanna í greininni í gegnum árin er best skýrður með þvi að þeir eiga níu bestu tíma sögunnar. -ÓK ■ .Usi Debbie Ferguson, Bahama, fagnar þegar hun kemur yfrir marklínuna í 4x100 m boöhlaupi kvenna. í baksýn sést Marion Jones, Bandaríkjunum, en hún og stöllur hennar uröu í þriöja sæti í hlaupinu. Reuter Boðhlaupskeppni Ölympíuleikanna: Banama-gull - í 4x100 m boðhlaupi kvenna. Bandaríkin fengu bronsið Urslit frjálsra íþrótta: Sleggjukast kvenna: 1. K. Skolimowska, Póllandi ... 71,16 2. O. Kuzenkova, Rússlandi ... 69,77 3. K. Muenchow, Þýskalandi . . 69,28 Stangarstökk karla: 1. Nick Hyson, BNA..........5,90 2. Lawrence Johnson, BNA .... 5,90 3. Maxim Tarasov, Rússlandi . .. 5,90 Langstökk kvenna: 1. Heike Drechsler, Þýskalandi . 6,99 2. Fiona May, italíu..........6,92 3. Marion Jones, BNA...........6,92 3000 m hindrunarhiaup karla: 1. Reuben Kosgei, Kenía .... 8:21,43 2. Wilson B. Kipketer, Kenía . 8:21,77 3. Ali Ezzine, Marokkó.......8:22,15 1500 m hlaup karla: 1. Noah Ngeny, Kenía .......3:32,07 2. H. E1 Guerrouj, Marokkó . . 3:32,32 3. Bernard Lagat, Kenía ...3:32,44 Hástökk kvenna: 1. Yelena Yelesina, Rússlandi . . . 2,01 2. Hestrie Cloete, Suöur-Afr. .. . 2,01 3. ^4. Kajsa Bergqvist, Svíþjóð . . . 1,99 3.-4. M. Pantelimon, Rúmeníu .. 1,99 10 km hlaup kvenna: 1. Derartu Tulu, Eþíópíu . . . 30:17,49 2. Gete Wami, Eþíópíu...... 30:22,48 3. Fern. Ribeiro, Portúgal . . . 30:22,88 Spjótkast kvenna: 1. Trine Hattestad, Noregi .... 68,91 2. Mirella Tzelili, Grikklandi .. 67,51 3. Osleidys Menendez, Kúbu ... 66,18 5000 m hlaup karla: 1. Millon Wolde, Eþíópíu . . . 13:35,49 2. Ali Saidi-Saif, Alsír .13:36,20 3. B. Lahlafi, Marokkó .... 13:36,47 4x100 m boðhlaup karla: 1. Bandaríkin................37,61 2. Brasilía .................37,90 3. Kúba .....................38,04 4x100 m boðhlaup kvenna: 1. Bahamaeyjar ..............41,95 2. Jamaíka...................42,13 3. Bandaríkin................42,20 4x400 m boðhlaup karla: 1. Bandaríkin..............2:56,35 2. Nígería.................2:58,68 3. Jamaíka.................2:58,78 4x400 m boöhlaup kvenna: 1. Bandaríkin..............3:22,62 2. Jamaíka.................3:23,25 3. Rússland ...............3:23,46 Maraþon karla 1. Gezahgne Abera, Eþíópíu .. 2:10:11 2. Eric Wainaina, Kenía....2:10:31 3. Tesfaye Tola, Eþíópíu...2:11:10 Ólympiumet eru skáletruó Ovæntur sigur Eftir áfallaþrungið hlaup og mikinn endasprett stóð Nouria Merah-Benida frá Alsír upp sem sigurvegari í 1500 m hlaupi kvenna á 4:05,10 mín., öllum að óvörum. Sin til hvorrar handar við hana á verðiaunapallmum stóðu síöan tvær rúmenskar konur, Violeta Szekely varð önn- ur á 4:05,15 sek. og Gabriela Sza- bo þriðja á 4:05,20 sek. Szabo var spáð sigri og ef ekki hefði verið fyrir slys á brautinni þar sem ein stúlknanna féll í veg fyrir hana hefði það vel getað orðið staðreynd. reyna. Wolde vann Nokkuð óvænt úrslit urðu einnig í 5000 m hlaupi karla þar sem Eþíópíumaðurinn Milion Wolde sigraði með góðum enda- spretti eftir hægt taktískt hlaup og hafði betur gegn Alsírbúan- um Ali Saidi-Sief og Marokkó- manninum Brahim Lahlafi. Sai- di-Sief hafði verið spáð sigrinum en þegar svo hægt er hlaupið sem raun var getur allt gerst á endasprettinum. -ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.