Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Qupperneq 24
► Bergur Þór Ingólfsson leikur Hermann í nýju * leikriti Hallgríms Helgasonar, Skáldanótt, sem frumsýnt verður í kvöld í Borgar- leikhúsinu. Auk þess sér Bergur Þór um leikstjórn Móglís eftir Rudyard Kipling sem frumsýnt verður á annan í jólum. A .AUGAVEGI 26 11. NÓVEMBER 2001 um Eins og til er Menningamótt þá gerist verkið á svokallaðri Skálda- nótt þegar allir tala í bundnu máli. Ungskáldin eltast við þjóðskáldin, sem lifna við þessa einu nótt á ári, og reyna að fá viðurkenningu þeirra. „En við vitum að sannleikur- inn lúrir í manns eigin hjarta," Seg- ir Bergur Þór og kímir. Þjóðskáldin eru hins vegar meira í því að fara á kvennafar og fillerí. Grípandi popplag Við biðjum Berg Þór um að lýsa Skáldanótt í stuttu máli, „Ég mundi segja að það væri póst-módemískt verk, hálfgert festival. í raun eins og popplag, eins og skemmtilegt gríp- andi popplag. Meikar kannski ekki alltof mikið sens en er skemmtilegt á meðan á því stendur." Bergur Þór segir verkið ekki vera mjög alvarlegt, „Það er svolítið grín gert að ungskáldunum og þjóðskáld- in tekin af stöllunum. Auk þess er gert grín að allri samkeppninni sem er í dag. Það er kannski broddurinn í sýningunni." Þú leikur Hermann í verkinu sem er nœstum því Hallgrímur sjálfur, ekki satt? „Þeir sem hafa lesið bók Hall- gríms, Þetta er allt aö koma, vita að Hallgrímur er alveg óragur við að taka fólk sem allir þekkja, breyta bara á þeim nöfnunum og gera grín að þeim.“ Hvaó er þaö sem helst einkennir persónuna Hermann? „Wannabe," segir Bergur eftir nokkra umhugsun og hlær. „Mað- ur, eins og Hallgrímur, sem er í því að gera grín að samferðafólki sínu og taka þjóðskáldin af stöllunum, hefur ekkert efni á því að setja sjálf- an sig á stall. Hermann veit kannski ekki alveg hvar verðmætin liggja, ætlar eina mínútuna að verða jafnstór og þjóðskáldin, en svo á þeirri næstu er hann búinn að gleyma sér í einhverri greddu. Hann veit ekki alveg hvað hann vill en vill allt í einu.“ En verður þá eitthvaö úr þessu hjá honum? „Ég veit það ekki, endirinn á leik- ritinu fjallar svolítið um það og hvort hann fái þann löðrung sem hann þarf á að halda.“ „Réttu“ nöfnin Heyrst hefur að í Skáldanótt sé mjög augljóslega gert grín að nokkrum ungskáldum samtímans,- en er það rétt? „Já, já, það fer ekkert á milli mála í handritinu. Meira að segja þegar fyrstu drög að handritinu kom í okkar hendur þá hafði hann á sumum stöðum gleymt að taka út „réttu“ nöfnin. Því var nú breytt. Annars höfum við ekkert verið að eltast við að herma eftir hinum raunverulegu ungskáldum. Þó ekki fari á milli mála að á sviðið stígur skáld- og blaðakona frá Séð og heyrt. En Jónas, Steinn Steinar og Dóri Lax eru þama í nákvæmri túlkun frábærra listamanna," segir Bergur og hlær dátt. Heldur þú aö verkiö eigi eftir aö koma illa viö einhvern? „Alveg örugglega.“ Börnin læra frumskógar- lögmálið Eftir helgina munu hefjast æfing- ar á bamaleikritinu Móglí eftir Rudyard Kipling. Þar er Bergur Þór leikstjórinn. Undirbúningur fyrir sýninguna hefur staðið yfir síðan í sumar. Bergur segir að þrátt fyrir að Mógli sé barnaleikrit sé mikil grimmd í sögunni, „Þama er það frumskógarlögmálið sem ræður.“ Hann segir þó verkið vera mjög skemmtilegt og spennandi. Bergur er ekki óvanur þvi að leika fyrir börn sjálfur því hann hefur leikið i tveimur barnaleikrit- um í Þjóöleikhúsinu auk þess sem með honum býr trúðurinn Úlfar, besti vinur Barböru sem leikur í Lé konungi um þessar mundir. Hann segir þau skötuhjúin bæði hafa skemmt bömum og fullorðn- um. „Þau eru bæði fyrir börn og bönnuð börnum.“ Barbara og Úlfar ætla einmitt að koma gestum Borgarleikhússins í jólaskapið kvöld eitt í desember. Þarf ekki viö uppsetningu barna- leikrita að gera ráö fyrir aö við- brögö barna sem áhorfenda séu önnur en fulloröinna? „Jú, það er heil stúdía, nokkuð sem þarf að rannsaka.“ Bergur bætir stríðnislega við: „Kannski þarf bara að hræða þau nógu mik- ið til að þau steinþegi,“og hann hlær dátt. „Ég þekki lítinn strák sem sá Pétur Pan og þorir ekki f leikhús aftur eftir það. Það má ekki einu sinni minnast á Pétur Pan, þá fær hann hysteríukast. Þetta er náttúrlega eitthvað sem maður þarf að pæla í, til dæmis gengur „black out“ í byrjun ekki með 3 ára gömul börn í salnum. Þau verða bara skíthrædd þegar ljósin slökkna. Þau verða kannski ekkert hrædd við úlf eða ljón eða eitthvað slíkt uppi á sviði en þau eru hins vegar hrædd við myrkrið. Þetta þarf að taka með í reikning- inn.“ í sólina um jólin Aðspurður segir Bergur bama- sýningar ganga jafnmisjafnlega og sýningar fyrir fullorðna, „ef bama- sýning er skemmtileg þá gengur hún mjög vel en ef ekki þá er það bara eins og með aðrar sýningar.“ Bergur segist hafa í huga við uppsetninguna þann lífskraft og lífsvilja sem býr með öllum böm- um og miða að því að sýningin verði eins og sól í svartasta skammdeginu. „Börnunum býðst að fara I sólina til Indlands um jól- in, fara til sólarlanda um jólin, bara með því að mæta í Borgarleikhúsið.“ UTSLATTARKEPPNIN hefst kl. 13:00 á laugardegintim ÚRSLITAKEPPNIN verður á sunnudeginum. Skráning fer fram i Skífunni FIFA á Laugavegi 26, i síma 525 5042 eða skifan.is GLÆSILEGIR VINNINGAR skifan.is - stórverslun á netinu 24 f Ó k U S 10. nóvember 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.