Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 6
6 Viðskipti •• Oflugur þjóðarbúskapur á flestum sviðum - en mikill viðskiptahalli kastar rýrð á heildarmyndina Þjóðhagsáætlun fyrir árið 2001 er komin út. Það sem kémur fram í henni er að íslenskur þjóðarbú- skapur er öflugri en nokkru sinni fyrr. Hagvöxtur hefur verið nær 5% að meðaltali frá miðjum síðasta áratug og kaupmáttur heimilanna hefur aukist til samræmis við hann. Á sama tíma hefur störfum fjölgað um 15000 og atvinnuleysi minnkað úr 5% af vinnuaflinu nið- ur í 1,5%. Verðbólga hefur verið lít- il þótt hún hafi verið um hrið nokkru meiri en æskilegt er til langs tima. Umskipti í ríkisfjármál- um hafa snúið hallarekstri hins op- inbera í umtalsverðan afgang. Viöskiptahalli miklll Það sem er þó neikvætt við þróun- ina er að viðskiptahalli er hér mik- ill og hefur aukist á síðustu árum og er það nokkurt áhyggjuefni. Allt stefnir í að viðskiptahalli á þessu ári verði 8% af landsframleiðslu og spáin fyrir næsta ár gerir einnig ráð fyrir tæpum 8% viðskiptahalla af landsframleiðslu. Það verður eitt helsta verkefni hagstjómar á næstu misserum að leggja grunn að minnkun hallans. Ríkið hefur sýnt töluverða ráðdeild síðustu ár en einkaaðilar og heimili hafa ekki fylgt fordæmi þess. Þvert á móti hefur einkaneysla hér aukist í stað þess að heimili greiði niður skuldir til að mæta því þegar herðist á sultarólinni næst. Sterkt samband er á milli aukinnar neyslu og aukins kaupmáttar og hefur aukinn kaupmáttur á síðustu árum að hluta til leitt af" sér þennan viðskiptahalla. Það stefnir í að kaupmáttur heimilanna hafi aukist um 23% milli þessa árs og ársins 1995. Á þessum sama tíma hefur einkaneysla aukist um 36% þannig að aukning neyslu hefur verið tölu- vert meiri en aukning rauntekna og er þetta nokkurt áhyggjuefni. Staöa efnahagsmála er traust Það sem kemur enn fremur fram í þessari þjóðhagsspá er aö staða efna- hagsmála er í grundvallaratriðum traust. Þetta má meðal annars rekja til aðhaldssamrar efnahagsstefnu rík- isstjómarinnar undafarin ár og marg- víslegra aðgerða til þess að styrkja undistöður atvinnulífsins og treysta aíkomu heimilanna. Gert er ráð fyrir að verðbólgan muni lækka á næsta ári miðað við það sem búist er við að hún verði á þessu ári. Gert er ráð fyrir að verðbólgan á þessu ári muni verða 5% en 4% á næsta ári. Það sem hefur átt þátt í því að auka verðbólguna á síðustu árum er mikil þensla á vinnumarkaði en sem kunnugt er hefur atvinnuleysi verið mjög lítið síðustu tvö ár sem hefur átt sinn þátt í því að ýta undir verðbólguna. Gert er ráð fyrir að at- vinnlueysi muni aukast á næsta ári og muni verða 1,8% en allt virðist stefna í að atvinnuleysi á þessu ári muni verða 1,5%. Hægist um á næsta ári Allar líkur benda til þess að töluvert hægi á vexti efnahagslífsins á næsta ári miðað við þann vaxtarhraða sem einkennt hefur það síðustu ár. Stefnir í að hagvöxtur verði 1,6%, samanbor- ið við 3,6% á þessu ári og að meðaltali 5% frá miðjum áratugnum. Mikilvægasta verkefni hagstjómar er að varðveita þann árangur í efnahags- málum sem náðst hefur á undafórn- um árum og tryggja áframhaldandi stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Staða ríkisfjármála er hér í lykilhlut- verki þar sem brýnt er að móta stefnu, ekki einungis fyrir næsta ár heldur til nokkurra næstu ára, til þess að skapa aukna festu í hagstjóm. Það er raunhæft markmið að greiða niður skuldir ríkissjóðs þannig að peninga- eignir ríkisins verði meiri en skuldir á árunum 2003-2004. Upplýsingar í síma 550 5000 Höfuðstöðvar Islandsbanka-FBA í Reykjavík. Haustblaðið er komið út með fjölbreyttu og áhugaverðu efni. Nýir kaupendur ársins fá 3 blöð ( kaupbæti. Áskriftarsímar: 551 7044 og 552 7430. Breytingar boðaðar hja SIF á Wall Street markaðinum og er þessi þjónusta við- bót ofan á verslun með viðskipti á ís- lenska markaðinum. Munu erlendu viðskiptin fara fram líkt og áður í al- íslensku og skilvirku umhverfi á www.ergo.is. Á erlendu síðunum verður hægt að skoða helstu upplýsingar og kennitöl- ur fyrirtækjanna, skoða þróun á gengi hlutabréfa og bera saman við gengi sambærilegra fyrirtækja, vísitölur o.fl. Viðskipti með hlutabréf munu fara fram i dollurum en hægt verður að kaupa og selja dollara á ERGO án þóknunar. Viðskipti með erlend hluta- bréf verða möguleg frá klukkan 13.30- 20.00 að íslenskum tíma en 14.30- 21.00 frá nóvember til mars. Viðskiptavefur ERGO er annar í röðinni innan íslenska bankakerfisins til þess að hefja viðskipti beint með bandarísk hlutabréf en Kauphöll Landsbréfa hóf sem kunnugt er sam- bærilega þjónustu fyrir örfáum árum. Samstarfsaðili ERGO er bandaríska veröbréfafyrirtækið AB Watley sem er í hópi 10 bestu verðbréfafyrirtækja á Netinu að mati gomez.com sem er viðurkenndur matsaðili á þessu sviði. Ákveðið hefur verið að sameina tvö innkaupa- og sölusvið SÍF ís- lands í eitt. Þá verða gerðar breyt- ingar á fjármálasviði SÍF, starfs- fólki verður fækkað og nýr fjár- málastjóri hefur verið ráðinn til móðurfélagsins. Við fjármálastjóm hjá SÍF ís- landi tekur Brynjar Þórsson og við fjármálastjórn á í SÍF-samstæð- unni tekur Kristinn Albertsson. Forstöðumaður innkaupa- og sölu- sviðs SÍF íslands er Jóhannes Már Jóhannesson. „Talsverð hagræð- ing í mannahaldi fæst hjá SÍF ís- landi við þessar breytingar en meginmarkmið með breytingunum er að laga til skipulagið þannig að það þjóni betur starfseminni,“ seg- ir í frétt frá SÍF. Starfsemi SÍF hf. á íslandi skipt- ist í tvo hluta, móöurfélag SÍF hf., sem sér um yfirstjóm og samræm- ingu hjá fyrirtækjum SÍF-samstæð- unnar, og SÍF ísland, sem sér um sölu sjávarafurða frá íslandi. Þá rekur SÍF hf. einnig dótturfélög á íslandi og í 14 öðrum löndum. Sendlar óskast á blaðadr. DV eftir hádegi. Æskilegur aldur 13-15 ára. þjoni betur starfseminnl. í kjölfar sameiningar íslands- síldar hf., Islenskra sjávarafurða hf. og SÍF hf. á síðasta ári urðu nokkrar mannabreytingar hjá hinu sameinaða félagi SÍF hf. og starfsfólki fækkaði. Þær breyting- ar sem nú hafa verið ákveönar eru afleiðingar frekari skoðunar og þróunar skipulagsmála félagsins á íslandi. Bankastræti Laugaveg 1-45 Kringluna Neðstaleiti Njálsgötu Grettisgötu Nesveg Sörlaskjól Frostaskjól Granaskjól Seiðakvísl Silungakvísl Urriðakvísl Seltjarnarnes Selbraut Sólbraut Sæbraut Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: ERGO ERGO, verðbréfamarkaður tslands- banka-FBA, hefur opnað fyrir við- skipti með hlutabréf á bandaríska Vorum aö taka upp glænýjar vörur fyrir dömur og herra. 25-40% lægra verö. Ný myndbönd sem áður kostuöu 2.490, nú á 1.500. Gerðu samanburð á veröi, úrvali og þjónustu. $!e Fókafeni 9 • S. 553 1300 Opið laug. 10-16 mán.-fös. 10-20 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 __________________PV Umsjón: Vi&skiptablaöid Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 2400 m.kr. Hlutabréf 174 m.kr. ! Húsbréf 680 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0Jarðboranir 41 m.kr. ; Q Pharmaco 22 m.kr. 0 Kögun 18 m.kr. , MESTA HÆKKUN ’QVinnslustööin 4,7% i 0Sölumiöstöö hraðfryst 4,0% 0Tæknivai 2,8% MESTA LÆKKUN QPIastprent 7,3% ; ; 0SÍF 4,2% j 0Nýhetji 3,9% ÚRVALSVÍSITALAN 1488,7 stig - Breyting 0 1,199 % Xerox býst viö tapi á þriðja ársfjóröungi Xerox, bandaríska fyrirtækið sem framleiöir meðal annars ljósritunar- vélar, tilkynnti að fyrirtækið myndi sennilega skila tapi á þriðja árs- fjórðungi en fyrri spár höfðu gefið til kynna hagnað. Lítil sala í Norð- ur-Ameríku og í Evrópu og mikil samkeppni á öllum sviöum fram- leiðslunnar var ástæða endurskoð- aðrar spár. Vegna mikilla vanda- mála innan fyrirtækisins á þessu ári hafa bréf þess fallið um 65% á árinu. í Q Íslandsbanki-FBA 762.389 i Össur 465.781' : 0 Eimskip 277.796 : j, 1 ísl. hugb.sjóðurinn 226.725 5 Landsbanki 213.540 : O sídastliöna 30 daga Q SR-Mjöl 23 % 0 Vaxtarsjóöurinn 16 % 0 Islenskir aðalverktakar 14% 0 Pharmaco 12 % | Q Jarðboranir 11% ■ ' -O síöastliöna 30 daga ; 0 Hampiöjan -18 % j 0 Rskiðjus. Húsavíkur -17 % 0ísl. hugb.sjóöurinn -16 % QGrandi -14 % j 0 Nýherji -14% j Óbreytt atvinnuleysi í evrulandi Atvinnuleysi í evrulöndum var óbreytt i ágúst, 9%, og lækkaði úr 9,9% í ágúst fyrir ári. Atvinna jókst mikið í Hollandi, írlandi og Svíþjóð en allar þjóðirnar 15 tilkynntu að at- vinnumarkaðirnir hefðu lagast á undanfómum 12 mánuðum. línnrrí? Floow JONES 10719,74 Q 0,18% 1 • Inikkei 16149,08 O 1.49% Imw 1426,46 O 0.68% SíHnasdaq 3455,83 O 3,17% ÉSftse 6325,70 O 0,30% ^DKX. 6865,48 O 0,05% M WCAC40 6362,56 O 0.59% 4.10.2000 kl. 9.15 UAIID CAI A 1 KAUP SALA PjTjDollar 83,230 83,650 S^Pund 120,950 121,570 i*BKan. dollar 55,380 55,720 raDönakkr. 9,7660 9,8200 Rr^Norsk kr 9,0500 9,1000 Qsansk kr. 8,4730 8,5190 HHfI. mark 12,2448 12,3184 l lFra. franki 11,0989 11,1656 | Belg. franki 1,8048 1,8156 tMsvls*. frankl 48,0700 48,3300 f.“*Holl. gyllini 33,0371 33,2356 Þýskt mark 37,2241 37,4478 í jh. líra 0,037600 0,037830 | v Aust. sch. 5,2909 5,3227 Port. escudo 0,3631 0,3653 j •' ,;Spá. peseti 0,4376 0,4402 ;j • jjap. yen 0,765100 0,769700 írskt pund 92,442 92,997 SDR 107,550000 108,200000 1 Becu 72,8041 73,2416

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.