Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Side 3
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2001 19 DV Spánarmótið í tölum Ísland-Egyptaland . 28-28 (13-13) Patrekur Jóhannesson 11/4, Ólafur Stefánsson 5/1, Erlingur Richardsson 4, Dagur Sigurðsson 4, Björgvin Þór Björgvinsson 1, Gústaf Bjarnason 1, Einar Örn Jónsson 1, Guðfinnur Kristmansson 1. Ísland-Spánn... 25-27 (12-13) Guðjón Valur Sigurðsson 6, Einar Örn Jónsson 5, Patrekur Jóhannesson 5/2, Aron Kristjánsson 3, Ólafur Stefánsson 2, Erlingur Richardsson 1, Róbert Sighvatsson I, Heiðmar Felixson 1, Ragnar Óskarsson 1. fsland-Noregur .... 18-24 (11-9) Ólafur Stefánsson 5, Patrekur Jóhannesson 4, Aron Kristjánsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Róbert Sighvatsson 2, Einar Öm Jónsson 1, Ragnar Óskarsson 1. Önnur úrslit á mótinu: Spánn-Noregur..............29-22 Egyptaland-Noregur.........22-21 Spánn-Egyptaland ..........22-20 Lokstaðan: 1. Spánn 3 3 0 0 78-67 6 2. Egyptaland 3 111 70-71 3 3. Noregur 3 1 0 2 67-69 2 4. ísland 3 0 1 2 68-79 1 Svíar unnu æfingamótið Svíar unnu fjögurra þjóða mótiö í Svíþjóö sem fór fram á sama tíma og Spánarmótið. Frökkum, sem léku þrjá leiki hér á íslandi, dugði ekki sigur á Þjóðverjum í síðasta leik til að ná í annað sætið því það kom í hlut Dana á markatölu. Það vakti athygli að Þjóðverjar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á mótinu og þar á meðal með sjö mörkum gegn Dönum. Úrslit mótsins: Svíþjóð-Þýskaland .........23-21 Danmörk-Frakkland..........21-21 Svíþjóð-Frakkland ..........26-23 Danmörk-Þýskaland...........26-19 Svíþjóð-Danmörk.............26-24 Frakkland-Þýskaland.........25-22 Lokastaðan: Svíþjóð 3300 75-68 6 Danmörk 3 111 71-66 3 Frakkland 3 1 1 1 69-69 3 Þýskaland 3 0 0 3 62-74 0 -ÓÓJ Heiðrún ekki meira með í vetur Heiðrún Guð- mundsdóttir, línumaður Vík- ings í hand- bolta, lék sinn síðasta leik í bili fyrir Víking á móti FH um helgina. Heiðrún á von á bami og þarf ekki að hafa mörg orð um það hve mikil blóð- taka þetta er fyrir Víking, Heiðrún er búin að vera einn máttarstólpa liðsins undanfarin ár. Fer þar annar leikmaður Vík- ings úr byrjunarliðinu á þessu tímabili. Þær misstu fyrirliða sinn í öðrum leik íslandsmótsins, Guðmundu Ósk, með slitin kross- bönd. En sagt er að maður komi í manns stað. Heiðrún hefur nýtt 76% skota sinna af línunni í vetur og gert 2,9 mörk að meðaltali sem er hvort tveggja það besta hjá línumönn- um í Nissandeild kvenna í vetur. -BB/ÓÓJ Sport íslendingar höfnuðu í neðsta sæti á fjögurra liða móti á Spáni sem fram fór um helgina. Liðið gerði jafntefli við Egypta í fyrsta leik, tap- aði síðan naumt fyrir Spánverjum en botninn datt úr leik íslenska liðs- ins í þriðja leiknum þar sem sex marka tap, 24-18, var staðreynd eft- ir að íslendingar höfðu leitt i hálf- leik, 11-9. Kannski ekki besta vega- nesti fyrir heimsmeistarakeppnina sem byrjar í Frakklandi eftir tíu daga en íslenska liðið fær þó tæki- færi til að byggja upp sjálfstraustið með tveimur leikjum gegn Banda- ríkjamönnum um næstu helgi. Þor- björn Jensson, landsliðsþjálfari ís- lands, ætlaði sér þó ekki að missa neinn svefn yfir frammistöðu liös- ins þegar DV náði tali af honum á Spáni i gær. Misstum slagkraft „Það kom í ljós i leiknum gegn Norðmönnum að við þurfum að hafa stóru mennina okkar til að vera ógnandi í sóknarleiknum. Ég hvildi Dag þar sem hann á við smá- vægileg meiðsli að striða og ekki bætti úr skák að Patrekur fékk rautt spjald þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks og þótti mönnum það ansi strangur dómur. Þegar þessara tveggja leikmanna naut ekki við þurftum við að nota menn eins og Ragnar, Aron og Guð- jón Val í skyttuhlutverki og það kom í ljós í dag að það er mjög erfitt. Norðmennirnir spiluðu vömina aftarlega í seinni hálfleik sem gerði litlu mönnunum erfitt um vik og gott dæmi um það er að við töpuð- um níu boltum í seinni hálfleik en aðeins einum í þeim fyrri. Við átt- um aldrei möguleika í Norðmenn í síðari hálfleik og leikurinn var heldur ójafn,“ sagði Þorbjöm Jens- son. Varnarleikurinn virkaöi vel „Það sem ég er ánægðastur með í mótinu er að vamarleikur liðsins var góður. Við prófuðum nýja varn- Patrekur með langflest mörkin Patrekur Jóhannesson skoraði langflest mörkin á mótinu á Spáni eða 20 í leikjunum þremur en hann var með 11 mörk í fyrsta leiknum gegn Egyptum. Mörk íslenska liðsins á Spánarmótinu gerðu annars eftirtaldir: Skyttur ..............34/7 Patrekur Jóhannesson.20/6 Ólafur Stefánsson.....12/1 Heiðmar Felixson.........1 Guðfinnur Kristmannsson....1 Leikstjómendur .......12 Aron Kristjánsson......6 Dagur Sigurðsson.........4 Ragnar Óskarsson.........2 Línumenn.................8 Erlingur Richardsson...5 Róbert Sighvatsson......3 Hornamenn...............17 Guöjón Valur Sigurðsson .8 Einar Örn Jónsson......7 Björgvin Þór Björgvinsson .1 Gústaf Bjarnason ..........1 araðferð og hún gekk vel. Fyrir mót- ið var ég smeykur um að beita þess- ari aðferð gegn Spánverjum því ég hélt að þeir myndu finna svör viö henni en svo reyndist ekki vera. Við töpuðum þeim leik á slökum sókn- arleik þar sem þeir skoruðu þrettán mörk úr hraðaupphlaupum. Við erum hins vegar klaufalegir í brotum og erum alltof oft einum ieikmanni færri. Þetta er hlutur sem við þurfum að bæta fyrir HM í Frakklandi því andstæðingarnir eru nógu erfiðir þegar jafnt er í liðum.“ Noregsleikurinn sýndi margt „Noregsleikurinn var góður fyrir mig að mörgu leyti. Hann sýndi glöggt hvar skórinn kreppir hjá liðinu. Hann sýndi að við þurfum að hafa stóra og sterka menn fyrir utan sem geta ógnað með skotum. Annað gengur ekki á alþjóðlegan mælikvarða og ef við höfum ekki okkar öflugustu menn er hætt við því að lendum í vandræðum. í leiknum kom líka glögglega í ljós að ef við spilum góða vöm, eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum, þá erum við fyllilega samkeppnishæfir við önnur lið. Við þurfum hins vegar aö laga sóknarleikinn sem var á köflum heldur slakur. Höfum tíu daga Nú höfum við tiu daga fram að fyrsta leik í HM gegn gömlu vinum okkar, Svíum, og sá tími ætti að nægja til þess að fá menn, sem eiga við smámeiðsli að stríða, heila og sníða af þá vankanta sem komið hafa fram í þessum æfingaleikjum að undanförnu. Það er frábært að fá þetta mót til þess að láta reyna á liðið og ég er ekki í vafa um að við veröum tilbúnir í slaginn í Frakklandi eftir tíu daga,“ sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir að strákamir hans höfðu lent í neðsta sæti á fjögurra þjóða móti á Spáni sem lauk í gær. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.