Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 DV 9 Neytendur skammtimaávöxtun eða inn á skuldabréfamarkaðinn. Á sama hátt má segja að fólk sem : komið er á efri ár, í kringum sex- tugt eða þar um bil, sé ekki tilbúið, 1 og ætti ekki að vera tilbúið, að taka eins mikla áhættu með fjármuni og 1 yngra fólk. Fólk sem komið er á efri | ár og er með laust fé, t.d. vegna sölu fasteigna og vill leggja til hliðar ein- hverja fjármuni ætti ekki að vera með mikið meira en 25-30% í hluta- bréfum og afganginn í skuldabréf- um. Því að öllu jöfnu má reikna með að fjárfestingatíminn verði ; skemmri. Auk álls þessa þarf að skoða hver heildareign fjárfestis er, j skattalegt hagræði sem hlýst af hlutabréfakaupum, ef eitthvað er, j og ýmis fleiri atriði. Það er þvi mjög j mikilvægt að leita sér góðrar ráð- 1 gjafar í þessum málum. Þeir fjár- festar sem hafa unnið heimavinn- una ættu að halda ró sinni og fara reglulega yfir eignasamsetningu j sína og meta hvort tilefni sé til að gera einhverjar breytingar. Flestir markaðir hafa lækkað „Þrátt fyrir að hlutabréfamarkað- ir séu í lægð um þessar mundir þá : breytir það ekki skoðun minni á uppbyggingu eignasafna. í skulda- j bréfum myndi ég ráðleggja íslensk skuldabréf því hér eru vextir háir samanborið við útlönd auk þess sem flest islensk skuldabréf eru j verðtryggð og því geta fjárfestar keypt 5 ára ríkisskuldabréf og feng- ið 6,20% raunvexti næstu fimm ár. Varðandi hlutabréfamarkaði þá legg ég áherslu á að þeir aðilar sem hafa unnið heimavinnuna sína j haldi ró sinni. Ég mæli óhikað með : fjárfestingum í hlutabréfum og það 1 má segja að lækkanir undanfarnar vikur bæði hér heima og erlendis skapi ákveðið kauptækifæri. Ráð- gjöf um eignasamsetningu hefur ekki breyst" segir Vilhjálmur að j lokum. -ÓSB Það þarf einfaldan meirihluta - til að samþykkja húsreglur íbúi í 12 íbúða húsi hafði sam- band við Húsráð. „Það eru engar húsreglur í húsinu hjá okkur. Hvað þurfa margir að sam- þykkja húsreglur til þess að þær taki gildi og hversu ítarlegar ættu húsregl- umar að vera?“ Fanny Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Húsráða, svarar: Meginreglan er sú að samþykki ein- falds meirihluta eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta nægir til að setja húsreglur. Þó geta húsreglur krafist samþykkis allra eða aukins meirihluta skv. fiöleignarhúsalögun- um (FEHL). Eftirfarandi krefst t.d. samþykkis allra (sbr. A-lið 41. gr.): 1. Verulegar breytingar á hagnýt- ingu og afnotum sameignar. 2. Skipting bílastæða. 3. Um sérstakan aukinn rétt ein- stakra eigenda til afnota af sameign. 4. Um meiri og víðtækari takmark- anir á ráðstöfunár- og hagnýtingarrétti eiganda yfir séreign en leiðir af ákvæð- um FEHL eða eðli máls. 5. Um að halda megi hunda og/eða ketti í húsinu Felist í húsreglum breytt hagnýting sameignar sem þó telst ekki veruleg þá þarf samþykki 2/3 hluta eigenda bæði miðað við fiölda og eignarhluta (sbr. 4. tl. B-liðar 41. gr.). Þegar húsreglur eru bomar upp til samþykktar verður ávallt að gaum- gæfa hvort einhverjar greinar gangi það langt að einfaldur meirihluti nægi ekki. Það er þó yfirleitt í undantekn- ingartilvikum. Verður að líta svo á að einfaldur meirihluti á húsfúndi geti samþykkt og sett húsreglur ef þær Allir íbúar og afnotahafar viðkom- andi húss eru skyldugir að fara eftir húsreglum, hvort sem þeir eru eig- endur eða leigjendur. hafa að geyma venjuleg fyrirmæli um atriði sem ekki er kveðið sérstaklega á um í lögunum að samþykki allra eða aukins meirihluta þurfi til. Heimild húsfélags til að setja reglur um notkun séreigna gildir einvörð- ungu um þýðingarminni og léttvægari atriði. Gangi fyrirmælin lengra þá þarf samþykki allra og þá þarf einnig að þinglýsa slíkum takmörkunum (sbr. 2. mgr. 75. gr.). Það er nokkuð algengt að LESENDUM SVARAÐ RÁOGJAFAÞJÓNUSTA HÚSFÉLAGA Lesendur geta sent spurningar til sérfræölnga Húsráöa meö tölvupósti. Netfangiö er dvritst@ff.is og merkja skal tölvupóstinn Húsráö. húsfélag gangi heldur lengra f húsregl- um en heimilt er strangt til tekið. Á meðan það sætir ekki andmælum eig- enda má það einu gilda en sérhver eig- andi getur hvenær sem er vefengt gildi slíkra ákvarðana. Um atkvæðisrétt við setningu hús- reglna gilda almennar reglur. Sam- kvæmt þeim eru það eigendur sem hafa atkvæðisrétt en leigjendur hins vegar ekki. Allir íbúar og afhotahafar viðkomandi húss eru skyldugir að fara eftir húsreglum, hvort sem þeir eru eigendur eða leigjendur. Húsreglur geta gilt um heildarhúsfé- lag eða einstakar húsfélagsdeildir (t.d. stigahús) um málefni sem þeim einum viðkemur. í 74. gr. FEHL eru tilgreind þau atriði sem húsreglur Ibúðarhúsa skulu fialla um en þessi upptalning er ekki tæmandi. Það fer mjög eftir atvik- um og aðstæðum, gerð húsa o.s.frv., hversu ítarlegar húsreglur þurfa að vera. Þó eru það yfirleitt sömu grund- vallaratriðin sem eru með líkum hætti í flestum sambærilegum húsum. Síðan eru sérreglur sem taka nánar mið af séraðstæðum hvers húss. Sumar grein- ar í húsreglum eru brýning á atriðum sem FEHL sjálf hafa að geyma reglur um. Slíkar greinar hafa þá í sjálfu sér lítið sjáifstætt gildi nema þá til áhersluauka. Rétt er að geta þess að þótt í húsregl- um segi t.d. að bann sé við röskun á svefnfriði í húsinu frá miðnætti tO kl. 7 að morgni þá ber mönnum vitaskuld á öllum tímum sólarhrings að sýna eðlilega tillitssemi og kurteisi. Húsráð - ráðgjafarþjónusta húsfé- laga er að Suðurlandsbraut 30 og veit- ir margvislegar upplýsingar og leitar ráða við álitamálum sem upp geta komið varðandi samskipti fólks í íbúð- arhúsnæði. Siminn þar á bæ er 568 9988. Vorum aö taka upp glænýjar vörur fyrir dömur og herra. 25-40% lægra verö. Ný myndbönd sem áöur kostuðu 2.490, nú á 1.500. Geröu samanburö á veröi, úrvali og þjónustu. □pið laug. 10-16 mán.-fös. 10-20 Fákafeni 9 • S. 553 1300 L reeze L m rs (D (D ^f/r Ö ^or, <D SKJARE/NN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.