Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 Menning I>V Tímalaust landslag Ekki er hlaupið að því að mæla „áhrif' i listum. Væru landsmenn beðnir að tilnefna „mesta landslagsmálara ís- lendinga á þessari öld" efast ég ekki um að Jóhannes Kjarval yrði efst á blaði. Væru þeir hins vegar inntir eftir því hver hefði verið „áhrifamestur ís- lenskra landslagsmálara", það er haft mest áhrif á starfs- bræður sína, hugsa ég að æði margir, þar á meðal sá sem þetta skrifar, ættu erfitt með að gera upp hug sinn. Lands- lagssýn Kjarvals var of per- sónuleg til að aðrir gætu haft af henni gagn, og viðhorf þeirra Ásgrims Jónssonar og Jóns Stefánssonar til lands- lagsins voru sennilega einum of stað- og tímabundin fyrir síðari landslagsmálara. En nú þurfum við ekki leng- ur að velkjast í vafa. Yfirlits- sýningin á ævistarfi Þórarins B. Þorlákssonar í Listasafni ís- lands sýnir svo ekki verður um villst að þessi fyrsti alvöru listmálari íslendinga, sá sem ung- ir oflátungar og uppreisnarmenn afskrifuðu með reglulegu millibili og kölluðu „gamaldags" og „vemmilegan", er sá sem mest áhrif hefur haft á eftirkomendur sina. Það kemur sem sagt í ljós að Þórarinn hafði töluvert meiri áhrif á Ásgrím en menn hafa talið til þessa (og öfugt) og að jafnvel Jón Stefánsson var ekki alveg ósnortinn af meðhöndlun hans á landslagi. Það er til dæmis réttlætanlegt að líta á myrkt og harðhnjóskulegt málverk Jóns af Tindfjöllum (1921) sem eins konar andsvar hans við blíðlegri öræfamynd Þórarins af Stórasjó og Vatnajökli frá sama ári (sjá mynd). Og er ekki Heklumynd Þórarins frá 1924 lykillinn að ýmsu því sem síð- ar gerist í landslagsmyndum Jóns? Andlegur faðlr Síðan er óhætt að segja að Þórarinn sé and- legur faðir nýrrar kynslóðar islenskra lands- lagsmálara, Georgs Guðna, Húberts Nóa, Guð- rúnar Kristjánsdóttur, Guðbjargar Lindar, jafn- vel Eyjólfs Einarssonar, svo einungis fáir séu nefndir sem allir gera út á kyrrt, upphafið, blítt - og umfram allt tímalaust - landslag. Síðan hlýtur maöur að spyrja sig hvernig standi á því að þessi landslagssýn Þórarins, þessi skipulega upphafning íslenskrar náttúru i hita sjálfstæðis- baráttunnar fyrir hundrað árum, á svona greiða Þórarinn B. Þorláksson: Stórisjór og Vatnajökull, 1921. leið að ungum listmálurum í dag. Eigum við kannski i nýrri sjálfstæðisbaráttu? Ég hef grun um að svarið sé að finna í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um náttúru- vernd og þjóðerni hin síðustu ár. Ný kynslóð listamanna trúir því að verndun náttúrunnar sé ein leið til að hlúa að íslenskri þjóðarvitund: víðerni er þjóðerni. Af þessu viðhorfi sprettur væntanlega upphafning landslagsins í verkum þeirra. Myndlist Yfirlitssýning af þeirri stærðargráðu sem sýning Þórarins er - á henni eru hvorki fleiri né færri en 159 verk - kallar auðvitað á ein- hvers konar endurmat, nýja sýn á verk hans, umræðu um þýðingu hans fyrir samtimann. Hér verður maður óneitanlega fyrir vonbrigð- um. Þekktustu myndum Þórarins (og um leið þeim þýðingarmestu?) er komið fyrir í stóra salnum niðri en afgangurinn hangir dálítið til- viljanakennt í tveimur efri sölunum. Þar á með- al eru m.a.s. myndir sem augsýnilega þarfnast viðgerðar og eiga því takmarkað erindi á sýn- ingu. Á öfugum enda Og það eina sem þessi afgangur gerir er að sýna okkur að Þórarinn gat verið býsna mis- tækur, „kóperaði" sjálfan sig með reglulegu millibili og var í ofanálag afleitur málari mannamynda. Nema þegar hann studdist við ljósmyndir, sjá mynd af börnum hans við hey- skap (1909) og Pike Ward fiskkaupmanni (1903). Var brýnt að draga þetta fram? Það læðist að manni sú hugsun að hér sé byrjað á öfugum enda. 1 ljósi þess sem hefur verið að gerast á ís- lenskum listaverkamarkaði hefði LÍ átt að nota tækifærið og gefa út drög að heildarskrá verka listamannsins, ásamt ljósmyndum þeirra en velja siðan úrvalsverk og flokka þau til sýning- arinnar. Annars er það í sýningarskránni, bók með ágætum texta Júlíönu Gottskálksdóttur, sem örlar á nýjum viðhorfum til myndlistar Þórar- ins. Til dæmis veltir höfundur fyrir sér áhrifum danskra íslandsmynda á listamanninn og birtir landslagsljósmyndir, t.d. eftir Magnús Ólafsson, sem gætu hæglega hafa verið honum innblást- ur. Eitt er þó skylt að leiðrétta. Þórarinn var ekki fyrsti íslenski listmálarinn sem málaði Þingvallamyndir, eins og segir í upphafi áður- nefnds texta, heldur var Þóra Pétursdóttir Thoroddsen (1848-1917) rúmum áratug á undan honum. Aðalsteinn Ingólí'sson Sýningin stendur til 26. nóv. Listasafn Islands er opiö þrið.-sun. kl. 11-17. Leiklist Köld eru kvennaráð Nýjasta leikritið á fjölum Iðnó, Sýnd veiði, er eftir bandarískan höfund, Michele Lowe. Skilgrein- ingin svört kómedía á ágætlega við um þetta verk því textinn lýt- ur lögmálum gamanleiksins en fléttan tekur breytingum þegar á líður og síðari hlutinn sver sig í ætt við klassískan spennutrylli. Verkið er stutt en ágætlega upp byggt og þýðing Karls Ágúst Úlfs- sonar bæði fyndin og lipur. Hér verður lítið gefið upp um innihaldið til að spilla ekki ánægju væntanlegra leikhúsgesta, en það sem kemur helst á óvart er að verkið skuli skrifað fyrir örfá- um árum og eigi að gerast í sam- tímanum, þó bandarískur sé. Af konunum þremur, sem verkið fjallar um, vinnur aðeins ein úti, hinar tvær eru heimavinnandi húsmæður sem gera ekki neitt aU- an daginn eins og önnur þeirra segir. Kvöldverðarboðið sem er undanfari atburðanna sem leikur- inn lýsir er mánaðarlegur við- burður og hefur svo verið um átján ára skeið. Það eru eiginmenn kvennanna sem hafa komið þeirri venju á en þrátt fyrir þennan langa kunningsskap kemur í ljós að konurnar þekkjast ákaflega litið. Þær nota líka hvert tækifæri til að baktala þá sem er fjarstödd hverju sinni og er Debra sérstaklega iðin í þeirri deild. Debra er líka sú þeirra sem er ófull- nægðust en reynir að breiða yfir það með kliskjukenndu tali um hlutverk eiginkvenna sem hljómar ótrúlega forneskjulega i eyrum nú- tíma íslendings. Hins vegar þykir okkur mun skiljanlegra að Nicky sé ekki tilbúin að gefa frama sinn upp á bátinn til að bjarga eigin- Rósa Guðný Þórsdóttir og Olafía Hrönn Jónsdóttir Leikkonurnar fóru létt meö að skapa skemmtilega ólíka karaktera. DVMYND E.ÓL. manninum úr klandri sem hann hefur sjálfur komið sér í og því viðbúið að áhorfendur hallist á hennar sveif þegar kemur að afdrifaríkri ákvörðun sem ræður örlögum þeirra allra. Sýnd veiði er ágætisskemmtun og uppfærslan vel úr garði gerð. Sú farsæla lausn að færa verkið aftur um þrjátíu ár eða svo bjargar i raun sýningunni og umgjörðin öll er ákaflega vel heppnuð, enda reynt fagfólk sem að sýning- unni stendur undir styrkri stjóm Maríu Sigurð- ardóttur leikstjóra. Leikkonurnar Edda Björg- vinsdóttir, Ólafia Hrönn Jónsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir skapa skemmtilega ólíka leikhúsin hafa sig inn á. karaktera og fara létt með það. Edda í hlutverki Nicky tekur að sjálfsögðu stjórnina enda sú eina sem hefur ein- hver markmið í lífinu. Ólafia Hrönn er skemmtilega blá- eygð og einfóld og klisjan um heimsku ljóskuna fær hér byr undir báða vængi. Debra býður upp á mesta dýpt í túlkun og í meðförum Rósu Guðnýjar varð hún hvort tveggja í senn óþolandi leið- inleg og óumræðilega brjóst- umkennanleg. Hljóðmynd Ragnhildar Gísladóttur er út- hugsuð og á sinn þátt i að skapa andrúmsloft spennu og dulúðar. Þeir sem sækjast eftir auð- meltri afþreyingu verða ekki fyrir vonbrigðum með Sýnda veiði. Ekki spillir heldur hversu sýningin er stutt því þá er líka hægt að nota kvöldið til að fara út að borða og fullkomna þannig skemmtanapakkann sem æ ríkara mæli verið að stilla Halldóra Friðjónsdóttir Leikfélag Islands sýnlr í lönó: Sýnd veiöi eftir Michele Lowe. Raddlr elginmanna: Siguröur Sigurjónsson, Pálmi Gestsson og Jóhann G. Jóhannsson. Þýöandi: Karl Ágúst Úlfsson. Leikmynd: Björn G. Björnsson. Búnlngar: Ragna Fróöadóttir og Ásta Guömundsdóttir. Ljósahönnun: Halldór Örn Óskarsson. Hljóömynd og tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Leikstjórn: María Sig- uröardóttir. i. Fjórir « rrrf :urinn H^^% eftir W Umsjón: Siija A&alsteinsdóttir Trance Dance íslenski dansflokkurinn stendur að Trans Dance Europe 2000, danshátíð Menningar- borga Evrópu árið 2000 sem hefst annað kvöld í Borgarleikhúsinu. Fjórir erlendir dansfiokkar frá fjórum Menningarborg- um Evrópu árið 2000 koma og sýna listir sinar og Islenski dansflokkurinn frumsýnir nýtt verk Cameron Corbett við tónlist \ Múm. Danshátíðin hófst í Avignon í febrúar á þessu ári og lýkur núna í Reykjavík. Þá er hún auk þess búin að vera í Bergen, Bologna, Brussel, Helsinki og Prag. Mark- miðið með hátíðinni er að leiða saman nýja strauma og gefa mynd af því sem er að ger- ast í evrópskri danslist. Dansflokkarnir eru af ýmsu tagi, allt frá hefðbundnum nútima- danshópum til dansleikhúss undir áhrifum frá fjölleikahúsi og næturklúbbum. Á opnunarkvöldinu kl. 20 annað kvöld sýna fulltrúar Avignon, Kubilai Khan In- vestigations, verkið S.O.Y. Hópurinn sam- anstendur af dönsurum, loftfimleikafólki, leikurum, tónlistarmönnum og plötusnúðum frá ýmsum löndum í Evrópu og Asíu og verkin bera svip af því. Auk þess sýnir ís- lenski dansflokkurinn Maðurinn er alltaf einn. Miðvikudagskvöldið kl. 20 verða sýnd tvö verk frá Prag eftir unga tékkneska dans- höfunda, Jan Kodet og Lenka Ottová. Sama kvöld sýnir Cecilie Lindeman Steen frá Bergen sólóverkið 180157-56780 eftir Ina Cristel Johannessen. Lokakvöldið á fimmtudaginn sýnir Mon- ica Francia og dansflokkur hennar frá Ravenna skammt frá Bologna verkið Ritratti eða Mannlýsingar, og íslenski dansflokkur- inn sýnir tvö verk. Annað er Npk eftir Katrínu Hall; hitt er Kippa, nýtt verk eftir Cameron Corbett. Verkið er samið að frum- kvæði Batofar í París og verður sýnt þar og í Theatre de Caen í nóvember. Tónlistin í verkinu er eftir hljómsveitina Múm sem flyt- ur hana á sviðinu. Fyrirlestrar um listir I dag kl. 15 heldur Eyja Margrét Brynjars- dóttir fyrirlestur við Listaháskóla íslands í Laugarnesi. Fyrirlesturinn ber heitið „Litir og sársauki - hver er munurinn?" og í hon- um verður fjallað um eðli lita frá heimspeki- legu sjónarhorni og tengsl þeirra við það sem við upplifum og fmnum. Á miðvikudaginn kl. 15 heldur Soffia Árnadóttir, grafískur hönnuður, fyrirlestur um leturlist í fortíð og nútíð í Skipholti 1. í kvöld hefst námskeið í módelteikningu í Laugarnesi. Lögð er áhersla á stöðu, hlutföll og likamsuppbyggingu. Kennari er Hafdís Ólafsdóttir myndlistarmaður. Eftir viku hefst námskeið í vatnslitamál- un í Skipholti 1. Kennd verður meðferð vatnslita og vatnslitapappírs, reynt að ná fram gagnsæi og tærleika litanna. Kennari er Torfi Jónsson myndlistarmaður. Textagreining í dag hefst námskeið i textagreiningu við Lista- háskólann,' leiklistar- deild, Sölvhólsgötu 13. Námskeiðið miðar að því að kenna þátttakendum að draga fram þær stað- reyndir téxtans sem máli skipta og mynda af þeim grunn til að þróa fram túlkunarleið fyrir leikhúslistamenn: leik- stjóra, leikara, leikmyndateiknara, (leik- hús)tónskáld, danshöfunda, hljóðhönnuði, ljósahönnuði. Kennslan byggir á ákveðnu greiningarverkefni og þátttakendur þurfa að vera reiðubúnir til að vinna heimavinnu. Kennari er Pétur Einarsson leikari. Á sama stað hefst í dag námskeið í spuna - list augnabliksins. Markmiðið er að þátt- takendur fái beina reynslu af því hvað spuni er og styrki með þvi sköpunargleði sína og lífsleikni. Kennari er Harpa Arnardóttir. Stjórnmálasaga Davíð Oddsson heldur erindi á hádegisfundi Sagnfræðingafélags ís- lands á morgun kl. 12.05 í Norræna húsinu. Er- indið nefnir hann: Hvað er stjórnmálasaga? Allir velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.