Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 Fréttir 7 DV Sandkorn Gylfi Kristjánsson notfang: sandkom@ff.ls Góðir farþegar! ATR-flugvél íslandsflugs, sem Flugfélag íslands er með I leigu, komst I fréttir i fyrrakvöld vegna bil- ana á leið írá Eyjum til Reykjavíkur. í gærmorgun var um fátt annað rætt með- al farþega en „eins- hreyfilsvélina". Fyr- ir dyrum stóð „síð- asta flugið“ til Kulusuk á Grænlandi. Nokkur töf varð á fluginu eða þar til sagt var í kallkerfi flugstöðvarinnar: „Góðir farþegar, Flugfélag íslands biðst vel- virðingar á örlítilli töf á flugi til Kulusuk sem varð vegna þess að verið var að setja björgunarbát um borð í flugvélina..." „ísmaöurinn" Sigurður Pétursson, sem býr í Kuumiit á Grænlandi og var á leið heim, túlkaði þetta snarlega fyrir aðra farþega sem voru flestir græn- lenskir og urðu a.m.k. einhveijir þeirra grænir af hræðslu yfir til- kynningunni, ekki síst vegna þess að þeir vissu að farkostur Flugfé- lagsins hafði átt það til að bila nokk- uð upp á síðkastið... Aldraðir í ham Aldraðir borgarar létu til sín taka við setningu Alþingis og létu sig hafa það að „púa“ á Davíð Odds- son forsætisráðherra þegar hann kom út úr Alþingishúsinu til að taka við mótmæla- skjali frá gamlingjun- um. Var greinilegt að gamla fólkinu var mikið niðri fyrir enda telur það sig ekki hafa fengið neina sneið af góðæriskökunni svokölluðu sem ýmsar stéttir þjóðfé- lagsins hafa verið að háma í sig undanfarin misseri. Aldraðir hafa gefið það glögglega í skyn að hér sé aðeins um viðvaranir að ræða, þeir muni grípa til harðari aðgerða í nánustu framtíð, verði ekki á þá og þeirra málflutning hlustað og endur- bætur gerðar. Fleíri reiðir Öryrkjabandalag Islands var einnig með baráttufund við setningu Alþingis en því bandalagi stýrir sem kunnugt er „góðvin- ur“ forsætisráð- herra, Garðar Sverrisson. Ekki eru meiri kærleikar með öryrkjum og forsætisráðherra annars vegar en öldruðum og ráð- herranum hins veg- ar. Garðar formaður var hvassyrtur í ræðu sinni á baráttufundi öryrkj- anna og sagði að ef öryrkjar stæðu þétt saman gæti ekki nokkur mann- legur máttur stöðvað þá í barátt- unni gegn aöskilnaðarstefnu stjóm- valda sem hann kallaði svo. Það lít- ur sem sagt út fyrir það að fjörlegt geti orðið í kringum forsætisráð- herra vom á næstunni og eflaust eiga þau eftir að detta, einhver gull- komin á báða bóga. Lokað á rjúpuna Sú ákvörðun Sivjar Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra, að loka fyrir rjúpnaveiði við utanverðan Eyjafjörð að austanverðu í haust, kom mönnum nyrðra vægast sagt nokkuð á óvart. Loka á fyrir veiðar í Grýtubakkahreppi alveg frá Vikm-- skarði og norður úr en næsta vetur verður svo lokað fyrir veiðar við Eyjafjörðinn vest- anverðan og alveg vestur að Skaga- firði. Ástæðan er sögð rannsóknarstarfsemi en margir eru hissa. í þeirra hópi em bændur sem leigt hafa jarðir sínar rjúpna- skyttum og rjúpnaskyttumar sjálfar sem margar hveijar hafa greitt háar upphæðir til að tryggja einkaland fyrir sig og sina í rjúpnaveiðinni eins og farið er að tiðkast. Dauðaleit að formanni fyrir nýja 40 þúsund manna verkalýðssambandið: Halldór er hættur Nýja verkalýðssambandið, sem stofnað verður í næstu viku og mun innihalda um 40 þúsund félaga, er enn höfúðlaus her, ef svo má segja. Engin leið er að segja fyrir um hver eða hveijir muni koma til með að stýra nýja sambandinu en það eina sem er alveg á hreinu er að næstu daga, fram að stofnfúndinum 12.-13. október eiga menn innan verkalýðshreyfmgarinnar eftir að „sitja að plotti". Nýja samband- ið mun heita Landssamband verka- fólks eða, eins og aðeins hefur heyrst Samfylkingin: Berst gegn fátækt „Við munum berjast gegn þeirri miklu fátækt sem er að skjóta rótum á ný í okkar samfélagi," sagði Rann- veig Guðmundsdóttir, formaður þing- flokks Samfylkingarinnar, sem kyrrnti fjölþættan þingmálapakka vetrarins og helstu áherslur í gær. Málin sem Samfylkingin mun vinna að á komandi þingi heyra undir mála- flokkana umhverfi og auðlindir, lýð- ræði, jöfnuð og mannréttindi. Rannveig sagði, að flokkurinn hefði á stefnuskrá sinni allnokkur mál sem vörðuðu bættan hag aldraðra og ör- yrkja. „Menn hafa þráast við að sjá að misskiptingin er alltaf að aukast í þjóðfélaginu. Gegn henni ætlum við að beijast," sagði Rannveig. Hún sagði að Samfylkingin væri að vinna heildarstefhumótun í mál- efnum innflytjenda og útlendinga. Tekið væri á atvinnuréttindum, kyn- þáttafordómum og fjölmenningarleg- um málum. Þá væri flokkurinn með mörg mál sem féllu undir byggða- og sveitarstjórnarmál, m.a. fjarvinnslu- mál, sem gerðu það að verkum að hægt væri að gerbreyta atvinnuum- hverfi fólks á landsbyggðinni með því að tryggja öllum jafna þátttöku í þeirri nýju þróun sem hafið hefði innreið sína. Lög um tjón Þá legði flokkurinn áherslu á mál sem féllu undir menntamál, börn og unglinga og afkomu fjölskyldunnar. Einnig væri á stefnuskránni sérstak- ur málaflokkur varðandi lýðræði þar sem lykilorðin væru: upplýsing, þátt- taka, ábyrgð. Rannveig lagði áherslu á að þeir málaflokkar sem kynntir væru nú væru ekki tæmandi fyrir starf flokksins í vetur. Samfylkingin hefur kynnt þrjú þingmál. Hið fyrsta er lagasetning vegna tjóns af völdum náttúruham- fara. Annað málið var að afnema heimild til að fresta skattlagningu á arð af hlutabréfum. Hið þriðja var breyting á lögum um barnahús þar sem það verði fært í upprunalegt horf._____________-JSS Bílvelta í Borgarfirði ÖkumaðuiMolksbíls missti stjórn á honum og velti honum við Varma- land í Borgarfirði um hádegisbilið í fyrradag. Maðurinn ók eftir ein- breiðu slitlagi sem farið er að brotna upp úr á hliðunum, þegar bíllinn fór út af slitlaginu og maður- inn missti stjóm á honum með fyrr- greindum afleiðingum. Að sögn lög- reglunnar i Borgamesi var maður- inn einn i bílnum og slapp ómeidd- ur en bíllinn er nokkuð skemmdur. -SMK minnst á að undanfómu, Starfsgreinasamband íslands. Að nýja sambandinu standa Verkamannasamband Is- lands, IÐJA, landssamband iðnverkafólks, og Þjónustu- samband Islands. Halldór Bjömsson, fyrrum formaður Eflingar í Reykja- vík, hefúr stjómað kynning- arferð um landið þar sem for- svarsmönnum verkalýðsfé- laga var kynnt stofhun nýja Halldór Björnsson Ég er hættur, bú- inn að skila mínu. sambandsins. Halldór sagði fúndina hafa tekist ótrúlega vel, sérstaklega miðað við hvemig ástandið var innan Verkamannasambandsins þegar kynningarherferðin hófst. Halldór segist þó gera sér grein fyrir því að það sé eftir að kjósa forustuna og það sé erfitt mál sem unnið sé að. Sjálfur er hann einn þeirra sem hefur verið orðaður við formannsstarfið. Digur þingmálapakki Þingflokkur Samfylkingarinnar kynnti fjölþættan þingmálapakka í gær. Sam- fylkingin ætlar aö taka á málefnum aldraöra, öryrkja, innflytjenda svo og fjar- vinnslumálum, svo aö eitthvaö sé nefnt „Nei ég ætla ekki að taka það að mér. Það væri bjálfalegt af mér að fara út í slíkt, ég er 72 ára og er hættur, ég er búinn að skila mínu starfi. Ég tók bara að mér að vinna að kynningar- málum varðandi stofnun nýja sam- bandsins," segir Halldór. En myndi hann segja já ef til hans yrði leitað í neyð? „Ég held ekki, enda á ég ekki von á að lenda í þeirri stöðu að verða neyðarúrræði. Ég vona að menn nái landi, láti skynsemina ráða og ég tel að þeir sem mest höfðu sig í frammi í átökunum innan VMSÍ muni halda sig til hlés,“ sagði Halldór. Sigurður Bessason, formaður Efling- ar, sem sterklega hefur verið orðaður við formannsstarfið, mun hafa hafnað því endanlega. Þau nöfn sem nú heyr- ast nefnd vegna formannsstarfsins eru nöfn Guðmundar Þ. Jónssonar, fyrr- verandi formanns Landssambands iðn- verkafólks, og Jóns Karlssonar á Sauð- árkróki. Þá er enn talað um Hervar Gunnarsson, starfandi formann VMSÍ, en þess látið getið af viðmælendum DV að um hann verði aldrei nein sátt. „Það verður að finnast á þessu lausn. Verkalýðshreyfingin er í slæm- um málum ef við náum ekki niður- stöðu í þessu og menn verða að setja gamlar persónulegar eijur til hliðar," segir Halldór Bjömsson og hittir ef- laust naglann á höfuðið. -gk Upplagt í eldhúsið bráðsniðugt í barnaherbergið hljómar vel í hjónaherbergi stórgott í stofuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.