Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 I>V 5 Fréttir Grenivík - Kaplaskjólsvegur: Póstkortið var 38 daga á leiðinni „Pósturinn er alltaf að auglýsa hvað hann er snar í snúningum. Mér flnnst hins vegar dálitið langt þegar póstkort er 38 daga á leiðinni frá Grenivík og til Hjördisar vin- konu minnar á Kaplaskjólsvegin- um,“ sagði Guðrún Angantýsdóttir á Skagaströnd. Guðrún dvaldi í haust í sumarbústað á fllugastöðum í Fnjóskadal og brá sér þá í dagsferð til Grenivlkur: „Það var á Grenivík, nánar tiltek- ið 11. september, sem mér datt í hug að gaman gæti verið að senda Hjör- disi vinkonu minni póstkort. Ég keypti fallegt kort með mynd af Mý- vatni og skrifaði á það nokkrar lín- ur um líðan mína og ferðir. Ég sendi póstkortið svo af stað en Hjör- dís fékk það ekki fyrr en 18. októ- ber. Hún var einmitt að hringja í mig og þakka mér fyrir kortið,“ sagði Guðrún sem er sár út í póst- þjónustuna. Hjördís á Kaplaskjólsvegi hafði þrátt fyrir allt gaman af því að fá póstkortið, þó seint væri: „Það er alltaf gaman að fá kort en mér er það hulin ráðgáta hvernig það gat verið svona lengi á leiðinni. Það hlýtur að hafa farið víða áður en það rataði loks heim til mín,“ sagði Hjördís í gær og þakkaði sínum sæla fyrir að er- indið var ekki mikilvæg- ara en raun bar vitni. „Ég hef afltaf litið svo á að fólk verði að geta treyst Póstinum. í mín- um huga er hann einn af homsteinum þjóðfélags- ins,“ sagði Hjördis á Kaplaskj óls veginum. Pálina Armannsdóttir, fulltrúi í óskilapóstdeild íslandspósts, stóð á gati þegar hún var spurð út í póstkortið sem Guðrún sendi frá Grenivík: „Þetta er ótrúlegt. Ég get engu svarað," sagði Pálína. -EIR Kári Stefánsson. Kári í 60 mínútum Fjölmennt lið dagskrárgerðar- manna frá bandaríska sjónvarps- þættinum 60 Minutes er statt hér á landi ásamt fréttamanninum Ed Bradley. Er hópurinn að vinna að þætti um líftækniiðnaðinn sem sýndur verður í 60 Minutes á næst- unni en þar mun Kári Stefánsson hjá íslenskri erfðagreiningu leika aðalhlutverkið. Ed Bradley er einn af þekktustu fréttamönnum Bandarikjanna og sá þeldökki í hópi umsjónarmanna 60 Minutes. Samkvæmt heimildum DV mun hann hafa sent íslenskri erfða- greiningu blóðsýni úr sjálfum sér fyrir komuna til landsins og mun það verða borið saman við blóðsýni úr Kára Stefánssyni til að sýna fram á að erfðafræðilega séu þeir næst- um því eins, þó svo annar sé hvítur en hinn svartur. Starfsmenn upplýs- ingadeildar íslenskrar erfðagrein- ingar neituðu þó að staöfesta þetta þegar eftir því var leitað. Starfsfólk 60 Minutes mun dvelja hér á landi í nokkra daga við verk- ið. -EIR DV-MYND PJETUR A ráðherrafundi Unnur Sverrisdóttir, talsmaður starfshóps samtaka atvinnubílstjóra, heilsar Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra á fundi sem hópurinn átti með þremur ráðherrum í gær. Samstarfshópur atvinnubílstjóra hitti þrjá ráðherra: Bensínhækkanir í ríkisstjórn - þar sem kröfur hópsins verða ræddar „Þeir ráðherrar sem við ræddum við ætla að skoða málið og taka það upp í ríkisstjóm. Við munum fá svar,“ sagði Unnur Sverrisdóttir, talsmaður samstarfshóps vegna hækkunar olíu- og bensínverðs. Fulltrúar samtaka at- vinnubílstjóra gengu á fúnd Geirs H. Haarde íjánnálaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra og Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra í gærmorgun. Hópurinn lagði fram tiflögur sínar vegna undangeng- inna verðhækkana. Þær vora: lækkun þungaskatts, lækkun krónutölu vöru- gjalds á bensíni og hert eftirlit með ol- íufélögunum við verðmyndun elds- neytis. Ástæður fúndarins voru m.a. þær gríðarlegu hækkanir sem orðið hafa á heimsmarkaðsverði á olíu siðastliðin tvö ár og hafa haft í fór með sér mikl- ar kostnaðarhækkanir fyrir rekstrar- aðila atvinnubifreiða, að því er segir í tilkynningu frá hópnum. Enn fremur segir að einnig hafi hækkanir á þungaskatti biffeiða yfir 14 tonnum í maí sl. orðið mun hærri, sem nemur að meðaltali 11-13%, og enn meiri á stærstu bifreiðunum. Allt bendi til að heildartekjur ríkissjóðs af innheimtu þungaskatts fyrir árið 2000 verði 500 til 600 milljónum hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Ljóst sé að þessi skattstofn hafi hækkað óeðlilega mikið og hratt undanfarin ár, mun meira en sem nemur auknum akstri. Takmörk eru fyrir því hversu miklar kostnaðar- hækkanir þessar atvinnugreinar geta borið eða sett út í verðlagið. Það hafi verið sanngimismál þegar skattheimtu á bensíni var breytt haustið 1999 með því að taka upp fast almennt vörugjald í stað 97% vöru- gjalds. Hins vegar sé það mat hags- munaaðila að ríkið hafi gengið of skammt miðað við skatttekjur rikisins næstu ár á undan. Á því ári sem liðið er frá þessari breytingu hafi bensíns- verð á heimsmarkaðsverði hækkað mjög mikið. Hópurinn hafi bent á að tekjur ríkissjóðs vegna innheimtu viröisaukaskatts af bensíni hafi aukist í samræmi við það. Samstarfshópur- inn hafi því lagt til að krónutala ai- menns vörugjalds af bensíni yrði lækk- uð til muna. -JSS Bless bursti AEG Favorit 4231 U-W verð 49.900 stgr 530 2800 www.ormsson.is RáDIOWAUST Geislagötu 14 • Sfmi 462 1300 Nú á ég skilið að fá uppþvottavél u-w Vinnur verk sín í hljóði Þetta er sú heitasta á markaðnum, turbo þurrkun með heitum blæstri og svo hljóðlát að þú hefur ekki hugmynd um að hún er gangi. Tekur 12 manna stell, þýr yfir 6 þvottakerfum, er með 6 falt vatnsöryggi og svona mætti lengi telja - þetta er alvöruvél. Við vonumst til að geta óskað þér til hamingju með áfangann en bendum þér samt á að kveðja gamla uppþvottaburstann og - vettlingana með hæfilegri virðingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.