Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000
Fréttir
7
DV
Umsjónöftis
Hörður Kristjánsson
notfang: sandkorn@ff.is
- HWBTTffni
í hljóðri bæn
Sagt er að ís-
lenskir peninga-
spekúlantar sem
undanfarin
misseri hafa
verið drjúgir
með sig að ráð-
leggja fólki
kaup á bréfúm
í net-, há- og lif-
tæknifyrirtækj-
um læðist nú hljótt með veggjum
vegna gríðarlegs hruns slíkra fyrir-
tækja á mörkuðum. Þá munu þeir
sem keyptu hlutabréf í deCode á
margföldu nafnverði í upphafi vera
famir að ókyrrast mjög. Sagt er að
þeir sem mest keyptu séu famir að
beina kvöldbænum sínum í hljóði til
Kára Stefánssonar um að reyna að
kreista fram kraftaverk til að snúa
dæminu við...
Reykur í Hvalfirði
Samtökin SÓL i Hvalfirði lýsa yfir
undrun og áhyggjum vegna frétta af
fyrirhugaðri gríðarlegri stækkun ál-
vers Norðuráls í
firðinum. Iðn-
aðarráðherra,
Valgerður fji %
Sverrisdóttir, 4», Yjk
hefúr hins veg- w
ar brosað út í
bæði vegna r
þessa skyndi-
iega áhuga O i
Norðuráls- I n / i I
manna. Einhvem
tíma heföi Jón Sigurðsson, forveri
Valgerðar, talið sig góðan með reyk-
inn af þeim réttum sem þama er ver-
ið að bera á borð. SÓL í Hvalfirði era
ekki á sömu skoðun og lýsa því yfir
að fúfl mótstaða verði veitt gegn þeim
hugmyndum að stækka álverið í 300
þúsund tonn. Gárungar velta því fyrir
sér hvort ekki verði að breyta nafn-
inu á samtökunum í „Reykur í Hval-
firði“...
Hurðaskellir
Sagt er að víðfrægur hurðaskellur
Guðmundar Gunnarssonar, formanns
Rafiðnaðarsambcmdsins í Karphúsinu
í vor, hafi verið vel
æft atriði. Þegar
leið að samning-
um hafi formaður
verið með lokaæf-
j ingu, gengið her-
I bergi úr herbergi
Rafiðnaðarsam-
bandsins til að
sýna mátt sinn
: og megin sem
framvörður launafólks í orði og æði.
Sagt er að mikið álag hafi verið á
hurðunum vegna æfmga foringjans og
óttuðust sumir um afdrif þeirra. Þvi
hafi menn andað léttar þegar fréttist
af hurðaskellinum í Karphúsinu -
sambandshurðimar fengju allavega
að vera í friði á meðan...
Úr neðra í efra
Gísli Hjartarson, ritstjóri Skutuls
á ísafirði, er nú að leggja lokahönd á
þriðju bókina í flokki „101 vestfirskar
þjóðsögur“. í nýju bókinni verður
m.a. saga um Sighvat Björgvinsson,
alþingismann
Vestfirðinga, sem
ók vestur á firði
ásamt eiginkon-
unni, Björk
Melax, að hitta
kjósendur. Fóra
þau vesturleiðina
um Barðaströnd
og til ísafjarðar í
aðalvígi Sig-
hvats. Síðan ók þingmaðurinn um
Djúpveg sem var afar slæmur yfir-
ferðar og nánast ófær flestum farar-
tækjum. Áð var á Hólmavík, í sölu-
skála Kaupfélagsins, og þar vora aðr-
ir ökumenn sem skömmuðu þing-
manninn ótæpilega fyrir ástand veg-
arins. Sighvatur sat þegjandi um
stund en sagði svo: „Ég skal bara
segja ykkur eitt. Ef himnaríki væri á
ísafirði og helvíti á Hólmavík, og
menn ættu þess kost að flytja frá því
neðra í það efra, myndi enginn leggja
það á sig að fara veginn á milli þess-
ara staða.“...
Fyrrverandi skólastjóri hestaskóla var kærður eftir kvartanir hollenskra nemenda:
Dýralæknar fá myndband
með meintri harðýðgi
Rannsóknadeild lögreglunnar á
Selfossi mun á næstunni óska eft-
ir að dýralæknar leggi mat á efni
myndbands þar sem fyrrverandi
kennari i hestaskólanum við Ing-
ólfshvol bindur hross á taglinu
við stoð á meöan það er járnað.
Kennarinn, Hafliði Halldórsson,
var kærður fyrir harðýðgi við
hross í kjölfar þess að skandinav-
ískir nemendur hans skrifuðu
bréf til Sambands dýraverndarfé-
laga. Það voru skandinavisku
nemendurnir sem sendu mynd-
bandið til lögreglunnar vegna
rannsóknar málsins. Félag tamn-
ingamanna visaði Hafliða úr fé-
laginu tímabundið eftir að fulltrú-
ar þess horfðu á myndbandið fyrr
á árinu.
Hafliði hefur haldið því fram í
DV að það að binda hest á tagli
DV-MYNOPJETUR
í FYRSTA PRÓFINU
Samræmd próf hjá tólf og níu ára nemendum í grunnskólum landsins hófust
í gærmorgun. Nemendur í þessum atdurshópum i Fossvogsskóla ætluöu aö
sjálfsögöu aö gera sitt besta í prófunum og á myndinni má sjá Aðalheiöi
Bragadóttur kennara afhenda tólfa ára nemendum í hóp 15 fyrsta prófiö
sem var móðurmál.
Samræmd próf:
Tíu þúsund viö
prófborð
Rétt um 10 þúsund krakkar, 9 og
12 ára, í 180 grunnskólum á landinu
settust við prófborðin í gærmorgun
og þreyttu samræmd próf í ís-
lensku. í dag er það stærðfræðin.
DV heimsótti börnin í Fossvogs-
skóla í Reykjavík þar sem þau voru
að fá íslenskuprófm glóðvolg frá
Rannsóknarstofnun uppeldis- og
menntamála og voru að hefja úr-
lausn þeirra.
-JBP
við stoð sé „hefðbundin aðferð"
hér á landi við hesta sem eru erf-
iðir í járningu. „í þessu tilfelli var
haldið í hann og ég studdi hann
með því að taka taglið, setja þaö í
þrjár hringi utan um súlu til þess
að hesturinn slasaði ekki sig né
nemendur," sagði Hafliði.
Aðspurður um fullyrðingu
Irmu Shortinghuis, hollensks
nemanda á námskeiðinu, þar sem
hún segir skólastjórann hafa sett
reipi utan um háls hestsins og
hert að þar til hesturinn hafi ekki
náð andanum, sagði Hafliði að
þar hefði verið um að ræða erfiða
ótemju. „Þarna er sett hálsreim
utan um hestinn án þess að hún
herði aö. Þetta er gert til þess að
hesturinn slíti ekki alit í sundur
og slasi ekki sjálfan sig eða aðra.
Það er öryggishnútur á bandinu.
Eftir að dýralæknar hafa metið
efni myndbandsins og væntanlega
önnur gögn verður málið sent lög-
reglustjóranum á Selfossi sem
ákveður hvernig ákærumeðferð
verður háttað. -Ótt
Hvaleyiarbraut 18-20 220 Hafnarflötðut. Simi: S6S-S055 / Fax: SSS-5056
SÝNING:
Fræsarar, JÁRNSMÍÐAVÉLAR,
Rennibekkir, Blikksmíðavélar,
Sagir, CNC vélar, o.fl. O.fl.
Opið hús.
Miðvikud.- Föstud. Kl. 1D-19.
Laugard. Kl. 10-18.
SUNNUD. KL. 10-17.
***26 ára traust samstarf við íslenskan iðnað.***
Slökkvilið Grundarfjarðar í vandamálum:
„Brettum upp
ermar"
- segir Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri
DV MYND SÆDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR.
Ostuð á slökkviliðinu.
Gamli slökkviliösbílinn í Grundarfiröi sem valt um dag-
inn og víkur fyrir nýrri bíl frá Ólafsfiröi. Á dögunum
mætti slökkviliösstjórinn einn á brunastaö.
DV, GRUNDÁRFÍRÐI:
Eins og kunnugt er hefur
verið umræða um slökkvi-
lið Grundarfjarðar eftir að
aðeins slökkviðsstjórinn
mætti á staðinn þegar eldur
varð laus í iðnaðarhúsnæði
í Grundarfirði síðastliðinn
laugardag.
Björg Ágústsdóttir, sveit-
arstjóri Eyrarsveitar, segir
að byggðaráð Eyrarsveitar
hafi óskað eftir tillögum frá
slökkviliðinu sjálfu um
hvemig mætti efla innra
starf og fjölga mannskap.
„Það verður að segjast eins
og er að þama vora hlutimir ekki í al-
veg nógu góðu lagi hjá okkur. Fyrir
okkur liggur einfaldlega að bretta upp
ermamar og taka á því sem betur má
fara. Við fórum í gegnum mjög góða
umræðu á fúndi byggðaráðs og var
m.a. óskað eftir tillögum frá slökkvilið-
inu sjálfu um hvemig efla mætti innra
starf og fjölga mannskap, bæði slökkvi-
liðsmönnum og hugsanlegum aðstoð-
armannskap," sagði Björg Ágústsdótt-
ir.
„Við eigum mikið af hæfu og áhuga-
sömu fólki og slökkvilið sem hefúr í
gegnum tíðina staðið sig með prýði á
erfiðum stundum. Við stöndum i gríðar-
mikilli uppbyggingu hvað varðar hús-
næði og endumýjun bifreiðar slökkvi-
liðsins þannig að öll aðstaða mun gjör-
breytast á næstu mánuðum. Ef ég þekki
mitt heimafólk rétt þá munum við
leggja allan okkar metnað í að efla þenn-
an þátt enn frekar," sagði Björg Ágústs-
dóttir í samtali við DV. -DVÓ
Vegna 1 árs afmælis okkar
ætlum við að halda
afmælisveislu
alla helgina.
Komdu og þiggðu
ítalska brauðaveislu,
pesto og léttar
veitingar.
Verðum með 10%
afslátt af brauði og
bakkelsi, ostum o.fl.