Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 Fréttir DV Skoðanakönnun DV um inngöngu í Evrópusambandið: 55 prósent andvíg - mest andstaða á landsbyggðinni en höfuðborgarbúar vilja aðild I skoðanakönnun DV, sem fram- kvæmd var 29. september, var spurt um afstöðu fólks til inngöngu íslands í Evrópusambandið. Úrtak- ið var 600 manns en 67,2% tóku af- stöðu með eða móti eða 403 og 197 eða 32,8% aðspurðra voru óá- kveðnir eða neituðu að svara. Af þeim sem afstöðu tóku reyndist 55,1% landsmanna vera á móti ESB-aðild. Spurt var: ertu fylgjandi eða andvíg(ur) inngöngu íslands I Evr- ópusambandið (ESB)? Talsvert færri karlar af þeim sem svöruðu í heildarúrtakinu voru fylgjandi að- ildinni eða 100 (46,3%) en 116 (53,7%) voru á móti. Hjá konum reyndist andstaðan öllu meiri, 106 (56,7%) þeirra sem svöruðu voru á móti og 81 (43,3%) var fylgjandi að- ild. Af öllum þeim sem tóku afstöðu í málinu voru 44,9% fylgjandi inn- göngu í ESB en 55,1% á móti. Óá- kveðnir i könnuninni reyndust vera 17% af úrtakinu og 15,8% svöruðu ekki. Af heildarúrtakinu voru því 30,2% fylgjandi aðild að ESB en 37% á móti. Landsbyggðin á móti Þegar litið er á skiptingu eftir landshlutum snýst dæmið við. Meirihluti höfuðborgarbúa eða 51,9% er meðfylgjandi inngöngu í ESB en 48,1% á móti. Á landsbyggð- inni er andstaðan umtalsverð. Þar eru einungis 37,2% fylgjandi aðild en 62,8% á móti. Ef litið er á hvernig afstaða fólks skiptist með tilliti tO ílokka kemur í ljós að fylgjendur Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru að meirihluta fylgjandi aðild að ESB. Meirihluti kjósenda annarra flokka er andvíg- ur aðild að Evrópusambandinu. Þegar lagðar eru saman skoðanir þeirra til ESB-aðildar sem á annað borð tóku afstöðu til flokkanna kemur í ljós að i heildina eru jafn- margir með inngöngu og á móti eða 28% í hvorri fylkingu en 44% voru annaðhvort óákveðin eða svöruðu ekki. Hlutfallslega eru flestir fylgjend- ur aðildar innan raða samfylkingar- fólks en hjá sjálfstæðismönnum er mjótt á mununum. Mesta andstaðan er inrian raða Innganga Islands í ESB Þeir sem tóku afstöðu 5 1% 44,9% fylgjandi Allt úrtakið 32,8% . óákveðin/ fVlÖandÍ svara ekki «■’ ■ - ■ . - .1 37,0% andvig Svör eftir landshlutum 37,2% fylgjandi Landsbyggðin ,1% 51-9% idvíg fylgjandl Höfuöborgarsvæöiö fylgjenda Vinstrihreyfingar græns framboðs og eins er and- staðan mikil hjá fylgjendum Frjálslynda flokksins og Framsóknarflokks. Könnun DV í maí 1999 í samanburði við skoö-f anakönnun sem gerð var 3. maí virðist afstaða fólks hafa verið talsvert önnur. Rétt er þó að taka það skýrt fram að ekki er gerlegt að bera ESB-aöild — svör eftir flokkum Skoðanakönnun DV í maí 1999 - fylgjandi og andvígir aðildarviðræðum við ESB þetta að öllu leyti beint saman þar sem spurningin hljóðaði öðru- visi. Þá var spurt hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt þvi að íslendingar hæfu aðildar- viðræður við Evrópusam- bandið. Vel má vera að fjöldi fólks sé þar fylgjandi því að hefja viðræður við ESB þó það hafi í sjálfu sér verið andvígt beinni inn- göngu íslands í Evrópusam- bandið. Hlutfall þeirra sem tóku af- stöðu í þessari könnun var 80,7% af 600 manna úrtaki. Þar af voru 65,7% fylgjandi því að hefja viðræður um aðild en 34,3% á móti. Ekki var þá marktækur munur á afstöðu kynja en með tilliti til lands- hluta var andstaðan mest á lands- byggðinni eins og nú eða 56% en 44% íbúa á höfuðborgarsvæðinu voru á móti aðild. I könnuninni í maí 1999 kom í ljós að flestir fylgjendur aðildar voru í rööum sjálfstæðismanna eða 60%, þar á eftir kom Samfylkingin með 58%. í flokkunum var þá aðeins að finna meirihlutaandstöðu meöal stuðningsmanna Vinstrihreyfmgar- innar - græns framboðs. Stefnuræöa forsætisráöherra á Alþingi: Ríkissjóður verði skuldlaus - í lok kjörtímabilsins. Stjórnarandstaöan boðar átakaþing „Ríkissjóður verður á næsta ári rekinn með meiri afgangi en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar og hefur ríkissjóðsafgangurinn aukist ár frá ári að undanfómu. Afgangur verður nálægt 30 milljörðum króna, eða sem nemur 40% af landsframleiðslunni. En það sem mestu skiptir er að þessi árangur er hluti af þróun. Þriðja árið í röð verður afgangur af ríkissjóði meiri en 20 milljarðar eða samanlagt meiri en 80 milljarðar frá árinu 1999,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra þegar hann flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Davíð eyddi meirihluta ræðutíma síns í að fara yfir fjármál ríkisins og sagði að í lok næsta árs yrðu beinar skuldir ríkisins ekki nema um 14% af ríkisframleiðslunni en hefðu stefnt í yfir 60% fyrir nokkrum árum. Davíð vitnaði í Þjóðhagsáætlun þar sem segði að þetta væri einstæður árang- ur sem hefði skipað íslandi í fremstu röð í þessum efnum meðal sambæri- legra rikja. „Ef svo heldur fram út kjörtímabilið verður ríkissjóður nær skuldlaus í lok þess. Það yrðu mikil timamót," sagði Davíð. Davíð Oddsson Árangurinn hluti af þróun. Skuldir greiddar Hann sagði áð mikill viðskipta- halli væri eina neikvæða táknið í íslensku efna- hagslífi upp á síðkastið. Við- skiptahallinn væri annars eðlis en áður. Ríkið greiddi hratt nið- ur skuldir sínar og væri að verða nær skuldlaust en aðrir aðilar hefðu stofnað til skulda vegna bjartsýni. Davíð sagði viðskiptahallann nú minni ógn en menn vildu vera láta. Hann sagði þess hafa verið gætt að kaupmáttaraukningin í þjóðfé- laginu næði einnig til þeirra sem ekki semja um kjör sín, s.s. til aldr- aðra og öryrkja, og heföu öll skref ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu verið í þá átt að efla kaupmátt þess- ara hópa. Engan bilbug var að finna á forsætisráðherra í andstöðu hans við að ísland gerðist aðili að Evr- Ossur Skarphéðinsson Tímasprengjan tifar enn. Steingrímur J. Sigfússon Staða aidraðra dapurleg. ópusambandinu en Davíð sagði framkvæmd EES-samningsins hafa gengið vel. Talsmenn stjórnarandstöðuflokk- anna gáfu það fyllilega til kynna að átakaþing kynni að vera fram und- an og fóru nokkuð mikinn í andsvörum sinum við ræðu Davíðs. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að við- skiptahallinn næmi 54 milljörðum króna en hefði verið 8 milljarðar fyr- ir fjórum árum. Þá sagði Össur að ríkisstjórnarflokkamir hefðu marg- sinnis leikið af sér að undanfórnu og Þjóðhagsstofnun tæki undir það sem hann hefði sagt fyrir kosningar að „tímasprengjan tifi enn þá“. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, sagði m.a. að það væri dapurlegt til þess að hugsa að sú kynslóð sem bjó í haginn fyr- ir þá sem nú stjóma skuli ítrekað þurfa að efna til fjöldamótmæla til að minna á hlutskipti sitt og krefj- ast sanngjams hluta af batnandi efnahag síðustu ára. Kjör þessa hóps þurfi að bæta um 20% til að hann sé sambærilegur við það sem var fyrir 10 árum. Málefni sveitarfélaganna komu talsvert til umræðu. Stjómarand- staðan gagnrýndi ríkisstjórnina fyr- ir að draga dár af sveitarfélögunum vegna erfiðrar fjárhagsstöðu þeirra. Forsætisráðherra sagði mörg þeirra hafa liðið fyrir fólksfækkunina og þau þyrfti að aðstoða með framlög- um úr jöfnunarsjóði. Þá þyrfti að leiðrétta það að fólk á landsbyggð- inni væri að greiða fasteignagjöld sem væru ekki í neinu samræmi við markaðsvirði eigna þeirra. -gk Stefna í verkfall Samninganefnd framhaldsskóla- kennara hefur ekki fengið neitt tilboð frá samninganefnd ríkisins í þeim kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir frá í sumar. Kenn- arar vísuðu viðræðunum til ríkis- sáttasemjara í fyrradag. I verkfall stefnir í næsta mánuði. Sker jafnt af öllum Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að allar stofnanir þess hag- ræði í starfsemi sinni sem nemur 1,7 prósenti af rekstrarútgjöldum ársins 2001, samtals 122 milljónir króna, til að mynda svigrúm fyrir jafnháum framlögum til nýrra verkefna eða aukinna umsvifa á vissum stöðum. Ný verðbólguspá Kaupþing spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% frá september til október en það sam- svarar 4,7% verðbólgu á ári. í frétt frá Kaupþingi segir að heldur virð- ist hafa dregið úr verðbólguhraða undanfarna mánuði þrátt fyrir áframhaldandi hækkanir á húsnæð- is- og bensínverði. Kaupþing áætl- ar að verðbólgan frá upphafi ársins til ársloka verði rétt tæp 4%. Ávöxtur kröfugöngu Ríkisstjórnin hefur ákveðið að boða fulltrúa eldri borgara til fundar um kröfugerð sem þeir aíhentu ráð- herrum á mótmælafundi við Alþingi í fyrradag. Kölluð verður saman sam- ráðsnefnd sem sett var á fót fyrir þremur árum. Mbl. greindi frá. Rafræn skilríki Innan nokkurra mánaða geta allir íslendingar fengið rafræn persónu- skilríki. Landsbankinn, Búnaðar- bankinn, Íslandsbanki-FBA, Spari- sjóðirnir, Landssíminn og Kögun standa að nýju fyrirtæki, Auðkenni hf., sem stofnað hefur verið. Vill vera áfram Grétar Þorsteins- son, forseti Alþýðu- sambands íslands, hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem forseti sam- bandsins á þingi ASÍ sem haldið verður dagana 13.-17. nóvember. Mbl. greindi frá. Hraðstúdent á 650.000 Menntamálaráðuneytið gerir ráð fyrir að greiða 650.000 kr. á ári fyr- ir hvern nemanda sem stenst próf í öllum greinum við nýja hraðbraut sem ætlar að útskrifa stúdenta eftir tveggja ára nám. Til samanburðar eru Menntaskólanum í Reykjavík til dæmis ætlaðar um 294 þús.kr. á hvem virkan nemanda í dagskóla á næsta ári. Stutt við íþróttir Björn Bjarnason menntamálaráð- herra lýsti yfir á Alþingi í gærkvöld að hann hygðist leggja á ráðin með íþróttaforystunni hvemig hægt yrði að styðja enn frek- íslenskum íþrótta- mönnum. Þessi ákvörðun ráðherra er í kjölfar frábærrar frammistöðu íslenskra íþróttamanna á Ólympíu- leikunum i Sydney. -jss ar við bakið á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.