Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 DV_________________________________________ útiönd Clinton hringdi í Barak og Arafat: Fresturinn til að stöðva ofbeldið rennur út í dag Bill Clinton Bandaríkjaforseti hringdi í Ehud Barak, forsætisráð- herra ísraels, og Yasser Arafat, for- seta Palestinumanna, í gær og hvatti þá til að stöðva ofbeldisað- gerðimar á heimastjórnarsvæðun- um. Hætta er talin á að vopna- hléssamkomulagið sem bandarísk stjórnvöld höfðu milligöngu um renni út i sandinn. Tveggja sólar- hringa frestur sem geflnn var til að binda enda á ofbeldið rennur út síð- degis í dag. Clinton sagði fréttamönnum í gærkvöld að deilendur vildu alls ekki að samkomulagið færi út um þúfur. Bandaríkjaforseta tókst að toga loforð um vopnahlé upp úr þeim Barak og Arafat á fundi í sumarleyf- isbænum Sharm el-Sheikh í Egypta- iandi fyrr í vikunni. Óeirðirnar héldu þó áfram í gær eins og þær hafa gert síðastliðnar þrjár vikur. Þungvopnaðar ísraelsk- ar þyrlur gerðu skotárásir þegar til átaka kom milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna nærri bænum Nablus á Vesturbakkanum. Palest- ínumaður og ísraelskur landnemi féllu í átökunum, þeim blóðugustu sem urðu í gær. í átökum undanfarinna þriggja vikna hafa 108 menn látið lifið, lang- Asninn og skriödrekinn Palestínsk kona á hlaöinni asnakerru fer fram hjá ísraelskum skriödreka sem gætir byggöar gyöingalandnema á Gazaströndinni. flestir þeirra Palestínumenn. Clinton sagði fréttamönnum í flugvélinni sinni í gærkvöld að á næstu tveimur til þremur sólar- hringum kæmi í ljós hvort vopna- hléssamkomulagið yrði virt. Tólf samtök Palestínumanna, þar á meðal Fatah, hreyfing Yassers Arafats, og harðlínusamtökin Ham- as, hvöttu Palestínumenn til að taka þátt í mótmælaaðgerðum í dag að bænahaldi loknu. Mótmælaaðgerðir af því tagi hafa hins vegar oft endað með ósköpum þegar mótmælendur hafa þrammað að ísraelskum varð- stöðvum og átök hafa brotist út. Barak kvartaði yfir þvi við frétta- menn í gær að Arafat gerði ekki það sem honum bæri til að stöðva of- beldið. Ööru máli gegndi þó um ísraelsk stjómvöld sem gerðu allt sem í þeirra vaidi stæði. Einn helsti ráðgjafi Arafats sagði hins vegar að það væru Israelsmenn sem ekki heföu staðið sig í stykkinu. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna fordæmdi ísraela í gær fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á hernumdu svæðun- um og hóf nýja rannsókn á ofbeld- inu. Rannsóknarmenn SÞ munu fara til Mið-Austurlanda en ekki er að vænta neinnar samvinnu frá ísraelskum stjómvöldum. Bush með grínista George W. Bush kemur fram í vin- sælum gamanþætti í sjónvarpi 2 dögum fyrir forsetakosningarnar. Forsetaefnin setja efnahags- málin á oddinn Bandarísku forsetaframbjóðend- urnir A1 Gore og George W. Bush settu efnahagsmálin á oddinn í kosningabaráttunni í gær og þóttust hvor um sig vera betri en hinn til að viðhalda núverandi hagsæld. Á sama tíma barst tilkynning frá Hvíta húsinu um að Bill Clinton for- seti ætlaði að láta meira að sér kveða síðustu tvær vikur kosninga- baráttunnar og gera sitt til að koma Gore á forsetastólinn. Clinton byrjaði strax í gær að gera lítið úr stefnumálum Bush en repúblikaninn frá Texas sagði að árásir forsetans sýndu aðeins hversu örvæntingarfullir demókrat- ar væru. Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- un Reuters/MSNBC er jafnræði með frambjóðendunum. A bokamessu Borís Jeltsín, fyrrverandi Rússiandsforseti, og Naína eiginkona hans eru nú á bókamessunni í Frankfurt í Þýskalandi til aö auglýsinga æviminningar hans. I æviminningunum kveöst Jeltsín skammast sín fyrir drykkju viö opinberar athafnir. Júgóslavar vilja ekki Milosevic aftur yfir sig Meirihluti Júgóslava vill ekki að fyrrverandi forseti iandsins, Slobod- an Milosevic, snúi sér aftur að stjórnmálum. Meirihlutinn er einnig þeirrar skoðunar að hann hafi tekið þátt í glæpsamlegri starf- semi. Þetta kemur fram i skoðana- könnun vikuritsins NIN sem birt var í gær. Rúmlega helmingur aðspurðra, sem voru 200 talsins, telur að ekki eigi að senda Milosevic til stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóð- anna í Haag þó það sé mat sama fjölda að forsetinn fyrrverandi beri ábyrgð á stríðsglæpum. Alls telja 81,5 prósent að betra sé fyrir Milosevic að draga sig í hlé frá Slobodan Milosevic Forsetinn fyrrverandi hefur ekki sést opinberlega í tvær vikur. stjórnmálum. Aðeins 12 prósent eru þeirrar skoðunar að hann eigi áfram að vera í sviðsljósinu. 75 pró- sent segja Milosevic hafa verið vondan forseta, 6 prósent telja hann hafa verið sæmilegan og 15,5 pró- sent segja hann hafa staðið sig vel. Nýr forseti Júgóslavíu, Vojislav Kostunica, segir framtíð Milosevics ekki mikilvægasta málið sem takast þurfi á við nú. Samkvæmt nýjum tölum frá kjörstjórn, sem birtar voru í gær, fékk Kostunica 50,24 prósent atkvæða í forsetakosning- unum fyrir nokkrum vikum. Slobodan Milosevic fékk 37,5 pró- sent atkvæða. Söluað/// Til sölu Mazda 323F Sport 1,8. Fyrst skráöur 24.04. 1998. Ekinn 28.000 km. Álfelgur, sóllúga, rafdr. rúður, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn, geislaspilari, vindskeið aftan o.fl. Toppeintak. Til sýnis hjá Bílahöllinni hf., Bíldshöfða 5. www.raesir.is ¥ tr ¥ Laugardagskvöld * STÓRDANSLEIKUR 'Tökum að okkur veislur fyrir ýmis tilefni (hópa og fyrirtæki - stórir og litlir veislusalir)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.