Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 10
10 _________MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 Skoðun x>v Spurning dagsíns Hvar myndirðu vilja búa ef ekki á íslandi? Svava Karen Jónsdóttir nemi: Ég myndi vilja búa á Flórída. Þar er alltaf heitt og mikiö um aö vera. Sigríöur Kolbrún Jóhannesdóttir nemi: Á Spáni, hlýtt og gaman aö vera þar. Fjóla Asmundsdóttir afgreiöslustúlka: I Ameríku. Ég bjó þar í 5 ár og væri til í aö flytja þangaö aftur. Anný Hauksdóttir afgreiöslustúlka: Á Englandi, þaö er eitthvaö svo spennandi. Bryndís Hauksdóttir verslunarstjóri: Á Spáni. Þar er svo gott loftslag og gott verölag. Sigrún Júlíusdóttir afgreiösludama: / Noregi, þaö er svo fallegt land. Siðlaus valdníðsla í Sílakvísl Nanna. Ingibjörg, Inga og Hrafnhildur í Sílakvísl skrifa: íbúanum í Sílakvísl 27 tókst loksins að fá hundana fjarlægða úr húsinu. Þetta er búið að vera honum hjartans mál lengi, til að ná sér niðri á ná- grönnum sínum. Ekki að henni væri illa við hundana, langt frá þvi, hún hafði jú klappað þeim og börnin henn- ar leikiö við þá og allir voru vinir. Ekki heldur vegna veikinda, hávaða eða sóðaskapar. Ástæðan var líklegast hefnigimi. Eftir að hafa reynt með yfirgangi og frekju að koma nágrönnum sínum upp á móti hver öðrum og endað á því að þjappa þeim betur saman og skapa sterk vináttubönd þeirra á miili þá var þetta örþrifaráðið, ráðast á dýrin, fjóra hunda í tveimur íbúðum.Til allr- ar hamingju tókst að koma öllum nema einum í fóstur en eina tík varð að svæfa. Reyndar var það dýrið sem böm íbúans höföu haft mest gaman af að leika sér við. Þessi aðferð er mikið notuð í fjöl- býlishúsum hér í borg þar sem hund- ar eru, þegar fólk ekki situr og stend- ur eins og harðstjóramir vilja þá er hundaleyfinu kippt til baka. Þeim er gert kleift að haga sér svona vegna laga og reglugerða sem yfirvöld setja án þess að hirða um afleiðingarnar. Tíkin Fix Hana varö því miöur aö svæfa. „Þessi aðferð er mikið not- uð í fjölbýlishúsum hér í borg þar sem hundar eru, þegar fólk ekki situr og stendur eins og harðstjór- amir vilja þá er hundaleyf- inu kippt til baka. “ Skeytingarleysi borgaryfirvalda er augljóst. Það er margbúið að benda yf- irvöldum á að við eigum líka kröfu á að okkar sjónarmið verði skoðuð, að hvert tilfelli þurfi að skoða vandlega en ekki bara afgreiða á ódýrasta og auðveldasta máta. Það óréttlæti að ein manneskja geti ráðið gegn meirihluta án þess að koma með nokkra eðlilega skýringu er ótrúlegt að líðist. Fólk í fjölbýli er afskaplega mismunandi og sameiginlegi hluti þeirra sumra svo lítill að nágrannar hittast varla. Reyndar er húsið Silakvísl 15-27 ótrú- lega lítið fjölbýlishús, allir með sér- inngang og sumt sem íbúi í no. 27 hef- ur sameiginlegt með öðrum er hjóla- geymsla og sorpgeymsla og svo heilar 15 útitröppur. Til er samþykkt í fundargerðabók hússins þar sem flmm af sjö eigendum samþykktu hundahald í húsinu en eft- ir misheppnaða tilraun til yfirtöku á hússjóð hefur íbúi í no. 27 ekki hirt um að mæta á löglega boðaða hús- fundi og ein íbúð var í umsjá sýslu- manns sem er dánarbú. Það er vitað að fjölda fólks langar til að hafa hund en getur ekki vegna yfirgangs í öðr- um. Allt þetta fólk er tilbúið að bera ábyrgð og fara að þeim eðlilegu um- gengnisreglum sem settar eru en er ekki gert kleift vegna tillitsleysis yfir- Vcdda. Lausnin er sú sama og í um- ferðinni; þeir sem ekki fara eftir regl- unum fá einfaldlega tiltal og sekt eða verða sviptir hundaleyfi. - Sama og gert er í umferðinni með ökuleyfið. Ríkið eða Reykjavíkurborg? Guðjón Stgurösson, Hátúni 10, skrifar: Ég hlustaði á umræður á Rás 2 um fjármál Reykjavíkurborgar þar sem Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, og Júlíus Vífill, borgarfulltrúi minni- hlutans, ræddu þau mál. Mér þótti það einkennilegt að í hvert skipti sem Júlíus benti á hvernig staða borgar- innar væri þá svaraði Helgi því alltaf til að þetta og hitt væri ríkinu að kenna. - Sem sé; R-listinn er stikkfrí og ekki í fyrsta sinn. En Helgi: Þér til upplýsinga þá „En Helgi: Þér til upplýsinga þá sagðir þú á útifundi R-list- ans á Lœkjartorgi „Skattar á Reykvikinga verða EKKI HÆKKAÐIR ef R-listinn held- ur áfram með stjóm Reykja- vikur. “ sagðir þú á útifundi R-listans á Lækj- artorgi: „Skattar á Reykvíkinga verða EKKI HÆKKAÐIR ef R- listinn heldur áfram með stjórn Reykjavíkur." Öll vitum við hvernig það fór. En auðvitað er það ríkinu að kenna! Og kæri Helgi; Reykvikingar höfnuðu ekki Sjálfstæðisflokknum vegna skulda, heldur trúðu þeir í blindni á þau loforð, sem þið, R-lista menn, hömruðuð á alla kosningabaráttuna 1994: að öll böm eins árs og eldri fengju leikskólapláss á kjörtímabil- inu. Og út á þetta gekk ykkar barátta. Og hvernig það fór vita allir. En auð- vitað var ÞÁÐ ríkinu að kenna að þau loforð voru svikin. Pagfari________________________________________________________________________ Rísandi hörkustelpa Konur eiga sem kunnugt er ekki við risvanda- mál að stríða en sumar eru þeirrar náttúru að fá allt til að rísa í kringum sig. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra virðist gædd þessum nátt- úrutöfrum því henni hefur tekist það sem fyrir- rennurum hennar reyndist ókleift; að láta E1 Grillo rísa af hafsbotni í Seyðisfiröi, heima- mönnum til mikillar gleði. Sannkölluð þjóðhá- tíðarstemning ríkir á Seyðisfirði vegna þessa af- reks umhverfisráðherrans og bæjarstjórinn á bágt með aö lýsa hrifningu sinni þegar hann kallar ráðherrann hörkustelpu. Og það þarf töluvert til. Siv tókst með kven- legri mýkt sinni, brosi og stelpuflissi að fá ráð- herra ríkisstjórnarinnar til að rísa upp á já- kvæðu nótunum og afhenda sér hundrað millj- ónir á silfurfati til að lyfta E1 Grillo sem legið hefur flatur á hafsbotni i hálfa öld. Það er afrek. Dagfari á sér draum um að vera fluga á vegg á ríkisstjómarfundi þegar Siv vefur körlunum um fingur sér i stutta pilsinu með breiða brosið og fær sínu framgengt. Ætli ráðherrafrúmar hafi ekki áhyggjur af þessum fundum? Ekki svo að skilja að Siv þurfi að launa körlunum greið- ann en allt minnir þetta dálitið á tungulipru skúringakonuna á sjötugsaldri sem hafði 28 milljónir út úr sex karlmönnum án þess að lyfta Dagfari á sér draum um að vera fluga á vegg á rikisstjómarfundi þegar Siv vefur körlunum um fingur sér í stutta pilsinu með breiða brosið og fær sínu framgengt. Ætli ráðherrafrúmar hafi ekki áhyggjur af þessum fundum? litla fingri. Siv hafði 100 milljónir út úr átta karlkynsráðherrum og á von á meiru ef Dagfari hefur skilið fréttirnar frá Seyðisfirði rétt. Nú stendur Siv hins vegar frammi fyrir mesta risvandamáli íslenskrar samtímasögu en það er sjálfur Framsóknarflokkurinn hennar sem er löngu hættur að rísa en fellur þess í stað í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri. Fátt er til bjargar og menn standa ráðalausir gagnvart óút- skýranlegu óvinsældum flokksins sem lengst af hefur verið kjölfestan í íslenskum stjórnmálum, öfgalaus miðjuflokkur sem hefur byggt fylgi sitt á erfðagenum kjósenda sem hafa flust milli kyn- slóða merkt X-B. Nú þarf Siv að grípa til sinna ráða og beita alþekktum töfrum til að ná fylginu upp. Um aðra er ekki að ræða. Kona sem getur lyft heilu skipsflaki af hafsbotni hlýtur að geta lyft fylgi Framsóknarflokksins. Þegar E1 Grillo skýst upp á yfirborðið fyrir tilverknað umhverf- isráöherrans má búast við að fylgi Framsóknar- flokksins rísi einnig. Alla vega fyrir austan, i kjördæmi Halldórs Ásgrímssonar formanns. Það er því eins gott að hann fari ekki að skipta um kjördæmi. Vonin er fyrir austan. Þökk sé E1 Grillo og Siv. Albright þrýstir á þátttöku Þröstur skrifar: Það má öllum vera ljóst að megin- tilgangur Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hingað nú og um- ræðuefni er að þrýsta á íslendinga að taka meiri þátt í rekstri Keflavíkur- Madelaine Al- flugvallar. í dag bright utanrík- kosta Bandaríkin isríkisráðherra reksturinn alfarið. Á í erfiöleikum Örugglega eru meö landann vandamálin í sam- sem vill allt skiptum íslands og ókeypis. Bandaríkjanna ekki stór né mörg og snúa einfaldlega að þessu tiltekna atriði. Víst er að skatt- borgarar i Bandaríkjunum munu ekki verða látnir greiða þennan kostnað öllu lengur. En það stendur á okkur, því stefna ráðamanna er að reka Vatnsmýrarflugvöllinn fyrir dreifbýl- ið. Og tvo svona stóra flugvelli getum við ekki rekið. Því er nú enn farinn bónarvegur að Albright utanríkisráð- herra. Lófana fram, samfvlkingarmenn Guðjón Guonason skrnar: Maður les um nýja skoðanakönnun þar sem Samfylkingin og Framsókn dragast enn aftur úr í fylgi kjósenda. Formaðurinn er að vonum ekki hýr og segir þetta úr öllum takti við Gallup- kannanir. Það er nú það! Hver kostar umbeðnar Gallup-kannanir, ég bara spyr? En formaðurinn á eitt ráð uppi í erminni, hann boðar lófaspýtingu með- al samfylkingarmanna. Boðskapurinn er því: Állir fram með lófana! Allt heim í Búðardal Sæmundur Guðmundsson skrifar: „Er ég kem heim í Búðardal, bíður mín brúðar- val...Svona hefst fyrrum vinsæll slag- ari og margsunginn. Nú er það Búðardal- ur, Stykkishólmur og allt Vesturland sem ríður á að hygla Sturla Böðvars- verulega, og það son samgöngu- strax. Það að flytja ráðherra eins mikið af stofn- Tekur hann unum til þessa flugturninn landssvæðis sýnir að ráðherrar sem koma úr dreifbýlinu eru sér ekki með- vitandi um ábyrgð sína og eru ekki ráðherrar annarra en sinna kjör- dæma. Landmælingar burt úr Reykja- vík einnig Sjóslysanefnd. Er ekki hægt að flytja Flugmálastjóm líka í Hólminn, já eða bara í Búðardal. Skiptir nokkru hvar flugtuminn er? - Hann var góður hann Dagfari ykkur á DV sl. mánudag. Fátækt á íslandi Gunnar G. Bjartmarsson skrifar: Hve margir þingmenn eða ráðherr- ar myndu vilja taka undir með sókn- arprestinum í Neskirkju um fátækt á höfuðborgarsvæðinu - jafnvel á ís- landi öllu? Lágmarkslaun eru undir 90 þús. kr. á mánuði og húsaleiga er á bilinu 60-100 þúsund. Hve margir þingmenn eða ráðherrar skyldu vera vinir litla mannsins með bogna bak- ið? Þeir era áreiðanlega fáir. Ekki er hægt að fá fólk í umönnunarstörf. Hvers vegna? Rekstraraðilar þessara stofnana geta ekki greitt hærri laun en væri þetta boðið út til verktaka þyrftu þessar stofnanir að greiða margfælt hærri laun. Og þá yrðu skyndilega til nægir peningar! Þeir þingmenn sem enn hafa bein í nefinu ættu að hafa uppi hávær mótmæli. Hér er um hættulega þróun að ræða. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKÍavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.