Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Qupperneq 10
26 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2001 Sport íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Verðsku Idað - hjá Þórsurum sem tryggðu sér íslandsmeistarabikarinn innanhúss í gærdag Þórsarar frá Akureyri gerðu sér lítið fyrir og unnu Islandsmótiö í innanhússknattspyrnu i fyrsta skiptið í sögu félagsins. Ekki verða Þórsarar sakaðir um að hafa farið auðvelda leið í mótinu þvi þeir skildu lið eins og Fylki og ÍBV eftir í riðlinum. í 8-liða úrslitum mættu þeir Grindvíkingum og sigruðu þá 3-2 í spennandi leik. Þeir fengu síðan FH-inga í undanúrslitum. Þórsarar byrjuðu vel á móti FH og komust í 2-0 eftir aðeins 3 mínútur. Fyrra markið kom beint úr aukaspymu og annað markið kom strax á eftir. Þannig var staðan í hálfleik. í seinni hálfleik lögðu FH- ingar mikla áherslu á sóknina og ætluðu sér greinilega að jafna. Þeir settu útispilara í markið og skoruðu strax í kjölfarið. Þar sem FH-ingar lögðu allt í sölurnar í sókninni fengu Þórsarar skyndisóknir og skoruðu þeir þriðja markið úr einni slíkri þegar tæpar 3 mínútur voru eftir af leiknum. Eftir þriðja markið var allur vindur farinn úr liði FH og Þórsarar bættu tveimur mörkum við í lokin og sigruðu þar með 5-1. 1 hinum undanúrslitaleiknum mættust Reykjavíkurliðin Valur og Víkingur og varð úr hörkuleikur. Staðan var 1-1 í hálfleik og náði hvorugt liöið að skora í seinni hálfleik og grípa þurfti til framlengingar. Valsmenn komust yfir, 2-1, í fyrri hálfleik framlengingarinnar en Víkingar jöfnuðu um leið. Hvorugt liðið náði að tryggja sér sigur og því varð að fá úrslit í vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur spymum sínum en mikill heppnisstimpill var yfir spymum Valsmanna. Markverðir beggja liða vörðu síöan þriðju spyrnu liðanna og Þórður Þórðarson gerði sér lítið fyrir og varði líka næstu spyrnu Víkinga og kom þeim í úrslitaleikinn. I úrslitaleiknum voru Þórsarar ekki í vandræðum með Valsmenn og sigruðu, 4-0, og undirstrikuðu styrk sinn. Það var varnarjaxlinn Hlynur Birgisson sem skoraði fyrstu tvö mörk Þórsara, það fyrra um miðjan fyrri hálfleik og það síðara í byrjun þess seinni. örlygur Þór Helgason bætti síðan þriðja markinu við eftir aö Þórður Þórðarson í marki Vals hafði reynt að sparka boltanum frá markinu en tókst ekki betur en svo að boltinn fór í Örlyg og þaðan inn í markið. Það var svo Þórður Halldórsson sem innsiglaði sigur Þórsara með því að skora fjórða markið. Leikmenn Þórs fögnuðu vel og innilega í leikslok, enda vel að titlinum komnir. Barátta liðsins var til fyrirmyndar allt mótið og ljóst aö Þórsarar eru að byggja upp lið sem á eftir að láta að sér kveða á næstu árum. „Það er alltaf gaman að vinna þótt það sé innanhúss. Þetta sýnir það sem við höldum að við séum með sterkan og breiðan mannskap sem getur gert ágæta hluti. Hvort þetta sé byrjun á einhverju betra er erfitt að segja. Þetta er nú bara innanhússbolti. Menn sýndu allavega í dag góðan karakter og dugnað. Við fórum ekki auðvelda leið í þessu móti og unnum mörg af bestu liðum landsins þannig að þetta var ekki heppni. Það sýnir ákveðinn styrk og vonandi sýnum við hann áfram í sumar,“ sagði Hlynur Birgisson í Þór, eftir að hans menn höfðu hampað Islandsmeistarabikarnum. -BG Guölaug Jónsdóttir úr KR lyftir hér íslandsbikarnum í leikslok eftir 5-4 sigur á Breiöabliki í úrslitaleiknum. DV-mynd E.ÓI. Markaveisla - þegar KR vann Breiðablik 5-4 í úrslitum KR-stúlkur fógnuðu öðrum titli sinum innanhúss á einni viku með því að vinna erkifjendur sina í Breiða- bliki, 5-4, í úrslitum íslandsmóts kvenna innanhúss í Höllinni í gær. Það kom fáum á óvart að KR og Breiðablik spiluðu til úrslita á íslands- mótinu innanhúss sem fram fór í Laugardalshöll í gær, enda hafa þessi tvö félög borið höfuð og herðar yfir önnur lið í íslenskri kvennaknatt-. spymu. Bæði lið unnu sinn riðil nokk- uð örugglega. Breiðblik hafði mikla yf- irburði í B-riðli þar sem þær fengu að- eins á sig tvö mörk og skoruðu 25.1 B- riðli var það aðeins ÍBV sem haföi eitt- hvað í KR að gera. Breiðablik hafði betur KR mætti síðan Stjörnunni í undan- úrslitum og sigraði með yfirburðum. Það var ljóst að mikill getumunur var á þessum tveimur liðum. Þegar flautað var tii leiksloka höfðu KR-stelpur skor- að átta mörk en aðeins fengið á sig eitt. Hinn undanúrslitaleikurinn var jafnari þar sem mættust Beiðablik og Valur. Valsstelpur hafa sterku liði á að skipa. Breiðablik hafði þó betur og sigraði 2-1. Skemmtilegur úrslitaleikur Úrslitaleikurinn var fjörugur og bauð upp á góð tilþrif. Guðrún Gunn- arsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir að hafa unnið boltann á miðjunni og kom KR 1-0 yfir eftir aðeins fjórar mínútur. Olga Færseth bætti siðan við öðru marki stuttu seinna og KR var því með vænlega stöðu. KR-stelpur voru ekki hættar því Ásthildur Helga- dóttir kom þeim 3-0 yfir með þrumu- skoti utan af velli. 6 mörk í fyrri hálfleik Blikastelpur voru þó ekki á því að gefast upp og Margrét Ólafsdóttir minnkaði muninn í 3-1. Margrét var síðan aftur á ferðinni þegar hún skor-' aði með góðu skoti. Margrét Ákadóttir jafnaði síðan metin fyrir hlé og því var staðan orðin 3-3 þegar flautað var til hálfleiks. KR tók síðan aftur forystuna í upp- hafi seinni hálfleiks með glæsilegu marki. Ásthildur fékk góða sendingu fram og hún lagði boltan fyrir fætur Gunnlaugar Jónsdóttur sem kom æð- andi upp vinstri kantinn og skaut við- stöðulausu skoti sem hafnaði í mark- inu. Laufey Ólafsdóttir jafnaði síðan, 4-4, með góðu skoti af hægri kantinum og spennan var i hámarki. Það var sið- an markahrókurinn Olga Færseth sem tryggði KR sigurinn með marki tæp- um þremum mínútum fyrir leikslok. Tilraunir Breiðbliks að jafna í lokin runnu út í sandinn. -BG DV Urslitin: 1. deild karla A-riðill FH-KR . ... 3-2 Tindastóll-Breiðablik ... 0-4 KR-Breiðablik ... 3-3 FH-Tindastóll ... 4-1 Tindastóll-KR ... 1-3 Breiðablik-FH ... 3-1 Breióablik og FH komust áfram í 8-liða úrslit en Tindastóll féll í 2. deild. B-riðill Hvöt-Þróttur R ... 2-6 Valur-KA ... 2-3 Þróttur-KA ... 0-1 Hvöt-Valur ... 1-6 Valur-Þróttur . . .3-2 KA-Hvöt ... 7-0 KA og Valur komust áfram í 8 liða úrslit en Hvöt féll í 2. deild. C-riðill Dalvik-Grindavík ... 0-5 Fram-ÍÁ . . ., ... 2-3 Grindavik-ÍA . . ... 0-2 Dalvík-Fram ... 1-6 Fram-Grindavík ... 1-3 lA-Dalvík ... 6-3 ÍAog Grindavik komust áfram í 8 liöa úrslit en Dalvik féll í 2. deild. D-riðill Fylkir-Víkingur ... 5-2 Þór A.- ÍBV ... 1-0 Víkingur-ÍBV ... 6-2 Fylkir-Þór A ... 2-3 Þór A.-Víkingur ... 1-0 ÍBV-Fylkir ... 5-1 Þór A. og Víkingur komust áfram í 8 liða úrslit en Fylkir féll í 2. deild. 8 liða úrslit Breiðablik-Valur ... 1-2 FH-KA ... 2-1 ÍA-Víkingur ... 0-2 Grindavík-Þór A ... 2-3 Undanúrslit Valur-Víkingur ... 5-4 FH-Þór A ... 1-5 Úrslitaleikur Valur-Þór A ... 0-4 1. deild kvenna A-riðill KR-ÍBV ... 1-0 RKV-Valur . . . .1-5 Sindri-KR . . 1-13 ÍBV-RKV ... 5-1 Valur-Sindri . . 10-0 RKV-KR . . .3-8 ÍBV-Sindri ... 8-0 KR-Valur ... 4-1 Sindri-RKV ... 1-5 Valur-ÍBV ... 4-1 KR og Valur komust áfram í undanúrslit en Sindri féll í 2. deild. B-riðiIl Stjarnan-Grótta ... 5-1 Þór/KA-Breiðablik ... 1-6 FH-Stjarnan . . .3-3 Grótta-Þór/KA ... 2-1 Breiðablik-FH ... 7-0 Þór/KA-Stjarnan ... 3-6 Grótta-FH . . .3-1 Stjaman-Breiðablik ... 0-2 FH-Þór/KA ... 2-1 Breiðablik-Grótta . . 10-1 Breiöablik og Stjarnan komust áfram í undanúrslit en Þór/KA féll í 2. deild. Undanúrslit Breiðablik-Valur ... 2-1 KR-Stjarnan ... 8-1 Úrslitaleikur KR-Breiðablik ... 54 KR-stúlkur urðu íslandsmeistarar innanhúss í fimmta sinn í gær en Breiðablik, sem KR vann í úrslitum, hefur unnið oftast, eða 12 sinnum. / gœr var leikið í 3. deild karla í Austurbergi. Barðaströnd, Nökkvi, Huginn og Leiknir F. tryggöu sér sæti í 2. deild að ári. Njarðvík, KS, Kormákur og KÍB féllu í 4. deild.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.