Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Síða 20
ZEAL er á neðstu hæð
nýju Kringlunnar
við hliðina á Nanoq
og síminn er 588 7171
Tískuverslun banta og unglinga
íslenska Bítlafélagið hefur verið starfandi í tæp fimm ár eða
síðan í janúar 1996. í félaginu eru um 400 manns á öllum
aldri. Nú stendur yfir svo kölluð Bítlahátíð í borginni á vegum
félagsins. Eiríkur Einarsson, formaður félagsins, sagði frá há-
tíðinni og draumi félagsmanna um árlega Bítlahátíð á íslandi.
Paul
í gær komu Bítlavinir saman á
Kaffi Reykjavík og skemmtu sér
og öörum viö góðar undirtektir.
Einnig hefur útvarpsstöðin Gullið
verið í samstarfi við félagið um
Bítlaviku sem hófst síðastliðinn
mánudag. í kvöld mun svo hátíð-
inni ljúka með balli á Kaffi Reykja-
vík þar sem hljómsveitin Sixties
spiiar lög eftir Bítlana og lög frá
því Bítlatímabilinu. Auk þess
munu stíga á stokk Bítlavinir og
aðstoða Sixties við að halda uppi
Bítlastemningunni fram eftir
nóttu.
Þrisvar til Liverpool
Eiríkur Einarsson, formaður fé-
lagsins, segir að þótt ótrúlegt megi
virðast hafi aldrei verið til Bítlafé-
lag á íslandi fyrr en núverandi fé-
lag var stofnað ‘96. Að sögn Eiriks
er ein ástæða hátíðahaldanna nú
sú að á vegum Bítlafélagsins og
bókaútgáfunnar fðunnar kom ný-
lega út þýðing á einni bestu bók
sem skrifuð hefur verið um Bitl-
ana. Auk þess segir Eiríkur að það
sé ósk félagsmanna að halda Bítla-
hátíð á hverju ári og þetta hafi ver-
ið eins konar prufukeyrsla á slíkri
hátíð.
í lok ágúst ár hvert er haldin al-
þjóðleg Bítlahátíð í fæðingarbæ
Bítlanna, Liverpool á Englandi.
Þangað hafa meðlimir íslenska
Bítlafélagsins farið og hefur til
dæmis Eiríkur sjálfur farið
þrisvar. Margt er þar um dýrðir,
hljómsveitir og tónlistarmenn
keppa um hver likist hinum upp-
haflegu Bítlum mest, sýndar eru
kvikmyndir Bítlanna, fyrirlestrar
haldnir og skipulagðar „sight-
seeing" ferðir farnar um borgina
þar sem saga Bítlanna í Liverpool
er rakin, svo að eitthvað sé nefnt.
„Emil“ frá Paul
En hefur formaðurinn hitt ein-
hvern hinna dáðu Bítla?
Eiríkur segist hafa verið nærri
því í sumar þegar Paul McCartn-
ey dvaldi hér á landi. Hann náði
meö kænsku að koma pakka með
ýmsum gjöfum frá félagsmönnum
til Pauls og auk þess netfanginu
sínu. Með pakkanum fylgdi einnig
bréf þar sem íslenskir Bítlavinir
fóru þess á leit við Bítilinn að
f Ó k U S 10. nóvember 2000
hann léti sjá sig hér aftur og þá ef
til vill á Bítlahátíðinni á næsta ári
sem verið er að planleggja. Og viti
menn, þremur dögum seinna barst
Eiríki netpóstur frá goðinu þar
sem það þakkaði kærlega fyrir sig
og sagðist vel geta hugsað sér að
slá til og koma aftur og heimsækja
þetta gullfallega land okkar. Að-
spurður segir Eiríkur Bítlana
sjálfa vanalega ekki taka þátt í
slíkum hátíöum og því sé mikill
heiður að Paul sýni því áhuga að
koma ef til vill hingað á næsta ári.
Hátíðina á næsta ári segir Eiríkur
vera hugsaða jafnt fyrir islenska
sem erlenda Bítlaáhugamenn. Fé-
lagsmenn hugsa hátt og vonast til
að hægt verði að halda hér í fram-
tíðinni árlega alþjóðlega Bítlahátið
sem erlend Bitlafélög og listamenn
munu sækja og vonandi Bítlarnir
sjáifir.
Eiríkur segir Bítlana vera al-
þjóðlegt fyrirbæri, „Þegar talað er
um Bítlana þá er ekki bara átt við
hljómsveitina sem slika heldur allt
tímabilið, allt sem gerðist á þess-
um tíma. Það er svo margt sem
hægt er að tengja við þetta.“
i