Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Síða 10
H Verslunarferðir geta verið mísjafniega erfiðar og þá skiptir máli hverju verið er að sækjast eftir og handa hverjum, Þegar verið er að leita að gjöf handa elskunni eða hlýjum vetrar- fötum í kuldann hér á klakanum getur Kringlan verið heppilegur kostur. Árið er liðið frá því að Kringlan var stækk- uð og þar er að finna fjölbreyttar verslanir og veitingastaði. Fókus fékk að fylgja söngparinu Val Heiðari Sævarssyni og írisi Kristinsdóttur um Kringluna þar sem þau völdu ýmsa hluti sem þau gætu hugsað sér að eiga eða gefa hvort öðru. Buttercup Þau Valur og íris eru bæði í hljómsveitinni Buttercup og þessa dagana er í nógu að snú- ast hjá þeim, því á miðvikudag- inn kom út geisladiskur með sveitinni. Þau gáfu sér þó tima til að flækjast um Kringluna og skoða margs konar hluti, allt frá skartgripum til heimilis- tækja, með Fókus í vikunni. Bæði fengu þau að velja sér tuttugu hluti i Kringlunni sem þau gætu hugsað sér að kaupa ef þau hefðu nóg af peningum á milli handanna. Tíu hluti máttu þau velja handa sjálfum sér og þar á meðal átti að vera einn geisladiskur, bók, ffík, eitthvað matarkyns og svo auð- vitað þar sem farið er að stytt- ast í jólin var ekki úr vegi að láta þau velja draumajólagjöf- ina. Einnig máttu þau velja fimm hluti hvort handa öðru og fimm hluti sem þau gætu hugsað sér að hafa á heimilinu. Hlutirnir sem þau völdu voru mjög fjölbreytilegir og smekkurinn greinilega ekki alltaf hinn sami. Þau voru þó bæði sammála um það að þau væru til í að fjárfesta í utan- landsferð hjá ferðaskrifstof- unni Úrvali-Útsýn. „Það væri gott að komast burt úr þessum kulda hérna á íslandi og á ein- hverjar heitar slóðir þar sem hægt er að sleikja sólina og láta dekra við sig,“ segja Valur og íris. Það er auðvelt að velja sér hluti í Kringlunni, enda er þar að finna margar og mismun- andi verslanir. íris var mun fljótari að velja en Valur sem tók sér aðeins meiri tíma í að skoða úrvalið. Á endanum fundu þau bæði þá hluti sem þau gætu hugsað sér að eiga og voru sumir þeirra búnir að vera lengi á óskalistanum. f Ó k U S 10. nóvember 2000 i-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.