Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 DV Tónlist Að hugsa um hegðun / kvöld heldur Sigrún Svavarsdóttir, heimspeki- prófessor við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum, fyrir- lestur á Hugvísindaþingi sem hún kallar „Að breyta skynsamlega, réttlœtan- lega og vel“. Sigrún fór til Bandaríkjanna eftir stúd- entspróf, œtlaði jafnvel bara að vera eitt ár og lœra heimspeki og málvís- indi við Washingtonhá- skóla en ílentist þar, lauk svo doktorsprófi 1993 frá háskólanum í Michigan og hefur síðan kennt við bandaríska háskóla. „Sérsvið mitt er siðfræði," seg- ir Sigrún rólegri og siðprúðri röddu. Enginn bandarískur hreimur er heyranlegur en þegar hún hikar heyrist stundum hið dæmigerða ameríska „amm“. „Það sem ég vinn að innan sið- fræðinnar er kallað „meta- ethics", ég pæli mikið í hugtökun- um sem við notum þegar við ræð- um siðferðismál. Mikael Karlsson vill kaOa það sið- speki.“ Fyrirlestur Sigrúnar fjaOar um skynsemishugtak- ið og tengsl skynsemi og siðferðis. „Ég er svolítið veik fyrir kenningum um skynsemina í anda Humes en undanfarið hefur verið talsverð andstaða meðal siðfræðinga gegn kenningum hans,“ segir hún. „Ég ætla að kryfja grunnhugmyndina í þeirri andstöðu og færa rök að því að hún byggist á misskilningi. Ég kem inn á spurninguna um hvort til séu hlutlæg gildi og færi rök að því að maöur geti verið á bandi Humes en samt talið að hlutlæg gUdi séu til. Margir hafa haldið að þetta tvennt geti ekki farið saman, að ef maður sé á bandi Humes um skynsemina þá sé maður hallur undir mjög huglægar skoðanir á sið- fræðinni. Ég held að þetta sé misskOningur." Heimspekingurinn David Hume taldi sjálfur að skynsemin fælist í því að átta sig á hvað væri satt og hvernig heimurinn væri, hún væri einkum virk í stærðfræðOegri og vísindalegri hugsun. Hann taldi ekki að til væri neitt sem héti skynsamlegar athafn- ir eða tOfmningar og það færi eftir tilfinningum hvernig maður hagaði sér. En við segjum auðvitað oft að fólk hegði sér skynsamlega eða óskynsamlega og hafi jafnvel skynsamar tilfmningar. Sú hefð er sterk i vestrænni hugsun að tengja skynsemi og sið- fræði, að skynsemin beini manninum inn á hinar þróun tO hrikalegrar af- stæðiskenningar eins og sumir halda? Hver verð- ur staða siðferðishugs- unar í þeirri heims- mynd?“ í framhaldi af þessum áleitnu spurningum ræðum við siðfræði heimspólitíkurinnar, siðferðOegt mat á mann- fórnum í írak sem við- skiptabann Bandaríkja- manna hefur í för með sér og Sigrún segir sið- fræðinga ósammála um þau efni. Sumir telja að mikOvægt sé að gera greinarmun á því hvort menn séu drepnir beint eða þeim leyft að deyja, og margir telja að undir sumum kringumstæð- um sé réttlætanlegt að láta fólk farast. Aðrir telja að aOt velti á afleið- ingunum, að engin teg- und af athöfn sé röng, maður verði að meta af- leiðingarnar: Hvað er dv-mynd teitur Hvað er best fyrir heOdina? Átti ChurchiO að fórna Coventry til að Þjóðverjar kæmust ekki að því að bandamenn væru búnir að leysa dulmáls- lykil þeirra eða átti hann að tæma borgina og bjarga fólkinu en auka um leið líkur á að Þjóðverjar ynnu stríðið? Þetta er ekki einfalt mál. Ekki sagði Sigrún að siðfræðingar væru kaOaðir til þegar siðferðileg álitamál kæmu upp í stjórnmálum, frekar væru þá trúarleiðtogar spurðir álits, en siðfræðingar sætu iðulega almennar ráðstefnur og fundi þar sem fjaOað væri um siðferði i heObrigðismálum. Grunntónninn breytist hægt Sigrún kemur heim reglulega og hún var að lokum spurð hvernig henni litist á þróun íslensks samfé- lags. „Það hafa auðvitað orðið miklar yfirborðsbreyt- ingar siðan ég fluttist burt úr landinu," segir hún, „en grunntónninn breytist ekki svo hratt." - Heldurðu að siðferðinu fari hrakandi hjá okkur? „Ég þori ekki að segja neitt um það,“ svarar hún hikandi, „ég fylgist ekki nógu vel með umræðunni í blöðum og fjölmiðlum hér til að fara að dæma um það.“ Fleira vildi hún ekki segja, en þeir sem koma á fyrirlestur hennar í hátíðasal Háskólans í kvöld kl. 20 eiga þess kost að spyrja hana nánar um þetta efni og önnur sem varða siðferði heimsins. Sigrún Svavarsdóttir heimspekingur Hver veröur staða siðferðishugsunar í nýrri heimsmynd vísindanna? siðferðilega réttu brautir. Hins vegar er Hume oft sakaður um að líta fyrst og fremst á skynsemina sem tæki til að koma ár sinni vel fyrir borð. Sigrún segir að það sé misskilningur á hugmyndum Humes. Sam- kvæmt húmískum skilningi á skynseminni gæti hún eins vel verið notuð sem tæki til að vinna að siðferð- isbótum. Siðfræðin er mikilvæg - Hvað laðaði þig að siðfræðinni? „Það er afar mikilvægt hvernig við högum okkur ef við ætlum að búa saman á jörðinni, og siðfræðin fæst við afar mikilvægar spurningar, til dæmis í sambandi við ýmsar tæknilegar uppgötvanir á hefl- brigðissviði, hvort við eigum að takmarka það sem gert verður við mannslíkamann og hvernig á að fara með þá yflrgripsmiklu þekkingu sem við búum nú yfir. Ég hefllaðist þó meira af grundvaOarspurning- um um manninn, hvemig við hugsum og högum okkur og hvemig við hugsum um hegðun okkar,“ segir Sigrún og hlær. „Og líka hvernig á að skilja sið- ferðishugsun einkum ef maðurinn hefur gefið trúna upp á bátinn, ef maður heldur að vísindin séu bestu tækin til að kynnast heiminum og trúum á heims- myndina sem vísindin hafa gefið okkur. Hvemig á að meta gOdi hlutanna í þeirn heimi? Leiðir þessi Skáldgyðjan fagra Mörg bestu sönglög Beethovens fjalla um þrána eftir þvi sem ekki fæst. Sex lög hans bera heitið „þrá“, þar af eru fimm við ljóð eftir Goethe en eitt eftir Reis- sig. Ljóðaflokkurinn „Til hinnar heittelskuðu í fjarska" opus 98, sem barítonsöngvarinn Andr- eas Schmidt og píanóleik- arinn Rudolf Jansen fluttu á tónleikum í Kirkjuhvoli í Garðabæ á miðvikudagskvöldið, er á svipuðum nótum, ástar- Ijóð tfl konu sem skáldið fær ekki að njóta. Text- inn er eftir Alois Jeittel- es, hugsanlega sérpantað- ur af Beethoven, og telja sumir að tónlistin hafi verið samin til hinnar „ódauðlegu" ástmeyjar hans sem enginn veit með fullri vissu hver var. Markar tónsmíðin tíma- mót og varð fyrirmynd Schumanns og margra annarra, því þetta er fyrsti sönglagaflokkurinn sem saminn er sem ein hefld þó Himmel og Reic- hardt hafi reyndar gert tOraunir i þá veru áður. Píanóið tengir saman ljóðin sex og er hlutverk píanóleikarans ekki síð- ur krefjandi en söngvar- ans. Stemningin í tón- listinni er innhverf og dreymandi, og verður túlkun söngvarans að vera blátt áfram og ein- föld, þetta er söngur sem kemur frá hjartanu en er ekki saminn tO að kalla fram tryflt fagnaðarlæti áheyrenda. Aðeins reyndir listamenn hafa sjálfsaga tfl að miðla slíku listaverki á full- nægjandi hátt tfl áheyr- enda. Strax á fyrstu tónun- um tónleikanna skynjaði maður algert sjálfsöryggi söngvarans og píanóleik- arans. Schmidt hefur fullkomið vald á rödd sinni, og Jansen ekki síður yfir hljómi slag- hörpunnar. Hvergi var reynt að slá ryki í augu - og eyru - áheyrandans með yfirborðsmennsku af því tagi sem er aflt of algeng meðal islenskra söngvara nú tfl dags, heldur var sem tönlistin flæddi óhindruð beint frá skáldgyðjunni. Var flutningurinn eins fifll- kominn og hægt er að hugsa sér, hundruð mis- munandi blæbrigða voru framkölluð af skáld- legu innsæi, hver einasti tónn var hreinn og tær, og var samruni raddar og hljóðfæris alger. Óðinn og draugarnir Tvö önnur tónskáld áttu verk á efnisskránni, Carl Löwe og Hugo Wolf. Löwe er minna þekktur og fyrir þá sem ekki vita var hann uppi á árunum 1796 til 1869 og er kunnastur fyrir baflöður sínar. Þeir Schmidt og Jansen fluttu fimm slík sagnaljóð, sum þeirra skemmtflega draugaleg. TO dæmis fjallar „Herra Ólafur" um dauða brúðguma sem dóttir álfakóngs er völd að,“Næturhersýningin“ er um framliðna hermenn að belgja sig, og „Sjóreið Óðins“ segir frá því er smiður nokkur hittir ásinn mikla á miðnætti. Fegursta lagið er „Tómas skáldi", um ástaratlot skálds og álfadrottningar við söng fuglsins í eskitrénu, og var fuglasöngur- inn, sem ómar í slaghörpunni, einstaklega faflega útfærður. Túlkun aflra ljóðanna var afar tilþrifa- mikil og dramatísk, bæði af söngvara og píanó- leikara. Síðast á efnisskránni voru ellefu lög eftir Hugo Wolf, hvert öðru hugljúfara, og var túlkunin margræð og stórbrotin, hljóðlát og óhamin eftir því sem við átti. Sérstaklega verður að geta lags- ins „Ást sem þagað er um“; þar voru töfrakennd- ir hljómarnir og hljóðlát laglínan ekki af þessum heimi. Schmidt er einn frægasti ljóðasöngvari heims og Jansen afar fær meðleikari. Voru þessir tón- leikar listviðburður sem verður lengi í minnum hafður. Jónas Sen ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Damask- dúkasýning Meðal damaskdúka frá Georg Jensen á sýningu hjá Ragnheiði Thorarensen um þessa helgi og þá næstu er einn glænýr með víkingamunstri (sjá mynd), eftir teikningu Bjorns Norgaards. Munstrið er af einum renningn- um fyrir ofan hin miklu gobelín Margrétar drottningar í riddara- salnum í Christiansborg í Kaup- mannahöfn. Annað nýtt munstur er tileinkað þúsaldamótunum og ber heitið „Festivitas". Dúkarnir frá Georg Jensen eru heimsþekkt gæðavara. Þeir eru hvergi seldir í verslun nema í heimabæ verksmiðjanna, Kold- ing á Jótlandi, en þeir eru af- greiddir eftir máli skv. pöntun- um og þá má skoða og panta hjá Ragnheiði. Sýningin er heima hjá henni, Safamýri 91, laugar- dag og sunnudag, kl. 14-18 báðar helgamar. Rauð Við minnum á lokasýninguna í trílógíu Nýlistasafnsins á menningarári, Rauð, sem verður opnuð á morgun og dregur upp fjölbreytta og spreOlifandi mynd af kvikmyndagerðarkonunni, ljósmyndaranum, málaranum, dagbókarhöfundinum, gjörn- inga- og lífslistakonunni Rósku. Sýningarstjóri er Hjálmar Sveinsson og sýningin stendur til 19. nóvember. Náttúrumyndir Síðustu forvöð eru þessa helgi að sjá sýningu Guðmundar VO- hjálmssonar í Stöðlakoti. Þetta er Fimmta einkasýning Guðmundar en þá fyrstu hélt hann 1982. Hann sýnir vatnslita- og pastelmyndir úr náttúru á norðurslóðum og hugmyndaheimi. Sýningin er opin daglega kl. 14-18. Vinakort í tflefni 10 ára afmælis Mögu- leikhússins býður leikhúsið gest- um sínum að kaupa sérstök Vinakort. Hvert Vinakort gildir fyrir 10 miða í leikhúsið, einn miði fyrir hvert leikár sem Möguleikhúsið á að baki. Hand- hafar Vinakortsins geta notað miðana að vild, séð sömu sýning- una oftar en einu sinni, boðið vinum sínum með í leikhús eða komið á margar sýningar í leik- húsinu. Kortið gildir á áflar sýn- ingar Möguleikhússins í vetur. Dramatúrgur Lés 1 umfjöllun um Lé konung í Borgarleikhúsinu í DV sl. mánu- dag er Hrafnhildur Hagalín Guð- mundsdóttir gerð að dramatúrg sýningarinnar en hið rétta er að um þá vinnu sá Hafliöi Am- grímsson. í leikskrá er enginn titlaður dramatúrg en ef vel er rýnt má sjá upphafsstafi Hafliða og leikstjórans, Guðjóns Peder- sen, aftan við línu með smáu letri þar sem segir „Leiktexta- gerð sýningarinnar (yfirstrikan- ir, orðalagsbreytingar o.þ.h)“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.