Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Side 4
26
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000
DV-Sport - körfuboltakynning 2000-01
Haukar
ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka:
Minni breidd
„Við stillum upp svipuðum mannskap
og í fyrra en breiddin er kannski ekki al-
veg eins mikil. Tímabilið í fyrra var
mikil reynsla sem á eftir að nýtast okkur
i vetur. Þar sem litlar breytingar hafa
orðið á leikmannahópnum þá
vita menn til hvers er ætlast af
þeim og auðveldara fyrir
mig að byggja ofan á síð-
asta vetur. Stefnan hjá
okkur í vetur er auðvitað
sú að gera betur en á síð-
asta tímabili.
í fyrra duttum við út í
undanúrslitum bæði i bikar-
og í úrslitakeppninni og lent-
um í öðru sæti i deildinni
þannig að ef við ætlum að gera
betur verðum við að vinna titil eða titla.
Undirbúningur hjá okkur hefur verið
með besta móti. Við fórum til Þýska-
lands í vikuferð og spiluðum við nokkuð
góð lið þar og svo höfum við spilað á
sterku Reykjanesmóti. Reykjanesmótið
gekk að vísu ekki vel hjá okkur og spil-
uðum við ekki sannfærandi þar en ég tel
að stígandi hafi verið hjá okkur og við
verðum vel stemmdir í deildinni og í
góðu formi.
Meiðsli hafa verið að hrjá lykilmenn
Komnir:
Lýður Vignisson frá USA, Ásgeir
Ásgeirsson frá Grindavík, Rick
Mickens frá USA, Þröstur
Kristinsson frá ÍS.
Farnir:
Ingvar Guðjónsson til USA,
Sigfús Gizurason, Stais Boseman,
Óskar Pétursson.
Heimaleikir að Ásvöllum:
Haukar-Hamar .... 1. okt. kl. 14.00
Haukar-Skallagr. . . 15. okt. kl. 20.00
Haukar-KR........5. nóv. kl. 20.00
Haukar-Grindavík .. 3. des. kl. 20.00
Haukar-ÍR .......14. des. kl. 20.00
Haukar-Ketlavík ... 4. jan. kl. 20.00
Haukar-Þór ......16. jan. kl. 20.00
Haukar-KFl ......8. febr. kl. 20.00
Haukar-Valur....11. febr. kl. 16.00
Haukar-Njarövík . . 18. febr. kl. 16.00
Haukar-Tindastóll . 4. mars kl. 16.00
en aðrir hafa stigið upp á meðan og hef-
ur t.d. Eyjólfur Jónsson fyllt skarð Guð-
mundar Bragasonar vel. Útlendingar
spila stórt hlutverk í liðum sínum og höf-
um við fengið til okkar bakvörð og hefur
það tekið nokkurn tíma hjá okkur að
koma honum inn í okkar leik en ég
býst við honum sterkum i vet-
ur. Epson-deildin í ár mun að
mínu mati verða sú sterkasta
frá upphafi. Stór orð, en ef
menn líta á liðin og þann mann-
skap sem er í dag held ég að
menn séu á sömu skoðun. í dag
eru 5 lið sem eiga eftir að berjast
um titilinn af mikilli hörku: Haukar,
KR, Keflavík, Grindavik og Njarðvík.
Tvö önnur lið eiga eftir að vera í þessari
baráttu að mínu mati og gera sett strik i
reikninginn og það eru Valur og Tinda-
stóll. Því miður hef ég ekkert séð til Stól-
anna en býst samt við þeim mjög góðum
í vetur. ÍR, Hamar og Þór munu síðan
berjast af mikilli hörku um siðasta lausa
sætið í úrslitakeppninni. KFÍ og Borgar-
nes munu falla og eiga þau töluvert í
land til þess að geta unnið þau bestu.
Mikið er um unga stráka í deildinni í
vetur sem eru ekki bara efnilegur heldur
eru orðnir góðir,“ segir ívar.
Haukar 1999-2000
Miesti árangur það ár
* * 1 Versti árangur það ár RÓÖ
flrangur 34 stig 2.
Stig að meðaltali 87,0 4.
Skotnýting 46,9% 5.
Þriggja stiga körfur 8,4 3.
Þriggja stiga nýting 38,3% 3.
Vítanýting 77,9%
Tapaðir boltar 13,8 2.
Stigásig 75,7 3.
Skotnýting mótherja 43,4% 3.
Tapaðir boltar mótherja 12,2 12.Í'>
Sóknarfráköst tekin 12,3 i.í;<
Hlutfall frákasta tekin 55,0% *.#
Varín skot 2,64 4.
Fiskaðar villur 21,1 i.«;»
Villur fengnar 19,9 7.
• •
Asgeir Asgeirsson
Bakvörður
17 ára 189 cm, 84 kg
Leikir 9, stig 2.
Bragi H. Magnússon
Framherji
27 ára, 194 cm, 106 kg
Leikir 217, stig 2750
Brynjar Grétarsson
Framherji
21 árs, 194 cm, 89 kg
Leikir 14, stig 7
Davíð Asgrímsson
Framherji
23 ára 190 cm, 92 kg
Leikir 35, stig 66
Eyjólfur Örn Jónsson
Framherji/miöherji
26 ára, 202 cm, 98 kg
Leikir 12, stig 56
Guðmundur Björnsson
Framherji
29 ára, 183 cm, 85 kg
Leikir 41, stig 42
Guömundur Bragason
Framherji/miðherji
33 ára, 203 cm, 98 kg
Leikir 269, stig 4879
Jón Arnar Ingvarsson
Bakvörður
28 ára, 186 cm, 87 kg
Leikir 279, stig 4168
Leifur Þór Leifsson
Bakvörður
25 ára, 185 cm, 83 kg
Leikir 64, stig 84
Lýður Vignisson
Bakvörður
20 ára, 184 cm, 84 kg
Leikir 1, stig 2
Marel Guðiaugsson
Framherji
28 ára, 194 cm, 88 kg
Leikir 298, stig 2464
Ottó Þórsson
Bakvörður
23 ára 186 cm, 82 kg
Leikir 1, stig 8
Rick Mickens
Bakvörður/framherji
22ára, 190 cm, 90 kg
Leikir 0, stig 0
Róbert Leifsson
Bakvörður
22 ára, 183 cm, 82 kg
Leikir 14, stig 30
Stefán Reynisson
Bakvörður
21 árs, 198 cm, 94 kf
Leikir 0, stig 0
Teitur Arnason
Bakvöröur
17 ára, 180 cm, 78 kg
Leikir 0, stig 0
Þröstur Kristinsson
Framherji
25 ára, 190 cm, 82 kg
Leikir 36, stig 50
ívar Ásgrímsson
Þjálfari
Þetta er 2. ár hans meö
liöiö.
Haukar tókufleiri fráköst
en andstæðingarnir í átján
af 22 leikjura sínum og alls
55% þeirra frákasta sem
voru í boði hjá liðinu i
leikjunum 22. Haukar tóku
39,1% frákasta í boði undir
körfu andstæðinga sinna og
70,5% frákasta undir sinni
eigin körfu.
Ekki er hœgt að segja ann-
að en Hafnarfjarðarliöið
hafí tekið sig á þvi áriö á
undan tóku Haukar aðeins
47,7% frákasta í boði.
Haukaliðið hækkaði sig því
um 11 sæti og rúm
7% milli ára.
Koma Gudmundar
Bragasonar til liðs-
ins hafði þarna örugglega
mikil áhrif en Guðmundur
varð í fyrra sá leikmaður
sem hefur tekið flest frá-
köst í sögu úrvalsdeildar-
innar. Guðmundur bætti
met Johns Rhodes i fyrra,
þegar hann tók sitt 126. frá-
kast á tímabilinu, og hefur
alls tekið 2617 fráiköst i úr-
valsdeild. Guðmundur hef-
ur leikið 253 leiki þar sem
tölfræðin hefur verið tekin
saman og er þvi með 10,3
fráköst aö meöaltali i leik.
-ÓÓJ
Pmím á aiÍM ffikú.
SmiÖjuvegur 6
200 Kópavogur
sími 557-9555