Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 DV Fréttir Þjóöin eldist: Stuttar fréttir 100 ára fjölgað um 48 prósent - á tíu árum og þróunin heldur áfram íslendingar sem náð hafa 100 ára aldri eru nú 46 talsins en voru 31 fyrir tíu árum. Fjölgunin nemur 48,4 prósentum og er hin mesta frá þvi land byggðist. Jón Snædal öldrunarlæknir segir að þessi þró- un haldi áfram og við eigum eftir að sjá enn fleiri verða enn eldri: „Þetta er ekki tilviljun því ár- gangamir sem nú eru að verða gamlir era svo stórir. Sjálfar ævi- líkumar aukast hægt en þó eitt- hvað. Það hefur verið reiknað út að 85 ára og eldri á eftir að fjölga um 50 prósent á næstu 15 árum. En ég vissi ekki að svona margir væra orðnir hundrað ára,“ sagði Jón Snædal. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni er augljóst að kon- ur verða eldri en karlar. Af þeim 46 sem náð hafa hundrað ára aldri er 31 kona á móti 15 DV- MYND G. BENDER Oldruöum fjölgar Fyrir áratug voru hundraö ára karlar aöeins 6 talsins en hundrað ára konur voru 25. karlmönnum. Fyrir áratug voru hundrað ára karlar að- eins 6 talsins en hundrað ára konur voru 25. „Vegna stórra árganga á hundrað ára fólki og eldra eftir að fjölga með sama hraða næstu 10 árin,“ sagði Jón Snædal, þannig að árið 2010 verða hundrað ára og eldri líklega orðnir hundrað. Jón sagðist taka vel eftir því hversu sjötugt fólk væri hressara í dag en fyrir áratug og það sama ætti við um átt- ræða: „Ég geri ráð fyrir að það sama gildi um hundrað ára fólk en spurningunni hvenær fólk fer að verða 150 ára get ég ekki svarað,“ sagði Jón Snædal sem sjálfur er fimm- tugur. -EIR Brennisteinslykt í Þrengslum: 42 jarð- skjálftar í Mýrdalsjökli - innan eðlilegra marka Ökumaður sem leið átti um Þrengslaveg um miðjan dag í gær varð var við mjög megna brenni- steinslykt. Kannaðist hann ekki við að hafa fundið slíkt á þessum slóðum áður. DV hafði samband við skjálfta- vakt Veðurstofu íslands vegna þess. Þar hafði fólk ekki orðið vart við neitt óvenjulegt sem tengst gæti þessu svæði. DV hefur upplýsingar frá fleiri aðilum um gufustróka og megna brennisteinslykt á þessu svæði að undanfórnu. Nokkrir skjálftar höfðu mælst í Þrengslunum að undanfömu, en ekkert óvenjulegt virtist vera þar á ferðinni. Virknin á Suðurlandsundirlend- inu síðastliðna viku var að mestu bundin við Holta- og Hestfjalls- sprungumar, en minni en næstu vik- ur á undan. Þá mældust 42 jarð- skjálftar sem staðsettir voru í vestan- verðum Mýrdalsjökli. Stærð þeirra var 0,7-2,5 stig á Richter. Þá vora tveir skjálftar staðsettir í sunnan- verðum Eyjafjallajökli. Sex skjálftar, 1,6-2,1 stig, áttu upptök sín í Hofsjökli vestanverðum. Þá varð jarðskjálfti skammt austan Hamars- ins í Vatnajökli. -HKr. DV-MYND INGÓ Suede komin til landsins Breska rokkhljómsveitin Suede mun skemmta ísiendingum í Laugardalshöll annaö kvöld. Hér eru hljómsveitarmeðlim- ir á blaöamannafundi á Hótel Sögu í gær, en þeir voru þá nýkomnir til landsins. Söngvarinn og forsþrakkinn, Brett Anderson, er lengst til vinstri. Bæjarstjórnin í Þorlákshöfn rausnarleg: Öllum bænum boðið á heimsbikarkeppni - heimamenn á toppnum í DV-sport-torfærimni Bæjaryfirvöld í Þorlákshöfn hafa ákveðið að bjóða öllum bæjarbúum á síðustu umferð DV-sport-heims- bikarmótsins í torfæru á laugardag- inn. Að sögn Ragnars Sigurðssonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í Þor- lákshöfn, er ástæðan sú að tveir efstu mennimir í keppninni, Gísli G. Jónsson og Haraldur Pétursson, eru búsettir í Þorlákshöfn og ná- grenni. Búist er við hörkukeppni um helgina. „Viö viljum gefa bæjarbúum kost á að koma á keppnina og styðja okk- ar menn og ætlum því að gefa öllum sem vilja miða á keppnina," segir Ragnar. Miðana verður hægt að nálgast á bæjarskrifstofunum í ráð- húsinu í Þorlákshöfn í dag til klukk- an fjögur og segir Ragnar að það eigi að vera nóg til af miðum handa öllum. „Við vonumst eftir að sem flestir komi til að fá sér miða og mæti síðan á keppnina," segir Ragn- ar. Bæjarbúar eiga von á spennandi keppni því það er ekki nema eitt stig sem skilur heimamennina fyrir lokaumferðina. -MA DV-MYND JAK Rausnarlegur bæjarstjóri Sesselja Jónsdóttir bæjarstjóri Ölfus mátar Arctic Trucks Toyotuna hjá Gísla G. Jónssyni torfærukaþþa í Þorlákshöfn en bæjarstjórn Ölfus ákvaö á fundi sínum í vikunni aö bjóöa öllum íbúum sveitarféiagsins á úrslitaviðureign DV- Sþort Heimsþikarmótsins í torfæru sem fer fram í Bolöldu í minni Jósepsdals á morgun. Afgangur 26,3 milljarðar Samkvæmt ffum- varpi til fjárauka- laga, sem iagt var fram á Alþingi í gær, eykst tekjuafgangur ríkissjóðs um 9,6 milljarða og verður 26,3 miiljarðar á þessu ári. Hreinn lánsijárjöfnuður verður samkvæmt frumvarpinu 27,5 milljarðar. NATO vill æfa í Bláfjöllum Utanríkisráðuneytið og bandaríski herinn á Miðnesheiði hafa óskað eftir þvi við Bláfjallanefnd að fá a&ot af hús- næði fyrir 50 manns á Bláfjallasvæðinu. Skiptar skoðanir era um þessa beiðni í borgarkerfinu og hefur málinu verið vísað til umsagnar framkvæmdastjóm- ar vatnsvemdarsvæða á höfuðborgar- svæðinu. - Dagur segir frá. FÍB í biðstöðu Tryggingafélagið FÍB trygging er hætt að taka við nýjum umsóknum um bílatryggingar, í það minnsta um stundarsakir. Skýringin er sú að trygg- ingafélagið er búið með kvótann sem það samdi um við Lloyd’s í London fyr- ir þetta ár og þarf því að semja við þá aftur. Vonast er til þess að samninga- ferlið taki einungis nokkra daga, - Vís- ir segir ffá. Miðlun trygginga ekki hætt I tilkynningu frá FÍB tryggingu kemur fram að ekkert sé hæft í þeim fféttum að miðlun ökutækjatrygginga hjá félaginu hafi verið stöðvuð, likt og fullyrt var í fféttum tveggja fjölmiðla í gærkvöldi. Hækkanir eða sveigjanleiki Lítill árangur hef- ur náðst í kjaradeilu ffamhaldsskólakenn- ara og ríkisins að undanfómu. Samn- inganefhd kennara krefst leiðréttingar á dagvinnulaunum frá 1. nóvember, að byrj- unarlaun kennara hækki á næstu tveimur árum í 190 þús. kr. og meðal- laun kennara í 240 þúsund. - Mbl. seg- ir frá. Hallarekstur í áratug Samspil rekstrarörðugleika vegna tekjulækkunar í sveitarfélögum þar sem fólki fækkar og nauðsyn kostnað- arsamra stofnframkvæmda í þeim sveitarfélögum sem fólkið flytur til er meðal ástæðna fyrir stöðugt versnandi fjárhagsafkomu sveitarfélaganna að mati nefndar um tekjustofna sveitarfé- laga. - Dagur segir frá. Vinnuslys í Vatnsfelli Karlmaður fékk 20 millímetra þykkt steypustyrktarjárn í gegnum lærið á sér er hann hrapaði fjóra og hálfan metra í vinnuslysi við Vatns- fell i gærdag. Maðurinn var að vinna á byggingarsvæði er slysið varð, skömmu eftir hádegið í gær. Vanræksla á hrossum Lögreglan í Reykjavík var kvödd að hesthúsi í Víðidal í fyrradag vegna meintrar vanrækslu á hross- um. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar var um að ræða þrjú trippi. Dýralæknir var kvaddur á staðinn. Hrossunum var komið í hús og gefið. - JSS Klæjar í aö skera niður H„Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem við heyrum svona frá Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra, sem klæjar greini- lega mjög í finguma að skera niður hér í höfuðborginni," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vegna ummæla sam- gönguráðherra á þingi í gær. - Dagur segir frá. -HKr./JSS/SMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.