Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 Fréttir Listakona í hremmingum í Leifsstöð: Sökuð um óreglu og eiturlyfjafíkn - vegna klæðaburðar, segir Katrín Pétursdóttir - Tollgæslan kannast ekki við málið Verzlunarmannafélag Reykjavíkur „Ég var með dúndrandi hjartslátt og leið eins og glæpamanni þegar ég loks komst heim. Helst langar mig til að kæra þessa dóna,“ segir Katrín Pétursdóttir hönnuður sem fékk óblíðar móttökur í tollinum í Leifsstöð þegar hún kom til lands- ins um síðustu helgi. „Ég rek alþjóð- legt hönnunarfyrirtæki og ferðast fyrir bragðið mikið. Þegar ég kom til landsins frá London um síðustu helgi var ég aðeins með handfarang- ur og ætlaði beint í gegnum tollinn enda liðið að miðnætti. En það gekk nú ekki þrautalaust fyrir sig,“ segir Brennuvarg- ur kveikir í bílum ég hef aldrei kynnst ööru eins. Það var einna líkast því að maður væri staddur í tyrkneskri flugstöð fyrir aldarfjórðungi. Þeir spurði mig hvort ég hefði verið að djamma í London og á hvaða efnum ég væri. Ég sem hef aldrei snert fikniefni og langar ekki til. Þeir héldu áfram að móðga mig með óviðurkvæmilegu tali um meintan drykkjuskap minn í London og fíkniefnaneyslu og ég beið bara eftir því að þeir færu að skoða upp í rassinn á mér,“ segir Katrín sem um síðir slapp úr hönd- um tollvarðanna og komst til síns heima - í sjokki eins og hún segir sjálf. Undrandi í tollinum Einar Birgir Eymundsson, yfir- maður í Tollgæslunni í Leifsstöð, kannast ekki við að undirmenn hans hafi sýnt Katrínu dónaskap við komuna til landsins: „Ég kann- ast ekkert við þetta mál,“ segir Ein- ar Birgir þó svo að Katrín hafi form- lega kvartað yfir meðferðinni á sér við komuna til landsins og vilji toll- verðina á námskeið. Jakkaföt og hringur í eyra „Ég held að þeir ættu að læra það í eitt skipti fyrir öll að fíkniefna- smyglarar gæta þess vel að villa á sér heimildir. Tollverðir stöðva alla menn í leðurjökkum með hring í eyra og þá sem eru með fjólublátt hár. En þeir sleppa alveg jakkafata- klæddu bisnessmönnunum sem streyma í gegnum hliðið hjá þeim með skjalatöskumar, svo og þeim sem eru með tennisspaða í sport- töskunni. Þeir virðast halda að fíkniefnasmyglarar séu fifl en eftir kynni mín af toflvörðunum þá eru það þeir sjálfir," segir Katrín Pét- ursdóttir sem einmitt nú er að leggja lokahönd á uppsetningu hönnunarsýningar sem opnuð verð- ur á Kjarvalsstöðum á næstu dög- um. -EIR Katrín sem var stöðvuð af toflvörð- um og tekin afsíðis. Katrín var frjálslega klædd, með hatt og síðan trefil og segir hún að það einu hald- bæru ástæðuna sem toflverðir hafi haft til að stöðva hana: Vastu að djamma? „Það má vel vera að ég hafi veriö klædd eins og bóhem en það er mitt mál. Dónaskapurinn í tollvörðunum var hins vegar svo yfirgengilegur aö - eigendur bera skaðann í vikunni hefur verið kveikt í tveimur bílum í Hátúni í Reykjavík og grunar lögreglu að brennuvargur gangi laus. í fyrra skiptið var kveikt í gamafli Lödu-bifreiö sem átti að fara í viðgerð á verkstæði í hverfinu og daginn eftir fuðraði Subaru-bif- reið upp þar skammt frá. „Við erum að rannsaka málið en það er ljóst að einhver kveikti í bíl- unum,“ sagði Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn sem lítur málið alvarlegum augum. Þegar bilar brenna á þennan hátt bera eigendur þeirra alfarið ábyrgð á því tjóni sem verður. Til dæmis var Subarbu-bifreiðin sem brann í Hátúni í ágætu ásigkomulagi áður en hún brann og tjón eigandans því umtalsvert. Ibúar í Túnunum í Reykjavík eru á varðbergi vegna þessa aö læsa flestir bílum sínum kirfilega fyrir nóttina. Meintur brennuvargur læt- ur bersýnilega til skarar skríða við iðju sína í skjóli myrkurs og gæti reynst íbúum hverfisins dýrkeyptur takist lögreglu ekki að hafa hendur í hári hans. -EIR Gjörónýtur Subaruinn sem brann í Hátúni. íslendingur hleypti upp bakararáðstefnu í Miinchen: Bakaði vandræði - og var handtekinn á flugvelli íslendingur, sem sat alþjóðlega bak- araráðstefnu sem haldin var í Múnchen í Þýska- landi í síðustu viku, hleypti henni nær því upp með því að dreifa pen- ingaseðlum úr tösku yfir ráð- stefnugesti með til- heyrandi látum á síðasta degi ráð- stefnunnar. Áttatíu íslendingar sátu ráðstefnuna: bakar- ar, sölumenn og aðrir sem tengjast greininni, og reyndu þeir aflt hvað þeir gátu til áð afstýra hneyksli. „Það má segja að félagi okkar hafi bakað vandræði á ráðstefnunni og við vorum flestir miður okkar,“ sagði einn bakaranna, en óróasegg- urinn er menntaður bakari sem starfað hefur í þjónustugrein við bakaraiðnina undanfarin ár. Þegar ráðstefnunni lauk fóru ís- lensku bakararnir í hópferðabíl til Frankfurt þar sem flugvél beið þeirra og tókst þeim að véla þann órólega með sér í rútuna en hann var þá orðinn stífur og þver af svefnleysi og streitu. Á flug- vellinum í Frank- furt var hann hins vegar handtekinn af þýsku lögreglunni vegna óláta og fang- elsaður. í gær var ferðafélögum hans ekki kunnugt um hvar maðurinn væri niðurkominn; hvort hann væri enn í þýsku fangelsi eða ekki. „Þessi ráðstefna fór að öðru leyti vel fram og þama var verið að kynna tækjabúnað framtíðarinnar í bakaraiðninni," sagði Jói Fel. bak- ari sem sótti ráðstefnuna. „Eftir að hafa skoðað þennan nýja tæknibún- að spyr maður sjálfan sig hvort það verði bakarar eða verkfræðingar sem starfa í bakaríum eftir 10 ár eða svo.“ -EIR Jói Fel. Taka verkfræöingar viö af bökurum eftir áratug? Katrín Pétursdóttir Eins og bóhem í tollinum, meö hjartslátt og í sjokki. FRAMBOÐSFRESTUR Ákveðió hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur við kjör fulltrúa á 39. þing Alþýðusambands íslands. Kjörnir verða 76 fulltrúar og jafnmargir til vara. Framboðslistar ásamt meðmælum 100 fullgildra félagsmanna VR þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar fyrir kl. 12:00 á hádegi föstudginn 20. október nk. Kjörstjórn Sandkorn _____________________ Utnsjón: Horöur Krist]ánsson netfang: sandkom@ff.is Fangelsi komi í staðinn f Degi er frétt undir fyrirsögn- inni „Pólitískt slys á Litla-Hrauni“ og er þar vitnað til þess er Þorsteini Pálssyni, þáver- andi dómsmála- ráðherra, þótti betra að planta aðalfangelsisaðstöðu landsmanna í sitt kjördæmi á Suðurlandi fremur en í Reykjavík. Reynslan sýnir að mikifl timi og kostnaður fer í að þeytast með fanga i og úr réttarsöl- um í Reykjavík og því er enn á ný komin fram krafa um fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Gárungar telja því líklegt að til að gera öllum jafn hátt undir höfði verði niður- staðan sú að Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra láti byggja veg- leg fangelsi í öllum kjördæmum landsins. Þau geti vel komið í stað menningarhúsa Bjöms Bjama- sonar sem áttu að bjarga lands- byggðinni en enginn vildi fá... Bogi á símann? Páll Magnús- son, sem verið I hefur fréttastjóri Stöðvar 2, er nú á I leið til íslenskrar erfðagreiningar þar sem hann verður fram- kvæmdastjóri upplýsingasviðs. Nú velta menn því fyrir sér hvort líkur séu á að fleiri þekkt sjón- varpsandlit séu á förum í svipaðar stöður og Páll. Bent er á að við brotthvarf Ólafs Þ. Stephensens úr starfi upplýsingafufltrúa Lands- símans nýverið skapist pláss fyrir einn PR-mann á þeim bæ. Forstjór- inn, Þórarinn V. Þórarinsson, mun ekki þykja heppilegt andlit við kynningu á þessu stóra þjón- ustufyrirtæki. Því mun Landssim- inn vera að leita að nýju fési. Ein sagan segir að fyrst Páfl er upp- seldur þá sé eðlilegast að leita í næsta imbakassa þar sem Bogi Ágústsson, fyrrum félagi Páls Magnússonar, hefur staðið frétta- stjóravaktina með sóma... Á nú fyrir pillu íslendingar báru sigurorð af N- írum, 1-0, á Laug- ardalsvellinum í fyrrakvöld. Var það langþráður sigur liðsins eftir hrakfarir í und- angengnum leikj- um. Atli Eð- valdsson landsliðsþjálfari er sagð- ur vera búinn að taka gleði sína aftur en hann hefur m.a. setið und- ir föstum skotum fyrrverandi landsliðsþjálfara, Guðjóns Þórðar- sonar. Gárungar segja að Stoke- þjálfarinn Guðjón megi nú passa sig eftir að hafa gagnrýnt Atla harkalega og víst að Atli horfi með athygli á Stoke-leiki i vetur. Hann telji sig með sigrinum yfir írum sannarlega búinn að vinna fyrir einni góðri pillu til að senda Guð- jóni... Teflt viö páfann Á Stöð tvö var í fyrradag fjallað um þau undur sem farsíminn er. | Slík tæki eru nú komin í hendur ríflega fjórðungs þjóðarinnar og enginn þykir f lengur maður með mönnum nema hann hafi slíkt tól til að fitla við. í fréttinni kom fram að nú mætti gera nánast allt í gegnum farsíma, nema kannski að tefla við páfann. Þetta gaf góövini Sandkorns austur á fjörðum tilefni til að setja saman vísu: Að tefla við páfann passar þér peðin vel að nýta. Á salerni þá setið er með símann við að ski...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.