Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 24
Norskar kýr:
Ráðherra enn
undir feldi
Guöni
Ágústsson.
„Ég er enn und-
ir feldi,“ sagði
Guðni Ágústsson
landbúnaðarráð-
herra þegar DV
spurði hann hvort
fyrir lægi ákvörð-
un um hvort leyft
yrði að flytja fóst-
urvisa úr norsk-
um kúm hingað til
lands í tilrauna-
gaf Landssambandi
skyni. „Ég
kúabænda fyrirheit um að ljúka
þessu máli á haustdögum," sagði
hann. „Hvort það verða langir
eða stuttir haustdagar, það veit
ég ekki ennþá. Það fer eftir veðr-
áttunni."
Ráðherra sagðist vera kominn
með allar upplýsingar sem hann
hefði kallað eftir. Síðustu upplýs-
ingar hefðu ekki borist fyrr en í
ágúst. Nú væri hann að skoða
heildarpakkann vandlega áður
en ákvörðun yrði tekin um að
leyfa innflutning eöa hafna hon-
um.
-JSS
íC-
Eimskipafélag íslands:
Forstjóraskipti
á miðvikudag
Hörður Sigur-
I gestsson, forstjóri
Eimskipafélags-
ins, mun láta af
störfum næstkom-
andi miðvikudag.
Daginn eftir tekur
nýr forstjóri við,
Ingimundur Sig-
urpálsson, bæjar-
stjóri í Garðabæ.
Hörður Sigur-
gestsson mun þá
einbeita sér að
stjórnarfor-
mennsku í Flugleiðum:
„Ég hef aðstöðu hjá Flugleiðum
eins og verið hefur en ég verð
þar ekki í fullu starfi enda engin
þörf á því,“ sagði Hörður í gær.
„Ég hef engin plön um að hætta
stjórnarformennsku i Flugleiðum
en formaðurinn er kosinn til eins
árs í senn á aðalfundi. En enginn
ræður sínum næturstað," sagði
Hörður sem jafnframt situr í
stjórnum Skeljungs og Burðar-
áss.
- Fengiö atvinnutilboð?
„Nei, enda ekki verið að leita
eftir því né verið í þeim hugleið-
• ingum. Ef mér fer aö leiðast lít ég
í kringum mig,“ sagði Hörður
Sigurgestsson. -EIR
Höröur
Sigurgestsson
Enginn ræöur
sínum nætur-
staö.
VANTAR ENGAN I
FLUGTERÍUNA?
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJALST, O H A Ð DAGBLAÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000
DVJHYN0 HAUKUR ÞÓRÐARSON
Undir Jökli
ÓLafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, er í opinberri heimsókn á Snæfellsnesi ásamt heitkonu sinni, Dorrit
Moussaieff. Forsetinn og Dorrit ásamt börnunum í Staöarsveit í faömi jökulsins. Dorrit heldur á flösku af ölkelduvatni
sem hún fékk aö gjöf frá börnunum.
Jesse Jackson í viðtali við DV:
Akafur stuðn-
ingsmaður
Als Gores
DV, BOSTON
Jesse Jackson
Bandaríski
blökkumannaleið-
toginn séra Jesse
Jackson sagði í
samtali við blaða-
mann DV í gær-
kvöld að honum
hefði þótt AI Gore,
varaforseti og for-
setaefni demó-
krata, standa sig
mun betur í kappræðunum við Ge-
orge W. Bush, forsetaefni repúblik-
ana, í Boston í gærkvöld. Jackson
sagði að hann óttaðist hvað yrði
um hæstarétt BNA næði Bush
kjöri.
„Þeir menn sem Bush hyggst
skipa sem hæstaréttardómara nái
hann kjöri eru menn sem hafa
hingað til virt réttindi minnihluta-
hópa og kvenna að vettugi. Ég er og
mun vera ákafur stuðningsmaður
AIs Gores," sagði Jackson stuttu
eftir kappræðumar í gærkvöld.
Sjá nánar á bls. 8. -ÓRV
/
/
/
/
/
/
Veiðimálastofnun rannsakar lífríki Elliðavatns:
Bleikjustofninn er
að snarminnka
- varað við aukinni byggð og frárennsli frá mannskepnunni
Bleikjustofninn í Elliðavatni hef-
ur snarminnkað á síðustu árum,
samkvæmt rannsóknum Veiði-
málastofnunar. Starfsmenn stofn-
unarinnar voru við mælingar í
vatn'inu í gær og fyrradag og
mældu stærð stofna urrðiða og
bleikju. Samkvæmt niðurstöðum
þeirra hefur fækkað um meira en
helming í bleikjustofninum sl. 3-4
ár. Urriðastofninn hefur haldist í
sömu stærð.
Veiðimálastofnun hefur rannsak-
að fiskistofnana í Elliðavatni ár-
lega frá 1988. Lögð hafa verið net
með mismunandi möskvastærðum
og þannig fengist þverskurður af
stærð stofnanna, samsetningu
þeirra og árgangastyrk. Að sögn
Þórólfs Antonssonar flskifræðings
hjá Veiðimálastofnun hafa fiski-
stofnarnir í vatninu verið tiltölu-
lega stöðugir, bæði urriðinn og
bleikjan, þar til fyrir fáeinum árum
Elliðavatn
- hlutfall bleikju og urriða
100 !1
llllllllllll
j :j
að bleikjustofninn fór að minnka.
„Ekki virðist vera um neinar
fæðubreytingar að ræða þannig að
það er erfitt að fullyröa um ástæð-
ur þessa samdráttar,“ sagði Þórólf-
ur. „En þetta bendir okkur á að
eitthvað sé að breytast. Raunvís-
indastofnun gerði efnamælingar i
vatninu fyrir allnokkru. Þar voru
ýmis efni komin í mikinn styrk,
svo sem áljónir sem losna við
ákveðið efnaferli. Það lindarvatn
sem er uppistaðan í Elliðavatni er
efnaríkt. Það hefur runnið um jarð-
lögin og tekið til sín steinefni. Það
er gott fyrir frjósemi vatnsins að
ákveðnum mörkum. En síðan getur
það orðið of mikið. Sennilega er El-
liðavatn nálægt þeim mörkum
þannig að litlu má við bæta.“
Þórólfur sagði enn fremur að
byggð við vatnið bætti á þessi efni.
Veiðimálastofnun hefði varað við
að aukin byggð og frárennsli frá
mannskepnunni gæti orðið til þess
að farið yrði yfir mörkin sem væri
afar óæskilegt fyrir lifríkið.
„Það væri ekki óeðlilegt að Kópa-
vogsbær og Reykjavík þyrftu að at-
huga sinn gang og fylgjast með
þessu. Ef á að byggja á þessum
svæðum verða menn að haga sér
samkvæmt þvi hvernig vatnið er
og hversu mikið það þolir vilji
menn leggja áherslu á að halda líf-
ríkinu sem þar er.“ -JSS
Páll Pétursson um niðurstöðu skoðanakönnunar DV um ESB-aðild:
I takt við afstöðu Framsóknar
„Þetta er nákvæmlega eins og ég
gerði ráð fyrir,“ sagði Páll Pétursson,
félagsmálaráðherra, en könmm DV á
afstöðu fólks til ESB aðildar sýnir veru-
lega andstöðu innan Framsóknar-
flokksins. „Þó umræða sé komin í
gang, þá er fjarri þvi að Framsóknar-
flokkurinn hafi breytt um afstöðu. Her-
mann Jónasson, formaður flokksins,
átti mikinn þátt í að móta afstöðu
flokksins til Efnahagsbandalagsins á
sínum tima og henni hefur ekkert ver-
ið breytt.“
„Þetta er ekki úr takt við þá tilfinn-
ingu sem við höfurn," sagði össur
Skarphéðinsson um skoðanakönnun
DV í dag um ESB aðild. „Þó ber þess að
geta að flokkurinn er ungur og umræð-
an um ESB rétt að byrja. Það er alveg
ljóst að innan allra stjómmála-
flokka á íslandi eru
skiptar
skoðanir um þetta. Þessi könnun sýnir
ansi hátt hlutfall þeirra sem vilja Is-
land í ESB, miðað við hvað umræðan
er skammt á veg komin.“
„I fyrri skoðanakönnunum hefur
alltaf komið fram mikill stuðningur við
ESB aðiid. Hann hefur lfka verið til
staðar innan Sjáifstæðisflokksins. Mér
því samkvæmt þessari könn-
un að andstaðan sé frekar að
aukast. Það er dálitið merki-
miðað við að umræðan um
Evrópuaðildar hefúr verið
óvenju mikil,“ sagði Einar K. Guð-
þingmaður Sjálfstæðis-
-HKr
Gæði og glæsileiki
smort
Csólbaðstofað
Grensásvegi 7, sími 533 3350.
sýnist j
brothen
P-touch 9200PC
Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni
Samhæft Windows
95, 98 og NT 4.0
360 dpi prentun
1 til 27 mm letur
Strikamerki
Bafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport_______
:
/
:
i