Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Page 34
*
í f ó k u s
ú r f ó k u s
að koma
öðruvísi en fólk á að venjast með
tónlist Jóns Múla.
Hljómsveitin hélt sína fyrstu
tónleika árið 1998 í Iðnó og gengu
þeir svo vel að aðrir tónleikar
voru haldnir kvöldið eftir sem
einnig var uppselt á. Eftir þetta
var beðið fram til aprílloka í fyrra
þegar haldnir voru tónleikar í
Salnum sem voru hljóðritaðir fyrir
plötuna.
„Eftir það ákvað ég að liggja að-
eins á þessu, ég var ekki viss um
útgáfumál og það átti eftir að velja
úr þessum 14 lögum sem við höfð-
um tekið upp. í byrjun þessa árs
gróf ég síðan upptökurnar upp og
fór að hlusta á þær og vinna al-
mennilega í þessu, skoða fjárhags-
hliðina og svo framvegis. Þetta
endaði svo á þvi að Mál og menn-
ing gefur þetta út og platan kemur
út um miðjan nóvember og ég er
kominn heim til að fylgja þessu eft-
ir,“ segir Óskar. Hljómsveitin
verður með tónleika til að kynna
plötuna klukkan 16 á sunnudaginn
í Tjarnarbíói.
Gaman að prófa eitthvað
nýtt
Á plötunni eru sjö lög sem valin
voru úr þeim 14 lögum sem spiluð
voru á tónleikunum. En hvert verður
framhaldið, koma þeir til með að spila
eitthvað meira til að fylgja plötunni
eftir?
„Það verður eiginlega bara að
koma í ljós, eins og er höfum við bara
planað þessa einu tónleika en það
gæti mögulega eitthvað bæst við,“
segir Óskar. Hann segir að gaman sé
að takast á við verkefni sem þetta.
„Það er bæði gaman að sjá fólk sem
þekkir öll þessi lög koma og heyra
þau í allt öðrum búningi, en líka fólk
sem þekkir þau ekki. Þetta er alls
ekki einhver djassveisla, þetta eru
frekar bara falleg lög i góðum búningi
og ekkert verið að reyna eitthvað
voða mikið.“
Óskar hefur búið í London í rúmt
ár núna þar sem hann hefur verið að
koma sér á framfæri.
„Ég er kominn með regiulegt gigg á
skemmtistaðnum Home sem er einn
af þremur stærstu stöðunum þarna.
Síðan hef ég bara verið að hoppa inn
hér og þar, ég hef spilað á hinum og
þessum pöbbum með ýmsum fónk-
hljómsveitum, ég hef verið að spila
sessionir inn á einhverjar plötur og
svo var ég t.d. að spila með hótelband-
inu á The Dorchester Hotel. Ég hef
þvi verið í hinu og þessu og hef mik-
ið verið bara að kynnast fólki.“
Og gengur þetta?
„Það er svona að fara að ganga,
þetta hefur gengið ágætlega og það er
bara ofsalega gaman að prófa eitthvað
nýtt. Það er orðið langt síðan að ég
var búinn að prófa að spila með öllum
hérna heima en maður fattar það aft-
ur á móti þegar maður er kominn út
hvað við eigum mikið af góðum mús-
íköntum."
En er planið að vera þarna til fram-
búðar?
„Ég ætla að vera eitthvað áfram,
alla vega fram á næsta ár og vonandi
út næsta ár. Það er bara vonandi að
hlutirnir fari að ganga aðeins hraðar
en þetta er búið að vera mjög
skemmtilegur og lærdómsríkur tími.
Það er gaman að prufa eitthvað nýtt
og spila annars staðar en svo er líka
alltaf svo gaman að koma heim.“
Lítið hefur
heyrst til Óskars
Guðjónssonar
saxófónleikara
undanfarið en
hann hefur dvalist í
London við að
koma sér á
framfæri. Óskar er
nú á landinu í
stuttan tíma til að
fylgja eftir útgáfu
geisladisks með
lögum Jóns
Múla Árnasonar
sem flutt eru í
nýjum búningi.
Hann var meira en
tilleiðanlegur til að
spjalla um diskinn,
hljómsveitina
Delerað og veruna
í London.
Alltaf
m-mm fm vmi ■
Platan heitir Söngdansar Jóns
Múla Árnasonar og flytjendur tón-
listarinnar heita Óskar Guðjóns-
son og Delerað. Auk Óskars eru í
hljómsveitinni þeir Matthías M.D,
Hemstock og Birgir Baldursson á
trommum, Pétur Grétarsson á
slagverk, Þórður Högnason á
kontrabassa, Eðvarð Lárusson og
Hilmar Jensson á gítar.
Öðruvísi útgáfur
Óskar segir að ástæðan fyrir því
að ráðist var í þetta hafi verið að
hann vildi finna islenska
djassstandarda, sem Banda-
rikjamenn eiga t.d. svo mikið af.
„Þá byrjaði ég að skoða músíkina
og þekkti eitthvað af þessum lög-
um, þetta eru auðvitað mjög þekkt
lög. Því meira sem ég fór að skoða
þetta sá ég hvað væri hægt að gera
við það. í stað þess að taka þetta
eins og þetta hefur alltaf verið tek-
ið, með söngvurum, ákvað ég að
taka þetta í aðra átt og setti saman
bandið Delerað." Eins og hljóð-
færaskipaninni er háttað í Delerað
gefur augaleið að útgáfurnar eru
Áfengisauglýsingar eru loksins
famar að sjást aftur í kvikmyndahús-
um og á öðram opinberum stöðum.
Það er ánægjulegt að áfengisframleið-
endur og innílytjendur skuli tíma að
eyða fé sínu og tíma í þessa frelsisbar-
áttu. Hversu hlægilegt er það t.d. að Is-
lendingar geta ekki nálgast rauðvín og
bjór í matsöluversunum? Vissulega
geta bæði bjór og rauðvín haft slæm
áhrif á fólk, séu þessar veigar misnot-
aðar. En sömu sögu má segja um svo
margar aðrar vörur, sem allir geta
keypt í stórmörkuðum, burtséð frá
aldri og gáfnafari. Besta dæmið um
þetta eru blessaðir kardimommudrop-
amir, sem innihalda rúmlega áfengis-
magn eins bjórs og óharðnaðir bama-
skólanemendur eiga jafnhægan að-
gang að og hlandvotir rónar. Forræð-
ishyggjumenn sem vilja byggja hér
upp vitringaveldi á sínum forsendum
munu þurfa að láta í minni pokann
fyrir heilbrigðri skynsemi í þessu sem
öðru.
GTI-ökumenn eru merkilegur sér-
trúarsöfnuður, öllum til trafala í um-
ferðinni. Þetta er fólkið sem er með
svo beina innspýtingu að það verður
að rása á milli akreina tU að keyra
ekki aftan á neinn. Fólkið sem notar
ekki stefnuljós, en svigar á milii
akreina og skýst inn á milli tveggja
bíla um leið og biilengdarglufa mynd-
ast. Þetta eru hálfvitamir sem horfa á
Formúluna og fá sér svo bíltúr til að
komast í fílinginn. Háifvitarnir sem
flauta á þig og benda á hægri akrein-
ina í baksýnisspeglinum þegar þú ert
á 100 km hraða á Kópavogsbrautinni.
Sömu hálfvitarnir kunna tjónaskýrsl-
una utanbókar. Yfirleitt eru þessir
ökumenn á litlum GTI-bílum, en á því
er allur gangur. Ökukonur eru líka
ökumenn og það er merkilegt hversu
margir GTI-ökumenn eru kvenkyns.
Til hvers að kitla pinnann innanbæjar
og græða nokkrar sekúndur til þess að
tapa þeim aftur á næstu ljósum? Þetta
er sérstaklega undarlegt háttalag í
ljósi ailra þeirra banaslysa sem orðið
hafa I umferðinni undanfarið. Það
kemur nefnilega að því að menn fljúga
út af brautinni þegar þeir sviga of
hratt eins og fifl, spyijiði bara Kristin
Bjömsson.
hverjir voru hvar
A laugardags-
kvöldiö á Vega-
mótum voru
staddir Helgi
og Kristján
P a r t y z o ne
gaurar. Á Prik-
inu sama kvöld
mátti sjá mörg
af helstu and-
litum Skjás 1
eins og Hrönn
Sveinsdóttur
Árna Þór Vig
fússon. Isa.
Kristján Ra og
Alfred Moore.
Herb Legowitz þeytti sklfur í félagi viö hinar
jurtirnar.
Á Næsta bar á föstudagskvöldinu mátti finna
Eggert Þorleifsson, Guömund Inga leikara,
Laufeyju Brá, Ingvar Sig, Eddu Arnljótsdóttur,
Svein Baldursson, Eddu Björg Eyjólfsdóttur,
Stefán Má Gelrfugl og Elmu Lísu.
Á Astró um helgina mátti sjá Ragnar Viihjálms
IOZ og félaga, Rúnar hjá ÍÚ og Vlggó í Eldhús-
inu. Berglind fegurðardrottning mætti meö vin-
konum sínum sem hafa tekið þátt I Ungfrú Is-
land síöustu ár. Hausverkjar-krúiö var á sínum
staö og Jói dansmeistari sat I rólegheitum
meö sinni heittelskuöu Theodóru.
Pétur Marteinsson
var þarna mættur
hlutverki leiðsögu-
manns norska fót-
boltaliðsins Stabæk
og skvísurnar Elín
FM-model og Kol-
brún hjá lcelandic
Models voru einnig
þarna komnar,
glæsilegar og
Heimir FH-kappi,
Höröur Magnússon og Valtýr Björn létu lika
sjá sig. Siggi B. i Heimilistækjum kíkti inn og
þar voru lika
I Magnús Ver. Ya-
■ smin Olsen, Óli
jj Adonis og Sölvi
I Fannar ásamt
I öllu hinu Fit-
I nessliöinu, inn-
lendu og útlendu
Jl eftir vel hepnaöa
1 keppni í Höllinni.
t ........... JH Sigurjón Ijós-
I myndari á Fróða.
I Sveinn Eyland á
I uröur Kári létu
L <Sc1*^, sjá sig, sem og
H a I I d ó r
Backman meö
félögum úr Kon-
íaksklúbbnum,
allir í smóking.
Sara, Anna Bent-
ína og allar hinar
Noi Noi skutlurn-
ar áttu dansgólf-
iö. Þarna voru
líka Samúel
Bjarki og FM957-
gengið, Sigga
Halla meö hana-
kamb, Helgi Par-
tyzone og Jón
Gunnar Geirdal og félagar. Einnig sást til
Snæbjörns í Sambióunum, Kalla í Skíf-
unni, Arnars Gauta, Eyþórs Paint Ball
stjóra, Frank Pitt
Jr., Gumma Jóns i
Sálinni, Halla og
Raoul Rodrigues
e i n kaþj álfara ,
Heiöu og Hard
Rock-píanna. Inn
stakk nefinu ívar
Guömunds Bylgju-
maður, Kalli Lú,
P h i I i p p e
DreamWorld, Rut
Róberts og vinkon-
ur, Sophus á
Kringlukránni, Júlli
Jóns fótboltakall,
Gotti í X18, Þór-
hallur úr Islenska
draumnum, Helga
Braga, Steini !
Coke og Andri í
Heimsferöum,
Þarna sást lika til
Hlínar „Hawaiían
Tropic" og vin-
kvenna, Þórs Jós-
efs, Villa Vill, Ein-
ars og Georgs á Pizza ‘67, Ásdísar Birtu
módels og Birtu og Örnu Playboy-módela.
Kolli úr Bílum
og list var
þar líka eins
og Siggi John
i Prlvat,
Nonni Quest,
Geirþrúöur,
Vilberg og
Kristján Ra,
Inga Stefáns
leikkona og
K r i s t J á n
Brooks fót-
boltastrákur.
Tíska* Gæði* Betra verð
RCWELLS
!
f Ó k U S 10. nóvember 2000
i