Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 6
Vox Feminae er kvennakór sem hefur verið starfandi síðan 1993. Þann 19. nóvember tekur kórinn þátt í virtri kórakeppni í Vatíkaninu í Róm. í kórnum eru konur á öllum aldri en í tilefni verkfallsins var tilvaliö að fá fimm hressar stelpur á menntaskólaaldri til að segja okkur frá kórstarfinu og keppninni. Ungar kórkonur úr Vox Feminae: Svanlaug Jóhannsdóttir, Guörún L. Magnúsdóttir, Eva Lillý Einarsdóttir, Astrós Elíasdóttir og Ásta S. Sveinsdóttir. Sumar þeirra hafa sungið í Vatík- aninu áður í öðrum kórferðum. Ásta er meira að segja að fara í fimmta skipti til Ítalíu með kór. Þær segja það mikinn heiður fyrir kór aö fá að syngja í Vatíkaninu, „Við sungum meira að segja við messu á sunnu- degi í Vatíkaninu. Það eina sem er sorglegt við það er að við vitum hvað það er flott og fólkið í Róm veit það, en íslendingar virðast alls ekki gera sér grein fyrir því,“ segja þær og hlæja mikið. í tveimur vinnum Þær segja mikið félagslíf fylgja kórstarfinu og að góður vinskapur sé með kórfélögum. „Um daginn var til dæmis októberfest og það var mjög skemmtilegt.“ En hvað gera þessar ungu konur þegar þær eru ekki að syngja? Það tekur þær dágóða stund að segja frá því hvemig þær verja tima sínum yfir daginn. Það er ekki nóg með að þær séu í skóla, þær vinna líka allar með skólan- um, jafnvel á tveimur stöðum, og sumar finna sér meira að segja tíma til að taka þátt í félagslífi í skólanum. Hvað finnst þeim þá um kenn- araverkfallið? Einhverjar þeiira viðurkenna að verkfallið muni bjarga mætingar- einkunninni, auk þess sem þær geti nú unnið sér inn meiri pening fyrir ferðina. Ætlió þiö allar að veröa frœgar söngkonur? Svanlaug er fljót að svara: „Ég held að hvað sem við gerum f fram- tíðinni þá munum við alltaf syngja. Það er svo mikill útrás fólgin í söngnum. Þetta er líkt þvi að vera jógi, þú ert ekki jógi í 15 ár og hætt- ir svo.“ Og Guðrún bætir við, „Þetta er fíkn, það er ekki hægt að hætta.“ í tilefni keppninnar í Vatikaninu mun kórinn halda tónleika næsta sunnudag í Kristskirkju og á mánudaginn í Háteigskirkju. Þær eru á aldrinum 18-20 ára og hafa verið í kómum í 2- 3 ár. Allar hafa þær sungið í kórum frá því þær voru börn. Aðspurðar segja þær ekki auövelt að komast í Vox Feminae því þar séu sungin frekar erfíð verk og þvi nauðsynlegt að hafa einhverja undirstöðu í söng. Einnig sé gert ráð fyrir að allir kór- meðlimir sæki söngtíma fyrir utan kórstarfið. „Þetta er metnaðarfull- ur kór,“ bætir ein þeirra við stolt. Engin myndbönd I kórnum eru um 40 konur á öll- um aldri. Kórinn hefur æft stíft síð- an í vor fyrir VIII. Alþjóðlegu kóra- keppnina í kirkjulegri tónlist sem haldin er í nafni tónskáldsins Giovanni Pierluigi Da Palestrina í Vatíkaninu í Róm. Auk þess syng- ur kórinn allur eða í pörtum að minnsta kosti einu sinni í viku í af- mælum eða við önnur slík tæki- færi. Stelpumar segja kórakeppn- ina vera afskaplega virta. Til að fá að taka þátt í keppninni þurfi hver kór að senda inn spólu með söng sínum sem síðan sé valið úr í keppnina. Aðeins 18 kórar úr öllum heiminum fá að spreyta sig í keppninni. Þær segjast ekkert vita um hina 17 kórana í keppninni og þvi verði spennandi að heyra og sjá þá alla þegar út er komið. „Við höfum eng- in myndbönd af andstæðingunum þar sem við getum stúderað þá eins og í handboltanum," segir Guðrún og hlær. En hafa þær farið í margar kór- ferðir? Söngur er fíkn Skiki Nikaels Torfasonar Það er garnall og góður siður að bera saman ísland og útlönd. Mikael Torfason ákvað að bera saman íslendinga og útiendinga, bæði í útiöndum og á íslandi. imyndunarsósjall „Menn taka meira að segja fram Don Cano úlpurnar ef þeir eiga heima í út- löndum og sleppa því aö lita á sér háriö af því aö líkurnar á aö hitta einhvern sem maður þekkir úti á götu eru hverfandi litlar (Ijóta og hallærislega fólkiö í útlöndum eru íslendingar sem búa þar).“ í siftustu kreppu flúöu allir heilvita íslendingar til Danmerkur og komu meö kröfu í sósjalistakökuna sem bíöur allra heimsins mestu aumingja hér í Danmörku. Því þú þarft aö vera djöfulsins aumingi til aö hafa þaö fínt við sundin blá. Það borgar sig allavega ekki að vinna eöa gera eitthvað til aö vekja athygli skattsins á þér. Best er auðvitaö aö vera án vinnu og fá þá atvinnuleysisbætur eöa einhverjar ávísanir frá félagsmálastofnun og ekki skemmir fyrir ef þú ert fyllibytta meö börn og hunda í ofanálag. Fyllibyttan getur gengiö meö bauk um göturnar og Danirnir gefa þeim peninga (þó rónar séu meö svimandi háar tekjur frá Féló) af því þeir vorkenna þeim svo mikið. Og börnin eru á leikskóla, ókeypis auðvitaö, og hundskrattinn er á launum hjá Féló líka. Þeir senda honum ávísun í hveóum mánuöi og fer upphæðin eftir því hversu stór hann er. Útlendingar alveg jafn heimskir Heima er til fólk í flestum flokkum sem finnst þetta eftirbreytnivert. Um daginn var veriö að lengja fæðingarorlofið meö einhverjum óskiljan- legum kynjafasisma og barnaskaöabæturnar hækkuöu í kjölfarið (eins og þær hafi ekki verið nægar fyrir). En goðsögnin um að lífsgæöakapp- hlaupiö sé svo hart og algjört á Islandi veldur því aö þetta skiptir engu helvítis máli. Fátæklingarnir nota peningana bara til að kaupa sér brauöristar í Elkó eða sólarlandaferöir í Plúsferðum í staö þess að hafa meira á milli handanna. Eða svo segir sagan; að þetta sé alveg sérislenskt. En í út- löndum sér maöur ekki betur en allir séu á útsöl- um eöa aö kaupa bíla á bílalánum (þau eru ekki sérislenskt og ekki heldur unglingafylliri, unglinga- kynlíf eöa neitt af því sem viö teljum aö fyrirfinn- ist bara hjá nýrikum íslendingum). Útlendingar eru nefnilega alvegjafn heimskir ogvið. Gott dæmi er að flestir unglingar hér í Danmörku eru klæddir eins og Addi Fannar og Einar Ágúst í Skrtamóral. Þeir eru aö vísu ekki í kjól eins og Einsi var í á Eurovision en útvíðu tjokkóbuxurnar og stórbotna skórnir eru allsráðandi. Don Cano gengur í útlöndum Islendingar í útlöndum eru samt heimskari en út- lendingar í útlöndum. Viö fátæklingarnir flytjum til útlanda og ætlum alveg örugglega að hafa þaö betra eöa mennta okkur eöa prófa eitthvað nýtt og því fáum viö þaö umsvifalaust á tilfinninguna aö viö höfum þaö miklu betra í útlöndum. Enginn heil- vita íslendingur á bíl í útlöndum af þvi aö þaö er svo dýrt (samt er bensínið tíkalli ódýrara í Dan- mörku svo dæmi séu tekin). Þaö taka allir strætó og elta uppi tilboð á mat og er alveg sama þó þaö hafi ekki gardínur eða drekki bjór í staðinn fyrir kók (hann er ódýrari) og klæðist gömlum lörfum frá Islandi. Menn taka meira aö segja fram Don Cano úlpurnar ef þeir eiga heima í útlöndum og sleppa því að lita á sér háriö af því aö líkurnar á aö hitta einhvern sem maöur þekkir úti á götu eru hverfandi litlar (Ijóta og hallærislega fólkið í út- löndum eru íslendingar sem búa þar). Og auðvit- aö hefur maður þaö betra fyrir vikiö en um leið vita allir innst inni aö þeir hefðu getað gert þetta heima og sleppt því aö kasta sér í fang Möggu stórreykingadrottningar. Dóp, hórur og hundaskítur Nei. I staö þess aö haga sér eins og alvöru mann- eskja heima hjá sér (neita sér um að taka þátt í þessu „kaupum og riðum öllu sem við sjáum"-æöi sem gegnsýrir öll vestræn samfélög), innan um öll fallegu úöllin og undir styrkri leiðsögn Dabba kóngs og Vinstri grænna fer fólk til Danmerkur á ímyndunarfyllirí. Jafnel höröustu kellingar sem kóa ekki meö alkaeiginmanni sínum á Bárugöt- unni veröa meyrar og litlar ef kallinn drekkur í silf- urskottukytrunni þeirra úti á Norðurbrú. Og íslendingar í útlöndum sjá auövitaö ekki í gegn- um þetta. Þeir halda aö þeir hafi það raunveru- lega betra á sósjalfylliríinu í Danmörku. Þaö hvarflar ekki að þeim að þetta sé sjálfsblekking. Aö hér ytra séu miklu hærri skattar, helmingi meira af dópi (ungpólitíkusarnir hér eru að vísu miklu betur gefnir en kollegar þeirra heima - það er allavega þverpólitísk samstaða um aö hætta að setja fólk í fangelsi fyrir aö svala eftirspurn og selja dóp), enn þá ódýrara brennivín, miklu meiri umferö, álíka dýrt í strætó og endalausar raöir af hórum sem standa í hundaskít og ælu því rórirnn fyrir aftan hefur ekki rænu á því aö bera sig eftir björginni. Ó-nei, ó-nei, ó-nei íslendingar taka þessu sem fyrirheitna landinu. Loksins, eftir allt basliö á satanískri jöröinni, eru þeir komnir upp til himna. Og um leið og þeir lenda á Kastrúp læsist í þá hatur á ástkærri fóst- urjöröinni. Þessi kalda og merkilega íseyja i norðri veröur aö logandi helvíti af því aö kílóiö af kjúklingi er svo dýrt. Hatur þetta er eins og beiskja skilnaðarbarna enda eru íslendingar alltaf aö skilja. Og þegar þeir skilja hafa þeir það ekki í sér að skera börn- in sín i sundur og skipta kjötinu á milli sín. Því er barnið fóstrað hjá mömmunni og lærir upp á sitt eindæmi að hata pabba sinn. Svo kemur pabba- helgin meö barnaboxi á McDonalds, Pokémon- spilum og Húsdýragarðinum. Á sunnudeginum hefur barniö lært, upp á sitt eindæmi, að hata mömmu sína og svona gengur þetta þar til barn- ið sér eftur öllu saman þegar þaö skilur við mak- ann sinn og þau sættast á að skera börnin sín ekki f sundur. Þetta er sem sagt náttúrlegt hatur, sjálfsbiekking barna sem sakna foreldra sinna. Elskum mömmu og pabba Lausn. Kannski er ráðlegt að koma með lausn í svona pistli. Og þó ekki. Einu lausnirnar sem við sósjalkvikindin þekkjum er að Ríkið geri eitthvað í þessu. Sendi séra Róka heim til allra Islendinga í útlöndum til aö sannfæra okkur um aö elska fósturjöröina líkt og skáldin gerðu í gamla daga. En þaö væri kjánaleg lausn eins og allar Rikis- lausnir eru þegar upp er staöiö. Þetta er líka ímyndunarfylliri, ímyndunarsósjall, og fyrr eöa siöar rennur af íslendingum i útlönd- um. Þeir verða að vísu ekki þunnir eins og popp- hljómsveitir á meikfyllirii. Þeir fyllast í mesta iagi tómleikatilfinningu og neyðast kannski til að flytja heim þegar þeir geta ekki rennt Don Cano úlp- unni yfir bjórvömbina lengur. Þá er líka góöæri heima og það freistar. Brauðristar og eggjasuðu- vélar bíða í öllum hillum. Skilnaöarbörnin hoppa upp í næstu flugvél og halda heim til mömmu. En eru vonandi komin í það mikið jafnvægi aö þau geti enn elskaö pabba; hugsi fallega til útlanda. 6 f Ó k U S 10. nóvember 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.