Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Vidskiptablaðið Nýútgefinn geisladiskur: íslenskt viðskiptalíf - 500 stærstu: SÍF og SH í sérflokki Miklar breytingar urðu á rekstri SÍF hf. á síðasta ári. Markaðsfyrirtækin í sjávarútvegi eru stærstu fyrirtæki landsins mið- að við veltu, eins og raunin hefur verið undanfarin ár. Miklar breyt- ingar urðu á rekstri SÍF hf. á síð- asta ári og vegna þeirra eru reikn- ingar félagsins frá árinu 1999 ekki samanburðarhæfir við fyrri ár. Meðal annars runnu íslenskar sjáv- arafurðir hf. inn í samstæðu SÍF um mitt ár. Velta SÍF hf. árið 1999 var 33,8 milljarðar króna en þegar veltu ÍS á fyrri hluta ársins hefur verið bætt við reynist SÍF hf. vera stærsta fyrirtæki landsins með 48,8 miilj- arða króna veltu. Annað stærsta fyrirtækið er Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hf. með rúmlega 38 milljarða króna veltu. Lánstraust hf. og Viðskiptablaðið hafa í sameiningu tekið saman upp- lýsingar um rúmlega 500 stærstu fyrirtæki landsins sem gefnar verða út á geisladiski undir nafninu ís- lenskt viðskiptalíf - 500 stærstu. Á diskinum eru upplýsingar um nærri 600 íslensk fyrirtæki. Við val á þeim fyrirtækjum sem tekin voru með var einkum farið eftir veltu en með voru höfö ýmis önnur spenn- andi fyrirtæki, bæði gömul og ný. Fréttir um fyrirtækin koma af Við- skiptavefnum en aðrar upplýsingar eru unnar af Lánstrausti hf. Nokk- uð mismunandi er hversu miklar upplýsingar eru um hvert fyrirtæki en markmiðið var að ná saman upp- lýsingum um helstu starfsemi fyrir- tækja, lykilmenn, stjóm o.fl., auk upplýsinga um rekstur fyrirtækj- anna og efnahag. Stærstu fyrir- tæki landsins (Velta í m.kr.) 1 SÍF 48.799 2 SH 38.063 3 Flugleiðir 30.418 4 Baugur 24.972 5 Íslandsbanki-FBA 23.121 6 Landsbanki íslands 19.111 7 fslenska álfélagið 17.260 8 Eimskipafélag íslands 15.370 9 Landssími íslands 13.813 10 Flugfélagið Atlanta 13.500 11 Búnaðarbanki íslands 12.491 12 ÁTVR 11.782 13 Olíufélagið 11.461 14 Kaupfélag Eyfirðinga 10.858 15 Landsvirkjun 10.144 16 Hekla 10.110 17 Samskip 10.057 18 Skeljungur 9.834 19 Kaupás 9.346 20 Samherji 8.887 Ákvarðanir næstu mánaða ráða miklu um framfarir og lífskjör FðBst f Apótekinu, Lyfju, Lyf og heilsu og opótekum londsins. Ársfundur Samtaka atvinnulífs- ins var haldinn í gær. Á honum köm meðal annars fram að Samtök atvinnulífsins (SA) telja að á næstu mánuðum ráðist hvort tekst að tryggja stöðugt rekstrarumhverfi og jafnvægi í efnahagslifinu til næstu ára. Mikilvægar ákvarðanir fram undan Fram kom í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins að í álykt- un ársfundar samtakanna segir að fram undan séu mikilvægar ákvarð- anir í ríkisfjármálum og kjaramál- um sem taka þurfi mið af versnandi samkeppnisstöðu, dvínandi hag- vexti og þenslunni í efnahagslifmu um þessar mundir. Verði farsællega að verki staðið hafi verið rudd braut fyrir nýjan áratug framfara og bættra lífskjara og sneitt hjá ógöngum á borð við hrunið í kjölfar uppsveiflunnar fyrir rúmum ára- tug. í samþykkt ársfundarins leggja Samtök atvinnulífsins sérstaka áherslu á fjögur eftirtalin atriði: Alþingi hviki ekki frá markmið- um fjárlagafrumvarpsins um aðhald í ríkisútgjöldum. Ráðstafanir opinberra aðila og einkaaðila beinist að því að auka framleiðni og leysa núverandi verk- efni með færri starfsmönnum. Að- gerðir stjórnvalda á sviði einkavæð- ingar gegna hér mikilvægu hlut- verki. Haldið verði fast við þá stefnu um kostnaðarhækkanir sem mörkuð var í almennu kjarasamningunum söiðastliðið vor. Fagnað er fyrirætlunum stjóm- valda um að nota tækifærið þegar aðstæður gefast til að samræma skattareglur og starfsskilyrði fyrir- tækja þvi sem gerist í viðskipta- löndunum. Hóflegir skattar á fyrir- tæki og starfsfólk skipta höfuðmáli fyrir samkeppnisstöðu þjóða. Stöðugt gengi og verðlag skiptir miklu máli í erindi Finns Geirssonar, for- manns Samtaka atvinnulífsins, kom fram að í heimi alþjóðavæð- ingar og stöðugt harðnandi sam- keppni skipti stöðugt verðlag og gengi höfuðmáli. Þetta hafi íslensk fyrirtæki sannreynt á siðasta ára- tug þegar þau gátu m.a. gert raun- hæfar áætlanir til langs tíma. Þau finni til þess nú, þegar verðbólga reynist hafa verið talsvert meiri en í viðskiptalöndum okkar og gengi krónunnar hafl verið eins óstöðugt og undanfarna mánuði. Þá virðist vöxtur síðustu missera hafa stuðst í mun meira mæli en æskilegt er við vaxandi vinnuafls- notkun í stað framleiðniaukning- ar. í lok ræðu sinnar lagði Finnur áherslu á að forsenda árangurs til framtíðar ylti á því að íslending- um tækist að tryggja bæði jafn- vægi í efnahagslífinu og hagstæð samkeppnisskilyrði að öðru leyti. Á þeim grundvelli myndu islensk fyrirtæki geta nýtt sér tækifæri sem alþjóðlegt viðskiptalíf byði upp á og treyst um leið undirstöð- ur varanlegra kjarabóta öllum til handa. SÍÐASTA UMFERÐIN í ÍSAK.IS BIKARMÓTINU í RALLÍKROSSI VERÐUR LAUGARDAGINN 14/10, KLUKKAN 14, Á RALLÍKROSSBRAUTINNIVIÐ KRÝSUVÍKURVEG. FJÖLMENNUM OG SJÁUM SPENNANDI KEPPNI í ÖLLUM FLOKKUM. SALERNI OG SJOPPA Á STAÐNUM. ITH., KEPPNJN HEFST STUNDVÍSLEGA KL 14 KVEÐJA. AIK ■ Kaupás eignast Húsgagnahöllina Kaupás hf. og eigendur Hús- gagnahallarinnar, Intersport og fasteignarinnar Bíldshöfða 20 hafa komist að samkomulagi um kaup Kaupáss hf. á öllum rekstri og hús- eign fyrrgreindra félaga. Afhending eignanna verður um næstu áramót. Við þessi kaup eignast núverandi eigendur hlut í Kaupási hf. Húsgagnahöllin hefur verið starf- andi í tæp fjörutíu ár og hefur um- boð fyrir heimsþekkt vörumerki, þar á meðal húsgögn frá IDÉ möbler, LA-Z-BOY, Broyhill og Serta-rúm. Intersport var stofnaö árið 1998 á íslandi og er hluti af al- þjóðlegri keðju sportvöruverslana sem er sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Rekstur félaganna hefur gengið mjög vel undanfarin ár og verður engin breyting á rekstri og stjórnun þeirra, að því er fram kem- ur í frétt frá Kaupási. Öllum starfs- mönnum verður boðið áframhald- andi starf hjá nýjum eigendum. Kaupás hf. rekur sem kunnugt er verslunarkeðjurnar Nóatún, 11-11, KÁ-verslanir og Kostakaup og munu um næstu áramót bætast í þann hóp Intersport og Húsgagnahöllin. Á næsta ári mun fara fram endurskipu- lagning á húsnæðinu að Bíldshöfða 20 en húsnæðið er samtals um 15.000 fm að flatarmáli. Við þá endurskipulagn- ingu er ætlun Kaupáss hf. að opna þar stórmarkað með matvöru og sérvöru með svipuðu sniði og stórmarkað KÁ á Selfossi. Einnig verður gert ráð fyr- ir að fleiri verslanir og veitingastaðir muni verða þar til húsa. FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 1306 m.kr. j - Hlutabréf 167 m.kr. - Húsbréf 528 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Eimskip 39 m.kr. 0 Össur 33 m.kr. 0 Tryggingamiðstööin 19 m.kr. MESTA HÆKKUN o SR-mjöl 1,8% 0 Samheiji 1,7% 0 SÍF 1,7% MESTA LÆKKUN O íslenski hugb.sjóður. 10,4% 0 Flugleiðir 7,8% I 0 Skýrr 7,7% ÚRVALSVÍSITALAN 1434,1 stig j - breyting O -0,132 j Olíuverð hækkar vegna átaka við Mið- jarðarhaf Verð á hráolíu hækkaði um 10% i kjölfar vaxandi spennu fyrir botni Miðjarðarhafs og svo virðist sem átökin kunni að breiðast út. Er þetta mikið áhyggjuefni fyrir stjórn- endur fyrirtækja sem óttast að hærra olíuverð kunni að skaða arð- semismöguleika fyrirtækjanna og draga úr neyslu neytenda. í New York hækkaði verð á olíu til afhend- ingar í desembermánuði um 3,31 dollara í 36,55 dollara tunnan í kjöl- far þess að fjórir skipverjar á bandarísku herskipi nálægt Jemen voru drepnir í því sem virðist hafa verið árás hryðjuverkamanna. ■óld-Ílll'iÞHIUJll síöastlibna 30 daga Qi Íslandsbanki-FBA 549.535 ; 0 Össur 450.270 ; Q Baugur 264.710 Eimskip 258.810 , Pharmaco 225.260 ! ■siBHiEiaainp ^1^30^ j O SR-Mjöl 21 % j j 0 Pharmaco 20 % i Q íslenskir aðalverktakar 19 % j O Delta hf. 13 % j 0 Jarðboranir 12 % 0 Héðinn smiðja -39 % 0 ísl. hugb.sjóðurinn -23 % 0 Hampiðjan -19 % o Fiskiðjus. Húsavíkur -17 % 0 Nýherji -15 % Töluverðar lækkanir á erlendu hlutabréfa- vísitölunum Flestar stærstu hlutabréfavísitöl- urnar úti í heimi hafa lækkað það sem af er degi. Lækkanirnar eru þó mismiklar. Dow-Jones hefur lækkað um 1,8% og S&P 500 og FTSE hafa lækkað um 0,7%. DOW JONES 10034,58 O 3,64% [• NIKKEI 15330,31 O 1,42% S&P 1329,78 O 2,55% m NASDAQ 3074,68 O 2,96% FTSE 6067,80 O 1,05% DAX 6408,59 O 0,88% o CAC40 5860,20 O 2,18% GENGID [LOtS 13.10.2000 M. 9.15 KAUP SALA IK Doliar 83,770 84,200 KSPund 123,870 124,500 1*1 Kan. dollar 55,210 55,550 B Sl Dönsk kr. 9,7270 9,7810 FRNorskkr 9,0150 9,0650 ESsænsk kr. 8,4840 8,5310 9Bf1. mark 12,1823 12,2555 B 8 Fra. franki 11,0423 11,1086 B il Belg. franki 1,7956 1,8063 KJ Sviss. franki 48,0200 48,2900 SHoll.gyl.ini 32,8685 33,0660 ^ Þýskt mark 37,0342 37,2567 ; B Bh. líra 0,037410 0,037630 j ÍZl^f Aust. sch. 5,2639 5,2955 i Port. escudo 0,3613 0,3635 1K3 Spá. peseti 0,4353 0,4379 ;| • 1 Jap. yen 0,776900 0,781600 1 | írskt pund 91,970 92,523 SDR 108,3600 109,0100 Ef ECU 72,4326 72,8678

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.