Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2001 21 Sport Þrjú töp í röð - hjá Stjörnunni eftir 28-21 ósigur liðsins í Vestmannaeyjum í gær íslandsmeistarar ÍBV unnu sjö marka sigur á reynslumiklu liði Stjömunnar í sannkölluðum bar- áttuleik í Eyjum í gærkvöld, 28-21. Þetta var þriðja tap Stjörnunnar í röð í Nissandeild kvenna í hand- bolta og er liðið nú fallið niður um tvö sæti í tveimur umferðum. Fyrir leikinn sátu Eyjastúlkur í fimmta jfT ■ 1ÍL\ sæti NIS5AN Haukar 11 10 1 276-202 20 Fram 11 8 3 285-230 16 Víkingur 11 7 4 248-201 14 Stjarnan 11 7 4 241-225 14 ÍBV 11 7 4 224-226 14 Grótta/KR 11 6 5 257-224 12 FH 11 5 6 264-248 10 Valur 11 3 8 178-226 6 KA/Þór 11 2 9 209-262 4 ÍR 11 0 11 137-275 0 Markahæstar: með tólf stig en Stjörnustúlkur voru tveimur stigum ofar en ÍBV og voru í þriðja til fjórða sæti deildarinnar. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið en þessi lið mætast einnig í und- anúrslitum bikarkeppninnar og því má segja að sálfræðistríðið hafi haf- ist í kvöld. Gestirnir vona væntan- lega að leikurinn verði ekki for- smekkurinn að því sem koma skal því ÍBV sigraði í leiknum með sjö mörkum og sitja því þrjú lið í ein- um hnapp við toppinn. Útlitiö svart Eyjastúlkur komu sterkari til leiks og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Stjömustúlkur misnotuðu fyrstu þrjár sóknir sínar en spýttu svo í lófana og skoruðu í næstu sex sókn- um og komust í fyrsta og eina skipt- ið yfir í leiknum, 5-6. ÍBV svaraði hins vegar með fimm mörkum í röð og útlitið var orðið heldur svart hjá Stjörnunni. Mikið var um klaufaieg brot beggja liða og alls fóru víta- skyttumar ellefu sinnum á vítalin- una í fyrri hálíleik. En reynslan vegur þungt hjá liði gestanna og með Höllu Maríu Helgadóttur, sem hafði haft hægt um sig í upphafi leiks, í broddi fylkingar náðu gest- imir að minnka muninn niður í þrjú mörk fyrir leikhlé, 16-13. Guöný drjúg á línunni Seinni hálfleikur byrjaði vel fyrir Stjörnuna. Guðný Gunnsteinsdóttir var drjúg á línunni og dreif félaga sína áfram. En varnarleikur ÍBV var sterkur og Vigdís Sigurðardótt- ir hrökk í gang í seinni hálfleik enda sá hún til þess að Stjarnan næði ekki að jafna. í seinni hluta hálfleiksins héldu ÍBV engin bönd og hvert markið kom á fætur öðru úr hraðaupphlaupum eftir að gest- irnir höfðu ekki fundið glufur í varnarleik ÍBV. Undir lokin leystist leikurinn upp, gestimir tóku þær Tamöru Mandizch og Amelu Hegic úr umferð en allt kom fyrir ekki og dýrmætur sigur ÍBV var í höfn. Hjá gestunum fór mest fyrir Guð- nýju Gunnsteinsdóttur en ásamt því að skora mikilvæg mörk var hún grimm í varnarleiknum og mættu yngri leikmenn í Nissandeildinni taka hana tii fyrirmyndar. Halla María Helgadóttir átti ágæta spretti og Sóley Halldórsdóttir varði ágæt- lega í seinni hálfleik eftir að hafa byrjað leikinn á bekknum. Sigur ÍBV vannst á sterkum varnarleik fyrst og fremst. í sóknarleiknum var Anita Andreassen atkvæðamik- il en liðsheildin var sterk og nokk- uð jöfn markaskorun. Bætum okkur fyrir bikarleikinn Guðný Gunnsteinsdóttir játaði sig sigraða eftir leikinn. „Við viss- um að það yröi erfitt að sækja ÍBV heim og að þetta yrðu slagsmál sem þetta var en þær voru einfaldlega betri en við í dag. Okkur gekk illa að finna leið í gegnum vömina hjá þeim og þær vörðu mörg skot okkar í vöminni á meðan þeim gekk mun betur í sínum sóknarleik þannig að við verðum að bæta okkur mikið fyrir bikarleikinn. En ÍBV er með gott lið og við getum mun betur og ég lofa að þetta endurtekur sig ekki aftur hér í Eyjum.“ -jgi ÍBV-Stjarnan 28-21 1-0, 3-2, 9-6, 13-9, 15-12, (16-13), 16-14, 18-17, 21-18, 23-19, 26-20, 28-21. ÍBV: Mörk/viti (skot/viti): Tamara Mandizch, 10/8 (13/8), Anita Andreassen, 7 (8), Amela Hegic, 4 (12), Gunnleyg Berg, 3 ,(3), Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, 2 (4), íris Sigurðardóttir, 1 (1), Bjarný Þorvarðardóttir, 1 (1), Edda B. Eggertsdóttir (2). Mörk úr hraóaupplilaupum: 6 (Anita 2, Tamara, Amela, Gunnleyg, Bjarný). Vitanýting: Skorað úr 8 af 8. Varin skot/víti (skot á sig): Vigdís Sigurðardóttir 13 (34/9, 38 %, víti yfir og víti í stöng) Brottvisanir: 4 mínútur. Stiarnan: Mörk/viti (skot/viti): Svetlana Theretahetca, 7/7 (11/8), Guðný Gunnsteinsdóttir, 4 (5), Halla María Helgadóttir, 4 (10), Hrund Grétarsdóttir, 3 (4), Nína Kristin Björnsdóttir, 1 (12/1), Jóna Ragnarsdóttir, 1 (3), Margrét Vilhjálmsdóttir, 1 (2), Inga Lára Þórisdóttir, (1). Mörk úr liraóaupphlaupum: 8 (Hrund 3, Halla María 2, Guðný 2, Jóna 1) Vítanýting: Skorað úr 7 af 9. Varin skot/viti (skot á sig): Lijana Sadzon 2 (12/3 17%), Sóley Halldórsdóttir 10 (28/5, 36%). Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og Valgeir Ómarsson (6). Gœöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 112. Maður leiksins: Guðný Gunnsteinsdóttir, Stjörnunni. Marina Zoueva, Fram ........... 109/58 Alla Gokorian, Gróttu/KR.........89/34 Harpa Melsteð, Haukum.............72/38 Ásdís Sigurðardóttir, KA/Þór .... 66/21 Nína K. Bjömsdóttir, Stjömunni . 64/27 Hafdis Hinriksdóttir, FH..........62/38 Kristín Guömundsdóttir, Víkingi . 58/12 Guðbjörg Guðmannsdóttir, Vik. .. r57/6 Amela Hegic, ÍBV .................47/13 Heiða Guðmundsdóttir, ÍR .........46/23 Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, ÍBV ... 41/6 Tamara Mandizch, ÍBV..............39/19 Thelma Ámadóttir, Haukum............37 Judtih Rán Esztergal, FH..........37/1 KA/Þór: Stóðu í Fram Allt benti til að frískar norðanstúlkur myndu stela senunni í Framhúsinu á laugardaginn þegar lið KA/Þórs sótti Framara heim. Framarar höfðu þó betur að lokum og sigruðu, 25-19, í leik sem einkenndist af mikilli hörku, og sitt sýndist hverjum um hlutleysi dómaranna í leiknum. Eftir góðan sigur á FH-stúlkum á miðvikudag áttu flestir von á að Framarar ættu sigurinn vísan gegn ungu liði KA/Þórs en annað kom í ljós. Leikurinn var jafn frá fyrstu minútu en þegar staðan var 6-6 tóku norðanstúlkur frumkvæðið og leiddu í hálfleik, 10-12. Það leit því út fyrir spennandi síðari háifleik en sá draumur varð að engu þegar Framarar skoruðu fimm fyrstu mörkin og náðu öruggri forustu sem ungt og reynslulitið lið KA/Þórs réð ekki við. Gestimir urðu fyrir miklu áfalli þegar Eyrún Káradóttir, þeirra besti maður, meiddist á 36. mínútu og spilaði ekki meira með. Eftir þetta ’ áfall áttu þær erfltt uppdráttar gegn þéttri og harðri vörn Framara. Auk Eyrúnar var Ásdís sterk hjá norðanstúlkum og Sigurbjörg átti góðan leik í marki KA/Þórs. Hjá Fram kom Irina sterk inn í síðari hálfleik og Marina skoraði grimmt, en það var umfram ailt sterkur vamarleikur sem færði heimamönnum sigurinn. -ÞAÞ Petrúnella Skúladóttir, Grindavík, reynir að brjótast fram hjá Bonnie Lúðvíksdótfur hjá Keflavík. DV-mynd HR Kvennalið Keflavikur var í sviðsljósinu um helgina því liöið skipti um þjálfara og vann síðan fyrsta deildarleik sinn eftir jól gegn Grindavík á útiveili með 53 stigum, 34-87. Kristinn Óskarsson tók við starfi nafna síns Einarssonar á fóstudags- kvöld en Kristinn Einarsson, sem gerði Keflavík að tvöfoldum meisturum í fyrra, hætti að eigin ósk. Kristinn Óskarsson lagði sínum stúlkum skýr skilaboð fyrir leikinn í gær: að spila góða vörn, og sú varð líka raunin í leiknum. Grindavíkurliðið gerði aðeins fimm stig í fyrri hálfleikn- um öllum og var stigalaust í öllum öðr- um leikhluta. Grindavík skoraði sem dæmi ekki körfu á 18 mínútna kafla. Það er þvi óhætt að segja að Kefla- vík hafl byrjað vel undir stjórn Kristins, sem er einn okkar virtustu dómara. Liðið náði sínum besta árangri í vet- ur í fæstum stigum á sig (34), flestum vörðum skotum (17), vamarfráköstum (44) og fráköstum (60) sem þýðir að Kristinn hefur heldur betur náð að þétta Keflavíkurvömina sem lék sína vöm á sínum helmingi og pressaði aldrei í leiknum. Þær voru líka margar sem léku vel í Keflavík en engin stelpnanna lék lengur en i 24 mínútur. Birna Val- garðsdóttir hitti úr 6 af 7 skotum sín- um og gerði 17 stig, Erla Þorsteinsdótt- ir lék sinn besta leik í vehir ef marka má skotnýtingu (hitti í 6 af 9 skotum sínum), fráköst (12) og varin skot (8). Bestan leik átti þó Sigríður Guðjóns- dóttir sem var með 10 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar og studdi vel við Erlu í vöm og sókn og fær miklu meira hlutverk í sókninni hjá Kristni. Ungu stelpurnar sýndu einnig góð tilþrif þegar þær komu inn á, sérstaklega Theódóra Káradóttir og María Anna Guðmundsdóttir, sem lék sinn fyrsta leik eftir uppskurð á fæti. Hjá Grindavík var Sigríður Anna Ólafsdóttir í sérflokki en hún gerði öli fimm stig liðsins í fyrri háifleik og var sú eina sem komst á blað fyrstu 24 mínúturnar. Auk hennar barðist Sigurrós Ragnarsdóttir vel og Erna Rún Magnúsdóttir stal fimm boltum af Keflavíkurliðinu. Stig Grindavikur: Sigríður Anna Ólafsdóttir 11 (4 sókn- arfráköst), Sandra Guðlaugsdóttir 7, Ólöf Helga Pálsdóttir 6, Rut Ragnarsdóttir 3, Sigurrós Ragnarsdóttir 3 (8 frá- köst), Jovana Lilja Stefánsdóttir 2, Bára Hlín Vignisdótt- ir 2. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 17 (7 fráköst, 3 var- in), Erla Þorsteinsdóttir 16, Theódóra Káradóttir 13 (4 stolnir), Sigríður Guðjónsdóttir 10, Marín Rós Karlsdóttir 8 (8 fráköst), María Anna Guðmundsdóttir 6, Bonnie Lúð- víksdóttir 5, Kristín Blöndal 5 (6 stoðsendingar), Svava Ósk Stefánsdóttir 4, Guðrún Ósk Karlsdóttir 3 (4 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 varin skot). -ÓÓJ 1. DEILD KVENNA KR 8 6 2 519-408 12 Keflavík 9 6 3 590-478 12 KFl 8 5 3 483-421 10 Is 8 4 4 470-436 8 Grindavík 9 0 9 359-678 0 ÍS fœr KR i heimsókn í Kennaraháskólanum klukkan 20.15 í kvöld. Um næstu helgi sækja KR- stúlkurnar slðan KFl heim á ísafjörð og leika viö þær tvo leiki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.