Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Síða 3
g f n i íhaldssamir framhaldsskólakennarar, sem hvorki hafa laun né vilja til að endurnýja hljómtæki sín, eru ekki þeir einu sem taka gömlu nálina fram yfir geislann. Því krónprinsar íslenska plötusnúðabransans munu berjast um kórónuna á Spotlight í kvöld, þegar Ómar Ágústsson, sem kýs að nefna sig Ómar Ómar, í óþökk Hagstof- unnar, og TFA-krúið standa fyrir Skífuskanki nr. 2. TFA-krúið samanstendur af nokkrum félögum sem eiga það sam- eiginlegt að vera flknir í hip-hop og rafmagnstónlist og er þetta fjórða plötusnúðakeppnin sem þeir standa fyrir. „Við höfum líka reynt að fá DMC-heimsmeistarakeppnina til ís- lands en það hefur strandað á því að flytja inn dómarana. Hún var að vísu haldin hérna áttatíu og eitthvað og þá vann Þórhallur Skúlason," segir Ómar Ómar. Einvígi með piötum Fyrirkomulag Skífuskanksins er þannig að allir 10-12 keppendurnir setja saman þriggja mínútna syrpu. Svo eru fjórir valdir í undanúrslit og á endanum heyja hinir tveir bestu ein- vígi með plötimum. Að sögn Ómars Ómars gengur keppnin aðallega út á skífuskank og plötuflækjur (skratchin’ and jugglin’). Keppendur mega blanda saman takta og tóna að eigin vali, sem þeir teygja og toga á alla mögulega og ómögulega vegu, og skjóta inn setningum úr lögum til að niða andstæðinginn. Stundum gera þeir ýmsar kúnstir í leiðinni eða not- ast við furðuleg hjálpartæki, upplýsir Ómar Ómar. Hinn danski plötusnúður Shlne ætlar að gera sér ferð til íslands og dæma keppnina. Hann er marg- verðlaunaður fyrir leikni við spilar- ana og tilheyrir sömu klíku og hinir nafntoguðu Statik og Noize. Honum til aðstoðar við krýningu kóngsins verða íslensku jaxlarnir Charlie D og Mad Erb. Að keppninni lokinni verð- ur haldin sérstök „scratch-keppni" þar sem allir þurfa að nota sama takt og sama hljóð. Sú keppni verður þó einungis áhorfendum til skemmtunar og áður en úrslit eru tilkynnt ætlar Shine, hinn danski, að láta ljós sitt skína í sama tilgangi. Of „underground“ Hip-hopmenningin virðist hafa gufað upp af yflrborði klakans eftir að vel hafði viðrað á hana í nokkur ár. En Ómar Ómar fullyrðir að hip-hop lifi enn góðu lífi í Reykjavík. „Senan er bara svo „underground“,“ segir hann. „Eiginlega of „underground". Það vantar miðil fyrir hip-hop en það er fullt af fólki i þessu,“ bætir hann við. Rígurinn er aldrei langt undan í rappi og plötusnúðun og í Bandaríkj- unum hafa menn verið skotnir til dauða, fyrir minna en að bera ósvíf- inn texta í míkrafón. Ómar Ómar tal- ar um að mönnum sé líka heitt í hamsi á íslandi. „Það eru til þvílíkir „disstextar" á milli mismunandi rapp- hljómsveita og plötusnúðarnir kepp- ast um að búa tO sem flest „mixtape“,“ segir hann og býst við fostum skotum á milli keppenda í Skífuskankinu. Miðaverð á keppnina er 500 kall. Hún hefst stundvíslega 19.30 og stendur til klukkan 23. I Þeir Jón Atli Jón- asson og Jón Mýr- dal eru mörgum aö góðu kunnir eftir áralanga veru í skemmtana- bransanum. í kvöld lítur enn eitt uppátækiö dagsins Ijós þegar skemmtisketsarnir þeirra, Margt smart, hefja göngu sína á ÞoppTíví. „Okkur er alveg sama þannig séð hvort PoppTíví er málið, við höldum að það sé fólk að horfa á þetta og þeir á stöðinni voru í raun nógu móttæki- legir fyrir þessu. Þeir voru nógu djarfir til að þora,“ segja piltarnir spurðir um vettvang grínsins f þetta skiptið. Margt smart eru einnar mín- útu langir skemmtisketsar sem sýnd- ir verða á milli tónlistarmyndbanda á stöðinni og er aðalsöguhetjan Hálf- dán Hannesson. Beint frá Borgarnesi „Við tveir vinnum í raun og veru við að búa til sjónvarpsþáttinn með Hálfdáni. Hálfdán bað okkur bara aö gera þáttinn og við höfum verið að gera það, klippum hann sjálfir og tök- um hann sjálfir og það kannski sést,“ segja þeir um framleiðsluna. En hver er Hálfdán? „Hann er úr Borgarnesi og áður en hann fór í sjónvarpið var hann beitn- ingamaður. Svo var hann að vinna í ÚSVB, sem er Útvarp- og sjónyarsfé- lag Borgarness, í kringum ‘80. Ástæð- an fyrir því að hann fór í sjónvarpið er sú að hann sá að í dag fær hver sem er að vera með sjónvarpsþátt og af hverju ekki hann? Við erum að mynda svona persónuleg samskipti hans við annað fólk og það sem hann hefur áhuga á, hans skoðanir á hlut- unum. Hann hefur mjög beittar skoð- anir á ýmsu í þjóðfélaginu.“ Er þetta á jákvœóum eóa neikvœó- um nótum? „Þetta er mjög jákvætt. Hann er líka mikið í því að hjálpa fólki." Top Shop prófsteinninn Þegar eru tilbúnir 20 sketsar sem fara beint í spilun en þegar fólk er búið að melta þá segjast Jónarnir verða tilbúnir með meira. Einhverjir myndu kannski líta á þetta sem eitt- hvert uppfyllingarefni fyrst þetta er bara mínúta að lengd, er það málið? „Nei, ég held að gæðin tali fyrir sig. Það er alveg hægt að vera með snilldarþátt á hverjum degi hvort sem hann er klukkutími eða ein mín- úta,“ segir Jón Atli. En kemur fólk til með að fila þetta? „PoppTvíví er alltaf í spilun í Top Shop og þannig búðum og við sjáum það fyrir okkur sem prófstein á hvort þetta virkar hvort þeir skipti yfir á MTV.“ Eruð þiö eitthvað aó veröa mjúkir, komnir meö þátt á Popptíví eins og drengirnir af Mono? „Nei, það er alveg á hreinu. Ég held að það sé ekki hægt að segja það þegar þú sérð þetta," segir Jón Mýr- dal. „Við erum líka mjög undrandi yfir því að það er engin ritskoðun, það er mjög gott,“ bætir nafni hans Atli svo við. Taktu prófið: Ertu með kaupæði? Stelpurnar í Vox Feminae: Söngur er list t Hljómsveitin Sóldögg: Ekki neinar Barbie- ^dúkkur Valur og íris úr Buttercup: Draumainn- kaupakerran í Kringlunni Eiríkur Ein- arsson: Fékk póst frá McCartney íslenskir búð- arstrákar: Hvað er í tísku í vetur? Bergur Þór Ing- ólfsson: Gert grín að ungskáldun- um Fatboy Slim: Næsta fönk- skrefið Óskar Guðjónsson: Jón Múli er málið 10 Æ * 1 T 1 0 ÍMW31IM[gJ Sherman Klump snvr aftur Næsta mvnd Guv Ritchies HrvHiriaur hiá Filmundi f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Begga í Sóidögg Fatnaöur: Arma Supra 10. nóvember 2000 f Ókus I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.