Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 Skoðun Ellilífeyrisþegar mótmæla Skattlagöir sem fullfrískir starfsmenn í hæsta skattþrepi. S j ómannaaf sláttur - eldri borgaraafsláttur (spurt I gongugötunni i Þórshöfn í Færeyjum) Nanna Jurgens nemi: Nei, en ég ætla þangaö fljótlega. Er ekki gaman þar? Hergeir Nilsen lögþingsmaöur: Já, já, ég hef komiö tvisvar til ís- iands og fer þangaö fljótlega aftur. Ég hef bæöi veriö í Neskaupstaö og í Reykjavík. Hjalti Skaalum harmoníkuleikari: Ég hef komiö þrisvar til íslands. Ég á frændfólk í Garðabæ og svo fór ég í sumar meö harmoníkufélaginu og spilaöi á íslandi. Þaö var mjög gam- an. Soffía Nattestad námsráögjafí: Ég hef komiö fjórum sinnum og þaö er mjög gaman. Ég á fjölskyldu í Hafnarfiröi og Reykjavík og fer fljót- lega aftur. Uni Arge knattspyrnumaður: Ég hef veriö þrjú sumur á íslandi og varö bikarmeistari meö ÍA í sumar. Skilaöu fyrir mig kveöjum á Skag- ann. Ég kem aftur næsta sumar. Jógvan Páll Lassen lögfræðingur: Ég hef oft komiö til íslands vegna vinnunnar. Ég fer áreiöanlega fljót- lega aftur, þaö er gaman þar. Ellilífeyrisþegi númer 130832-3269 skrifar: Sjómannaafslátturinn og skattlagn- ing ellilífeyristekna frá lifeyrissjóð- um, sem þeir hafa greitt til á starfsævi sinni, hefur valdið úlfúð í þjóðfélaginu og er mál að linni. Tökum dæmi: „Hetjur hafsins", sjó- menn, eru ein hæst launaða launþega- stétt landsins, þar sem verkamenn til sjós hafa 1-1,2 miUjónir króna í tekj- ur, þegar sæmilega gefur til sjós, fyrir tæplega mánaðarúthald og „soðn- ingu“ fyrir aUa ijölskylduna aUt árið að auki (en eitt ýsuflak, sem gæti nægt tveimur eUilífeyrisþegum í eina máltið, kostar nú um 800 kr. úr ís- lenskri fiskbúð) og yfirmenn skipa með þessa upphæð tvöfalda. - Þessi stétt launþega fær síðan tæpar 700 krónur í skattafslátt fyrir hvern vinnudag og er þessi afsláttur dreginn frá álögðum sköttum. Grímur Atlason þroskaþjálfi skrifar: PáU Pétursson frá HöUustöðum, sá mikli heimsmaður, hefur að undan- förnu bent á nokkrar stórmerkilegar leiðir til lausnar manneklu „umönn- unarstofnana". Hann hefur t.a.m talið það vænlegan kost að keima útlendu fólki íslensku, enda sé það fólk harð- duglegt og setji ekki fyrir sig smáat- riði eins og laun. Þetta er skynsemis- leið enda sparast þannig sá kostnaður sem fer í að mennta vanþakkláta ís- lendinga til þeirra verka. Vel get ég skilið Pál sem gramdist um daginn, ófyrirleitnar umleitanir þroskaþjálfans varðandi kaup og kjör. Þá kom i Ijós að liðin er sú tíð þegar til starfa þroskaþjálfans „valdist" ein- „Það liggur Ijóst fyrir að al- þingismenn fyrr og síðar hafa ekki og munu ekki hafa kjark til að stugga við hinum rang- láta sjómannaafslœtti skatta- kerfisins, sem stangast þó á við jafnréttisákvœði stjórnar- skrárinnar og er því algjör lögleysa. “ Annað dæmi: EUilífeyrisþegi sem hefur aUa sína starfsævi greitt í sinn lífeyrissjóð og ætlar við starfslok, án þess að hafa verið ein af hetjum hafs- ins, að njóta afraksturs vinnu sinnar er skattlagður sem fullfrískur starfs- maður í hæsta skattþrepi launþega (38,37%), og jafnvel í mörgum tUfeU- um tvískattaður. Hvað er ellilífeyrisþega til bjargar? „Bankamenn eru t.d. vœlandi yfir vondum og ótryggum kjörum í kring- um fyrirhugaða samein- ingu ríkisbankanna. Ég legg til að þeir verði allir reknir og ódýrir, harðdug- legir útlendingar taki við. “ ungis fólk með einstaklega „gott hjartalag", svo vitnað sé í Pál sjálfan. Að auki verður hægt að parkera fá- nýtri blöndunarstefnunni um jafnan rétt fatlaðra og annarra minnihluta- hópa eins og aldraðra. Þetta sparar - Varla neitt nema pólitískt framboð tU Alþingis. Slíkt kom upp fyrir síð- ustu alþingiskosningar en var múl- bundið af hinum pólitísku ílokkum, og forsvarsmenn aldraðra hafa þagað þunnu hljóði síðan. Það liggur ljóst fyrir að alþingis- menn fyrr og síðar hafa ekki og munu ekki hafa kjark tU að stugga við hin- um rangláta sjómannaafslætti skatta- kerfisins, sem stangast þó á við jafn- réttisákvæði stjórnarskrárinnar og er því algjör lögleysa. En tU eru önnur ráð og þau gætu verið að heimUa skattafslátt til ann- arra hópa samfélagsins en einungis verkamanna til sjós. Til að mynda til eUUífeyrisþega, og gæti sá skattafslátt- ur numið 500 krónum á dag, hvem dag sem eUilífeyrisþegi lafir á sínum eUilífeyri miUi skattframtalanna. ríkinu og fátækum sveitarfélögum landsins stórfé, enda er algjörlega óskiljanlegt að fólk sem er út úr heim- inum þurfi á sérherbergi og jafnvel séríbúð að halda. Hugmynd Páls er svo góð að ekki væri úr vegi að reyna hana annars staðar í samfélaginu. Bankamenn eru t.d. vælandi yfir vondum og ótryggum kjörum í kringum fyrirhugaða sam- einingu ríkisbankanna. Ég legg til að þeir verði aUir reknir og ódýrir, harð- duglegir útlendingar taki við. Ég tel líka rétt að kynna Bjama Ármanns- syni þá hugmynd að fá ódýrt vinnuafl til verðbréfamangs, enda óþolandi hvað bjórvambardrengir kosta nú til dags. Byggða- og alheimsvandinn - og vanþakklátir íslendingar Pagfari Mill j ónamæringarnir Það er ekki nýlunda að íslenskir knatt- spyrnumenn áliti sig sniUinga á heimsmæli- kvarða. Það hefur jafnan rignt upp í nefið á þessum sniUingum sem hafa þó sjaldnast náð að sýna þá getu sem þeir telja sig hafa yfir að ráða á knattspymuvellinum. Nú nú nýverið hafa birst í fjölmiðlum tölur yfir laun þessara sniUinga. Kemur þar fram að margir hverjir eru ekki á sultarlaunum. Þess eru dæmi að íslenskir knattspymu- menn í meðaUagi fái 4-5 mUljónir króna i laun fyrir tímabUið hjá íslenskum félagslið- um. Þessu er í það minnsta þannig varið hjá KR og Fram. Komið hefur fram 1 fréttum að tveir sóknarleikmenn hjá KR hafa verið með 9-10 miUjónir króna í laun fyrir tímabilið. Ekki var frammistaða þessara leikmanna í samræmi við launin á liðinni leiktíð og dýr voru þau örfáu mörk sem þessir sniUingar náðu að skora. Þá má geta þess að miðlungsgóður knatt- spymumaður fékk 5 mUljónir í laun hjá Fram fyr- ir siðustu leiktíð. Sá á reyndar ættir sínar að rekja tU mikiUar knattspymuættar í Vestmanna- eyjum en ekki dugði það honum né launin tU að sýna nokkum skapaðan hlut í aUt sumar í bún- ingi Safamýrarliðsins. Fram undan er krepputíð hjá þessum umrœddu knattspymuhetjum. Reynd- ar hefur einn þeirra náð að komast að hjá erlendu liði en fær varla álíka laun þar og í vesturbænum. Hér er vitanlega ekki einungis við leik- mennina sjálfa að sakast. Það er eðlUegt að leikmenn spili á misvitra stjórnarmenn sem vita greinilega ekki hvað peningar eru. Má það teljast lítU gæfa fyrir umrædd félög að hafa svo viti borna menn innan sinna raða í stjómunarstöðum. Enda er komið á daginn að bæði félögin eru með allt niður um sig í peningamálum og miUjónamær- ingamir streyma nú frá þessum tveimur fé- lögum. Fram undan er krepputíð hjá þessum umræddu knattspyrnuhetjum. Reyndar hef- ur einn þeirra náð að komast að hjá er- lendu liði en fær varla álíka laun þar og í vesturbænum. Fram undan er líka krepputið hjá þess- um umræddu félögum. Þar á bæ hafa menn glatað öllu trausti hluthafa sem hljóta að sjá að peningunum er betur varið í aðra hluti en illa rekin knattspymufélög. Illa er komið fyrir þeim sem vilja ávaxta sitt pund i knattspymufélögum. Ekki skilar Stoke miklum arði þessa dagana þrátt fyrir að hafa í forsvari einn besta knattspymuþjálfara heims, eða hvað? DAgfrtrl Þjóðfáni brenndur á íslandi Kristinn Sigurðsson skrifar: Samtök sem kalla sig Vini Palest- ínu héldu fund á Lækjartorgi til að mótmæla ofbeldi ísraelshers á Gaza- svæðinu. Þessi fundur var ekki til að hrópa húrra fyrir, en í lokin var þjóð- fáni ísraels brenndur. Lögreglan sem var á staðnum greip þá ofbeldissegg- inn en lýðurinn kallaði: Sleppið hon- um, sleppið honum, og varð til þess að lögreglan lét undan og sleppti ofstopa- manninum. Fólki sem búið er að fá landvist en brýtur lög landsins á að vísa úr landi. Sama hvort um fána íraks eða ísraels er að ræða, fánum skal sýnd virðing. Ég skora á ríkislög- reglustjóra að framfylgja lögum lands- ins. Áfram, Dagfari Sjðnvarpsáhorfandi skrifar: Mig langar til að þakka og hvetja Dagfara DV til áframhaldandi skrifa á borð við pistilinn „Köld eru kvenna- ráð“. Ég tek undir hvert orð í pistlin- um. Þetta voru frábær viðbrögð við „lágkúrulegri" framkomu tveggja kvenna gagnvart Súsönnu Svavars- dóttur blaðamanni (sem ég met mik- ils) í Sjónvarpinu iaugardagskvöldið 7. þ.m. En hvaða „álfar“ starfa við Ríkissjónvarpið sem bjóða okkur áhorfendum upp á svona nokkuð? Dagfari, haltu áfram, vertu vakandi og láttu í þér heyra „hátt og skýrt" þegar svona árásir sigla fram hjá starfsfólki og yfirmönnum Sjónvarps- ins. - Með baráttukveðjum. Vaxandi stjórnmálamaður Helgi Bjarnason skrifa_r: Ég sá viðureign þeirra Valgerðar Sverrisdóttur iðnað- ar- og viðskiptaráð- herra og Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylk- ingarinnar, á Stöð 2 sl. þriðjudag um sameiningu ríkis- bankanna. Þar laut Sverrisdóttir Össur í lægra haldi. ráðherra. Valgerður er án efa einn fremsti stjórnmálamaöur okkar í dag. Einfaldlega borið saman við alia hina og hefur ekkert með það að gera að hún er kona. Valgerður er ákveð- inn, skýrmæltur og harðsnúinn stjórnmálamaður án þess að vera iil- skeyttur eins og oft gerist hjá þeim sem skara fram úr i málflutningi. Málflutningur Valgerðar var henni til hróss og framdráttar, en Össuri til hneisu, svo mjög sem hann reyndi að yfirkeyra viðmælanda sinn, með skrækjum og fingrabendingum, en klykkti út með því að brosa að öllu saman í þann mund er myndavélin sneri frá honum - sem sýndi að ekki fylgdi hugur máli. Allt og ekkert hjá Halldóru Ragnar skrifar: Það sannast sífellt að dagskrá Rík- isútvarpsins hijóðvarps skarar fram úr öðrum útvarpsstöðvum hér. Og þá Sjónvarpinu líka. Þáttur Halldóru Friðjónsdóttur er einn þeirra þátta að kvöldi til sem er alitaf jafn skemmti- legur og lifandi, þótt aðeins ein mann- eskja standi að honum. Síðast sagði hún m.a. frá Marlene Dietrich og sam- skiptum hennar og Kennedys heitins, forseta Bandaríkjanna, og tók viðtal við konu sem kynnti okkur borgina Prag í svipmynd. Svona borgarkynn- ing hefur áhrif og eykur löngun til að skreppa í heimsókn til þessarar fal- legu borgar. Tónlistin í þættinum er lika vel valin og vekur minningar fyrri tíma. wzmmimj, Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasí&a DV, ÞverhoKi 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.