Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 23
27 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 1>'V Tilvera Thatcher 75 ára Margaret Thatcher, fyrr- um forsætisráð- herra Breta, fagnar 75 ára af- mæli sínu í dag. Thatcher var leiðtogi breska íhaldsflokksins um langt árabil. Hún gegndi embætti forsætisráðherra Breta frá 1979 til 1990, lengur en nokkur ann- ar í breskri sögu. Þá var Thatcher fyrst kvenna í Evrópu til að setjast í stól forsætisráðherra. Stjörnuspá m ;9Hi_____________._________ Gildir fyrir iaugardaginn 14. október Vatnsberinn I20. ian.-18. febr.l: Spenna hleðst upp fyrri ' hluta dags og þú ættir að reyna að forðast vandræði. Allt gengur mun betur þegar líður á daginn og kvöldið verður ánægjulegt. Fiskarnír (19. febr,-20. mars): Erfiðleikar í samskipt- lum vina verða vegna mismunandi skoðana en auðvelt reynist að leysa úr vandanum með rólegum viðræðum. Hrúturlnn (21. mars-19. apríl): . Nú fer allt að snúast I þér í hag. Vertu viðbú- inn að nýta þér þau tækifæri sem bjóðast og leita ráða hjá þér fróðari mönnum. Nautið 120. apríl-20. mafl: Miklar breytingar eru á döfinni varðandi grundvaliaratriði í lífi þínu, annaðhvort varð- andi vinnuna eða heimiUð. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúnT>: Þér hættir til óþarf- ’ legra mikillar undir- gefni þannig að yfir- gangssamt og sjálfsélskt fólk notfærir sér það. Tvíburarnlr (2 > sjálfselskt f< Krabbinn m. iúni-22. iúiíi: Hugmyndaflug þitt er I mikið um þessar mund- ir. Ástarsamband Uður ____ fyrir það að þvi er ekki sinnt sém skyldi. Reyndu að gera þér grein fyrir hvers þú væntir af því. Liónið (23. iúlí- 22. áeústl: Þetta er erfiður dagur í samskiptum, sérstak- lega miUi kynslóð- anna. Þér finnst eins og þú gerir ekkert rétt. Peningar gætu verið orsök vandans. Mevian (23. áeúst-22. sept.i: 11» Fréttir eða upplýsing- ar sem þú færð gætu ^^^^i»haft gagnlega þýðingu ^ f í viðskiptum. Það gæti reynst nauðsynlegt aö breyta áætlunum. Vogin (23. sept.-23. okt.l: Góður árangur þinn gæti leitt til öfundar í þinn garð. Dagurinn lofar góöu varðandi fráma þinn í starfi. Þú tekur skjótar ákvarðanir. Soorðdreki (24. okt.-21. nóv.i: Þú þarft að vera vel I vakandi ef þú ætlar f ekki að missa af þeim lT.r. t.I tækifærum sem þér bjóðast. Þér ætti að reynast auð- velt að fá aðstoö frá vinum. Bogamaður (22. nóv.-21. des.i: tNú er ekki rétti tíminn rtii að taka áhættu. : Dagurinn hentar sér- ; staklega vel til að versla og mjög líklegt er að þú gerir góð kaup. Steingeitin (22. des.-!9. ian.i: Þú verður mjög upp- tekinn af einhverju sem þú áttir ekki von á en þú verður ekkert óánægður með að hafa eytt tíma þínum í það. vogin uj. se ý Linda elskar enn hann Fabien sinn Ofurfyrirsætan Linda Evang- elista gefur ekki mikið fyrir sögu- sagnir um að hún sé orðín leið á bæði kærastanum og Englandi. Franska vikublaðið Voici hélt því fram fyrir skömmu að Linda hefði yfirgefið kærastann, franska markmanninn Fabien Barthez hjá Manchester United fótboltaliðinu, meðal annars vegna þess að hún þoldi ekki að búa í Englandi norð- anverðu. Að sögn tímaritsins var það einkum rigningin i sumar sem fór fyrir hið fagra brjóst Lindu. Þess ber jú að geta að áður en Fabien fór til Manchester áttu þau skötu- hjúin failegt hús í Mónakó. Og þar skín sólin allan ársins hring. Eða svo gott sem. Talsmaður Lindu, Didier Fem- andez, segir þetta tóman þvætting. „Þau hafa það gott saman og Astinni lengi lifi Linda Evangelista elskar mark- manninn sinn enn þá þótt hún sé flutt aö heiman. Hún þolir England ágætlega þótt hún sé flutt þaöan. Evangelista er mjög hriftn af fót- bolta. Hún er líka farin að venjast því að búa I Manchester," segir talsmaðurinn í viðtali við banda- ríska blaðið New York Daily News. Þá segir málpípan ekkert hæft í sögum um að Linda hafi orðið þunglynd eftir að hún missti fóstur á síðasta áiri. „Ég hef heyrt orðróm um að hún sé alvarlega veik, sé með krabba- mein og ýmislegt fleira. Sannleik- urinn er sá að hún þjáist ekki af neinu. Linda er við góða heilsu og hún er ánægð,“ segir taismaður- inn. Ofurfyrirsætan hefur heldur ekki lagt fyrirsætustörfin á hilluna heldur er hún í verðskulduðu fríi eftir fimmtán ára puð og púi á tískuplönkunum. „Hún er ekki komin á eliilaun," segir Didier Femandez. Gere vildi helst vera Madeleine Hjartagosanum og kvikmyndaleikar- anum Richard Gere vafðist ekki tunga um tönn um daginn þegar hann var spurður hvaða kona hann vildi helst vera, ef hann mætti ráða. „Madeleine Albright," sagði hann umsvifalaust. Val hans á bandaríska utanríkisráðherran- um hefur eflaust hrellt fyrrum eigin- konu hans, Cindy Crawford, og stór- leikkonuna Juliu Roberts. En Gere á skýringu. „Hún hefur mikilvægum störfum að gegna i Mið-Austurlöndum og það eru kannski einmitt vegna vandamálanna sem hún mætir sem kona í þessari stöðu að ég gæti vel hugsað mér að vera hún.“ Snemma beygist krókurinn Þaö veröur ekki skortur á kartöflum hjá leikskólanum Sólvöllum í Grund- arfirði á næstu dögum. Börnin hafa ekki setiö auöum höndum og þar sannast máltækiö aö snemma beygist krókurinn. í vor settu þau niöur kartöflur og í vikunni var afraksturinn tekinn upp og var uppskeran mjög góö. Kartöflurnar veröa svo eldaöar í leikskólanum. DVÓ/SHG Meg Ryan segir endanlega bless Leikkonan Meg Ryan hefur end- anlega kveðið upp úr um það að hjónaband hennar og Texasguttans Dennisar Quaids sé rannið út í sandinn. Hún vill þó lítiö segja um hvað varð til að upp úr slitnaðí og heldur vill hún ekkert segja um samband sitt við leikarann Russell Crowe. „Ég kem aldrei til með að ræða um það sem olii skilnaðinum. Það mun Dennis ekki gera heldur,“ segir Meg i viðtali við tíkmaritið W. Dagblaðið USA Today heldur því fram að hjónaband þeirra Denna og Meg hafi verið fyrir löngu búið. Býr til kaffi- diykki í dag hefst fyrsta heimsmeistara- mót kaffibarþjóna í Monte Carlo í Mónakó. íslandsmeistari kaffibar- þjóna, Erla Kristinsdóttir, hélt áleiðis tii Monte Carlo í Mónakó á þriðjudaginn, ásamt fararstjóra, þjálfurum og einum af alþjóðadóm- urum keppninnar, Aðaiheiði Héð- insdóttur, kaffimeistara Kaffitárs. Keppendur eru frá 16 þjóðum, Ástralíu, Bandaríkjunum, Finn- landi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Bretlandi, Frakklandi, Portúgal, Bosníu, Króatíu, Slóveníu, Þýska- landi, Ítalíu, írlandi og frá íslandi. Erla hefur æft daglega síðustu vikumar og undirbúið þátttökuna vandlega. Nýi drykkurinn hennar ber keim af Kahlúalíkjör og kókos- hnetum. Kaffið og mjólkina tók hún með sér frá íslandi svo gæðin skili sér örugglega alia leið í boilann. Fyrir brottfor Erla Kristinsdóttir, íslandsmeistari kaffibarþjóna áriö 2000, Aöalheiöur Héöinsdóttir, kaffimeistari Kaffitárs og alþjóöadómari, Lilja Pétursdóttir og Sonja Grant þjálfarar ásamt Guöbjörgu Ásbjörnsdóttur fararstjóra. Cameron Diaz hneykslar Breta Siðprúoir Bretar ná varla andanum vegna auglýsingar þar sem Holiywood- leikkonan Cameron Diaz situr fyrir. Stúlkan er í fótum en gerði þau regin- mistök að setja aðra höndina á kaf ofan i buxurnar. Auglýsingin var gerð fyrir kvikmyndatímaritið Hotdog. Ekki er að sökum að spyrja að fjöl- margir lesendur timaritsins kvörtuðu við siðgæðisnefnd auglýsingastofa. Varðhundamir skoðuðu auglýsinguna og komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ósiðleg þar sem hún gæfi í skyn að leikkonan væri hugsanlega að fróa sér. Talskona tímaritsins segir myndina sakleysislega og ekkert sé athugavert við hana, enda Cameron í nærbuxum undir stuttbuxunum. Paul talar um listina á Netinu Paul McCartney, fyrrum bítill, er loksins búinn að ákveða að létta á sér. „ímörg ár málaöi ég myndir í ein- rúmi og talaði eiginlega ekkert um það við aðra en fjölskylduna," sagði Paul í vikunni þegar hann tilkynnti að hann myndi ræða þetta hugðarefni sitt á Netinu. Áhugasamir geta sent inn spurningar til spjallrásar Yahoo. Listmálarinn mun svo svara spum- ingunum í beinni útsendingu þann 19. október næstkomandi. Vorum aö taka upp glænýjar vörur fyrir dömur og herra. 25-40% lægra verð. Ný myndbönd sem áöur kostuöu 2.490, nú á 1.500. Geröu samanburð á veröi, úrvali og þjónustu. Fékafeni 9 • S. 553 1300 □piö laug. 10-16 mán.-fös. 10-20 9 SLANKUpjt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.