Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 I>V Núverandi og fyrrverandi William Hague og John Major á leið inn á flokksþings íhaldsins breska. Hague í skugga Portillos á þingi íhaldsflokksins William Hague, leiðtogi breska íhaldsflokksins, féll í skugga Michaels Portillos, hugsanlegs keppinautar síns, á landsfundi ílokksins í Bournemouth í gær. Ræða Portillos, sem er fjármála- ráðherra í skuggaráðuneyti ihalds- ins, vakti mikla hrifningu við- staddra. Þar fann hann meðal annars evrunni, sameiginlegum gjaldmiðli Evrópusambandsins, allt til foráttu. Portillo sagði aö Danir hefðu sýnt það og sannað með því að hafna evr- unni í síðustu viku að hrokafullir stjórnmálamenn gætu ekki gabbað heilu þjóðimar eöa þvingað fram fram vilja sinn gagnvart þeim. Margir telja að Portillo geti orðið Hague skeinuhættur í baráttunni um leiðtogasætið gangi íhaldinu ekki vel í næstu þingkosningum, sem verða hugsanlega á næsta ári. Díana prinsessa var glannaleg með eigið öryggi Díana prinsessa var allt að því glannaleg þegar hennar eigið öryggi var annars vegar og það kann að hafa átt þátt í dauða hennar í París árið 1997. Þetta kom fram í viðtali sem Patrick Jephson, fyrrum að- stoðarmaður hennar, veitti banda- rísku sjónvarpskonunni Barböru Walters. Jephson hefur skrifað bók um ár sín í starfi hjá Díönu. Jephson sagði í viðtalinu að sennilega heföi bílslysið í París ekki orðið ef Díana hefði enn haft líf- verði sina frá Scotland Yard. Hún lét þá hins vegar róa þremur árum fyrir dauða sinn. Hann sagði að lífverðimir hennar hefðu aldrei leyft henni að fara upp í bílinn hjá Henri Paul. „Á því skeiði var hún orðin allt að því glannaleg gagnvart sjálfri sér,“ hafði breska blaðið Daily Mail eftir Jephson i viðtalinu sem verður sýnt vestra á fóstudagskvöld. Hann sagði að stundum hefði bor- ið á löngun Díönu til að vera ein- hvers konar fórnarlamb, eða í það minnsta löngun hennar til að njóta samúðar annarra. Góöur meö sig Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni demókrata, var ánægöur með sig aö loknum fyrsta kappræðufundin- um með George W. Bush, ríkisstjóra í Texas og frambjóöanda repúblikana. Kjósendur telja aö Gore hafi staðið sig betur og um það snýst jú máliö, aö ná hylli kjósenda. Með Gore á myndinni eru dæturnar Kristin og Karenna. Fyrstu kappræður Als Gores og Georges W. Bush í gærkvöld: Gore talinn hafa staðið sig betur DV. BOSTQN _______________________ Fyrstu kappræður forsetafram- bjóðenda demókrata og repúblikana í Bandaríkjunum (BNA), Als Gores og Georges W. Bush, fóru fram í íþróttasal Massachusetts-háskóla í Boston í gærkvöld. Gríðarleg örygg- isgæsla var við háskólann og tölu- verður fjöldi mótmælenda, flestir stuðningsmenn forsetaframbjóðand- ans Ralphs Naders, hrópuðu slagorð gegn stórfyrirtækjum og kröfðust þess að þeirra maður fengi að taka þátt. Um 20 manns voru handteknir. Nader hugðist fara inn í salinn þar sem kappræðumar áttu að fara fram en var vísað í burtu og hótað hand- töku yrði hann ekki við beiðninni. Eldri borgarar afskiptir Gore og Bush deildu helst um heil- brigöiskerfi BNA og þær mismun- andi leiðir sem þeir ætla að nota til þess að útfæra kerfið. Gore sakaði Bush um að 95 prósent eldri borgara í BNA fengju enga aðstoð við kaup á lyfseðilsskyldum lyfjum í þeirri áætlun sem hann hefur lagt fram. Að sama skapi sakaði Bush Gore um að hafa ekki mætt þörfum eldri borgara á þeim átta árum sem hann hefur gegnt embætti varaforseta Bandarikjanna. Frambjóðendurnir deildu líka um hvemig nota ætti tekjuafgang ríkis- sjóðsins. Bush sagði að hann vildi skila tekjuafgangi ríkissjóðs til skatt- greiðenda með gríðarlegum skatta- lækkunum. Gore hélt því fram að næði Bush kjöri fengju aðeins þeir sem eru með yfir eina milljón dollara í árslaun umrædda skattalækkun. Ekki var að sjá hvor hefði unnið kappræðumar í gærkvöld og vom flokkslínur mjög skarpar. George E. Pataki, ríkisstjóri New York-ríkis, var ekki á því að Gore hefði staðið sig betur, eins og blökkumannaleiðtoginn og klerkur- inn Jesse Jackson heldur fram í stuttu spjalli við fréttaritara DV á baksíðu blaðsins. „A1 Gore og hans stjóm hefur fengið tækifæri til þess að standa sig síðastliðin átta ár og það hefur ekki tekist hingað til. Það er tími til þess kominn að menn með breyttar áherslur komi til Was- hington, menn sem hafa sýnt það og sannað hvers þeir eru megnug- ir," sagði Pataki og vísaði til vel- gengni Texas á síðastliðnum árum. Hann neitaöi því þó að hann efað- ist um heilindi Als Gores. Ekkl sannað síg „Ég efast ekki um að hann vilji vel en hann hefur sýnt það og sannað í gegnum tíðina að hann er þess ekki megnugur.“ í sama streng tók Tommy Thompson, ríkisstjóri Wisconsin- ríkis, og bætti við að fylgi Bush myndi líklegast aukast um fjögur prósent í beinu framhaldi af þess- um kappræðum. Sjónvarpsáhorfendur sem fylgdust með kappræöunum töldu að Gore hefði haft vinninginn. Samkvæmt skyndikönnun CBS sjónvarpsstöðv- arinnar töldu 56 prósent aðspurðra að Gore hefði staðið sig betur en 42 prósent sögðu að Bush hefði veriö betri. -ÓRV Störf hjá Leikskólum R-eykjavíkur • Leikskólakennarar, starfsmenn með aðra menntun og/eða reynslu óskasttil starfa við eftirtalda leikskóla: • Leikskólann Overgastein við Seljaveg Upplýsingar veitir Elín Mjöll Jónasdóttir, leikskóiastjóri i síma 551-6312 • jLeikskólann Austurborg við Háaleitisbraut Upplýsingar veitir Erna Jónsdóttir, leikskólastjóri í síma 553-8545 • iLeikskólann Sólhlíð við Engihlið Upplýsingar veitir Elísabet Auðunsdóttir, leikskólastjóri i síma 551-4870 Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskóla, á skrifstofu Leikskóla Reykjavikur og á vefsvæði, www.leikskolar.is. I iLel Leikskólar Reykjavíkur Spretti upp kvið ófrískrar konu Bamshafandi 23 ára kona, Ther- esa Andrews, fannst látin í fyrradag í bænum Ravenna í Ohio í Banda- ríkjunum. Búið var að spretta upp kvið hennar og barnið, sem hún gekk með, var horflð. Theresa, sem var komin rúma 8 mánuði á leið, hvarf sporlaust fyrir viku. Lik hennar fannst í bílskúr 39 ára konu sem bjó ekki langt frá. Bamið var á lifl f húsi konunnar. Rannsókn á sjúkrahúsi leiddi 1 ljós að þaö var viö góða heilsu. Talið er að bamið, sem er drengur, hafi fæðst sama dag og Theresa hvarf. Konan hafði verið yfirheyrö fyrr vegna málsins. Þegar lögreglan kom aftur í fyrradag heyrði hún skot- hvell og fann konuna látna á efri hæð hússins. Ekki er talið útilokað að konan hafi misst fóstur og truflast á geði við fósturmissinn. Ekki á móti stækkun ESB Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Dan- merkur, sagði i stefnuræðu sinni á þingi í gær að þrátt fyrir að Danir hefðu hafnað evrunni þýddi það ekki að þeir hefðu snúið baki við Evrópu- sambandinu, ESB, og væru á móti stækkun þess. Ellefu ára rændi banka Lögreglan í Flórída handtók í gær 11 ára dreng og kærði hann fyrir til- raun til að ræna banka. Piltinn vantaði fé til að komast á McDon- ald-veitingastað. Hann yfirgaf bank- ann með hnefafylli af dollurum en gafst upp fyrir manni sem bað hann mn að láta frá sér hnífinn er hann var með. Fékk ekki heilablóðfall Forseti Indónesíu, Abdurrahman Wahid, neitaði I morgun vangavelt- um um að hann hefði fengið heila- blóðfall er hann var í utanlandsferð á dögunum. Kvaðst Wahid vera viö góða heilsu. Ellilífeyrisþegar mótmæla Um 50 sænskir ellilifeyrisþegar hafa síðan á fimmtudaginn setiö um skurðdeild á sjúkrahúsi í bænum Mariestad í Svíþjóð. Eru ellilífeyris- þegamir að mótmæla fyrirhugaðri lokun deildarinnar. Samvinna við Rússa Indverjar og Rússar undirrituðu í gær samkomulag um samvinnu gegn hryðjuverkum. Nýr forsætisráðherra Chang Chun-hsi- ung, aðstoðarfor- sætisráðherra Taí- vans, var i morgun útnefndur forsætis- ráðherra landsins. Fyrirrennari hans, Tang Fei, sagði af sér í gær af heilsu- farsástæðum. Talið er að ástæðan hafi þó verið deilur um fyrirhugað kjarnorkuver sem forseti landsins, Chen Shui-bian, er andvígur. Tilboð um brjóstastækkun Kvennasamtök í Svíþjóð réðust i gær harkalega á útvarpsstöð sem boðið haföi brjóstastækkun sem fyrstu verðlaun í keppni. Stækkun- ina átti sú að fá sem gæfi upp bestu ástæðuna fyrir þörf á henni. Chapman áfram í steini Mark David Chapman, morðingi bítilsins Johns Lennons, verður að dúsa áfram í fang- elsi. Náðunarnefnd New York hafnaði því í gær að láta Chapman lausan, eins og hann hafði farið fram á. Tuttugu ár eru liðin frá því Lennon var drepinn við heimili sitt á Man- hattan. Sameinlngarhátíð Bæði innlendir og erlendir leið- togar fögnuðu í gær í Dresden sam- einingu þýsku ríkjanna ásamt hundruðum þúsunda Þjóðverja. Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari, tók ekki þátt í opinberum hátíðar- höldum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.